Byrjunarliðið gegn Fulham

Gleðilegar fréttir í dag því Alisson snýr aftur í byrjunarliðið og Alex Oxlade-Chamberlain er í hóp. Tveir snúa því úr meiðslum en missum hinsvegar Jota í nokkrar vikur.

Bekkur: Kelleher, N. Williams, Phillips, Cain, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi

Byrjunarliðið í dag virkilega sterkt en á móti höfum við séð betri bekk en við stillum upp í dag. Gæti séð okkur reyna byrja leikinn af miklum krafti og klára leikinn snemma.

Minnum á umræðu um leikinn á Facebook síðu kop.is og á Twitter

YNWA!

43 Comments

  1. Það er svo skelfilegt að hugsa til þess að Jota muni jafnvel missa af 23 deildarleikjum.
    En það þýðir ekkert að gráta þetta heldur bara halda áfram með það sem við höfum, það er klárt mál að þetta tímabil verður gríðarlega erfitt og ef við vinnum deildina þrátt fyrir allt sem liðið hefur lent í þá verður það rosalegt afrek.

    1
  2. Flott lid I dag og það sterkasta sem völ er á. Ótrúlega svekkjandi með Jota ef satt reynist.

    En slái 0-4. Salah þrjú og Mane eitt.

    1
  3. Sæl og blessuð.

    Þetta er magnað lið sem við eigum. Auðvitað göslagangur í mestara Klopp að bjóða hluta af sparistellinu á jósku þúfnabörðin. En í öllum meiðslablúsnum hefur það gerst að við erum komin með alvöru miðjumann – hinn kurteisa Jónas og alvöru varamarkmannn. Fleiri standa við dyrnar og knýja á – hafa farið í gegnum Ikeapróf CL og PL og eru sannarlega reynslunni ríkari.

    Móri fékk bara eitt stig gegn áðan.
    Jæja, krjúpum við sjónvarpið… BLM …

    og horfum svo. Kommmmmasssssooooo!!!

    5
  4. Ekki góðar fyrstu 20 mínútur hjá okkar mönnum ! Bara ekkert að frétta á móti drasl liði fulham.

    2
  5. Skelfileg spilamennska.

    Fulham miklu miklu betri.

    Fulham.

    Virkilega dapurt að horfa upp á þetta.

    3
  6. Er VAR eingöngu til þess að skoða atvik sem liverpool hagnast ekki á? Ef liverpool hefði skorað þetta mark, hversu mikið hefði var skoðað hugsanleg brot fyrir markið? Þetta er búið að vera gegnum gangandi í öllum leikjum liðsins. Þetta er svo augljóst og afburða leiðinlegt. Sumir myndu kalla þetta einelti.

    2
  7. Er þetta vanmat ? Þarf eitthvað að mótivera menn í að ná toppsætinu ?

    2
  8. Þetta fulham lið er einfaldlega hörkugott.

    Lukmann, Loftus-Cheek, Cavalero…gæðaleikmenn

    Við eigum líka allmikil gæði…

    En Alisson er hingað til búinn að vera okkar eina lífsmark.

    2
  9. Okkar menn í ruglinu og heppnir að vera ekki meira undir en hvað er samt málið með bakhrindinguna í markinu hefði alltaf verið dæmt á okkur

    3
  10. Það er bara ekkert í gangi.
    Vörnin léleg. Miðjan léleg. Sóknin léleg.
    Og þjálfarinn bara með rusl á bekknum.

    Maður er ekki beint vongóður.

    1
  11. Hvað er að hrjá Firmino í dag? Feilsendingar og boltatöp. Bregðast goðin?

    1
  12. Here Klopp er bara brjálaður á hliðarlínunni ! Enda liðið ekkert mætt til leiks.

    2
  13. Er þetta annar 7-2 leikur?
    Og nei, mane felldi ekki sjálfan sig! Það sést að leikmaður fulham rekst í annann fót mane sem veldur því að hann sparkar í sjálfan sig, dettur svo á firmino. Hefði þetta verið skoðað nánar hinumegin?
    Og nei, ég er ekki með liverpool gleraugun. Ég veit eins og allir aðrir að leikmenn eru e?ki mættir til leiks!
    Þessi vinnst ekki og jafntefli væri sem sigur.

    1
  14. Framistaðan í þessum hálfleik hefur verið í einu orði sagt, skelfileg. Hef mjög sjaldan séð Liverpool lið undir stjórn Klopps spila svona illa. Fullham var miklu betri aðilinn og allt spil var hugmyndasnautt,miðjumenn voru étnir upp, sóknin skapaði ekki neitt og það voru ítrekað að opnast svæði fyrir aftan bakverðina sem vængmenn Fullham nýttu. EIni maðurinn sem hefur staðið fyrir sínu er Alison. Markið sem Fullham skoraði var verðskuldað og við getum prísað okkur sæla að vera ekki fleirri mörkum undir.

    Liðið lagaðist örlítið þegar leið á hálfleikinn en samt ekkert meira en það. Liðið skapaði ekki mikið af færum. Í síðari hálfleik verður liðið að gyrða í brók og sýna sitt rétta andlit. Þetta snýst ekki um getu heldur andlega þáttinn, liðið er ekki almennilega mætt til leiks.

    1
  15. Þetta er algjör hörmung það sem af er.

    Það er eiginlega allt að klikka sem hugsans getur nema Alisson.
    Varnarlínan er búinn að vera í algjöru rugli, þar sem menn tapa návígum og skiptast á að spila menn réttstæða. Matip virkar eins og hann sé búinn að klára tvö jólahlaðborð fyrir þennan leik.
    Miðjan er varla með því að sóknar upplegið fyrstu 40 mín var að senda milli í vörn og koma með svo langa sendingar inn fyrir sem virkuðu ekki.
    Sóknarmenninn liðsins eru alveg steingeldir og er lítið að frétta þar.

    Klopp og strákarnir verða bara að taka þetta á sig því að þetta var bara algjört vanmat því að ákefðin og hausin voru bara ekki með.

    Ég er samt á því að þetta mark átti ALDREI að standa. Þú mátt ekki ýta í bakið á andstæðingnum með báðum höndum útréttum. Það stendur aldrei að það má ýtta smá, þetta er bara brot því að hann hagnast á þessu.
    Allt tal um að já Fulham átti þetta skilið er að mínu mati algjört kjaftæði því að það er ekkert sem heitir að eiga eitthvað skilið hvorki í fótbolta né í öðrum þáttum á þessari jörð(hef ekki prófað aðrar).

    Eina sem er gott við þetta er að við höfum 45 mín til að fá eitthvað úr þessum leik en það er algjör Watford lykt af þessum leik og svipað yfirbrað á liðinu.
    Það er ekki hægt að tala um að einhver meiðsli eru að skemma þennan leik fyrir okkur, við erum með drullu sterk lið inná vellinum sem er einfaldlega samt sem áður að drulla á sig.

    6
  16. Sæl aftur.

    Okkar menn eru að sækja í sig veðrið. Höfum fengið okkur hálffæri. Lítið við afgreiðslum að segja – nema þarna í lokin þegar hinn markfælni Firmino fékk skyndilömun eftir ágæta sendingu þar alvöru níur hefðu reynt allt til að geta amk rekið nögl stórutáar í boltann. En, nei, hann bara datt fram fyrir sig og brosti svo afsakandi til dómans.

    Þarf auka 50% kraft í þetta efvið eigum að vinna. Maður sér það svo sem geta gerst en Fulham eru neðan er gæðin segja til um.

    Nú geta Fulham legið í vörn og sótt hratt fram. Verður mjög erfitt viðureignar og þarf að gefa allt í þennan leik.

  17. Dómgæslan í ár er að slá öll met hlutdrægni með Manu og á móti Liverpool. Brotið á Winjaldum, hrint í jörðina, ekkert dæmt og samt löng serimónía um víti á Liverpool á eftir. Augljóslega brotið á Salah, samt stendur markið sem byggðist algjörlega á þessari hrindingu (ensku þulirnir ræða það ekki einu sinni). Brotið á a.m.k. Firminio og kannski Mane í lokin, samt ekkert dæmt og ekkert skoðað.

    Þetta er orðið helsjúkt. Liverpool liðið kann svo ekki að mótmæla saman þegar mikið liggur við. Það er stórfurðulegt – þegar það hefur svínvirkað hjá ManU, ManCity og Chelsea í langan tíma.

    Hef horft á fótbolta um alla Evrópu og þetta er hvergi svona. Hvergi. Þetta er orðið sjúk spilling, ekkert annað.

    4
  18. Minamino er að bjóða sig í opnu svæðin en fær aldrei sendinguna…

  19. Að sjá svo Henderson klúðra svona DAUÐAfæri er bara algjörlega ótrúlegt. Frammistaðan er skelfileg á allan hátt.

    Verður kraftaverk ef við fáum eitthvað út úr þessum leik.

    4
  20. Þvílíkt andleysi.

    Hendo átti sannarlega að skora þarna en … hvað hafa FH fengið mörg dauðafæri hingað til. Staðan ætti frekar að vera 3-0 en 1-1. Firmino með boltaklapp og missir hann trekk í trekk.

    Minamino að eina sínar skárstu mínútur í langan tíma. Nú er að sjá hvað Williams getur…

    Ekki eins og City í gær sem var með Silva, Foden aðra slíka á bekknum!

    2
  21. Vantar hreyfingu án bolta erum alltof passívir salah má svo fara að sjást aðeins meira

    2
  22. Fengum víti upp úr engu!
    Jones er að standa sig
    Nú vil ég sjá kraft og líf

    1
  23. Skelfilega farið með gott tækifæri til að taka 3 stig gegn slöku Fulham liði það er engin afsökun fyrir þessari spilamennsku í fyrri hálfleik.

    3
  24. Þvílík skíta sem þessi leikur var og ég hef miklar áhyggjur af að fá svona leik þar sem ekkert gekk upp og eftir leik í CL sem skipti engu máli og þeir ættu ekki að vera þreyttir

    3
  25. Það er nebbla málið Klopp með eh smoke and mirrors dæmi..ekki þreyttir ? virkuðu bara steingeldir Matip og Trent draugar á vellinum ..skánaði þegar hann fékk Minamino inná og færði Hendo í miðvörðin og Neco var líflegri en Trent.
    Besti maðurinn hjá okkur var Curtis Jones. Mané / Firmino ósýnilegir..Salah fær lof fyrir að bjarga hálfu andliti með að jafna úr vítinu.

    4

Kvennaliðið heimsækir London City Lionesses

Fulham 1 – 1 Liverpool