Liðsuppstilling í grannaslagnum á Guttagarði

Nú eftir klukkutíma hefst grannaslagur Liverpool borgar og Klopp gerir fjórar breytingar á liði sínu frá harmleiknum á Villa Park en fyrirliðinn Jordan Henderson snýr aftur ásamt þeim veirubræðrum Sadio Mané og Thiago en svo kemur hinn símeiddi Joel Matip aftur í byrjunarliðið sem er svona:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Milner, Wijnaldum, Jones, Minamino, Jota

Sterkt lið og skemmtileg miðja og er ég að verða gríðarlega spenntur fyrir leiknum en Everton menn snéru tilbaka í það lið sem hóf tímabilið og sest því Gylfi Sig aftur á bekkinn í dag.

Bendi mönnum á að hægt er að taka þátt í umræðunni á Facebook og Twitter síðum Kop.is

YNWA – vinnum bláliða!

51 Comments

  1. Langt síðan ég hef verið jafn smeykur fyrir Everton leik.
    Þeir eru í hórkuformi og Ancelotti að gera allt of góða hluti með þetta lið.
    En okkar menn þurfa að koma sterkir til baka eftir hörmungarnar á móti Villa.
    Spái þessu 2-2

    2
  2. Sælir félagar

    Þetta lið er gríðarlega sterkt og situr ef til vill ekki á manni að gera við það athugasemdir. Mér finnst samt spurning með Matip og Gomes. Gomes er fljótari en Matip en Matip er hættulegri í teig andstæðinganna í föstum leikatriðum. En samt þetta lið er líklega eitt það sterkasta sem nokkurt félagslið getur boðið upp á svo verum sáttir með það. Ég treysti Klopp og reikna með vinningi í þessum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  3. Búið að hypa þetta Everton lið í drasl vonandi skella okkar menn þeim á jörðina þar sem þeir eiga heima. svona svipað og þegar við tróðum sokk upp í Chelsea menn um daginn.
    Þetta tímabil mun samt sem áður ekki ráðast á leik sem gefur 3 stig en engu að síður er krafa að bæta fyrir skituna síðast.

    1
  4. Ekki með bestu nettenginguna í augnablikinu. Lumar einhver á góðum link.

  5. úff mig verkjar í krossbandið að sjá þessa brot hjá Pickford á van Dijk, mér sýnidist van Djik réttstæður og þar af leiðir víti jafnvel rautt. Everton heppnir þarna.

    3
  6. Þetta var ekki rangstaða bara bull okkar maður meiddur og við missum af vítaspyrnu gæti breytt leiknum!

    3
  7. Burt séð hvort þetta var rangstæða eða ekki, þá hefði mátt dæma á þessa árás hjá Pickford. Í aðdragandanum horfir hann á VVD og fer með takkana á langt á undan sér, reynir aldrei við boltann.

    3
  8. þetta lítir illa út með VD. kæmi ekki á óvart að hann verði frá í einhvern tíma. Hvernig í ósköpum eiga þeir að hagnast á þessu broti. það skil ég ekki.

    3
  9. Mér finnst hálf asnalegt að menn sleppi stikk frí frá svona hættulegum tæklingum bara af því það var dæmd rangstæða. Kannski þá ekki hægt að dæma víti í þannig tilfelum en spjald klárlega.

    4
  10. Adrian heldur áfram að gefa og gefa, hversu slakur er hann í rammanum. Geri kröfu á að félag eins og Liverpool eigi betri varamarkvörð

    11
  11. Pura rautt á Pickford fyrir þessa glórulausu árás á VVD. SKiptir engu hvort það var rangstaða eða ekki þetta er lappabrjótur reynir ekki einu sinni við boltan.

    13
  12. Væri bara ljúft ef okkar menn nýttu færin sín. Get ekki kennt Adrian um stöðuna þó svo mig langi til þess. Flottur leikur heilt yfir hjá okkur og mímörg færi farið í súginn. Ekki oft sem ég verð brjálaður út í andstæðinginn en Pikford viss alveg hverskonar tæklingu hann var að fara í….það má tækla hann til baka mín vegna.
    YNWA

    10
  13. Vangaveltur. Leikmaður klárar sókn með marki en rennir sér í leiðinni í kolólöglega tæklingu á markmann sem þarf að fara af velli. Markið stendur þá ekki vegna rangstöðu og markaskorarinn fær ekki spjald þrátt fyrir brotið. Er þetta ekki eitthvað undarlegt!
    YNWA

    8
  14. Algjörlega fáránlegt að helvítis aumingjarnir í vídeóherberginu skuli ekki dæma rautt á þessa árás hjá Pickford. Það bara sýður á manni eftir þetta og maður er skíthræddur um alvarleg hnémeiðsli hjá Virgil. Krossband og seasonið er búið!

    Vonum að vörn og markmaður haldi haus núna síðustu 20 komaso!

    5
  15. Finnst tímabært að Trent fari að vanda betur staðsetningarnar sínar í vörninni.

  16. Hvað er í gangi þarna hjá fa ekkert athugað með ruglið hjá Pickford í fyrri hálfleik og svo þetta að dæma rangstödu á þetta skil ekki hvernig þeir sjái að þetta sé rangstada meira djofulsins bullið alltaf

    11
  17. Furðuleg rangstaða þegar farið er í autocat og búið til einhverjar línur og dæmt út frá 2mm

    8
  18. Það er ljóst að sóknarmenn njóta ekki lengur vafans í fótbolta!!!!

    14
    • Það er vegna þess að með VAR er vafinn ekki lengur til staðar. Því miður í þessu tilfelli.

      2
  19. Þetta er orðið bara bull þetta VAR. Það á bara að nota þetta ef dómaratríóið er með skitu. Núna eru komin viti í öðrum hverjum leik út á eitthvað sem enginn sá. Rangstöður á eitthvað sem enginn sér. Eyðileggja leikinn.

    Fínn leikur en féll ekki með okkar mönnum.

    8
  20. Var Atkinson í boxinu? Þetta var rán og við áttum að vinna leikinn. Það er klárt, neverton voru mjög heppnir.

    Núna er komin upp staðan sem ég hef óttast og hún er að Allison og Van Djik eru báðir meiddir.

    7
  21. Hvar getur maður séð hver var í VAR búrinu það hlýtur bara að hafa verið Anakin Atkinson sem er djöfull í mannsmynd! Rán og ekkert hægt að segja við þessu anskotans helvítis……?!?~!?!\! Brjálaður.

    YNWA.

    6
  22. Þetta var ekkert rangstæða. Það sjá allir nema gaurinn í boxinu.

    5
  23. David Coot var VAR dómari í dag. Hann er einn sá allra slakasti. Hann hefur áður þurft að viðurkenna misktök í VAR herberginu. “He was the video assistant referee for the matchday 27 game between Chelsea FC and Tottenham Hotspur . During the game Giovani Lo Celso committed a serious foul when he stamped on Chelsea’s Cesar Azpilicueta. On reviewing the incident Coote deemed the foul not worthy of a red card and Lo Celso escaped a sending off. Coote would later admit to having erred and stated he should have recommended a red card for Lo Celso.”

    4
  24. Sá viðtal við klopp núna á viasat og það kæmi ekki á óvart að fa refsi honum því hann sagðist bara ekki skilja hvernig Pickford fékk ekki rautt og hvernig þetta var rangstada því það má aldrei segja sannleikann um þetta skíta samband

    5
  25. Rán rán rán … brjálaður … allt vitlaust við þetta … en OMG … þurfum markvörð og miðvörð … Gomes bara ekki nógu góður enda Englendingur … ef þetta væri í lagi væri allir í góðu skapi núna ….

    4
  26. Þetta VAR rugl mun aldrei virka nema það séu myndavélar beint fyrir ofan völlinn og það sé einhver leysir á vellinum á sitthvorri hliðarlínunni – virkar fínt í bílskúrnum hjá mér svo hurðin lokist ekki þegar hindrun er til staðar. Hvaða rugl er þetta??
    Ég var oft brjálaður út í aðstoðardómarana áður en VAR kom til sögunnar en held að ég sé meira brjálaður yfir því hve tæknin er ófullkomin og byggð á teiknileikni. Ef þeir treysta sér til að vera með sjálkeyrandi bíla á götunum þá hlýtur að vera til nákvæmari tækni til að meta rangstöður á fótboltavelli.
    YNWA

    6
  27. Sadio Mane put the visitors ahead in the third minute but they were furious soon afterwards when a wild challenge by Everton keeper Jordan Pickford on Virgil van Dijk, committed after an offside decision, saw the defender having to go off injured with VAR failing to review the tackle. Finnst þetta merkilegra en allt sem merkilegt er. Þeir bara sleppu að tékka á tæklingunni! Hvernig er það hægt?

    5
  28. Svo er maður að horfa á Chelsea á móti Southampton og þar tekur Werner boltann með sér með hendi og skorar og það skoðar var ekki hvað er eiginlega í gangi þarna hjá FA eru þeir viljandi að reyna að skapa leiðinda umræðu

Upphitun: Bítlaborgarbardagi í Góðrasonagarði & markmannsmeistaramálefni

Everton 2 – 2 Liverpool