Aston Villa 1-4 Liverpool

Liverpool er komið áfram í næstu umferð FA bikarsins eftir 4-1 sigur á ungu liði Aston Villa. Frammistaða Liverpool var stundum pínu pirrandi og olli manni vonbrigðum en sigurinn var aldrei í einhverri hættu og vann Liverpool öruggan sigur.

Klopp stillti upp fremur sterku liði í kvöld sem hann sagði að hafi verið fyrirfram ákveðið og undirbúningurinn fyrir leikinn var gerður með þetta lið í huga. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist fréttir af smitum innan Aston Villa og ákváðu þeir ekki að vera að breyta áformum sínum þrátt fyrir ansi breytt lið Aston Villa sem þurftu að spila unglinga- og varaliðsleikmönnum í leiknum. Ég held að það hafi verið alveg klárt mál að ákveðnir leikmenn áttu að nota leikinn til að spila sig í gang og þá sérstaklega Mane og Salah.

Leikurinn byrjaði vel og nákvæmlega eins og maður áætlaði að hann myndi gera þegar fyrirgjöf Neco Williams rataði á kollinn á Sadio Mane sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það var í raun alltaf bara spurning um hversu stór sigur Liverpool yrði en liðið var ekki alveg nógu öflugt fram á við í fyrri hálfleiknum. Salah, Mane og Wijnaldum áttu sæmileg færi en markvörður Aston Villa gerði ágætlega í að loka á þá. Þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik slapp framherji Aston Villa í gegn fyrir aftan varnarlínu Liverpool, skildi Rhys Williams eftir og lagði hann snyrtilega framhjá Kelleher í markinu. Klopp líkti honum við ungan Jamie Vardy eftir leik og já, þetta var mjög Vardy-legt mark.

Liðin skildu jöfn í hálfleik sem var mjög óvænt og mjög pirrandi. Við vorum að sjá alltof mikið af nákvæmlega því sem við höfum séð í undanförnum leikjum sem er nú vægast sagt ekki merkilegt. Liðið leitaði alltof mikið í sömu sendingarleiðir og hlaup, pressan var ekki góð og allt voða tilviljanakennt eitthvað. Klopp brást við því að setja Thiago inn á í hálfleik fyrir Henderson, ég gæti alveg vel trúað að það hafi verið fyrirfram ákveðin skipting en hún var mjög rétt miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Það breyttist mikið eftir að Thiago kom inn á, spilið varð hraðara og ófyrirsjáanlegra sem var mjög jákvætt. Aðrar tvær skiptingar sem hefðu þurft að eiga sér stað voru þær að Jones og Minamino hefðu mátt koma út af því þeir voru ekki í takti við leikinn, Klopp var að fara að taka þá út af og setja Shaqiri og Firmino inn þegar Wijnaldum skoraði annað mark Liverpool með góðu skoti úr stöðu sem hann hafði komist reglulega í en ekki náð að gera nægilega vel í.. Þegar Shaqiri og Firmino komu inn fór spilið að verða enn hraðara og betra. Shaqiri lyfti boltanum inn í teig á kollinn á Mane sem skoraði aftur, þá var sigurinn algjörlega kominn í höfn. Shaqiri lagði svo boltann til Salah sem skoraði með góðu skoti á nærstöng örfáum augnablikum síðar og Liverpool vann 4-1 sigur og er komið áfram í næstu umferð.

Nú eru níu dagar í afar mikilvægan leik gegn Manchester United en liðin eru á toppi töflunar og verður það að segjast að frammistöður Liverpool og úrslit síðustu leikja hafi ekki verið nægilega sannfærandi og hughreystandi rétt fyrir slíkan leik. Það var þá gott að sjá viðbrögð Liverpool í síðari hálfleik í kvöld þó mótherjinn hafi nú alls ekki verið á sama kalíberi og mótherjarnir í Úrvalsdeildinni. Klopp talaði eftir leik um að nokkra leikmenn vanti að finna taktinn og að þeir muni nýta þetta bil á milli leikjana í að spila ellefu manna bolta á æfingum til að tryggja að menn verði í takti fyrir United leikinn.

40 Comments

  1. Jákvætt: Shaqiri kom inná og snaraði undireins fram tveimur stoðsendingum.

    Neikvætt: Wijnaldum stökk ekki bros eftir sitt mark. Fagnaði ekki neitt.

    7
    • Hvenar á maður að fagna, og ekki? Gini fagnaði tveimur mörkum t.d. á móti Barca, en á móti kjullum, come on, hann er gentelman, þeir fagna ekki gegn kjullum. Félagar látum ekki eins og heimurinn sé að hrinja þó aðeins hiksti, það er ekki komið að síðasta söludag!

      YNWA

      18
    • Fannst það bara virðingavert að vera ekki að fagna á móti liði sem er varla komið með bílpróf.

      6
      • Ég skil ykkar sjónarmið. En það sem truflaði mig var að mér fannst eins og það væri slökkt í augunum á Gini. Eins og eitthvað væri brotið; hann væri í huganum farinn burt frá Liverpool.

        3
    • Ég skil hann mjög vel. Maður fagnar ekkert endilega mikið marki á móti þessu b-liði hjá Villa. Þeir héldu að þeir væru búnir að vinna u-18 heimsmeistaratitilinn þegar þeir jöfnuðu og það segir ýmislegt um hversu ólikir hóparnir voru og markmiðin hjá þeim. Við unnum (því miður, segja sumir) en ég vil að við förum langt í öllum keppnum og skiptum út frekar leikmönnum. Liðið okkar virðist ná betra flugi þegar stutt er á milli leikja þannig að endilega förum alla leið í þessari elstu keppni heims og vinnum hana!

      Núna fær Klopp nokkra daga til að fínpússa liðið sitt fyrir meistaraefnin sem koma í heimsókn til okkar. Stuðningsmenn mu virðast vera búnir að vinna mótið strax.

      6
    • Já ég kommentaði á þetta þegar hann skoraði..er þetta samningstengt eða var hann bara dapur yfir frammistöðuni fram að því? eða vildi hann einfaldlega ekki fagna útaf þetta voru kjúllar sem var verið að spila á móti…?

      Já það er spurning ..ég fyrir mitt leiti vill að klúbburin DRULLI sér til að endursemja við einn besta miðjumann heims um þessar mundir Winjaldum er búinn að vera RISA stór partur í velgegni Liverpool síðustu ár það þarf engin að segja mér neitt annað þessi leikmaður er underrated frá helvíti nema fyrir okkur stuðningsmenn LIverpool við vitum hversu mikilvægur hann hefur verið og ég vill verðlauna þennan leikmann með góðum samning þar sem hann getur klárað ferilinn hjá okkur…er ég að biðja um of mikið ?

      7
  2. fyrri hálfleikur, Hendó, seinni hálfleikur Thiago……

    9
  3. Gott að fa sigur auðvitað, en það er eitthvað að moralsk seð synist mer og einhver losarabragur a liðinu.

    2
  4. Sælir félagar

    Fyrri hálfleikur var með þeim hætti að ekki er boðlegt að leikmenn meistarliðs LFC bjóði nokkrum manni uppá það. Hroki, leti, virðingarleysi fyrir leiknum og andstæðingunum og svo var frammistaða flestra leikmanna þannig að maður skammaðist sín fyrir liðið og framgöngu þess. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri átti að vera og bjargaði hann andliti leikmanna. Ef ekki er hægt að mótivera menn til að leggja sig fram og spila af þeirri getu sem menn hafa er bezt að losa sig við þannig leikmenn. Er þar enginn undanskilinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Hr. Sigkarl… eg tek þetta allt a mig!
      Eg skipti um brækur, fór inþær rauðu og tók á mig treyju i leiðinni, þegar 10 min voru búnar af seinni halfleik… og þa hrökk maskinan i gang ???

      6
  5. Sá ekki leikinn en er alltaf glaður með sigur. Sérstaklega núna á síðustu og verstu tímum. Góð hefnd og vonandi höldum við okkur á sigurbrautinni sem lengst!

    YNWA!

    1
      • Ég líka en við höfum líka séð kjúklinga vinna sterk lið sbr okkur í fyrra á móti neverton ?

        1
    • Gegn þessum kjúllum þá gerðist ekkert nema ég bar meiri virðingu fyrir A.villa ef eitthvað var ..þeir stóðu sig virkilega vel í fyrri hálfleik og maður skammaðist sín..í seinni kom einfaldlega liðið okkar sem við þekkjum út úr göngunum og ákvað að þetta væri komið gott.

      ég vona svo innilega að þeir hugsi svona í næsta á leik á móti sóðunum í manchester

      3
  6. ok hérna eru allir neikvæðir nú við áttum náttúrlega vinna leikinn 0 -10 en hvað gerðum það ekki auðvitað áttu ungu strákararnir leik lifsins hjá AV hvað áttum við mörg færi hvað varði þeirra markvörður mörg skot koma svo fólk þvílik neikvæðni auðvitað er maður svekktur undanfarna vikur sé bara siðasta leik sem vorum lélegir en ég er bara bjartsýnn allavega enginn af ykkur
    cheers Stefán

    12
    • Einmitt. Það er svo rosaleg neikvæðni að það mætti halda að flestir væru með sóttkví og með augun föst upp í enni.

      Mér fannst leikurinn bara fínn sigur og við erum ryðgaðir, eins og Klopp segir, en það er hann að vinna í núna.

      Höfum við einhverja ástæðu til að treysta Klopp ekki?

      7
  7. Merkilegt hvað dróg úr skrifum og skoðunum á leiknum eftir því sem mörkunum fjölgaði. Það er nefnilega svo auðvelt að vera fúll á móti og telja sig hafa lausn á öllum vandamálum og á sama tíma níða skóinn af öðrum. Ég eins og örugglega flestir hef ekkert verið upprifinn af spilamennsku okkar manna undanfarið en það er ekkert nýtt undir sólinni að stundum blási á móti. Ég trúi og vona að Klopp og hans menn komist aftur á skrið og skili bikar eða bikurum í hús á vormánuðum. Nú ef ekki þá yrði það ansi skítt en myndi samt ekki breyta minni trú á mitt lið. Liðið okkar er stútfullt af hæfileikum, við erum með frábæran stjóra og öll umgjörð eins og best verður á kosið. Njótum, þó svo að stundum blási á móti. Og eitt er víst að brekkan hefur oft verið brattari en hún er í dag.
    YNWA

    13
    • Sammála. Málið er bara að það þrífast svo margir á neikvæðninni og það er svakalega orkufrekt fyrirbæri. Ég held aldrei meira með liðinu mínu en þegar á móti blæs sbr. núna í þessu VAR-bulli og meiðslastóði.

      Styðjum Klopp og liðið okkar. Fögnum sigrum og stigum og njótum þess að eiga besta lið veraldar, sem keyrir núna um á malarvegi, en mun komast á beinu brautina aftur.

      Við höfum enga ástæðu til að trúa Klopp ekki!

      11
  8. Þessi sigur er ekkert til að státa sér af. Hvernig hefði þessi leikur farið ef aðal lið AV hefði spilað ?

    2
    • Gústi við tökum United sóðana í næsta leik ég ætla vera í happa sokkunum þá !

      4
  9. Sælir félagar

    Er það neikvæðni að vera alvarlega fúll út í spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. Er það neikvæðni að gera þá kröfu á leikmenn sem eiga að vera í heimsklassa geri betur en krakkar á aldrinum 16 ára til tvítugs. Haldið þið að Klopp hafi hneigt sig og beigt fyrir leikmönnum í leikhléinu. Haldið þið að Klopp hafi verið mjög jákvæður þegar hann spjallaði (sjálfsagt mjög mildilega) við leikmenn eftir fyrri hálfleikinn. Hvernig haldið þið að staðan hefði verið á móti aðalliði A. Villa eftir svona frammistöðu eins og liðið sýndi í fyrri hálfleik.

    Nei og aftur nei. Fyrir það fyrsta hefur Klopp verið trylltur og það hafa ekki verið nein blessunarorð sem hann hefur hellt yfir leikmenn enda ekki ástæða til. Seinni hálfleikinn unnu okkar menn svo 0 – 3 og hefðu getað unnið stærra ef því var að skipta. Frammistaðan í seinni hálfleik var góð en “nota bene” hún var eins og hægt er að ætlast til af heimsmeisturum á móti krökkum og ekkert betri en það. Hún var á pari við þær væntingar sem maður gerir til liðsins í svona leik en ekkert meira. Blaðrið svo bara um neikvæðni. Sama er mér.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Ef þú ert að vísa í mín orð þá taka þeir þau bara til sín sem telja sig falla þar undir 🙂 Það er ekkert að því að vera reiður, pirraður og fúll með spilamennskuna og Klopp er örugglega búin að vera brjálaður við okkar menn. Samt merkilegt hvað umræðan verður alltaf meiri, háværari og stóryrtari þegar á móti blæs. Og hetjur gærdagsins verða skúrkar dagsins í dag. En haltu áfram að vera duglegur að skrifa hér inn því þú ert skemmtilegur penni. Takk fyrir mig 🙂
      YNWA

      6
    • Sigkarl
      Það er bara þannig að sumir hérna inni meiga ekkert sjá sem er á neikvæðari nótum þaes við stuðningsmenn sem finnum til þegar illa gengur.

      Klopp eða hans menn lesa ekki kommentin hér á íslensku og munu aldrei gera en það er í lagi finnst mér að venta út bæði jákvæðu og neikvæðu þegar við á.

      Nei ég er sammála þér spilamennskan undanfarið hefur alls ekki heillað og það er í lagi að pústa út hér og ég ætla halda áfram að rita hér þó að það gæti farið fyrir brjóstið á eh pollýönum hér ég er praktískur í hugsun og hef yfirleitt verið ..og já þegar Liverpool á í hlut þá upplifi ég yfirleitt jákvæðar tilfinningar en síðustu vikur hafa verið erfiðar!

      Hef verið hérna inná kop frá því að þessi síða var stofnuð ekki alltaf ritað frekar lesið en alltaf gaman að hlusta á þig Sigkarl þú segir hlutina eins og þeir eru hverju sinni.

      YNWA

      4
  10. Það er nefnilega svo merkilegt að það er bara ekkert hægt að segja til um hvernig leikurinn hefði farið ef einhverjir aðrir hefðu spilað hann……..skrýtið!! Og svo það sé alveg á hreinu þá mega menn mín vegna alveg vera neikvæðir (er bara sjálfur drullu fúll með spilamennskuna þessa dagana) og því miður hafa undanfarnar leikir ekki boðið upp á annað. En það er eitt að vera smá fúll út í liðið sitt og þjálfara þegar boðið er upp á frekar andlausa spilamennsku eins og undanfarið. Eða á hinn veginn að hrauna yfir allt og alla og halda að öll viska heimsins komist fyrir í manns eigin kolli. Menn sem við hefjum upp til skýjanna þegar vel gengur eiga ekki skilið þá dómhörku sem þeim er sýnd þegar á móti blæs. Réttlát gagnrýni er af hinu góða en dómharka og gífuryrði skila ekki miklu. En annars bara góður og vonandi eigið þið góða helgi og gott ár framundan.
    YNWA

    11
    • Vel mælt.
      Er sammála þessu lýsingar hjá sumum eru klárlega ofauknar ég hef sjálfur verið pirraður og örugglega ritað eh hérna í tilfinningarússíbana eitthvað sem ég hefði betur orðað .en já þetta hafa verið erfiðar vikur hjá okkur sem elskum Liverpool.
      Vonandi eftir leikinn í gær munu þeir mæta United eins og þeir gerðu í seinni hálfleiknum.
      YNWA

      5
  11. Það er allavega ótrúlega jákvætt og hreinn unaður að sjá Thiago spila þennan leik. Þetta er allt svo fallegt og td sendingin inná shaqiri sem setur hann svo á salah sem skorar er geggjuð. Er búin að vera horfa á leikinn aftur sem eg geri aldrei en er að því núna og sé bara betur hversu góður þessi gæji er í fótbolta 🙂

    11
    • Geggjaður leikmaður Liverpool heppnir að fá hann svo eitt er víst.
      Myndi ekki verða fúll ef þeir færu á eftir Alaba næst : )

      10
  12. Já það varð mikil breyting á leik liðsins þegar nýr leikstjórnandi kom inn á og augljóst að Hendó er ekki í sama klassa og “ryðgaður” Thiago. Svo kom að því að unglingarnir sprungu á limminu og þá var þetta búið. Ég man varla eftir færi frá þeim í seinni hálfleik. En áfram gakk, þetta kláraðist og vonandi sjá þessir neikvæðu og hreinlega leiðinlegu stuðningsmenn sem skrifa of mikið hérna inni eitthvað smá ljós í lífinu. Minni á að Rhys er bara 19 ára, hann spilaði fyrir Kiddermeister Harrirers i fyrra í 6 deild … og hefði undir flestum kringumstæðum haldið aðeins upp stigann. Húna er hann kominn á topp stað með miðjumann við hlið sér sem er fáránleg góður hafsent … og ég vil minna ykkur á að hann stóð sig bara mjög vel á móti Spurs og Ajax. Hafið það hugfast. Þið höfðu ekki heldur hugmynd um Kelleher en hann hefur líka staðið sig vel og algjörlega búinn að ýta Adrian út. Þannig að áfram gakk, glasið á alltaf að vera hálf fult og stundu er gott að hafa í huga, ef þú hefur ekkert jákvætt eða uppbyggilegt að segja er gott að þegja … Liðið okkar er alls ekki fullkomið og tekur vond “run”. Þið verðið að sætta ykkur við það.

    YNWA

    11
  13. Þó það hafi ekki virkað í 90 mínútur í þessum leik, þá er komið ákveðið blueprint fyrir því hvernig lið geta sótt stig á móti Liverpool þessa dagana: bíða og keyra svo á Rhys Williams eða Nat Phillips. Rhys gerir margt ágætlega en hann er allt of hægur. Allir stunguboltar inn fyrir hann eru mjög líklegir til árangurs. Og Nat kallinn er líka með ákveðna kosti en snerpa og tækni eru ekki endilega á meðal þeirra. Á meðan framlínan er aðeins að ströggla við að klára færin, þá eru ágætis möguleiki að parkera rútunni og keyra svo á þessa tvo.
    Á meðan VVD og JG eru frá þá held ég að þetta verði svona og lykilatriði að liðið nái að skapa og klára fleiri færi en raun hefur verið að bera vitni. Innkoma Thiago lofar mjög góðu og vonandi helst hann heill. En þetta verður bara mjög erfitt þangað til það koma betri kostir í miðvarðarstöðurnar, það er bara þannig.

    3
  14. Takk fyrir þetta og fjörlegar umræður..
    …ég held að þessi leikur segi ekkert um stöðu liðsins
    …sigur er sigur hvernig sem hann kemur
    …leiðist ákaflega þessi umræða um lítið mikilvægi í ensku bikarkeppnunum, sérstaklega FA bikarinn. Virtist um tíma hafa smitað upp til stjórnenda. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst en í ár vill ég frekar að liðið okkar vinni FA bikarinn heldur en CL.
    …Henderson, þreyttur???
    …Gini, þreyttur og áhugalaus???
    …hvað er þetta með Keita???
    …góð innkoma Shagiri
    …Thiago að koma til eftir meiðsli
    Áfram svo Liverpool

    8
    • Peningalega þá alltaf CL en bikarinn má alveg fara að koma líka. Keyra á allar keppnir en auðvitað þarf að skipta út leikmönnum. Vil endilega fara alla leið í bikarnum núna enda virðumst við betri í minni hvíld á milli leikja. Eina góða við hvildina eru meiðslamálin.

      5
  15. Ég verð að særa einhverja hér og segja að við þurfum töluverða heppni til að sigra MU. Vörnin er ekki að fara að koma í veg fyrir að framlína þeirra skori 1 til 3 mörk. Getur framlínan okkar skorað fleiri? Já. En. Hvað hefur verið að gerast undanfarið? Og það er janúar……. (þrátt fyrir að missa engan, er janúar stimplaður klúður mánuður þangað til í fyrra en þá höfðum við vörn)

    1
  16. Uss, það verður Man Utd – Liverpool í 4. umferð í bikarnum!

    2
  17. Hverjum er City að borga undir borði? Fá undantekingalítið alltaf þægilegasta andstæðinginn.

    5
  18. Það verður geggjað að slá þá út úr keppninni í ár. Okkar markmenn þurfa að æfa sérstaklega vel að detta við öll tækifæri í teignum og hvert þeir skjóta í sínum vítum.

    1

Sterkt byrjunarlið gegn unglingum Villa

Gullkastið – United í deild og bikar