Á morgun munu okkar menn í Liverpool ferðast upp M62 til Manchester þar sem þeir mæta Man City á Etihad. Þessi leikur er orðinn stærsti leikur tímabilsins eftir að liðin tvö hafa verið þau bestu í deildinni undanfarin ár. Leikurinn er þó jafnvel stærri fyrir City í þetta skiptið þar sem þeir eru nú fimm stigum á eftir Liverpool, að vísu með einn leik inni, en hafa ekki enn náð að tengja saman sigra í ár og tap í þessum leik yrði óásættanlegt fyrir City eftir að hafa endað svona langt á eftir Liverpool í deildinni í fyrra.
Liverpool hafa ekki verið sterkir á Etihad undanfarinn ár í deildinni og aðeins einu sinni unnið þar undir Klopp en það var 4-1 sigur 2015 á hans fyrsta ári. Síðan þá höfum við spilað fjóra leiki, tveimur höfum við tapað tveimur leikjum stórt. 4-0 í fyrra í leiknum eftir að við unnum deildina og 5-0 árið 2017 þegar Sadio Mané fékk rautt fyrir brot á Ederson snemma leiks. Hinir tveir voru 1-1 jafntefli og svo 2-1 tap í frægum leik þegar Mané var millimetrum frá því að skora.
Það eru nokkur forföll í báðum liðum. Langtíma meiðslin okkar eru flestum þekkt en Van Dijk er lengi frá og Oxlade-Chamberlain er einnig fjarverandi. Auk þeirra sjáum við Fabinho og Thiago ekki fyrr en eftir landsleikjahlé. Hjá City eru einnig nokkrir lykilmenn frá því Aguero, Fernandinho og Benjamin Mendy verða ekki með á morgun.
Andstæðingurinn
Eins og áður kom fram er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir City-menn og þá sérstaklega Pep Guardiola. Pep tók við City árið 2016 og tók eitt ár í að setja saman liðið áður en þeir áttu tvö hreint út sagt ótrúleg ár, söfnuðu 198 stigum yfir tveggja ára tímabil og virtust hvergi vera að fara gefa eftir og þarna væri hreinlega kominn nýr standard í ensku deildina. Það fór hinsvegar ekki betur en svo að þeir töpuðu heilum níu leikjum á síðasta tímabili og voru þeir í raun heppnir að enda ekki meira en átján stigum á eftir Liverpool. Pep er ný á sínu síðasta samningsári hjá City og spurning hvort hann haldi áfram ef þei enda aftur mörgum stigum frá toppnum.
City bætti ágætlega við sig í sumar en þeir tóku vængmanninn Ferran Torres og hafsentana Nathan Aké og Ruben Dias fyrir rúmlega 120 milljónir punda. Torres hefur verið að spila upp á topp í undanförnum leikjum vegna meiðsla Jesus og Aguero og Dias hefur myndað flott miðvarðapar með Laporte og hefur vörnin litið mun betur út eftir að þeir fóru að byrja saman í hjartanu.
Góðir varnarlega, slakir sóknarlega?
Síðan City töpuðu óvænt 5-2 fyrir strákunum hans Brendan í Leicester en eftir þann leik kom Dias inn í liðið og hafa þeir aðeins fengið á sig tvö mörk í fjórum leikjum í deildinni en aðeins skorað eitt mark í hverjum leik. Vissulega hafa sóknarmenn liðsins báðir verið meiddir en það virðist meira vera að í sóknarleiknum. City er með 1.3 xG (expected goals) að meðaltali í leikjum sínum í deildinni í ár sem er ekki aðeins það lægsta sem þeir hafa verið með undir Pep heldur það lægsta sem City hefur mælst með síðan þeir hófu mælingar á xG. Þetta er því ekki City liðið sem við þekktum á síðasta tímabili sem var brothætt varnarlega en gríðarlega hættulegt fram á við en vissulega aðeins sex leikir búnir hjá þeim og það gæti breyst hratt ef þeir finna taktinn.
Jesus eða fölsk nía?
Gabriel Jeses kom inn á í meistaradeildinni með um tuttugu mínútur eftir og það verður áhugavert að sjá hvort hann verði nægilega heill til að byrja leikinn eða hvort hann verði á bekknum. Líkt og áður kom fram hefur nýji vængmaðurinn Torres verið að spila sem fölsk nía í undanförnum leikjum og þó hann hafi sýnt að hann er ágætis leikmaður hefur gengið ekki verið nægilega gott án sóknarmanns hjá City og ljóst að það verður mikilvægt fyrir þá að Jesus verði heill enda markahæstu menn City í ár eru Sterling og Foden með tvö mörk hvor.
Gera City völlinn of lítinn fyrir sig?
Eftir að hafa hlustað á nokkra City menn í podcöstum fyrir leikinn er ein þeirra hræðslum að þeir nýti völlinn ekki nægilega vel. Sterling kemur inn af vinstri kantinum og Mahrez inn af hægri og þá þarftu breyddina frá bakvörðunum líkt og við þekkjum en undanfarið hefur Cancelo spilað í vinstri bakverði þrátt fyrir að vera réttfættur og á það til að leita frekar inn á miðjuna. Hægra megin hefur Walker nýtt svæði sitt vel en City menn eru smeykir um að hann fái ekki leyfi til að sækja jafn mikið í þessum leik vegna þess að þeir þurfi hraða hans tilbaka gegn skyndisóknum Liverpool og það gæti orðið til þess að liðið nýti völlinn ekki nægilega vel og svæðin verði lítil.
Líklegt byrjunarlið Manchester City
Okkar menn
Í vikunni áttum við hreint út sagt ótrúlegan leik gegn Atalanta þar sem við unnum 5-0 með þrennu frá nýju stjörnunni Diogo Jota ásamt mörkum frá Mane og Salah. Fyrir það unnum við West Ham til að koma okkur á toppinn á ensku úrvalsdeildinni og tímabilið farið að líta vel út þrátt fyrir ótrúlegt tap gegn Aston Villa og mikil meiðslavandræði. Sigur í þessum leik kæmi okkur aftur á toppinn eftir að Southampton stal því sæti með sigri í gær.
Jota eða Firmino
Stóra spurningin fyrir þennan leik eftir Atalanta leikinn er hvort Diogo Jota haldi sæti sínu í liðinu á kostnað Firmino eftir þrennuna. Firmino hefur átt erfitt með markaskorun en það sem meira er hefur hann gefið aðeins eftir í hans eigin leik einnig og verið ekki verið upp á sitt besta í nokkurn tíma. Hinsvegar hefur Firmino verið liðinu hrikalega mikilvægur í pressuni og yfirleitt á sínu bestu leiki á Etihad og eins ósanngjarnt og það er fyrir Jota geri ég ráð fyrir því að við sjáum Firmino byrja leikinn. Stóra málið hinsvegar er gleðin yfir því hvað við erum komnir með góða breydd fram á við. Hvað er langt síðan að við höfum getað sagt að við getum gert breytingu í sókninni og gæðin eru ekki niður á við.
Hvað gerir Klopp á miðsvæðinu?
Fabinho, Thiago og Chamberlain eru allir frá vegna meiðsla og Keita hefur átt erfitt eftir að hafa fengið Covid í síðasta landsleikjahléi og er nýkominn aftur til æfinga. Henderson og Wijnaldum munu byrja leikinn er spurningin er hver mun byrja með þeim. Einn kostur væri að fara í 4-2-3-1 og hafa Jota og Firmino báða með en þætti það ólíklegt gegn City og það skilur eftir þrjá valkosti Curtis Jones, James Milner eða Naby Keita.
Hver verður með Gomez í miðverði?
Líklegast er að Joel Matip hefji leikinn með Gomez í miðverði en hann hefur hinsvegar lítið spilað undanfarið og er í þrátlátum meiðslum. Hann spilaði gegn Everton á þessu tímabili og einnig gegn þeim eftir pásu á síðasta tímabili ásamt því að spila gegn Shrewsbury í bikarnum í janúar og eru það einu leikir hans á árinu, fyrir utan að hafa komið inn í uppbótartíma gegn West Ham. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það gefur yfirleitt ekki hindrað hann og hann átti til dæmis flottan leik gegn Everton og virðist ekki þurfa að spila sig í gang. Undanfarið höfum við séð Nat Phillips og Rhys Williams gera vel í vörninni en ég get ekki séð þá byrja ef það er einhver möguleiki að koma Matip á völlinn.
Ég ætla því að skjóta á þetta byrjunarlið, að Klopp haldi sig að mestu við það sem hann þekkir vel og hefur treyst á áður.
Mín spá
Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi leikur spilast en ég ætla að spá 2-1 sigri Liverpool þar sem Salah kemur okkur yfir en City jafnar leikinn og Jota kemur inn af bekknum og tryggir sigurinn!
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Hannes og það er svo sem ekki miklu við hana að bæta. Ég veit ekki með Matip, Gomes hefur tekið ábyrgðina sem fyrsti miðvörður og hefir haldið einbeitingu þá leiki og spilað mjög vel. Það sem hefur háð honum í gegnum tíðina er að hann á það til að missa einbeitinguna og gleyma sér enda verið með afburða mann sér við hlið sem hefur haft ábyrgðina í stjórn varnarinnar. Það getur verið að ef Matip kemur inn að Gomes varpi ábyrgðinni á stjórn varnarinnar á hann og gefi þar með eftir í einbeitingu og gleymi sér í varnarleiknum.
Það er slæmt að Thiago skuli enn vera meiddur og vil ég í því sambandi árétta þá skoðun mína að leikmaður sem slasar annan leikmann og fær rautt fyrir eigi að taka út þriggja leikja bann eftir að maðurinn sem hann slasaði er aftur orðinn leikfær. Fram að þeim tíma megi sá seki ekki spila fótbolta fyrir sitt félagslið og verði þar með að bíða eftir að leika fótbolta allan þann tíma sem hinn meiddi er að jafna sig og svo þrjá leiki að auki.
Þetta mundi þýða að markmannsaulinn hjá eVARton mætti ekki spila fyrir bláliða meða VvD er að jafna sig og svo þrjá leiki að auki ef dómatinn hefði staðið sig í stykkinu. Einnig væri Richarlison í banni fram yfir landleikjahlé og tæki svo út 3 leiki að auki fyrir rauða spjaldið. Þetta mundi vernda leikmenn enn betur fyrir ruddatæklingum og menn eins og Virgil og Thiago væru líklega leikfærir í dag og allt annar leikur framundan á Etihad og erfiðari fyrir City. En hvað sem þessu líður þá vona ég að Keita girði sig í brók og komi margefldur inn í þennan leik en Milner leysi hann svo af í lokin.
Hvað fremstu 3 varðar þá reikna ég með eins og Hannes að Firmino byrji og svo kemur Jota inn í seinni og klárar leikinn. Það er þó ekki víst að hann komi inn fyrir Firmino. Ég gæti alveg eins trúað að hann komi inn fyrir Mané sem hefur ekki verið að finna sig að mínu mati undanfarið eins og hann hefur þó getu til. En við sjáum til og ég ætla að spá fyrir þessum leik eins og alltaf, 1 – 3.
Það er nú þannig
YNWA
Ég held að þessi pæling virki bara ekki í praksis. Sumir missa bara hausinn sama hver viðurlögin eru. Pickford er hins vegar búinn að sleppa algjörlega ótrúlega með VAR. Hann var að enda við að taka hnéspark í magann á Maguire í dag og fékk ekkert sig. En allavega, punkturinn verandi, svona klaufar eins og PFord annars vegar og drullusokkar hins vegar hætta því ekkert bara þótt refsingin verði meiri því miður.
Það getur rétt verið Björn en þeir fá þó þá refsingu sem þeir eiga skilið.
Veit að það fer tími í skrif fyrir upphitanir og menn gera þetta kannski endurgjaldslaust en þetta er verst skrifaðasti fótboltapistill sem ég hef lesið. Afsakið röflið en þessi síða setti ný viðmið í fótboltaumfjöllun og vona að þetta sé bara einsdæmi.
Mér finnst þetta nú bara virkilega metnaðarfullt. Að kynna sér podcöst aðdáenda mótherjanna fyrir upphitun í áhugamennsku finnst mér algjörlega framúrskarandi. Við hljótum að geta fyrirgefið hvort öðru setningalega fagurfræði og hvaða það nú er sem þér finnst vanta.
Takk fyrir mig!
Flottur pistill
Ég er sammála skýrsluhöfundi með byrjunarliðið, nema hvað ég giska á að Milner byrji á bekknum en Jota inni á. Firmino verði fremsti miðjumaður.
Ég endurtek spána frá síðasta leik, sem var rétt varðandi sigurvegara og heildarmarkafjölda:
MC 2- 3 Liverpool
Fínasta upphitun, takk fyrir mig!
Þessi leikur er gríðarlega stór og hjartað mun slá hratt en það er eitthvað sem segir mér að gæðin okkar munu taka yfir og að við siglum þessu heim. Það yrði stórt.
Mjög góð upphitun Hannes, takk fyrir mig
Dugnaður, vinnusemi og sigur hjá okkar mönnum í dag er það eina sem ég bið um. Það væri ekki ónýtt að fara inn í landsleikjahléið á toppnum en til þess að það gerist þurfa menn að sýna sínar bestu hliðar í dag og ég hef trú á að það gangi eftir 🙂 Fín og góð lesning frá Hannesi, hafðu þökk fyrir.
YNWA
Jota byrjar þetta vonandi heitasti framherji okkar um þessar mundir.
Dreymdi að Firmino hafi skorað mark sem VAR dæmdi af eftir að hafa fært til City leikmenn í stað þess að teikna upp línur.
Það versta var að ég var ekki einu sinni hissa!!!
Djörf uppstilling hjá Klopp í dag, en samt okkar bestu leikfæru 11 menn. En samt eru 11 bestu ekki alltaf sterkasta liðið. Þó er það svo að öfugt við mig, þá kann Klopp að stilla upp fótboltaliði og ég treysti á hann.
Það reynir á Hendo og Gini að halda aftur af De Bruyne, Gundogan og Bobby mun loka á Rodri.
Jota mun væntanlega negla Walker aftar á völlinn, og þar með draga úr sóknargetu hans.
Vonandi sýnir TAA að hann geti líka varist, en það er þörf fyrir það í dag.
Ótrúlega væri gaman að hafa Fabinho og Thiago djúpa í þessum leik og sjá þá brjóta upp sóknir City, en maður fær ekki allt í lífinu, hvað þá í fótbolta. Það væri sterkt að taka öll þrjú stigin í dag, og fara á toppnum inn í landsleikjahlé, en ég sætti mig við eitt stig.