Kæru kopverjar og púllarar, við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum samfylgdina á þessu skrýtna ári!
Vonum að 2021 verði betra og skemmtilegra en það síðasta og að við sjáum þessa ljósmynd endurtekna!
Kveðja,
Eyþór, Óli Haukur, Daníel, Maggi Þórarins, Hannes, Ingimar, Einar, Steini og Maggi
Sælir félagar
Hvernig sem allt hefur snúist og velzt frá því að ég fór að styðja Liverpool (ca. 58 – 9 ár) hefir aldrei hvarflað að mér að hætta að styðja þetta lið. Það er trúa mín að við sem styðjum Liverpool á annað borð munum gera það allt til loka. Að þessu sögðu óska ég kop-verjum og stuðningmönnum Liverpool í allri galaxiunni gleðilegs nýs meistaraárs með þökk fyrir allt á liðnu meistaraári. Megi gæfan fylgja Klopp og félögum og okkur öllum um ókomna tíma. Lifið heil.
Það er nú þannig
YNWA
Poolarar, við vitum að við eigum besta lið heims, pössum okkur bara á því að efast aldrei þó stundum á móti blási.
Óska öllum Gleðilegs nýs árs.
YNWA
Hálf asnalegt að replayja á sjálfan sig, en ég ssteingleymdi að þakka Kop.is teyminu fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu okkar allra stuðningsmanna LFC.
YNWA
Ágætu síðuhaldarar og aðrir púllarar hér inni, bestu kveðjur á alla með þökk fyrir magnað ár. Hverjir unnu og hverjir eru á toppnum núna, já núna. Þetta verður alltaf basl að vera fan og ein hliðin er sú að við leyfum okkur ekki að gleðjast því við verðum að vera viðbúnir vonbrigðunum. Með ósk um gott ár fyrir okkur öll, takk kærlega fyrir mig.
Gleðilegt ár meistarasnillingar!
Árið Meistarar.
Við erum efstir þrátt fyrir gríðarleg meiðsli og covid.
Gleðjumst yfir því
YNWA
Við erum efstir þrátt fyrir Covid, öll meiðslin og VAR-bullið! 😉
Bestu nýárskveðjur og innilegar þakkir fyrir frábæra síðu!
YNWA!
Gleðilegt nýtt ár allir, við erum ríkjandi meistarar og á toppnum núna. 2021 verður spennandi og ég spái því að við vinnum nokkra leiki og jafnvel bara nógu marga.
Gleðilegt nýtt ár öllsömul og takk fyrir liðna.
Takk fyrir allt spjallið Kop.is !
YNWA!
Sæl og blessuð.
Gleðilegt árið og takk fyrir snilldarskrif og komment sem hafa aukið fögnuðinn á góðum stundum og verið farvegur fyrir útrás og öskur þess á milli.
Gleðilegt ár kop.is!
Bestu þakkir fyrir þessa góðu síðu, þar sem hver upphitunin er annarri betri. Og hæfilegt rifrildi í kommentum, en aldrei of mikið.
Ég bít í skjaldarrendur á nýju ári með Púllurum nær og fjær.
Og Mané, skrúfaðu nú frá!
#YNWA
Takk fyrir flotta og góða síðu, vonandi kemst maður á völlinn þetta árið.
Kári segir að það náist bara að bólusetja örsmáan hundraðshluta fyrir árslok 2021, þar sé ESB enn og aftur að klúðra málum. Þar af leiðandi myndi ég reikna með að Íslendingum verði alls ekki hleypt á enskuu vellina.
Verður spennandi ár hjá liðinu. Erum enn efstir þó það sé aðeins á markatölu.
Ekkert ESB kjaftæði Sindri Ó, þetta er fótboltasíða, aðallega um LFC. Ég sé stóran möguleika, að liðsmenn okkar fari að spila sinn bolta. Stundum, í eiginlegu gríni með sjálfum mér, þá spyr ég mig, eru strákarnir okkar og Klopp að spila vísvitandi illa, nýta ekki dauðafæri bara vitað, megi ekki sigla aftur of mikið framúr, rökin eru þau, þegar strákarnir okkar spila sinn besta bolta, hvaða lið mögulega getur unnið þá, einhver uppástunga?
YNWA
Sammála Jónas. Soviet 2.0 (ESB) er algjör steypa. Ísland hlýtur að segja upp EES samningnum fyrr en síðar.
Annars góðir punktar varðandi færanýtingu. Miklu skemmtilegra ef við næðum að brjóta hjörtu Varchester manna í lokaumferðinni.
Jæja, skyldi þessi vera leiðinni til okkar núna?
https://www.thisisanfield.com/2021/01/fans-believe-jose-fonte-has-confirmed-sven-botman-to-liverpool-transfer/
Gleðilegt nýtt ár Kop snillingar og allir stuðningsmenn Liverpool. Vonandi verður árið 2021 enn betra fyrir LFC. Með komu varnarmanns í janúar og svo er bara eins og við séum alltaf að kaupa nýja leikmenn þegar við erum loksins farnir að fá leikmenn tilbaka úr meiðslum,
Sæl öll
Gleðilegt ár og takk fyrir frábæra síðu og geggjuð hlaðvörp!
Ég verð að losa mig við hrikalegan pirring í garð dómara á Englandi. Þetta víti sem manutd fékk í gær er algjör brandari í ljósi þeirra “brota” sem okkar menn fá ekki dæmd. Ég veit að ég er ekki hlutlaus en ég get bar ekki séð neitt eðlilegt við þennan mun á dómgæslu. Nú þegar við erum að fara keppa við manutd um titilinn er þessi munur á dómgæslu hjá liðunum alls ekki eðlilegur. Það er mjög auðveldlega hægt að benda á (ranga) dóma sem gæfu Liverpool 4 stigum meira og manutd 4 stigum minna. Heppni og óheppni ættu að jafnast út yfir tímabil en þegar allir vafadómar falla gegn einu liði en með hinu er eitthvað annað undirliggjandi. Endilega bendið mér á “vafadóm” sem fallið hefur með Liverpool.
Ég er sko til í titilbaráttu við manutd frekar en þessa svindlara hjá mancity og chelsea en sú barátta verður að vera á jafnréttisgrunni. Ef Liverpool væri búið að fá þá vafadóma með sér en ekki gegn, þá væri Liverpool með þægilegt forskot á toppnum þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Það eru einhver öfl, sem hafa hag af því að halda spennu í toppbaráttunni, sem vilja ekki að Liverpool safni stigum jafn hratt og síðustu tvö tímabil, það er eina skýringin sem ég sé (í þessu pirringskasti) og skýrir þann mun á dómgæslu hjá þessum liðum.
Góðar stundir og sá tuttugasti kemur í vor (ahhh pirringurinn að minnka).
Mikið er ég sammála og ég er feginn að einhver vildi minnast á þetta. Vitið sem muhu fengu var gjöf og það í bæði VAR. Ég er algjörlega kominn á þá skoðun að það sé yfirlýst stefna hjá FA að minnka bilið á milli LFC og annarra liða. Muhu virðast fá viti í öllum regnbogalitum a meðan við erum ,,afvítaðir” í nánast öllu. Það er mikil skíta fýla af þessu!
Og hvernig stendur á því að brotið sem gert var á Mane var ekki skoðað. Markmaðurinn grípur utan um löppina á honum í færi. Hvernig má það vera að þetta sé ekki skoðað?
Og ekki gleyma að boltinn fór augljóslega í hendina innan teigs hjá Newcastle og það var ekki einu sinni skoðað!?!
Einmitt.
Er þetta eðlilegt?
United 33 pens in 59 games
Utd have only won 2 games this season where VAR hasn’t got involved in a winner. 2 from 10 wins
Haldiði að Origi verði seldur í jan ?
Ég vona það allavega hann hefur 0 uppá að bjóða fyrir liðið eins og er vill frekar leyfa eh 18-19 gutta spreyta sig en að sjá hann koma inná…hefði verið fínt að leyfa Elliot að spreyta sig frekar.
EN vill bæta við að Origi er og verður alltaf legend fyrir LFC ! því verður aldrei breytt hvað hann gerði fyrir okkur þá sérstaklega í leiknum gegn Barca en því miður í dag virðast öll gæðin horfin.
Sælir félagar
Leeds vinnur WBA 0 – 5 og Arsenal vinnur WBA 0 – 4, Liverpool aftur á móti gerir 1 – 1 jafnefli við þetta lið WBA. Ekki er það dómaraskandall eða hvað?
Það er nú þannig
YNWA
VAR að hugsa það sama, hvaða álög hvíla á okkar liði, sem engum vill illt, nema vinna, það er allt og sumt. En stundum er eins og þeir vilji það ekki, vilji fara erfiðu leiðina, svona bakið upp við vegg leiðina, meðan sumir fá endalaust í skóinn og engar smá gjafir. Vil sjá enga miskun meir, þetta orðið gott, nú verða menn að láta hendur standa fram úr ermum, KOMASVO.
YNWA
Sæll,
Ég hef nú séð dæmt á minni sakir heldur en hvernig gaurinn er með hendurnar, heldur Fabino niðri og í andlitinu á honum í jöfnunarmarkinu. Svo er ég ekki að segja að vafaatriði komi upp í hverjum leik…..þá væri þett “grímulaust” hjá BT eða hver það sem er sem græðir mest að hafa spennu á toppnum og getur því selt fleiri leiki. Mér finnst bara meiriháttar undarlegt hvernig eitt lið fær engin “vafaatriði” með sér en annað syndir í þvílíku hafi af fáránlegum dómum.
Gleðilegt ár !!
YNWA