Um VAR – Aðsendur pistill

Í gær fengum við sendan þennan flotta pistil frá honum Ágúst Þór Ragnarssyni. Hann setti pistilinn svo í athugasemd við færslu en ég fékk leyfi til að henda honum inn hjá okkur.

Ef ykkur langar að senda á okkur umræðu eða góðan pistil þá endilega hendið á maggimark14@gmail.com og hver veit hvað verður!

Ég leyfði mér að þýða ensku punktana í pistil Ágústar.

Vandamálið með VAR og dreifing ábyrgðar

Margir hafa spurt sig hvað er að VAR og af hverju það virkar ekki sem skyldi.

Nú virðast ensku dómararnir ekki hafa leyst neitt sérstaklega vel úr þessu nýja tæki sem þeim var gefið til að hafa betri yfirsýn.

En hvað veldur? Vandamálið er að VAR kerfið eins og það er uppsett í Bretlandi er í eðli sínu mein gallað og kallar fram þekkt sálfræðilegt vandamál sem nefnist dreifing ábyrgðar ,,Diffusion of responsibility“.

Á heimasíðu Premier League eru nákvæmlega skilgreind þau atriði sem farið er eftir í framkvæmd VAR og hver vinnuregla og nálgun þeirra er í framkvæmdinni; ,,the minimum interference – maximum benefit“

VAR verður eingöngu notað við „skýrar og augljósar villur“ eða „alvarleg mistök hjá atvikum“ í fjórum leikjabreytingum:

– Mörk
– Vítaspyrnudómar
– Atvik með mögulegu beinu rauðu spjaldi
– Rangur leikmaður brotlegur

Á heimasíðu Premier League eru eftirfarandi grundvallarreglur við notkun á VAR settar fram:
• Lokaákvörðunin verður alltaf tekin af dómara á vellinum.
• VAR mun ekki ná 100 prósenta nákvæmni en mun hafa jákvæð áhrif á ákvarðanatöku og leiða til réttari og réttlátari dóma.
• VAR mun sjálfkrafa athuga þau atriði sem koma fram í áhersluþáttunum fjórum, leikmenn þurfa ekki að biðja um eða gefa merki um það.
• Leikmenn verða alltaf að spila þar til flauta gellur.
• Það verður hár þröskuldur með inngripum VAR af huglægum ákvörðunum dómarans á vellium til að viðhalda hraða og styrkleika í úrvalsdeildarleikjum.
• Raunverulegar ákvarðanir, svo sem hvort leikmaður sé á rang- eða réttstæður, kalla ekki á sjálfkrafa inngrip VAR.
• Gult spjald verður gefið út til leikmanna sem gefa VAR merki til leikmannsins með árásargjöf.
• Endursýning atviks í rauntíma verður upphaflega notað til að athuga atriði á ákefð. Endursýning á hægum hreyfingum verður notuð til að bera kennsl á snertipunkt.
• VAR eru starfsmenn leikja og tilnefningar þeirra verða tilkynntar fyrir hverja leik umferð sem hluti af dómgæsluliðinu.

Fyrirbærið dreifing ábyrgðar (diffusion of responsibility eða the bystander effect).

Það að viðvera/nálægð annars breyti hegðun einstaklingsins þannig að þeir finna fyrir minni ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna (Bandura, 1991). Sjá einnig Kitty Genovese morðið í New York þar sem 37 vitni horfðu á morðingjan að verkum en gerðu ekkert.

Fyrirbærið dreifing ábyrgðar (diffusion of responsibility eða the bystander effect). Er þekkt sálfræðilegt hugtak. Það að viðvera/nálægð annars breyti hegðun einstaklingsins þannig að þeir finna fyrir minn ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna (Bandura, 1991). Sjá einnig Kitty Genovese morðið í New York þar sem 37 vitni horfðu á morðingjan að verkum en gerðu ekkert.

Tilfinningin að vera fulltrúi einhvers er að maður hafi stjórn á atburðum með eigin íhlutun. Þessi tilfinning skiptir miklu máli á samskiptum og er þar af leiðandi tengt ábyrgðartilfinningu.
Í ritrýndri rannsókn Beyer og félaga (2017) sýndu þeir fram á að aðkoma annars fulltrúa veldur því að að ábyrgð dreifist þannig að fulltrúinn beri minni ábyrgð og veldur minni tengingu á aðgerðum fulltrúans við niðurstöðuna. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5390744/

Það sem óneitanlega flækir þetta er að ákvarðanatakan er oft í neyðaraðstæðum s.s hættu, stressi eða menn undir pressu. Eftir því sem fleiri koma að ákvarðanatöku þeim mun minni ábyrgð finnur fulltrúinn fyrir afleiðingum ákvarðanna sinna.

Þegar einn dómari sem ber ábyrgð á dómgæslunni er kominn með teymi í kringum sig er ábyrgðin farin að dreifast á meðal eftirtalinna fulltrúa:
• Dómarinn (ber ábyrgð á dómgæslunni)
• tveir línuverðir (gæta rangstöðu, línuvarsla og aðstoð við dómgæslu
• þrír VAR dómara (ákvarðanir varðandi mark/ekki mark, víti/ekki víti, beint rautt spjald, mistök við spjöldun leikmanna)

Vinnuregla Premier league sem segir ,,the minimum interference maximum benefit“ veldur því að VAR dómarar skerast ekki í leikinn nema nauðsyn sé.

Vandamálið er að með því að vera með hið svokallaða silent check frá VAR dómurunum getur dómarinn treyst því að VAR sjái atvik betur en hann sjálfur. Þessi vitneskja veldur í eðli sínu dreifingu á ábyrgð. Í Bretlandi er VAR aftur á móti þannig að þeir vilja lágmarka íhlutun. Þannig að í með þessari vinnureglu mun dómarinn nánast undantekningalaust treysta meira á að VAR heldur sína eigin dómgreind þegar VAR tilkynnir ákvörðun.

Það sem er enn alvarlegra er það að traust dómarans á VAR mun ávallt samkvæmt fræðunum slæva/minnka ábyrgð hans á ÖLLUM umdeildum atvikum leiksins sem aftur bitnar á gæðum dómgæslunnar.
Þetta hefur margskonar eftirtaldar afleiðingar fyrir leikinn:

• Engin ákvörðun tekin í ákveðnum aðstæðum þar sem taka þarf erfiða ákvörðun verður jafnvel enginn ákvörðun tekin því VAR vinnur skv. minimum interference og á samkvæmt reglunum ekki að fara með valdið. Dómarinn treystir á að VAR hafi með ,,silent check“ séð atvikið og tekið ákvörðun.

• Rangur dómur dómarinn telur sig sjá atvikið en dæmir rangt. Ábyrgðin færist yfir á VAR teymið að grípur inn í en gerir það ekki vegna pressu, álags eða hræðslu við umræðu (Champon, 2014)

• VAR sér brot en ákveður að gera ekkert samkvæmt vinnureglunni um minimum interference. Dómarinn sjálfur gæti hafa séð atvikið og hann á að bera hina endanlegu ábyrgð. Hvenær kallar atvik á interference? Hvenær nær það hinu huglæga marki sem kallar á íhlutun?

Niðurstaðan er sem sagt sú í stuttu máli að VAR er ekki að virka eins og það er upp sett og sérstaklega í Bretlandi vegna óskýrleika í verklaginu minimum interference.

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Að mínu mati á VAR alltaf að grípa inn í ef rangt er dæmt. Hvað sem “lágmarks inngripi” líður þá á WAR að leiðrétta/afstýra röngum dómi. Það átti var til dæmis að gera í Maguire atvikinu á móti Chelsea og í vítaspyrnudómnum á Liverpool á móti S. United. VAR á að afstýra leiðrétt/röngum dómum og einnig að grípa inn í þegar ekki er dæmt á augljós brot eða þegar dæmt er á brot sem ekki á sér forsendur samanber áðurnefndan vítaspyrnudóm.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  2. Fínasti pistill.

    Það hefði verið gaman að vinna deildina fyrir VAR og fyrir Covid. Engir áhorfendur og svo þetta endalausa rugl og vita ekki fyrr en hitt liðið tekur miðju hvort markið sé gott og gilt er óþolandi.

    Að því sögðu, djöfull er ég spenntur fyrir leiknum á morgun. 3 stig sama hvernig.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    3
  3. Dómarinn hefur alltaf val á að skoða atvikið á ská á hliðarlínunni og hann ætti alltaf að gera þaað í vafa atriðum. VAR átti að eyða vafaatriðum, ekki fjölga þeim. Þetta er bara ekki að virka eins og þetta er notað í UK. Það vita og sjá ALLIR ! Nema kannski FA.

    3
  4. Góð grein sem sýnir vel af hverju framkvæmdin á VAR er misgóð eftir íþróttum og innleiðingu á mismunandi stöðum. Langar að bæta við nokkrum skoðunum, sem etv. allir eru ekki sammála um.

    1. Reglurnar í fótbolta eru til að skilgreina leikinn svo að skapist umhverfi til að skemmtileg íþrótt verði til. Þannig er megin markmiðið með rangstöðureglunni að tryggja ákveðið flæði og til að minnka það svæði sem varnarmennirnir þurfa að valda á hverjum tímapunkti.
    2. Reglur eiga að vera einfaldar og þannig að bæði áhorfendur og leikmenn geti sjálfir séð þegar þeir brjóta þær
    3. Allt sem er mælt er líka metið. Það er ekkert sem heitir hlutlægt þegar kemur að því að meta dýnamískar hreyfingar/snertingar og timasetningar á þeim. Jafnvel algerlega fullkomin tækni t.d., fyrir rangstöðu yrði aldrei fullkomlega sett upp alltaf.

    Þessir liðir 1-3 eru allir þverbrotnir með innleiðingu á VAR. Í staðinn fyrir að meta rangstöðu eftir því hvort hún hafi áhrif sem skekkja jafnvægi milli varnar og sóknarmanna — starfið sem línuverðir hafa haft um aldir alda — þá er þetta farið að snúast um fjölda atóma í handarkrika og einhverja eftirádóma. Eins með hendi. AF því að við eigum núna videoupptökur af hverri millisekúndu þá er hendi orðið meiriháttar mál og lið hreinlega farin að fiska víti með því að spila á það frekar en að skora mark!.

    Annað er að það eru allt í einu komnar allt aðrar reglur í fótboltann í kringum teig og þegar mark er skorað en er á öðrum stöðum og tímasetningum. Tæklingar og snertingar í teig eru núna orðnar þannig að VAR er stöðugt að dæma á hluti sem myndu aldrei vera dæmt á úti á velli — en bara ef það er skorað (eða í tílfelli Fabinho þegar dómarinn taldi sig vera að dæma aukaspyrnu).

    Niðurstaðan af þessu er að það eru alltof margar vítaspyrnur að verða til í fótboltanum — og vítaspyrnur eru það leiðinlegasta sem nokkur sem hefur áhuga á fótbolta sem leik sér. Víti, eins og það sem Sheffield fékk, er svo fáránlega harður dómur fyrir eitthvað sem er eiginlega ekkert og hefur svo oft gríðarleg áhrif á niðurstöðuna í leiknum að það á að vera neyðarúrræði, ekki eitthvað sem er dæmt stöðugt af því að það er videoupptaka sem er skoðuð á 1/10 hraða 20 sinnum og sést að stóratá er snert hugsanlega einhverjum millisekúndum áður en boltinn er snertur.

    Ef við notum VAR skynsamlega er það sennilega til bóta — af því að stundum eru slæm mistök sem hafa áhrif. En að nota það svona mikið og sérstaklega til að véfengja allt sem gerist í kringum mörk og í teig er bara (alla vega frá mínum bæjardyrum) rangur skilningur á leiknum og það sem gerir hann skemmtilegust íþrótt heimsins. Fótbolti verður ekki betri fyrir það að vera meira eins og amerískur fótbolti.

    5
  5. Þetta VAR mál er ekkert öðruvísi en þið hafið margoft komið inná. Reglurnar um framkvæmd og notkun á VAR er kristaltær, tæknin er til staðar, sem þíðir að framkvæmdin ætti að ganga snuðrulaust fyrir sig. Akkilesarhællinn eru dómararnir, sem fengu upp í hendurnar tæki sem hefði átt að gera þeim lífið ansi létt við erfiðar ákvarðanir, en virðast vilja frekar athyglina sem fylgir fáránlegum ákvörðum þeirra oft á tíðum.

    YNWA

    1

Liverpool 2-0 Midtjylland

Liverpool – West Ham (Upphitun)