Nú er verið að draga í riðil fyrir Meistaradeildina og er Liverpool auðvitað á sínum stað og í fyrsta pottinum.
Liðin sem Liverpool gæti mætt úr potti tvö eru Barcelona, Atletico, Shakhtar, Dortmund og Ajax. Dynamo Kiev, Salzburg, Leipzig, Inter, Olympiakos, Lazio, Krasnodar og Atalanta úr potti þrjú. Lokomotiv Moskva, Marseille, Club Brugge, Gladbach, Istanbul Basaksehir, Midtjylland, Rennes og Ferencvaros úr potti fjögur.
Það má því alveg segja að Liverpool gæti annað hvort fengið mjög þægilegan riðil eða nettan “dauðariðil” og fengið Barcelona/Dortmund, Inter og Gladbach sem gæti orðið nett strembinn riðill.
Sjáum hvað setur. Við uppfærum þegar verið er að draga.
Uppfært: Liverpool hefur dregist í D-riðil og fá Ajax úr potti númer tvö. Atalanta er liðið sem drógst upp úr potti númer þrjú og danska liðinu Midtjylland úr potti númer fjögur. Ansi fínn riðill fyrir Liverpool.
Ajax og Atalanta eru bæði spennandi mótherjar og bæði lið spila alvöru fótbolta. Sé hvorugt fyrir mér pakka í vörn gegn Liverpool.
Ég hafði einmitt óskað mér Ajax og Midtjylland.
Hljómar alls ekki illa
Þetta verða stórskemmtilegir leikir, flott lið og skemmtileg fótboltalið.
Liverpool og Atalanta áfram. Hvar getur maður keypt sér flug til
Bergamo eða Milan til að horfa á útileikinn?
Já og helst víruslaust flug.
Finn riðill, skemmtileg lið og þægileg ferðalög.