Midtjylland 1-1 Liverpool

Rangstöður og dómarar voru í aðallhlutverki þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland í lokaleiknum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mo Salah kom Liverpool yfir á fyrstu mínútu leiksins og Alexander Scholz jafnaði metin úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Klopp stillti upp nokkuð óvæntu byrjunarliði í kvöld. Mo Salah var frammi með Jota, Naby Keita á miðjunni, Trent í bakverðinum og Fabinho í miðverðinum. Ekki óvænt að Jota, Keita og Trent byrjuðu en Fabinho og Trent komu á óvart. Leighton Clarkson byrjaði sinn fyrsta leik á miðjunni.

Salah kom Liverpool yfir á fyrstu mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Midtjylland og þeir klessa einhvern veginn allir saman hann, varnarmaður og markvörður en boltinn skoppaði af Salah og inn í markið. Ekki glæsilegasta mark sem hann hefur skorað á ferlinum en þetta mark gerði hann að markahæsta leikmanni Liverpool í Meistaradeildinni svo þetta var stórt mark fyrir hann.

í raun gerðist voða lítið í fyrri hálfleiknum. Liverpool reyndi að sækja en áttu ekki nein almennileg færi og Fabinho bjargaði á línu eftir að sóknarmaður Midtjylland hafði náð að skalla boltanum framhjá Kelleher. Glæsilega gert hjá Brassanum sem er núna einn af tveimur bestu miðvörðum í heiminum í dag – ásamt Joel Matip. Mér er næstum fúlasta alvara með þessu eða jú, kannski er mér bara fúlasta alvara með þetta.

Klopp tók Fabinho út af í hálfleik og setti Billy Koumetio inn á í sínum fyrsta aðalliðsleik en hann varð í kjölfarið yngsti leikmaður Liverpool til að spila í Evrópukeppni. Hann kom við hlið Rhys Williams í hjarta varnarinnar og mátti alveg auðveldlega sjá að það vantaði reynslu í þetta og það var smá skjálfti eftir skiptinguna. Midtjylland fór að sækja meira og fengu mörg ágætis færi.

Það var svo óheppilegt þegar Kelleher fær dæmda á sig vítaspyrnu eftir að hafa farið út á móti sóknarmanni Midtjylland og tekið hann niður. Fyrst var dæmd rangstæða en svo var hún tekin af eftir guð má vita hvað margar mínútur af VAR skoðunum og Alexander Scholz skoraði úr henni. Hann skoraði svo annað mark nokkrum mínútum seinna en það var dæmt af vegna rangstöðu sem ég held að enginn á vellinum hafi verið öruggur með og enn fleiri mínútur af VAR skoðunum.

Liverpool átti skyndisókn í lok leiksins, svona rétt áður en var tilkynnt að átta mínútum var bætt við og líklega sjö af þeim voru vegna VAR skoðana. Boltinn fór inn í teiginn til Mane og þaðan niður á Minamino sem skoraði með ágætis skoti en aftur varð allt stopp og áfram skoðað eitthvað, ef það átti að dæma rangstöðu á Minamino þá var það afar augljóst en boltinn fór af hendi varnarmanni Midtjylland svo maður bjóst við víti eða marki en svo var dæmd hendi á Mane og leiknum lauk 1-1.

Það hefur einhver mafía einhvers staðar ákveðið að leikurinn skildi fara 1-1 og hamingjan hjálpi mér mennirnir á flautunni gerðu allt í sínu valdi til að tryggja að hvorugt liðið skoraði annað mark.

Allavega, 1-1 jafntefli. Liverpool vann riðilinn og Atalanta fer með þeim upp í útsláttarkeppnina. Drep leiðinlegur “formsatriða” leikur, Liverpool heilt yfir ekki góðir. Nokkrir jákvæðir punktar í fyrri hálfleik og þá aðallega að Fabinho er geggjaður miðvörður/leikmaður, Tsimikas var ágætur, Trent fékk mínútur, Clarkson leit fínt út og það er eiginlega bara það.

Fulham um næstu helgi og ágætis tími á milli leikjana núna svo fókusinn fer á hann. Meira undir þar en í leiknum í kvöld og það fannst mér sjást frekar augljóslega.

28 Comments

  1. Ég styð heilshugar að ungir leikmenn fái sénsa en Clarkson karlinn virtist algjörlega out of his league. En jú jú, reynslubankinn fær sitt.

    Einstaklega léleg frammistaða og áhyggjuefni að varaskeifur, enn og aftur, nýti ekki tækifæri til að láta ljós sín skína.

    4
      • Sammála. En þeir standa sig alltaf vel.

        Var aðallega að meina menn eins og Origi, Minamino og Keita.

        5
  2. Þetta var stór leikur fyrir Minamino og Origi. Er þetta fullreynt með þá báða?

    Burtiséð frá knattspyrnulegri getu virðist hvorugur þeirra hafa karakterinn sem þarf til að spila fyrir liðið. Origi áhugalaus og Minamino lítill í sér með ekkert sjálfstraust og gengur illa að aðlagast.

    9
  3. Held að það sé nú heldur langsótt að meta ungu leikmennina útfrá svona leik þar sem bestu mennirnir eru kannski að spila á ca. 70% getu. Auðveldara að koma inn þar sem nánast sterkasta liði er stillt upp og sótt er til sigurs. Ungu mennirnir okkar eru að ná sér í dýrmæta reynslu sem vonandi nýtist okkur síðar. Hins vegar eru leikmenn eins og Origi sem eiga sér engar málsbætur því miður og mér sýnist að það sé fullreynt með hann blessaðan. Leikurinn sem slíkur var kannski eins og maður reiknaði með……frekar leiðinlegur enda að engu að keppa. Það sem stendur upp úr í mínum huga er hversu hörmulega dómgæslu er hægt að bjóða upp á í einum leik og það í meistaradeildinni. En nú bíður maður bara sallarólegur eftir næsta leik og áfram gakk.
    YNWA

    6
  4. Skil ekki alveg af hverju það þykir ástæða til að gagnrýna frammistöðu Leighton Clarkson. Þetta er einn af þessum 19 ára pjökkum sem hafa verið að koma inn í hópinn, og guð má vita að auðvitað eiga þeir svona 97% eftir ólært, skárra væri það nú. Hann átti eina feilsendingu sem var áberandi klaufaleg, beint á leikmann Midtjylland sem komust í skyndisókn en það slapp. Þar fyrir utan fannst mér hann vera líflegur. Munum líka að hann var að koma inn á miðjuna í Liverpool liðið, að spila hlutverk sem vinnuhestarnir Henderson og Wijnaldum hafa verið að spila. Keita var við hlið hans, eldri og reyndari leikmaður, og mér fannst Clarkson síst verri af þeim tveim. Þar að auki þurfti hann að covera fyrir Tsimikas í vinstri bak þegar hann meiddist þangað til Robbo kom inn.

    Auðvitað er hann ekkert fullskapaður leikmaður sem getur hoppað beint inn í fyrstu 11, og á líklega ekki heima í fyrstu 18 heldur nema e.t.v. þegar það eru mikil meiðsli að hrjá hópinn. En þetta er leikmaður sem á skilið að við stöndum við bakið á honum og gefum honum þann tíma sem Klopp & co. vilja gefa honum.

    Almennt er það auðvitað þannig að þegar meira en helmingurinn af byrjunarliðinu eru leikmenn sem eru ekki í besta byrjunarliði félagsins, þá er þetta effektívt orðið annað lið, ekki sama vinnslan og ekki sami sóknarþunginn. En við skulum vona að liðið sé að sigla út úr verstu meiðslahrinunni, og þá er það bara þannig að þessir ungliðar (Curtis, Kelleher, Neco, Rhys, Nat og Clarkson) hafa hjálpað til við að halda liðinu á floti og tryggt að það var hægt að stilla upp liði sem þar að auki vann sinn riðil í meistaradeildinni og er í 1-2. sæti í deildinni.

    34
    • 100% sammála. Fannst frammistaða nokkra akademíustrákanna einstaklega jákvæð. LFC er að keppa sem eitt af þremur bestu liðum heims. Að við séum með akademíustráka sem koma inn og geta spilað kerfið og komist frá leikjunum þokkalega er bara aur í kassann, því langflestir verða þeir seldir. Og núna erum við með Trent sem er byrjunarmaður og Jones sem er fastamaður í 18-manna. Og kannski 2-3 sem gætu hugsanlega orðið aðalliðsmenn. Þetta er eitthvað sem gerðist sjaldnar þegar liðið var lélegra.

      5
  5. Menn eru að setja út á Clarkson og Origi. Hvað finnst mönnum þá um Keita ? Hann hefur lítið fram að færa. Tæklar aldrei mann, er slakur í loftinu og virðist líða illa með boltann. Losar sig við hann um leið og hann getur.

    Þetta eru verstu kaup Klopp til þessa. Hvað er maður búinn að sjá það oft að það þurfi að spila honum í gang ? Ef að Klopp hefði fengið hann í “arf” frá Brendan væri hann kominn í frysikistuna. Curtis Jones er langt à undan honum í getu.

    9
    • Keita skilur ekki ensku ennþá. Það er vandamálið. Þess vegna lítur hann svona oft út fyrir að vera illa tengdur við liðið og lost inni á vellinum. Það hlýtur að gjöreyðileggja sjálfstraustið að geta ekki gert sig skiljanlegan. Eini maðurinn sem hugsanlega talar frönsku fyrir utan hann er Sadio Mané.

      2
  6. Það var rétt að dæma markið af Midtjylland. Til að vera réttstæður þurfa tveir leikmenn andstæðingsins að vera nær markinu en sóknarmaðurinn (markvörðurinn telst með í þessu). Þar sem að sóknarmaðurinn var nær markinu en markvörðurinn þá dugði ekki að Henderson væri fyrir innan hann til að spila hann réttstæðan.

    3
  7. Þetta var nú meiri skíta-dómgæslan inni á vellinum. Danirnir fengu að ruddast og hnjaska okkar pilta alveg endalaust. Salah barinn í síðuna, troðið á ristina á öðrum hverjum leikmanni og þar fram eftir götunum. Líkamsástand liðsins má ekki við því að versna meira.

    4
  8. Mér var eiginlega sama um hvernig þessi leikur færi.. ætli 1-1 sé ekki bara nokkuð gott svona miðað við lélegt gras og lélega dómara, sem þó gerðu eins og gátu í að hafa hægt tempó sem var fínt fyrir okkur.

    Jákvætt…..
    ….Rhys, Billy, Clarkson og Khelleher halda áfram að sækja sér dýrmæta reynslu
    ….Keita fékk 60 mín og ætti að geta komið inn gegn Fulham þegar við þurfum að hvíla
    ….Gini, Jones og Matip fengu verðskuldaða hvíld, sérstaklega vel að því kominn þessi fyrsti
    ….Mané, bobby og Fab svitnuðu varla

    Neikvætt……
    ….Salah og Trent…. 90 min sem að mínu mati voru 45 min of mikið á Trent og 90 min of mikið á Salah
    ….Meiðslin hjá Tsimikas.. þetta virðist ætla að verða vikulegt hjá liðinu
    ….Robertson, sem átti líklega ekki að taka þátt. Fékk högg og virtist finna fyrir því
    ….Origi og Minamino,, ég sé ekki fyrir mér þeir eiga framtíð hjá félaginu
    ….VAR

    Svo eitthvað sé nefnt… Fulham næsta verkefni og ég sé ekki fyrir mér Salah og Trent byrja þann leik sem ég efast um að Salah verði sáttur með. Það virtist bara ekki ganga upp leikplanið hans Klopp í dag. Til dæmis hefði Neco væntanlega átt að koma inná í stað Trent og Mané fyrir Salah. Sem segir mér að Klopp hafi verið að fá sig full saddan af Origi og hann verði líklegast seldur eða laánaður í Januar.

    3
  9. Flottur endir á CL riðlinnum, ætli maður fá sér ekki einn kaldan Gull (Létt öl sko 2,25%) og fylli vörina af Nikotín púðum frá LYFT því það á að vera svo geggjað gott í skamdeginu.

    Ætli LYFT Nikotín púðar verði ekki bara við innganginn í Seljaskóla á nýju ári því það er víst best að láta sem yngstu ánetjast sem fyrst því Þá eyksta salan osfrv.
    Skil í raun ekki afhverju það er ekki bara bjór líka í boði lika í Seljaskóla en þá á ég nátturlega vara við létt öl sko. sem sagt 2,25 %. alls ekki bjór, engin að auglýsa það sko.

    En að sjálfsögðu, allt geggjað hjá ykkur KOP.IS
    YNWA

    5
  10. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna ÓH og hún er bara fín og segir flest sem segja þarf. Ég er sammála athugasemd Daníels hér að ofan. Þó að unglingur sem er að spila sinn fyrsta Evrópuleik eigi feilsendingu er ekki ástæða til að hnýta í hann. Origi hlytur að verða gefinn í janúar. Aumingja kallinn. Hann er svo lélegur og meðvitaður um það að ég kenni í brjósti um hann. En það er sama hann á ekki heima í Liverpool liðinu.

    Naby Keita hvað er með hann? Hvar eru allir þessir hæfileikar sem hann á að búa yfir. Hvar er vinnusemin og framlagið sem hann á að sýna kjúklingunum í svona leik og draga þá áfram. Það var frekar að krakkinn sem var með honum á miðjunni leiddi Keita en öfugt. Og Minamino, hann hleypur og hleypur og hvað svo? Ekkert að frétta. Báðir þessir menn áttu að bæta bekkinn hja klúbbnum um mörghundruð ELO stig en ekkert gerist. Keita hefur einstaka sinnum sýnt takta part og part úr leik og búið. Ég er ekki sáttur við þeirra framlag.

    Salah og Fab langbeztu menn vallarins en hvað á það að þýða að láta Salah leika í 100 míútur. Verður hann þá ekki með í Fulham leiknum. Salah verður ekki sáttur við það því sá leikur býður uppá að skora mörk og Salah vill mörk. Vonandi nær Mané að skora eitt eð sjö í þeim leik en ég er samt hættur að skilja. Trent spilaði of lengi líka en hvað veit ég sosum. Ég læt Klopp um þetta eins og annað. Hann veit betur en – jafnvel ég.

    P:S: Það voru mér vonbrigði að detta út úr liðinu en svona er fótboltin:)

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  11. Mér fannst NabyKeita þokkalegur fyrstu 30 mínúturnar, síðan dró af honum og hann sást ekki í upphafi seinni hálfleiks þegar Danirnir yfirtóku miðjuna. Mér finnst samt verst hvað Keita er passívur karakter og þar sem hann er ófær um að tjá sig á öðru máli en frönsku þá gat hann lítið stýrt Minamino og Clarkson í leiknum.

    Nú virðist Keita vera búinn að missa Jones fram fyrir sig í goggunarröðinni og margir segja að nú sé síðasta tækifæri hans til að sanna sig hjá LFC.

    Meiðslasaga hans er sorgleg og einnig er það áhyggjuefni hversu lengi hann er að komast í stand eftir meiðsli.

    Þetta er ömurlegt í ljósi þess að Keita er frábær leikmaður og hentar pressuboltanum fullkomlega. Þegar Keita er í standi er hann besti sóknartengiliður liðsins.

    3
    • Meiðslaþátturinn er svo pirrandi að ég gæti skallað veggi. Erum með 7-11 meidda á meðan allir aðrir eru með 1-3 meidda. Sem betur fer er jólaprógrammið okkur frekar hagstætt og það er spurning um að senda þeim Lýsi.

      1
  12. Virkilega frabært að klára riðilinn svona og með C-liðið.

    2
  13. Afsakið mig en það sem nefnt er hér að ofan um að Keita tali enga ensku?! Hvað er hann búinn að búa lengi á Englandi?! Ég neita bara að trúa því að lið eins og Liverpool bjóði upp á það að vera með “mállausan” mann inn á vellinum! Klúbburinn hlýtur að bjóða upp á enskutíma og í það minnsta að læra “fótboltamálið” svo maðurinn geti gert sig skiljanlegan inn á vellinum eða farið út í búð. Mér leist vel á Keita í fyrstu og fannst hann drífandi og “direct” inn á vellinum. En hann virðist vera svolítill meiðslapési og þá um leið erfitt að ná upp fyrri styrk – það hlýtur að koma án meiðsla og með meiri spilatíma.

    ps. sammála vonbrigðum Sigkarls um að hafa dottið út úr liðinu – hann hefði örugglega staðið sig betur en Origi! :O)

    4
    • Sælir félagar

      Mikið assgoti er ég sammála Graeme umm flesta hluti sem hann segir en þó sérstaklega þetta síðasta. Ég er að hugsa um að taka því sem hrósi þó meiningamunur geti verið þar á 🙂

      Það er nú þannig

      YNWA

      1
      • Hahaha….. já félagi Sigkarl, við gætum ábyggilega spriklað eitthvað og meira en Origi vinur okkar miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum – þó hann hafi sjálfsagt vinninginn hvað úthaldið varðar! :O)

        1
    • @Souness. Ef þú leitar uppi fréttir af Keita og Sadio Mané saman, þá ertu fljótur að finna frásagnir af því að hann skilur ekki einfaldar spurningar á ensku. Og ef þú fylgist með honum í leik að þá er hann ekkert að tala við félaga sína eða æpa á þá leiðbeiningar. Ég dreg þá ályktun að hann sé ennþá mállaus. Í upphafi, þegar hann kom til Liverpool og var búinn að hafa heilt ár í Þýskalandi til að læra lágmarks-ensku þá varð Klopp alveg brjálaður því kappinn hvorki talaði né skildi stakt orð. Það er líka hægt að finna fréttir um þetta með gúgli.

      Þannig er nú það.

      • Takk fyrir upplýsingar Jordan og gaman að lesa þetta með að Klopp hafi orðið brjálaður – ég mun gúggla með rest. Mane hefur talað fína ensku í viðtölum og trúi því ekki að óreyndu að hann hafi ekki kennt Keita vini sínum nokkur orð. En hvað veit maður svo sem þegar hugsað er til stjórans hjá Leeds!

  14. Heilt yfir allt í lagi leikur miðað viði hvaða lið við tefldum fram. Guttarnir stóðu sig bara ágætlega en erfitt er að koma í staðin fyrir tvo bestu miðjumenn heims í dag. Eina sem hægt er að setja útá er frammistaða Origi, og hvað Salah spilaði lengi.
    Mér finnst menn hér vera einum og harðir í að gagnrýna Clarkson í sínum fyrsta CL leik. Gefum honum nú aðeins sjéns áður en við tökum hann af lífi hér. Ekki var maður mjög hrifinn af fyrstu frammistöðu GERRARD heldur, hvar endaði hann síðan 🙂 Keita hefur aldrei náð að vera heill í langan tíma hjá okkur, alltaf eitthvað meiðsla vesen á honum. Vonandi nær hann að halda sér heilum svo við getum séð í hvað honum býr. Minamino var að spila í þessari stöðu í fyrsta skipti og það er það sama með hann, ég er pollrólegur yfir því að hann sé ekki alveg búin að sýnan sitt besta hjá okkur. Þetta kemur allt, nú er bara að vona að við verslum eitt stykki varnarmann í janúar. Vonandi kemur ein óvænt sprengja frá KLOPP OG CO.

    2
  15. Aðeins meira um frammistöðu Leighton Clarkson (sem eins og einhver á Twitter benti á er fyrsti leikmaður Merseyside liðs sem spilar í Meistaradeildinni og heitir Leighton að fornafni (já ég er að horfa á þig Leighton Baines og hvað Everton hafa verið lélegir)), en þá var Liverpool að gefa út myndband sem sýnir frammistöðu kappans í leiknum. Sagt að þetta séu allar snertingarnar hans, ég sé reyndar ekki þessa verstu sem er kannski ekki skrýtið að sé klippt út:

    https://video.liverpoolfc.com/player/0_t3g3ok6n/?feedId=4894e552-b329-4132-bf8d-f5fbafe95f20&page=0&pageSize=20&sortOrder=desc&title=Featured%20Videos&listType=LIST-DEFAULT

    Hann átti kannski einhverjar 2-3 feilsendingar til viðbótar, sem er sjálfsagt ekkert fjarri því hlutfalli sem aðrir miðjumenn eru með. Það sem ég er að fíla varðandi hann er að hann er ekki að klappa boltanum of mikið að jafnaði (semsagt enginn Lallana), ef hann getur gefið boltann á samherja í fyrsta þá gerir hann það, og ef ekki í fyrsta þá bara með einni millisnertingu. Þá er hann líka óhræddur við að gefa langar sendingar fram, átti 3-4 slíkar í gær og sumar hverjar virkilega góðar, og í raun sendingar sem hefðu mögulega skapað mörk ef leikmennirnir frammi hefðu átt betri dag (hóst **Jota** hóst **Origi** hóst).

    Semsagt, við getum skoðað þennan leikmann eftir 12-18 mánuði, og þá fyrst mögulega verður hægt að spá fyrir hvað verður um hann sem leikmann: byrjunarliðsmaður, squad player, seldur fyrir einhvern pening, eða eitthvað allt annað. En hann hefði ekki verið að spila í gær ef hann hefði ekki potential.

    Jú og eitt enn: er hann ekki svolítið líkur Peter Beardsley? Þ.e. leikmanninum fyrrverandi, ekki kop.is pennanum.

    6
  16. Leigubílasagan segir að Koulibaly og Dele Alli séu að koma í Janúar ?

    2

Byrjunarliðið í Danmörku

Upphitun: Rauði herinn á Craven Cottage