Jurgen Klopp í fimm ár

Hvernig mynduð þið svara eftirfarandi spurningum?
1. Besti leikurinn undir stjórn Klopp
2. Uppáhalds leikurinn þinn sem Klopp stjórnaði Liverpool.
3. Bestu kaupin undir stjórn Klopp
4. Besti leikmaðurinn heilt yfir á þessum 5 árum undir stjórn Klopp.
5. Uppáhalds minning þín af Klopp

Klopp stýrði sínum fyrsta úrvaldsdeildinarleik gegn Tottenham 17.okt 2015, ferðalagið síðan þá:
2015/16 8.sæti 60 stig Úrslitaleikur í Evrópudeildinni
2016/17 4.sæti 78 stig
2017/18 4.sæti 75 stig Úrslitaleikur í Meistaradeildinni.
2018/19 2.sæti 97 stig Sigur í Meistaradeild
2019/20 1.sæti 99 stig Super Cup, FIFA Club World Cup, já og ENGLANDSMEISTARAR

19 Comments

  1. 1 og 2: Held að það geti ekki verið neitt annað en leikurinn við Barcelona á Anfield. Þetta var svo mikið Klopp að ná að mótívera hópinn að vinna 4-0 án Salah og Firmino. Dortmund leikurinn er ekkert fjarri samt.
    3. Salah. Held að þegar rykið sest þá munum við sjá enn betur hversu fáránlega góður hann er.
    4. Þarna myndi ég segja að Firmino eða Hendo séu lang líklegustu kandídatarnir. Firmino náttúrulega búinn að vera í brasi síðustu mánuði, og Hendo var í brasi út af meiðslum á tímabili, en heilt yfir eru þeir svolítið mikið að stýra ferðinni. Eins og hljómsveitarstjórar í kringum prímadonnurnar á píanóinu og fiðlunni sem Mané, Salah og fleiri eru.
    5. Er það ekki bara Klopp að syngja YNWA eftir Barca leikinn með leikmönnum?

    3
  2. Liverpool FC complete signing of Marcelo Pitaluga
    Þessi er efnilegur og Brasilískur!!!!!!!!!!

    3
  3. Sælir félagar

    1. Útisigurinn á Bæjurum í meistaradeildinni

    2. Sigrarnir á Manchester-liðunum skora hátt.

    3. Líklega Alisson eða VvD

    4. Mo Salah

    Bara alltaf á hliðarlínunni þegar verið er að vinna eitthvert af efstu sex.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  4. Svara þessu sjálfur

    1. Besti leikurinn undir stjórn Klopp: Klárlega þessi sturlun gegn Barcelona. Að snúa við 3-0 tapi á Camp Nou í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er erfitt að toppa. Sérstaklega sætt þar sem þetta var Barcelona liðið með bæði Coutinho og Suarez inná. Þetta var samt ekki bara útaf Klopp, Anfield á svona kvöldum í Evrópu er ROSALEGUR og var það fyrir tíma Klopp líka.

    2. Uppáhalds leikurinn þinn sem Klopp stjórnaði Liverpool: Ofboðslega margir sem koma til greina, persónulega var það Roma leikurinn á Anfield þar sem ég var í Kop á þeim leik. 3-0 gegn City skömmu áður var líka ofboðslega hressandi, klára Bayern á þeirra heimavelli er mjög vanmetið góður sigur og eins uber yfirburðirnir gegn Leicester og Palace á síðasta tímabili.

    3. Bestu kaupin undir stjórn Klopp: Haha vá! Þetta er eins og að gera upp á milli Ripp, Rapp og Rupp. Held að dýrustu kaupin hafi verið mikilvægust og styrkt liðið mest, Van Dijk og Alisson. Fjárhaglega og auðvitað gæðalega er samt erfitt að horfa framhjá Salah og Mané.

    4. Besti leikmaðurinn heilt yfir á þessum 5 árum undir stjórn Klopp. – Salah og Mané. Þeir eru komnir á svipaða tölfræði og Ronaldo var með hjá United.

    5. Uppáhalds minning þín af Klopp – Viðtölin eftir sigurinn í Meistaradeildinni og sérstaklega deildinni.

    Það er ekki neinn stjóri í knattspyrnusögunni sem ég myndi vilja frekar en Jurgen Klopp sem stjóra Liverpool.

    8
  5. 1. Besti leikurinn undir stjórn Klopp = Liverpool – Barcelona 4-0
    Þetta átti að vera vonlaust að komast í gegnum þetta. Barcelona með gríðarlega sterkt lið og við án lykilmanna en samt náðum við með vinnusemi, skipulagi, einstaklingsgæðum og Anfield að klár þetta verkefni.

    2. Uppáhalds leikurinn þinn sem Klopp stjórnaði Liverpool = Liverpool – Tottenham 2-0, mikilvægt að fá meistaradeildarbikarinn í hús og eftir tapið árið á undan og hafa verið nýbúnir að lenda í 2.sæti í deildinn með 97 stig þá var maður ekki tilbúinn í annað áfall.
    Svo má alveg nefna magnaðan Dortmund leik 4-3 með Lovren sigurmarki, frábæran 3-1 sigur gegn Man City, Man utd sigurinn 2-0 á Anfield þegar allir fóru að trúa og 5-2 Everton sigurinn þegar við stilltum upp hálfgerðu B-liði.

    3. Bestu kaupin undir stjórn Klopp = Dijk, kaupinn sem fóru með okkur á næsta level. Það má eiginlega segja að Mane hafi byrjað þetta og Andy hafi verið mest fyrir peninginn en Dijk kaupinn náðu að binda þetta allt saman.

    4. Besti leikmaðurinn heilt yfir á þessum 5 árum undir stjórn Klopp = Mane hefur verið þarna lengi með Klopp og alltaf verið í heimsklassa og fær hann þetta frá mér.

    5. Uppáhalds minning þín af Klopp = Fyrsti fréttmanna fundurinn (The Normal one og doubters to believers) og eftir sigurinn í meistaradeild þegar hann er að ganga á milli og faðma sitt fólk í geðshræringu.

    YNWA – Þeir mega fara að undirbúa styttu af kallinum og má hún vera hliðinn á Bill.

    p.s Við eigum Kop stúkku en ég held að það væri gaman að eiga Klopp stúkku líka .

    5
  6. 1. Liverpool – Barcelona, 4-0 Undanúrslit meistaradeildarinnar
    2. Liverpool – Barcelona, 4-0 Undanúrslit meistaradeildarinnar
    3. Alisson. Færði svo gríðarlega mikla ró og öryggi yfir liðið.
    4. Mané. Berst alltaf allan leikinn og gefur allt í þetta. Er svo líka mjög flínkur í fótbolta.
    5. Eftir sigurinn í Meistaradeildinni, og reyndar eftir 4-0 leikinn við Barcelona.

    2
  7. FRÁBÆRT!!! Verðlauna manninn eftir 7:2 sögulegt tap.
    (fyrir ykkur kaldhæðnissnauðu þá er þetta kaldhæðni og einskonar öfugmæli 😉

    • Ha??? Ég hélt ég væri kaldhæðinn en ég fatta þetta ekki.

      Hvað um það… Klopp er frábær, megi hann vera sem lengst hjá okkur, þá halda titlarnir áfram að koma í hús.

      1
  8. 1. Liverpool Barca 4-0 leikurinn er klárlega þarna efst í huga.

    2. Þeir eru nokkrir en auðvitað er eins og hjá flestum Barca leikurinn sem stendur uppúr mér fannst svo Liverpool – Dortmund 4-3 leikurinn frábær sturluð læti þar.

    3. Alisson og VVD klárt mál.

    4.Má segja allt liðið bara ? Salah , Mané , Hendo og svo er ég mikill Trent aðdáandi.

    5.Viðtölin þegar hann tók við Liverpool fyrst maður vissi að allt myndi breytast þegar þessi meistari byrjaði að segja okkur að fara trúa þessu aftur!

    YNWA !

    3
  9. Já, ætli við vildum ekki flest að þessi gaur væri frændi sem liti inn í snúð og kaffibolla. Skapgerðin drífur langt. Hann er næs þessi gaur og líka með fyrirferðina sem þarf til að sigra. Í slíku hlutverki er maður alveg einn af því að það er ekkert bakköpp og bara í boði að vera fyrirmynd annarra. Þetta klúður á móti Villa hlýtur að vera undantekning. Jafnvel amatör sér hrokann í því að hafa línuna við miðju. Notum frekar þessa frábæru varnarmenn sem hafa verið berskjaldaðir í þessari nálgun. Færum þá aftar og verum solid 99 eins og síðustu tvö ár. Klopp vill þánder en wise men segja að að það þarf ekki þánder, bara yfirburði. Og við vitum hvar þeir liggja. Back to solid eru tvö sent.

    1
  10. Off topic
    Hvers vegna fór Mané ekki í aðra sýnatöku um daginn þar sem fölsk jákvæð sýni eru soldið mörg. T.d shaqiri

      • Það hefur einungis komið fram að hann fór í sýnatöku ( ekki tökur…) og þar af leiðandi er það nokkuð ljóst, nema lfc staðfesti annað.
        Áttar þú þig ekkert á þessu?

      • 1. Leicester – Liverpool 0-4 þann 26 des 2019.
        2. Liverpool – Barcelona 4-0 í CL
        3. Van Dijk og Alisson
        4. Mane
        5. Fyrsti fréttamannafundurinn með Klopp.

  11. Það hlýtur alltaf að vera Barcelona. Þetta var jafnt sjúkt og þegar Maradonna fór úr eigin teig og vann hálfvegis heimsmeistaramót með því að hlaupa með boltann yfir allan völlinn. Ætli hinn leikurinn sé ekki Lecester 4-0, af því að þar voru sýndir svo gríðarlegir yfirburðir á móti liði sem er frekar gott. Þetta Villa koks er bara dæmi um hvað Klopp er búinn að umframkeyra mannskapinn. Þeir halda samt áfram í eitt mót í viðbót. Mané er sá besti í dag. Hann á 2-3 ár eftir á toppnum og honum er alveg sama um andstæðing af því að hann veit að hann er bestur. Algjör unun að horfa á hversu jaded, ruglaður og toppaður hann er í fótbolta. Það munu ekki koma margir svona leikmenn fram aftur og það er bara gæfa að hafa hann í okkar liði.

    1
    • Þetta kann að enda illa ef allir bestu leikmennirnir fá ekki að spila. Hópurinn er stór og liðið sem heild fær ekki að fara í sóttkví nema ef 13 leikmenn eru ekki leikfærir. Það er alveg áhugavert að horfa á unglingana og varaliðið en við vinnum ekki marga leiki með þeim á móti sterkum andstæðingum.

  12. Í þessari fótboltaþurrð er áhugavert að lesa þessa grein.

    https://www.thisisanfield.com/2020/10/pepijn-lijnders-is-jurgen-klopps-assistant-his-long-term-liverpool-successor/

    Ég skal viðurkenna það að ef Lindjers tæki við eftir 2 ár eða svo að þá væri það minna sjokk en ef einhver annar kæmi inn. Ekki það að maður eigi að hugsa stíft um þessi mál en klúbburinn okkar er stæsta nafnið í boltanum í dag og þá má alveg kíkja inn um dyrnar, spá og spekúlera.

    1
  13. 1. Besti leikurinn undir stjórn Klopp

    4-0 heima gegn Barcelona. Erfitt að horfa fram hjá honum.

    2. Uppáhalds leikurinn þinn sem Klopp stjórnaði Liverpool.

    4-0 gegn Barca.

    3. Bestu kaupin undir stjórn Klopp

    Mané, VVD, Salah, það að láta Henderson ekki fara.

    4. Besti leikmaðurinn heilt yfir á þessum 5 árum undir stjórn Klopp.

    Mané. Hann keypti hann snemma og hann hefur brillerað á þessum tíma. Vanmetnasti leikmaður heims.

    5. Uppáhalds minning þín af Klopp

    Lyfta núner 19 á loft.

Gullkastið – WTF

Kvennaliðið heimsækir Leicester