Stelpurnar okkar eru ekki bara að slást í næstefstu deildinni, heldur eru þær líka í hörkuslag við helstu nágranna sína í Continental Cup bikarkeppninni. Þær eru búnar að leika 2 leiki í þeirri keppni, unnu United 3-1 fyrr í haust, en töpuðu 3-0 fyrir City fyrir hálfum mánuði síðan. Nú er komið að því að spila við grannana bláklæddu í Everton.
Eins og venjulega er Vicky Jepson að gefa nokkrum ungum leikmönnum spilatíma í þessari keppni, t.d. hefur Rylee Foster séð um að verja markið í þessari keppni, og ungliðar eins og Mia Ross og Lucy Parry hafa fengið mínútur. Í kvöld er engin undantekning þar á, og ein þeirra sem hefja leik í kvöld er Missy Bo Kearns, en hún er harðkjarna scouser og Liverpool aðdáandi eins og áður hefur komið fram. Nýsjálendingurinn Meikayla Moorey byrjar í líklega annað sinn fyrir aðalliðið.
Svona lítur liðið annars út:
Jane – Robe – Fahey – Hinds
Kearns – Moore
Lawley – Furness – Babajide
Thestrup
Bekkur: Laws, Heeps, Hodson, Rodgers, Ross, Parry
Ánægjulegt að sjá að Amy Rodgers er líka komin til baka, og er á leikskýrslu í fyrsta sinn síðan snemma í haust.
Leikurinn er sýndur beint á helstu miðlum Liverpool: YouTube, Facebook og Twitter.
KOMA SVO STELPUR!!!
Hvernig fór leikurinn hjá kvennaliðinu??