Það styttist í leik karlaliðsins gegn City, og það kemur inn leikþráður fyrir hann innan skamms, en í millitíðinni ætla stelpurnar okkar að fá Sheffield United í heimsókn á Prenton Park.
Staðan í deildinni er svona í augnablikinu:
Sheffield hefur semsagt gengið bara alveg ljómandi vel á leiktíðinni, en töpuðu reyndar illa í Continental Cup núna í vikunni gegn Durham. Sá leikur fór 0-6 fyrir þeim síðarnefndu, undirritaður hefur enga yfirsýn yfir hvort Sheffield hafi eitthvað verið að hvíla aðalliðið. Við hittum reyndar fyrir kunnugleg andlit hjá Sheffield, því í markinu stendur Fran Kitching, í vörninni er Leandra Little, og í framlínunni spilar Courtney Sweetman-Kirk.
Okkar konur gerðu jafntefli í síðasta leik í deildinni gegn Lewes, leikurinn fór 2-2 með mörkum frá Thestrup og Babajide af hálfu Liverpool. Síðan var spilað við Manchester City í bikarnum sl. miðvikudag, sá leikur fór 3-0 fyrir City.
Svona verður annars stillt upp í leiknum á eftir:
Jane – Robe – Fahey – Hinds
Bailey – Roberts
Babajide – Furness – Lawley
Thestrup
Bekkur: Foster, Heeps, Clarke, Hodson, Moore, Kearns, Ross, Parry
Leikurinn er sýndur á The FA Player. Vonum auðvitað að stelpurnar okkar hirði stigin 3 og smelli sér á topp deildarinnar.
Leik lokið með 1-0 sigri okkar kvenna, Rinsola Babajide með markið á 6. mínútu eftir flottan einleik í gegnum vörn Sheffield.
Liðin tvö eru því jöfn í 2-3 sæti en Durham gerði jafntefli við Charlton í hádeginu og er væntanlega komið upp í 15 stig. Hins vegar eru okkar konur núna búnar að spila við öll liðin í efstu sætunum, og eiga því vonandi eitthvað inni varðandi stigasöfnun.