Fulham 1 – 1 Liverpool

1-0 Bobby Reid 25. mín

1-1 Mo Salah 78. mín

Eftir að Tottenham missteig sig fyrr í dag var möguleiki að komast á toppinn með sigri í dag, en það var ekki að sjá á leikmönnum Liverpool í dag. Fulham byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir einungis þriggja mínútna leik slapp Cavaleiro einn í gegn en Alisson varði vel frá honum. Fulham héldu áfram að stýra leiknum og hélt Alisson okkur í leiknum. Á átjándu mínútu fékk Cavaleiro botlann og komst upp að endamörkum inn í teig þegar Fabinho fór í tæklingu og boltinn fór aftur fyrir. Dómarinn dæmdi hornspyrnu en var hvattur til að fara í skjáinn vegna gruns um vítaspyrnu og einhverjum þremur mínútum seinna var hornspyrnan staðfest. Gerði mér vonir um að þetta myndi kveikja á okkar mönnum en á 25. mínútu áttu Fulham hornspyrnu sem var hreinsuð en boltinn barst til Lookman sem fann Bobby Reid sem kom boltanum framhjá Alisson í markinu og kom Fulham verðskuldað yfir. Hinsvegar má deilda um það hvort markið hefði átt að fá að standa þar sem ýtt var aftan á bakið á Salah í aðdragandanum. Áfram voru Fulham mun betri en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Trent að finna Salah inn á teignum með bakið í markið. Salah snéri með boltann og náði af skotinu en hitti ekki markið.

Seinni hálfleikur

Í hálfleik gerði Klopp sína fyrstu skiptingu þegar Matip fór af velli og Minamino kom inn fyrir hann og Henderson fór í miðvörðinn. Stuttu seinna fóru að berast fréttir af því að Matip hefði meiðst og vonandi að hann verði ekki lengi frá. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og á fyrstu mínútu hálfleiksins átti Alisson flotta vörslu frá Cavaleiro og Liverpool komst í hraða sókn og Salah náði að reyna á Areola í marki Fulham. Fljótlega í seinni hálfleik fóru Fulham síðan að leggjast neðar og neðar en jafnframt gekk okkar mönnum illa að ráða við varnarleik þeirra. Um miðjan hálfleikinn átti Areola frábæra markvörslu þegar Firmino þræddi Henderson í gegn en markmaðurinn sá við honum. Það var svo á 78. mínútu þegar Liverpool fékk aukaspyrnu á hættulegum stað, Wijnaldum tók spyrnuna en Kamara í varnarvegg Fulham-manna fékk boltann í hendina og vítaspyrna dæmd. Salah tók spyrnuna og setti boltan undir Areola í markinu. Curtis Jones átti svo skilið sigurmark þegar hann átti frábæran sprett frá eigin vallarhelmingi og kom sér í skotstöðu en Areola náði að verja frá honum. Liverpool reyndi í seinni hálfleiknum alltof mikið af fljótandi boltum inn á teigin sem Fulham áttu alltof auðvelt með að eiga við og á endanum vorum við heppnir að ná stigi í dag.

Bestu menn Liverpool

Alisson hélt okkur lengi inn í leiknum og átti nokkrar fínar markvörslur og Fabinho átti annan góðan dag í miðverði. Curtis Jones var slakur í fyrri hálfleik eins og flestir en náði aðeins að auka hraðan í seinni hálfleik, vann aukaspyrnuna sem vítaspyrnan kemur upp úr og átti frábæran sprett í lokinn.

Vondur dagur

Flestir áttu frekar vondan dag í dag Trent átti einnig erfitt uppdráttar. Firmino átti erfitt, komst lítið í boltann í fyrri hálfleik og fyrir utan færið sem hann bjó til fyrir Henderson var hann frekar ósýnilegur.

Umræðupunktar

  • Vont að nýta ekki tækifærið til að komast á toppinn
  • Höfum aðeins unnið einn af sex útileikjum í deildinni í ár, það er tölfræði sem þarf að breyta ef liðið ætlar að verja titilinn.
  • Matip meiðist sem er eitthvað sem við megum venjast en það þýðir að það er enginn heill miðvörður í aðalliðinu.
  • Hefur verið umræðupunktar síðustu leikja en Jones er að sína okkur að hann á heima í þessu liði.

Stig í dag er þó engin heimsendir, höfum vanist því undarfarinn tímabil að það er ekkert rými til að misstíga sig en deildin hefur verið að spilast öðru vísi í ár. Áhyggjuefnið er frekar frammistaðan og það sérstaklega með toppslaginn gegn Tottenham í vikunni. Það verður hinsvegar gott tækifæri til að snúa tilbaka og vonandi sjáum við alvöru statement á Anfield á miðvikudaginn klukkan átta!

20 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Uppskrift að harmleik:

    1.Farðu með beittustu sóknarmenn þína í slag við trukka á takkaskóm í jóskum kartöflugarð og láttu þá spila í 100 mínútur.
    2. Gerðu þetta einmitt meðan meiðslin eru að sliga liðið.
    3. Mættu síðan á móti grjóthörðu gæðaliði með lúnar lappir og illa mótiveraðar.

    Jæja, en það tókst því gæfan var með okkur. Þeir hefðu getað skorað fleiri og við áttum ekki meira skilið.

    Jónas kurteisi var minn maður leiksins. Origi olli ekki vonbrigðum.

    3
    • Alveg sammála þér. Algjörlega galið að stilla upp svona sterku liði gegn dönsku pulsunum. Klopp fær þetta beint í andlitið.

      1
  2. Þvi og miður attum við ekki meira skilið en þetta eina stig – Steingeld spilamenska.

    2
  3. Sælir félagar
    Það var ekki til útflutnings hvernig Liverpool spilaði fyrstu 35 mín þessa leiks og mátti þakka Alisson fyrir að vera ekki amk þremur mörkum undir í hálfleik. Það kom greinilega fram í þessum leik hvað það þýðir að láta Salah og TAA spila 90 mín og svo Jota þar til hann meiddist. Það hefði munað miklu að geta skipt Jota inná í stað Minamino sem hleypur eins og hauslaus kjúklingur en mest í algeru tilgangsleysi.

    Að láta sér þetta tækifæri til að komast einir á toppinn úr greipum ganga með því að koma inn á völlinn fullir af hroka og mega þakka góðum dómara leiksin fyrir að tapa honum ekki. Skelfilegt og ekki líklegt að liðið geri mikið á móti T’ham í næstu umferð ef spilamennskan verður svona. Vonandi verða menn betur mótiveraðir en fyrstu 35 mín þessa leiks. Ég viðurkenni a’ ég er verulega ósáttur við framistöðuna.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  4. Ekkert vera að flýta sér með þessa leikskýrslu – þessi leikur var ekki þess virði.

    4
    • Vefþjónninn hrundi hjá hýsingaraðilanum sem gerði það að verkum að síðan lá niðri í gærkvöldi, Hannes var tilbúinn með skýrslu rétt eftir leik.

      2
      • Allt í þessu fína. Það var bara táknrænt og flott að skýrslan tafðist eftir þennan leik 🙂

        1
  5. Takk fyrir þetta…
    …enginn heimsendir þó aðeins hafi komið eitt stig í hús
    …önnur topplið eru líka að missa af stigum
    …útivöllurinn í haust???
    …hreint út sagt alls ekki slæm staða í deildinni miðað við aðstæður og meiðslalistann
    …áhyggjuefnið er að meiðslalistinn styttist lítið þegar alltaf bætist á hann
    …þreyta fremstu manna í djöflabolta Klopp??
    …mér leiðist afskaplega þegar gert er lítið úr andstæðingnum og talað um léleg lið eða eitthvað annað. Það eru engin léleg lið í PL en þau geta verið misgóð. Núna í vetur hafa nánast öll lið getað unnið hvert annað (fyrir utan SU) sem gerir deildina bara enn skemmtilegri.
    …ef okkar góða lið sleppur fram yfir áramótin með því að hanga nálægt eða vera jafnhliða Spurs, Chelsea, MC og Leicester getur allt gerst.
    …nú er bara að leggjast á bæn, ekki til að biðja um sigra heldur til að biðja um að ekki meiðst fleiri.

    2
  6. – klopp virðist vera að keyra liðið út eins og hann hefur gert með önnur lið sem hann hefur stýrt og lent i miklum meiðslum þar
    – þegar eg sagði i byrjun að við værum að kaupa meiðslahrúgu með þvi að kaupa Thiago, HVAR er hann? Er hann enþa á lífi?

    1
    • Ertu að tala um Dortmund liðið sem hann byggði upp frá grunni nánast í tvöfalda meistara og kom þeim í úrslit meistaradeildarinnar áður en hann lenti (á sjöunda tímabili) í einu mjög slæmu meiðslatrímabili fyrir áramót? Við getum svo alls ekki kvartað fyrir því hvernig hann hefur stýrt Liverpool er það?

      Thiago lenti í árás gegn Everton, tæklingu sem hafa ekkert með fyrri meiðslasögu hans að gera, þannig að þú ert ekkert meiri sérfræðingur þó Richarlison hafi reynt að stúta Thiago.

      11
      • Það er samt mikið til í þessu hjá Sigga b. Öll þessi meiðsli hjá Liverpool eru ekki eðlileg og engir aðrir klúbbar eru að díla við önnur eins meiðsli. Klopp er ekki svo heilagur að það megi ekki gagnrýna hann.

      • Það má þá líka alveg svara gagnrýni á hann ef maður er ósammála. Mjög mikið af meiðslum þessa tímabils voru fyrirsjáanleg vegna leikjaálags og undirbúnings og það var margítrekað fyrir mig. Liverpool hefur ofan á það verið einstaklega óheppið með meiðsli, VVD, Thiago, Jota og Tsimikas fara t.d. allir eftir ljótar tæklingar sem Klopp gat ekkert að gert.

        Hvað er Siggi annars að segja, að Liverpool eigi að spila af minni ákefð (og tapa aðeins meira?)

        2
      • Nánast i tvöfalda meistara? Annaðhvort ertu meistari eða ekki.
        Ekkert merkilegt að vinna næstum.
        Eg er að tala um mainz og Dortmund, hann var þekktur fyrir að keyra liðunum sínum út, sem skilaði ser i miklum meiðslum sbr seinasta tímabilið hja Dortmund, þar sem nánast allt aðalliðið var a meiðslalistanum

      • Hann byrggði liðið nánast frá grunni, hann vann deildina tvisvar í röð, ekkert nánst heldur staðfest og það er magnað afrek.

        1
  7. Ég þigg þetta stig með glöðu geði.
    Við vorum að mörgu leiti heppnir að ná stigi, og að mínu mati voru Fulham heppnir að fá ekki rautt þegar Lookman tæklaði Neco Williams nánast uppá miðjan fót.
    TAA átti í hellings erfiðleikum með Lookman í þessum leik og mér fannst TAA virka þreyttur enda engin smá orka sem fer í það að spila bakvörð í leikkerfi Klopo.

    Þetta var erfiður leikur og ennþá eykst álagið á þá menn sem eru heilir.
    Það er ekki einleikið hvað við erum með marga meiðslalistanum, ég held að við séum með lengsta listann í PM og mörg af þeim eru langtíma meiðsli, þetta eru ekki bara meiðslin svo tekur tíma að koma sér aftur í leikform.
    * Van Dijk
    * Thiago
    * Gomez
    * Jota
    * Shaqiri
    * Milner
    * Tsimikas
    * Keita
    * Matip
    Miðað við þetta þá verður Klopp og Co að rífa upp veskið í janúar, það þarf pottþétt miðvörð en svo gæti Klopp tekið uppá því að taka ungu leikmennina meira inn en við meigum alls ekki við meira af meiðslum.

    Menn verða að slaka á með Minamino, hann þarf að fá aðlögunartíma og fyrst og fremst meiri spilatíma, þetta niðurrif og endalausa gagnrýni nær negri átt, það er ætlast til þess að leikmenn aðlagist strax. Mér fannst hann fínn í þessum leik, kom með orku og flæði inni þenna leik.
    Að ætla að bera hann saman við Jota er ekki sanngjarnt þar sem Jota á að baki PM reynslu og spilaði einhverja 100 leiki með Wolves.

    2
  8. Ég var hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik en Fulhamenn voru virkilega flottir og okkar menn virkuðu þreyttir og úrræðalausir. Nokkuð ljóst að annaðhvort verður veskið rifið upp og bætt í hópinn í janúar eða herr Klopp mun henda nokkrum kjúklingum í djúpu laugina og veitir þeim þá reynslu sem þeir þurfa en það mun væntanlega koma niður á stigasöfnun þetta árið en til lengri tíma akkúrat það sem þessir guttar þurfa. Eigum við ekki bara að anda rólega og vonast eftir því að við fáum inn stóran hóp af leikmönnum úr meiðslum í janúar. Titillinn hefur aldrei unnist í desember en vissulega flækir það málin ef mörg stig fjúka út um gluggann á næstunni en ég ætla að treysta því að Klopp og félagar finni formúluna til að koma liðinu út úr þessarri “krísu” ef hægt er að kalla það krísu að vera í öðru sæti í PL og komnir í 16 liða úrslit í CL ?

    1
  9. Það er alveg klárt að áhorfendur flestra liða eru að hafa áhrif á spilamennskuna hjá liðunum, það sást vel hversu öflugir Fulham menn voru um alla bolta.
    Þeir voru að fá að styðja liðið sitt í fyrsta sinn frá því að þeir komu upp um deild og það gefur leikmönnum vænlegt spark í rassgatið að fá þennan stuðning.
    Okkar menn voru bara undir í flestum stöðum á vellinum og það er bara þannig.

    2
  10. Í sambandi við meiðsli, Liverpool og Klopp.

    Þetta er blanda af svo mörgu.
    Langtímaálag á liðinu sem hefur verið að berjast á mörgum vígstöðum undanfarinn ár.
    Óheppni en þegar menn meiðast eftir tæklingar þá hefur það ekkert með álag að gera.
    Ákefð en Klopp vill bæði spila og æfa á mikili ákefð en það hefur líka í för með sér frábæran árangur innan vallar(sjá sigur í meistaradeild og Enskudeildinni).
    Covid – Þetta ástand núna er að bitna á öllum liðum og meiri segja lið sem eru ekki í evrópukeppnum og fá því meiri hvíld eru að detta í álags meiðsli af því að það var ekki undirbúningstímabil og það er þétt spilað.

    Þetta er einfaldlega stórskrítið tímabil hjá okkur í sambandi við meiðsli og eru þar margir þættir sem hafa áhrif á þetta og hefur maður aldrei upplifað annað eins hjá Liverpool en ef við tökum út ljótar tæklingar og við værum með Van Dijk, Thiago og Jota með okkur þá værum við líklega ekki mikið að setja út á þetta ástand.

    1

Byrjunarliðið gegn Fulham

Gerard Houllier látinn!