Jæja, þá er það (staðfest) – við náum í lið og leikurinn fer fram! Shaqiri, Salah, Trent og Henderson eru allir frá eftir þessa landsleikjatörn en Fabinho er kominn aftur og fer beint í liðið við hlið Matip! Annars er liðið svona:
Eins og við sjáum þá eru ekki stórir eða augljósir kostir á bekknum ef hlutirnir eru ekki að ganga upp. Það er bara ein lausn við því – við látum þá ganga og tökum þrjú stig takk!
Koma svo!
YNWA
Það er einhvern aldrei hægt að stóla á að Shaqiri sé heill þegar liðið þarf á honum að halda.
Jæja keyrum þetta þá áfram á þessu 11 sem byrja leikinn því bekkurinn er vægast sagt sorglegur.
Svo hlýtur Thiago Alcantara að verða klár.
Með þá Matip og Fabinho í miðverðinum er ég nokkuð rólegur, og heilt yfir sáttur með mannskapinn sem spilar fyrir okkur í dag.
YNWA
Sæl og blessuð.
Varamannabekkurinn er svo þunnur að ég myndi ekki þora að tylla tánni á hann.
Evans kemur til bjargar að svo stöddu. Vonanandi ná Leicestermenn ekki taktinum.
Joooooota!!!
Frábær frammistaða í fyrri hálfleik hjá vængbrotnu liði.
Jota ótrúlegur leikmaður góður hálfleikur.
Þvílíkur lúxus frá síðustu árum að hafa einn í viðbót í fremstu 3 sem getur komið inn og liðið vængbrotnar ekki við það þvílík byrjun hjá Jota fyrsti leikmaðurinn í sögu Liverpool sem skorar í 4 fyrstu heimaleikjum sínum
Sæl og blessuð.
Svakalega góður fyrri hálfleikur. Gott að fara með tveggja marka forystu inn í leikhlé.
Jones, Robertson, Jota, Fabinho – allir verið til fyrirmyndar.
Mané alltaf hættulegur en hefur farið illa með fín færi.
Enginn veikur hlekkur að því sem komið er … Ég vænti þess að Klopp skutli Minamino fyrir Jones og setji svo Philips inn í stað Keita og Fabinho fari þá í sína réttu stöðu. Spurning með þriðja bakköpp? Origi þarf vonandi ekki að fara í sturtu.
Milner að kópera Trent þarna í bakverðinum. Flottur í fyrri, hættulegar sendingar.
Virkilega góður fyrri hálfleikur.
Jones og Milner góðir og miðverðirnir ekki enn stigið feilspor.
Robertson hvað getur maður sagt.
Restin frábær en Mane átti að gefann fjandinn hafi það 🙂
En það er rugl í manni að kvarta eitthvað.
Nú má bara alls ekki hleypa þeim inn í leikinn og koma með þriðja markið.
Já auðvelt að vera vitur eftir á..við viljum að Mané gefi hann stundum frekar en á sama tíma vill maður sjá það sem hann er að reyna þetta er samt lúxus vandamál í þessum leik.
Vonandi halda þeir áfram að spila svona í seinni koma svo klára þetta !
ég veit ég er hlutdrægur … en var þetta örugglega ógilt þegar Schmeichel klafsaði með boltann og hann endaði í netinu?
Það var svo sem enginn að blúsast yfir þessum dómi en mér sýndist CS ekki halda boltanum…
Mané enn og aftur meiddur.
Hinn gíneski joe allen….
keita meina ég…
Klopp er Liverpool???
Á að vera hnefi ekki spurningamerki
Hvaða framherji skorar ekki í þeirri stöðu sem Firmino var í áðan??? Tvisvar í færi beint við opið markið!
er Jota að bætast á meiðslalistann???
Þessi leikur átti að vera þvílíkt bananahýði. Leicester að spila vel og allir meiddir hjá Liverpool.
haha
Þessi leikur er búinn að vera algjör Liverpool einstefna og ætti staðan að vera 5-0.
Jota er á góðri leið með að verða leikmaður ársins. Hvar værum við án hans?
firmino…
Firmino er fæddur markaskorari … eða þannig.
fyndið að klopp er að skammast yfir því að fá ekki fimm skiptingar. En svo skiptir hann aldrei nema á síðustu stundu!
maður skilur hann svo sem núna..!
og aftur er firmino í dúndurfæri 😀
Hlustaði á viðtal við Klopp eftir leikinn og hann svaraði þessari spurningu reyndar með einföldu svari hann þorir ekki að skipta mikið því ef hann skiptir snemma þá á hann á hættu að menn meiðist seinna í leiknum og liðið myndi jafnvel enda 9 inná vellinum.
Firmino átti þetta mark svo sannarlega skilið !
Gefið mér
F
I
R
M
I
N
O
!!!
Eg sagði það … Firmino
Firmino á þetta svo mikið skilið búinn að vera frábær i þessum leik einsog allt liðið
Við erum svo ótrúlega flottir og núna með 36 meidda! Dýrka þetta lið!!
Þvílíkur leikur og svo skorar firminho úr sínu langerfidasta færinu sem hann hefur fengið í dag en flott að sjá hann skora
Góður leikur !