Enn einn leikurinn, enn ein VAR umræðan. Það var laskað lið sem við mættum með á Amex völlinn í dag og hófum leikinn vel þegar Firmino flikkaði boltanum inn á Jota sem reyndi að koma boltanum þvert yfir boxið á Salah en Brighton náði að bjarga því á síðustu stundu. Nokkrum mínútum seinna náði Fabinho að losa um Salah með góðri sendingu en Salah setti boltan framhjá markinu undir pressu frá varnarmanni Brighton.
Eftir góða byrjun fyrstu mínúturnar fengum við að sjá að varnarlínan er ekki vön því að spila saman því Brighton fengu nokkur færi á næstu mínútum og sem betur fer var ekki reyndari leikmaður en Aaron Connolly sem fékk besta færið. Það fyrra fékk hann þegar Maupay setti boltann á milli hafsenta Liverpool og Connolly var þá kominn einn gegn Alisson en setti boltann framhjá markinu.
Á 19. mínútu fékk Connolly boltann og sótti inn á vítateiginn þar sem Neco Williams hljóp samsíða honum en Neco gerði síðan atlögu að boltanum en var of seinn og tók Connolly niður. Reynsluleysi hjá bakverðinum unga þar sem það var ekki þörf á að sækja svo hart að honum. Maupay fór á punktinn en setti boltann framhjá markinu. Maupay þurfti síðan að yfirgefa völlinn vegna meiðsla nokkrum mínútum síðar og kom Trossard inn fyrir hann en það voru ekki síðustu meiðslin í þessum leik.
Á 34.mínútu kom fyrsta markið þegar Firmino tók við löngum bolta frá Alisson og gaf hann svo inn fyrir vörnina á Salah sem skaut í jörðina og yfir Matt Ryan í marki Brighton en það leið ekki á löngu þar til VAR skarst í leikinn og tók eftir því að Salah gleymdi að klippa táneglunar í morgun og dæmdi markið af. Við áttum hinsvegar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og þegar flautað var til leikhlés fór Jordan Henderson að hita upp og kom hann inn fyrir Neco Williams í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Það var nokkuð annað að sjá liðið í seinni hálfleik. Við héldum boltanum betur en í þeim fyrri og ekki alveg sömu göt í varnarlínunni. Það var svo eftir klukkutímaleik sem fyrsta markið sem telur kom en Jota fékk boltann frá Salah og rak hann aðeins fyrir utan vítateig áður en hann sá tækifæri til að taka í gikkinn og náði að stýra boltanum laglega milli varnarmanna og markmanns Brighton. Gott mark hjá Jota sem hafði ekki átt góðan dag fram að þessu.
Stuttu síðar kom Mane inn fyrir Salah og á svipuðum tíma fengum við að sjá okkar fyrrum mann Lallana koma inn hjá Brighton en því miður fyrir hann var hann einungis inn á í átta mínútur áður en hann meiddist og þurfti að fara aftur af velli og stuttu síðar meiddist James Milner og kom Curtis Jones inn fyrir hann og kláraði leikinn í hægri bakverði. Nú má Trent fara að ná sér af sínum meiðslum!
Sjö mínútum fyrir leikslok skoraði svo Mane eftir aukaspyrnu Robertson en var fyrir innan og rangstæða dæmt. Andartak leiksins var svo í uppbótartíma þegar Welbeck og Robertson keppast um að ná snertingu á boltann og Welbeck er á undan og skella þeir síðan skónum saman og dómarinn fór í skjáinn og dæmir vítaspyrnu sem Gross tók og jafnaði leikinn 1-1.
Bestu menn Liverpool
Fabinho var mjög flottur í miðverðinum í dag og Phillips ágætur en þó takmarkaður við hliðina á honum. Salah var mikil ógn og skoraði gott mark sem var dæmt af og Alisson átti nokkrar góðar markvörslur og sweepaði nokkrum sinnum vel.
Slökustu menn Liverpool
Við vorum slakir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sumir virtust þreyttir aðrir slakir. Minamino má eiga það að hann reyndi eins og hann gat að heilla og yfirferðin var mikil en hann tapaði nánast hverju einasta návígi sem hann fór í og of margar slakar sendingar. Jota skoraði en fyrir utan það átti hann vondan dag í dag. Milner virtist vera búinn að spila aðeins of margar mínútur undanfarið og Neco gerði slæm mistök í fyrra vítinu og átti erfitt varnarlega í dag.
Umræðupunktar
- VAR – umræðan heldur áfram og það er ljóst að það þarf að taka ákvarðanir í sambandi við regluverkið í kringum VAR því ef það voru clear and obvious mistök hjá dómaranum að dæma ekki á Robertson þá veit ég ekki hvað flokkast ekki í þann flokk.
- Leikjaálagið – Það er mikið og mun ekki minnka. Við munum því sjá leiki þar sem okkar heimsklassalið mun spila illa, ég var hinsvegar ekki að búast við að sjá það tvö leiki í röð eins og í þessari viku.
- Meiðsli, meiðsli, meiðsli – Meiðslin halda áfram að hrannast inn Milner virtist hafa tognað aftan í læri það eru einhverjar vikur, vonandi að byltan hjá Phillips hafi ekki skilið eitthvað eftir sig við endum á að þurfa leita í old boys liðið. Var ekki talað um að Glen Johnson hafi verið í besta forminu í old boys leiknum við Milan í fyrra?
- Jaðarmennirnir – Það er erfitt að búast við miklu af mönnum sem eru aftarlega í goggunarröðinni, þar sem þeir eru þar af ástæðu en við munum þurfa meira frá mönnum á borð við Origi, Minamino, Keita og fleirum. Vissulega hafa Jones, Shaqiri og ungu hafsentarnir komið vel inn á tímum en þegar það er spilað svona þétt þá þurfa allir að stíga upp þegar kallið kemur ef við ætlum okkur titilinn.
Næstu verkefni
Næst er það Ajax á þriðjudaginn en fáum svo ágætis hvíld miðað við tíð og tíma því svo spilum við kvöldleik á sunnudegi gegn Úlfunum og nú þurfum við að fara fá einhverja menn af meiðslalista en ekki bara leggja inn – því það er morgunljóst að þessi meiðslalisti er enginn gleðibanki!
Nú er ég bara búinn að fá upp í kok.
Orðlaus! Bendi á þráðinn á meðan leik stóð þar sem RH og Heskey sögðu allt sem segja þarf.
Þetta VAR dæmi var ekki…… það er búið að taka alla gleði og skemmtun úr leiknum! Maður er hættur að fagna, horfir dofinn á leik eftir leik, bíður þess sem verða vill á meðan línur teiknaðar upp eða hvort leikmaður hafi óvart klappað öðrum svo hægt sé að dæma víti.
Góða helgi þjáningabræður og systur.
Ojjj barasta. Ég er bara með æluna í munninum. Ooooojjjj barasta. Þvílíkt ógeð þessi dómgæsla.
Fólk er örugglega með mismunandi skoðanir á þessu víti sem kom í uppbótartíma. Persónulega finnst mér það vera réttlætanlegt, Andy sparkaði í Welbeck. Soft? Já. En við hefðum líklega alveg tekið vítinu ef þetta hefði verið hinu megin á vellinum.
Það er önnur spurning sem mér finnst að knattspyrnuheimurinn þurfi að spyrja sig, og sú spurning hefur meira að gera með mark Salah fyrr í leiknum.
Spurningin er: viljum við að fótboltinn sé millimetrasport?
Þetta kom berlega í ljós um síðustu helgi þegar Firmino var 3 mm frá því að skora mark. Og í dag kom þetta líka í ljós þegar Salah átti að vera einhverjum millimetrum rangstæður. Og eins með Mané í leiknum gegn Everton.
Í staðinn fyrir að teikna línur þá myndi ég vilja sýna aðstoðardómurunum myndir, og láta þá meta. Þeir hafa fyrirmæli um að meta hvort sóknarmaður sé samsíða varnarmanni, og ef svo er þá eiga þeir ekki að dæma rangstöðu.
Hefði einhver línuvörður horft á myndina af Mané í Everton leiknum og sagt “augljóslega rangstæður”? Nei.
Hefði einhver línuvörður horft á myndina af Salah fyrr í þessum leik og sagt “augljóslega rangstæður”? Nokkuð viss um að svo sé ekki.
Næstumþvímarkið hjá Firmino í síðustu viku er kannski á grárra svæði. Við vitum að marklínutæknin hefur virkað vel, en ég er samt kominn á þá skoðun að ég vilji ekki að þetta sé millimetrasport. Látum starfsmenn leiksins hafa lokaorðið, en látum tæknina hjálpa þeim við að sjá hlutina.
Semsagt, ég vil fá mannlegu hliðina inn í meira mæli. Ég held að starfsmenn leiksins (dómarar, aðstoðardómarar, dómarar í VAR herberginu) séu að vinna af heilindum, og ég vil að þeir fái tæknina sér í vil við að meta hvað er mark og hvað ekki, hvað sé rangstaða og hvað ekki.
Burtséð frá því gæti ég alveg trúað að línurnar hafi verið teiknaðar vitlaust í markinu hjá Salah í þessum leik. Sem ég veit að eru rök gegn því sem ég var að fullyrða, að menn séu að vinna af heilindum. Ég held að þetta hafi ekki verið viljandi, þeir bara hefðu þurft meiri tíma til að velja réttu punktana. Og nógu andskoti langan tíma tók þetta nú samt.
Góður punktur. Þetta fer að líkjast NFL meir og meir.
Ég velti því fyrir mér, þar sem verið er að horfa á millimetra í þessum dómum, hvers vegna millimetrarnir eru ekki líka mældir á hinum endanum. Við erum alltaf að horfa á það hvort leikmaðurinn sé fyrir innan þegar sendingin kemur. En hvað skilgreinir hvenær sendingin leggur af stað? Er það ekki þegar boltinn fer af fæti sendingarmannsins, þ.e. þegar boltinn er ekki lengur í snertingu við fótinn á honum? Fyrst verið er að horfa á millimetra hefði ég haldið að það þurfi þá líka að vera hafið yfir allan vafa að sendingin sé lögð af stað og ekki lengur í snertingu við sendingarmanninn.
Það er nú akkúrat málið líka, og þess vegna er í reynd ómögulegt að ætla að vera að mæla millimetrana. Í tilfellinu þegar Salah skoraði hefði því þurft að sýna aðstoðardómurunum myndina, og með þeim fyrirvara að hún sé tekin þegar menn halda að sendingin leggi af stað, en þar geti munað einhverjum sekúndubrotum. Og í svoleiðis tilfellum á sóknarmaður að sjálfsögðu að njóta vafans. Við viljum að íþróttin sé skemmtileg, og sóknarbolti og mörk gera leikinn skemmtilegri.
Einmitt, það er nefnilega ekki hægt að mæla þetta, held ég, eins nákvæmlega eins og þeir þykjast vera að gera því þeir hafa ekki allar forsendur til að það sé hafið yfir allan vafa að dómurinn sé réttur eða rangur. Þeir einblína á millimetra á einhverri línu sem þeir teikna en vita í raun ekkert hvort hún er rétt staðsett þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvar boltinn er á þeim tímapunkti. Þetta gengur ekki upp. Sóknarmaðurinn á að njóta vafans og mjög miður að sú viðmiðurnarregla sé ekki notuð lengur.
Ég vil bara segja eitt hér. Mane eða Salah hefðu aldrei, aldrei nokkurn tímann fengið víti á þetta.
Maður er að fá svona Everton flashback því að manni líður illa eftir þennan leik.
Við erum að reyna að tjasla í lið og sáum Neco, Phillips, Minamino fá að byrja.
Við byrjum betur en þeir fá besta færið og svo víti sem þeir klúðra(Neco klaufi).
Salah skorar en það er dæmt rangstæða og er það mjög tæpt enda bara leikur með línur en gott og vel manni fannst hann rangstæður fyrst.
Síðari hálfleikur kemur Henderson inn á og þá fer þetta að líta bara ágætlega út á miðsvæðinu og Jota sem hafði verið lélegur kemur okkur yfir með flottu marki.
Milner meiðist og við þurfum að nota C.Jones í hægri bakverði(átti að koma inná fyrir Minamino líklega en það var ekki hægt)
VAR tekur réttilega af okkur annað mark.
Svo kemur þessi vítaspyrnudómur í restina sem má alveg segja að er 50/50, oftar en ekki aldrei dæmt á þetta út á vellinum en samt klaufalegt hjá Andy og maður vissi að við fáum aldrei svona með okkur.
1 stig er engin heimsendir úr þessum leik en það er bara að við vorum svo drullu nálagt því að komast með þessi 3 stig heim sem pirrar mann og auðvita var það VAR sem skemmdi þann draum.
Þessi meiðsla vitleysa heldur svo áfram og fór Milner í flokk með Thiago, Ox, Van Dijk, Gomez og Trent.
Það pirraði mann líka að EF Matip er ekki meiddur og það á að hvíla hann, afhverju mátti hann ekki sitja á bekknum og hann hefði getað tekið síðustu 10 mín eftir að Milner fór af velli?
jæja 1 stig og við breyttum þessu ekki þrátt fyrir pirring. Næsti leikur er Ajax á þriðjudaginn og svo fáum við Wolves á heimavelli næsta sunnudag og við vitum að það verður mjög erfiður leikur.
Sælir félagar,
Hefur einhver VAR dómur fallið með okkur ?
Þetta víti í lokinn var alger þvæla, hver sparkar í hvern ?
Ef það hefði verið dæmt víti án VAR þá hefði maður skilið að ekki væri hægt að snúa dómnum en þetta var á hinn veginn sem er óskiljanlegt.
Liverpool hatur leynist víða og þetta verður erfitt í vetur. Allir vafa dómar fall okkur í mót og það mun vera þannig áfram.
YNWA
Sammala. Þetta var bara bull.
Vítin eru alltaf að verða meira og meira soft.
Að ölllu venju hefði þetta verið 50/50 barátta um boltann á milli Robinson og Wellbeck og aldrei verið víti, Wellbeck snýr líkamanum frá markinu og er að reyna að draga boltann til sín, Robertson snýr líkamanum að boltanum og þetta er sekundu spursmál hvor nær boltanum og þetta var aldrei víti.
En VAR lætur öll atvik líta út fyrir að vera brot með mjög hægri endurspilun fram og til baka.
Ef Þetta er sýnt á eðlilegum hraða þá er þetta ekkert annað en barátta um boltann.
VAR þarf að sýna atvik á eðliegum hraða, ekki súmmað inn einsog stjörnusjónauki og á hraða snigilsins.
Ég vil bara fá eðlilegann fótbolta aftur, VAR er að draga niður alla gleði við skoruð mörk og atvik sem láta allt líta út fyrir að vera brot.
Nákvæmlega, leikurinn er ekki spilaður í slow motion, afhverju er þá verið að taka ákvarðanir út frá slow motion og fókusera bara á það hvort það er snerting eða ekki og taka allar aðrar breytur úr jöfnunni ? Það er oftar en ekki fleiri sem kemur þarna inní ákvörðun hvort að þetta sé víti eða ekki. Þetta gátu menn ákvarðað í heila öld án mikilla vandkvæða. Haldiði að Brighton menn hefðu tryllast og umkringt dómaran ef þeir hefðu ekki fengið víti á þetta atvik í lokin og hrópað órættlæti ? það hefði ekki einu sinn verið umræðupunktur. Ef það er ekki hægt að sjá það í rauntíma hvort að um klárt brot sé að ræða þá á ekki að dæma neitt. Sömuleiðis með að skoða hlutina aftur og aftur (var ekki í þessum leik). Dómari ætti að fá að skoða skjáinn í stórum atvikum ef hann er ekki viss hvort hann hafi séð atvikið nægilega vel og fá nokkrar endursýningar frá mismunandi sjónarhornum, ef hann getur ekki séð hvað gerðist í endursýningu á “réttum” hraða þá á ekki að dæma neitt. Hvað þarf að skoða atvik oft til þess að geta dæmt ? Hver vill annars vera dómari eða línuvörðurinn í dag ? Þér er ekki treyst fyrir starfi þínu. Reyndu dómararnir eru valda lausir útá vellinum en svo sitja menn í VAR herberginu sem hafa til dæmis viðurkennt að kunna ekki reglurnar (sbr. Coote og að skoða ekki með rautt á Pickford í Everton leiknum) þetta VAR er bara á rangri leið, tek undir með mörgum hérna að ég mun sennilega gefast upp á að horfa á þetta hvað sem þetta er því að ekki er þetta fótbolti. Þetta er bara tímabil nr.2 af VAR, hvar endar þessi vitleysa ? og stuðningsmennirnir kætast þegar VAR rústar leikjum fyrir erkióvininum en bölva þegar VAR rústar leikjum fyrir þeirra liði, það eru allir í sama shit-showinu. Ég er amk á VAR out vagninum, þetta er ekki að bæta leikinn, VAR eru stærstu mistök sem gerð hafa verið hvað þessa íþrótt varðar. Það sorglega við þetta allt saman að VAR mun aldrei fara burt. Ég segi bara komið aftur með íþróttina sem ég hreifst af ca. 92/93 sem hét fótbolti og var æðislegt afþreyingarefni. Íþrótt sem er spiluð í rauntíma í raunheimum og dæmd í rauntíma í raunheimum, ekki í millimetrum og slow motion. þegar kemur að VAR þá munu mín comment alltaf vera meira í átt að löngum rant pistli heldur en commenti þangað til að ég gefst upp og hætti að tjá mig um VAR og hætti að horfa á “þetta”.
Mikið djö….. er ég sammála þér!!
Held að það sé verið að skemma þessa ágætu íþrótt með þessu millimetrabulli. Maður er hættur að þora að fagna mörkum!
Langt síðan ég hef skrifað eh hér.
En ég er að gefast upp á að horfa á nútíma fótbolta. Hugsanlega er áhorfendaleysið á völlunum eh að hafa áhrif á það en að mestu er það notkun þessa myndavéladómgæslu sem hefur tekið alla sál og gleði út úr leiknum. Nú er ég ekki eingöngu að tala sem Liverpool maður. Maður sér þetta nánast í hverjum einasta leik þessa dagana.
Hjörvar Hafliða sagði fyrir nokkru að lúðarnir og leiðinlega fólkið hefur tekið yfir boltann. Ég er eiginlega sammála honum núna. Ég sé varla tilgang með að hafa línuverði lengur þarna. Þeir gera ekkert nema valhoppa til vinstri og hægri og þykjast skipta máli. Dómarinn sjálfur er stífaður niður og tekur við skipunum frá eh sem enginn veit hverjir eru. Tíminn sem fer í alla þessa vitleysu gerir ekkert annað en að draga alla aðila niður.
Var mikið talað að þessi búnaður átti eingöngu að styðja við dómara en það sjá allir að stýringin er þarna og þar á bakvið eru lúðarnir að nota voða flottu tækin sín með öllum línunum og hægendursýningum til að ….. leika sér. Aumkunarvert í besta falli.
Knattspyrnan, eins og svo margt annað í veröldinni, er gleðisnauð og á hraðri niðurleið.
Maður gefur þessu til áramóta, kannski til að vonast að nostalgían með jólafótboltaskemmtunina sem maður hefur átt í 30 ár, gefi manni eitthvað. Efast um það.
Tíma og pening er betur varið í annað en þessa vitleysu.
Þetta er komið nú er maður endanlega búinn að fá nóg,það er öll umræða eftir leik þetta var dæmi kominn tíma á að snúa sér að öðru áhugamáli.
Skýrslan er kominn
Liverpool með ólíkindum óheppnir þetta season. Nenni ekki í VAR umræðu, hef alltaf talað á móti var sem er að eyðileggja fótboltann, já bara nenni ekki meiru um það.
Bottom line er að við spiluðum bara illa, vantar lykilmenn og þó Klopparinn sé snillingur þá má ekkert lið við svona meiðslum lykilmanna.
Verðum að kaupa miðvörð í jan. og vona að þessari meiðslamartröð linni sem fyrst.
Koma svo.
Sæl öll
Þetta er auðvitað fyrir löngu orðinn algjör brandari hvernig þessir gjörsamlegu vanhæfu Englendingar teikna hvern leikmanninn eftir annan rangstæðann. Ég bara skil alls ekki afhverju línan er dreginn út frá hægri fæti Ben White? Hann er á leið í átt að sínu marki og það er algjörlega augljóst að miða ætti við vinstri hliðin á honum!?! Þetta er einfaldlega rangur dómur!
https://images.app.goo.gl/GG4rMJZCKYaK7Kc49
YNWA
Er ég sá eini sem er búinn að fá nóg af Minamino. Hrikalega er hann slakur. Enginn líkamlegur styrkur og sendir bolrann endalaust til baka og til hliðar.
Held að Klopp þurfi að kyngja stoltinu og hætta að spila honum.
Minamino hefur ekki heillað og má alveg fara að sýna eitthvað af því sem heillaði Klopp og Edwards á sínum tíma.
Ég er samt ekki búinn að missa trúna á honum. Munum að Robertson fór ekki að sýna almennilega hvað í honum bjó fyrr en eftir hálft ár hið minnsta, og Fabinho sömuleiðis. Menn þurfa mismikinn tíma til að aðlagast. Jú, það fer að nálgast ár síðan hann kom, en á móti þá hefur Covid sett mikið strik í aðlögunarferlið.
Manni finnst hans vandamál vera fyrst og fremst að hann er ekki nógu harður, þetta vita andstæðingarnir og pressa hann duglega og þá missir hann gjarnan boltann. Nú og svo ef hann ætlar að reyna að vera harður þá er eins og hann fari yfir einhverja línu og fær yfirleitt dæmt á sig.
Kannski kemur þetta hjá honum, og ég er alveg tilbúinn til að gefa honum meiri tíma. Það er líka ekki eins og leikfærir leikmenn séu á lausu í stórum stíl.
Keita hefur t.d. fengið mun lengri tíma og ætti með réttu að vera búinn að stimpla sig inn í aðalliðið, en svo er ekki. Hann er búinn að fá hellings þolinmæði, og Takumi má alveg fá slatta sömuleiðis.
Minamino er bara ekki nógu góður fyrir Liverpool, punktur.
Þetta var er gersamlega að eyðileggja leikinn.
En getur einhver sagt mér hvað. Það vera langt í menn eins og Chamberlain, thiago, Arnold , Shaq og fleiri.
Aldrei séð jafn mörg meiðsli og hjá okkur núna.
Svo fellur ekkert með okkur. Djöfull er þetta orðið þreytt. Manni er bara óglatt
Það stefnir allt i það að liðsbreiddin um aramot kalli a leikmannakaup ef ekki a verlega illa að fara.
Sá ekki leikinn en var að skoða tilþrif úr leiknum. Bíddu á hvað var dæmt í lokin. Ertu að djóka?
Skoruðum 3 mörk í dag. Fagnaði 0 sinnum í dag. #mood
Sælir félagar. Svona úrslita var og er að vænta yfir tímabilið. Erum ekki með nægilega breiðan hóp þegar menn hafa hlaupið hnén á sér sundur í hápressu Klopp, yfir nokkurra ára skeið.
Nú er tími fyrir þá leikmenn sem hafa komið í síðustu 2-3 gluggum að láta ljós sitt skína, enda fæturnir ekki jafn slitnir. Jota heldur áfram að skora, erum á pari við væntingar fyrir tímabilið.
YNWA.
Er án djóks engin hérna sem veit stöðuna á meiðslum eða getur sagt mér hvar ég finn það ?
https://www.premierinjuries.com/injury-table.php
Þegar ég vissi að Kevin Friend var í VAR herberginu var eitthvað skrýtið að fara að gerast.
Ég er hættur að horfa boltann því þetta VAR er búið að eyðileggja hann. Ég mun líta svo á að Liverpool sé á toppnum með 25 stig. Það er rétta staðan.
Við erum einfaldlega ekki nógu góðir þessa dagana. Varamennirnir ekki nógu reyndir, með litla reynslu og spurning hversu miklar væntinga er hægt að gera til þeirra. Þeir eru einfaldlega ekki í sama gæðaflokki og þetta venjulega byrjunarlið. Við erum með alltof marga meiðslapésa og suma sem hafa verið á ÖRORKU-launum í allt að 2 -3 ár…alltaf meiddir. Samanber Lallana sem loksins var seldur til Brighton í vor….kom inn á leikinn í gær sem varamaður og kominn útaf eftir 11 mínútur. Ekki góð kaup hjá Brighton og hljóta vera mikil vonbrigði. Erum með marga meiðslapésa á launum sem lítið kemur út úr og að auki leikmenn sem eru bara farþegar á vellinum samanber Origi sem nánst stendur kyrr eða lallar um völlinn og bíður eftir sendingu sem hann missir frá sé augnabliki síðar. Minime er ekki að gera neitt og Keita er alltaf efnilegur. Það þarf einfaldlega að losna við ákveðna menn um áramót og verlsa baráttumenn sem kunna að spila knattspyrnu og gefa sig alla í leikinn. Það er ekki hægt að gefa leikmönnum endalausan sjéns og vonast eftir betrun. Klopp verður að hætta þessu röfli sem breytir engu. Önnur lið hafa líka sín vandamál vegna leikjafjölda og álags. Verðum að hafa betri varamenn.
Þetta snýst ekkert um meiðsli eða væntingar til reynsluminni leikmanna. Þetta snýst um það að þetta VAR er búið að taka af okkur tvo sigra og það er gjörsamlega óþolandi.