Nú er verið að draga í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Okkar menn fá Leipzig, fara fyrst til Þýskalands og leika svo seinni leikinn á Anfield.
Hvernig líst fólki á?
EDIT: aðrar viðureignir eru:
Borussia Mönchengladback – Manchester City
Lazio – Bayern München
Atletico Madrid – Chelsea
Porto – Juventus
Barcelona – PSG
Sevilla – Dortmund
Real Madrid – Atalanta
RB Leipzig var það. Þeir eru dúndur góðir en sáttur að sleppa við Atletico. Þetta verður veisla og við verðum nú pottþétt ekki eins laskaðir á nýju ári. Jurgen ábyggilega helsáttur að fá að kíkja aðeins heim.
Mér líst ekki vel á þetta, mér leist heldur ekki vel á að mæta Bayern og svo Barca :). Segjum samt að það hefði verið verra að mæta Atlitico. Væri samt til í að mæta þeim aftur.
Sæmilega sáttur, mikilvægast að forðast AM. Skemmtileg tilviljun samt að City fái alltaf óskamótherjana.
Óskamótherja ?
Þeir eru í 8 sæti í þýsku deildinni á meðan Man city eru í 9 sæti í ensku deildinni 🙂
En annars er ég bara sáttur með þennan drátt sem og aðra og hef trú á að við klárum þetta verkefni.
Já Leipzig eru í 2. til 3. Sæti með jafnmörg stig og Bayern. Mun sterkari mótherji en Gladbach.
Þetta verður gríðarlega erfitt fyrir Leipzig.
Ef við spilum okkar frábæra leik og með mannskapinn heilan þá getum við unnið allt og alla.
Hefði getað verið verra, og líka betra. Ég hef samt fulla trú á að við getum unnið þá þýsku. Við verðum búnir að fá nokkra leikmenn tilbaka úr meiðslum sem er gott.
Mér líst bara vel á þetta, það voru alveg erfiðari andstæðingar í pottinum, við förum áfram ekki spurning.
Hefði viljað Barca,en þetta verður áhugaverð viðureign. Spurning hvort að Nagelsmann verði eins góður með sig eins og þegar hann mætti með Hoffenheim – en þetta verða tár,bros og takkaskór.