Ef það er einn kostur við leikjaálag er það að eftir vonbrigði er stutt í næsta leik. Álagið er reyndar búið að vera nokkuð mennskt þennan janúar fyrir Jurgen Klopp og lærisveina hans, þrír leikir komnir og þar af einn gegn barnaliði Aston Villa.
En við vitum öll hvernig gengið hefur verið, síðast þegar Liverpool vann deildarleik var fyrir jól á móti Crystal Palace. Meira en mánuður hefur liðið síðan og ekki laust fótboltaþunglyndi þegar maður hugsar til þess að það eru sextíu skot síðan Liverpool skoraði. En þegar flautan gellur á morgun Anfield skiptir engu hvernig síðust leikir hafa gengið. Það eina sem skiptir máli þá er að skora einu marki meira en Burnley, andstæðingunum að þessu sinni.
Andstæðingurinn og þjálfarinn.
Sean Dyche er yngsti gamaldags þjálfarinn í enska boltanum. Hann fæddist 1971 og er sá síðasti til að verða kennari í gamla enska skólanum sem Sam Allerdyce hefur alla tíð verið skólameistari í. Þið vitið hvaða skóla ég er að tala um: 4-4-2, ofurþétt vörn, langir boltar fram sem eiga helst að lenda á kollinum á hávöxnum framherja sem skallar niður á minni samherja sem skorar, allir leikmenn í stærðarflokki handbolta mann og magnafsláttur af gulum spjöldum.
Það er ekkert launungamál að þessi tegund fótbolta er ekki sú vinsælasta meðal hlutlausra og andstæðinga en eins og við þekkjum frá Íslenska landsliðinu er manni alveg sama þótt fótboltinn sé varnarsinnaður og jafnvel leiðinlegur ef árangur næst. Ég efa að mörgum stuðningsmönnum Burnley hafi dreymt um hálfan áratug (hingað til) í deild þeirra bestu þegar Dyche tók við (í b-deildinni) að þeir ættu framundan.Og þó. Burnley hefur unnið titilinn tvisvar, síðast á því herrans ári 1960.
Dyche hefur aldrei beðist afsökunar á boltanum sem hann lætur liðið spila. Hann trúir á klassíska enskan bolta og hefur meira að segja nokkrum sinnum tekið skammarpistla yfir blaðamönnum þegar þeir hafa ýjað að því að stíllinn hans sé gamaldags. Vandinn fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool að þetta er einmitt leikstíllinn sem við höfum átt í mestu basli með í fjölda ára. Þið megið búast við tíu Burnley mönnum inn í eigin teig oftar en einu sinni í þessum leik.
Manni finnst eins og Liverpool eigi alltaf í basli með Burnley. Samt er það þannig að Liverpool hefur ekki tapað nema einum af þeim tíu leikjum liðin hafa spilað síðan Burnley kom sér upp um deild, þess fyrir utan gert tvö jafntefli.
Það verður ekki af því skafið að Burnley hefur gengið hörmulega á þessu tímabili. Þeir voru í meiðslabasli í haust og nú, þegar einn leikur er eftir að fyrri umferðinni, eru þeir aðeins búnir að skora níu mörk. Aðeins tveimur liðum hefur mistekist að ná í tveggja stafa markatölu í fyrri umferðinni. Hinu sögulega Derby liði 2007-08 og Everton á því herrans tímabil 2005-06. Það magnaða er að þrátt fyrir þetta gengi í vetur eru Burnley ekki í fallsæti. Get líka bætt við að Burnley hefur unnið einn útileik á tímabilinu. Samt er þessi bévítans ónotatilfinning í manni…
Okkar menn
Það er búið að ræða og rita margt um gengi Liverpool í síðustu leikjum og ég ætla ekki að endurtaka það hér. Klopp veit að það eru vandamál, leikmenn vita það og við sófaspekingarnir vitum það. Ég hef stundum líkt þessu Liverpool liði við vel breyttan fjallajeppa sem allt fer og finnur alltaf lausnir saman hversu skemmdur hann. Svo virðist sem hann sé fastur í sprungu með ónýtt dekk. Ég trúi því samt að lausnirnar nálgist, hvort sem þær séu gott skítamix eða alvöru viðgerð.
En hvernig verður liðið. Aldrei þessu vant eru bara tvær, kannski þrjár stöður sem eru alveg augljósar. Alisson er auðvitað sjálfvalinn og Fabinho líka. Það er helst Robbo sem mér þykir alveg ljóst að byrji fyrir utan þessa tvo. Þess fyrir utan… hmmmm.
Það er vonandi búið að Hendo sé við hlið brassans knáa í vörnin. Burnley menn eru að meðaltali þó nokkrum tommum hærri en okkar menn svo að fá eitt skallaskrýmsli í vörnina er nauðsynlegt. Ég vona að Matip fái þennan (en hvíli svo gegn United) þó svo að Nat Philips sé líka lógískur kostur. Ég held að Trent hreinlega þurfi að fá tvo þrjá leiki í hvíld en ætla ekki að spá því. Maður veltir fyrir sér hvort hann sé ennþá að jafna sig á Covid (sama gildir um Salah) en Klopp hefur tröllatrú á að hann sé að detta í gang.
Þá er það miðjan. Þar vil ég einfaldlega sjá Hendo, Thiago og Gini. Kæmi samt ekkert á óvart ef Curtis Jones kæmi inn fyrir Gini, sem átti slappan leik gegn United á sunnudaginn og hlýtur að vera farinn að finna fyrir því hversu mikið hann hefur spilað í vetur.
Hverjir eiga svo að vera frammi. Ein af ráðgátunum síðustu vikur hefur verið hvers vegna Minamino hefur ekki fengið fleiri sénsa eftir að hann átti þátt í 7-0 sigrinum á Palace. Bobby hefur ekki verið að heilla í allt of langan tíma og ég vil að hann víki fyrir japananum í allavega einn leik. Að skipta út fleiri en honum úr fremstu línu væri líklega of mikið. Þannig að þetta verður svona:
Spá.
Er ég stressaður fyrir þessu? Já. Held ég að þetta verði ofboðslega skemmtilegur leikur: Nei. Trúi ég að við loksins hrökkvum í gang… Já. Þetta hefst held ég og við vinnum að lokum 3-1 sigur. Getið sett túkall á það, svo einfalt er það!
Það tók Fulham 5 mínútur að gera það sem við gátum ekki á móti man utd 🙁 vonandi bresta stíflur hjá okkur á morgun, ég á samt ekki von á því. Burnley spilar alveg eins og newcastle, wba fulham og brighton og eru á svipuðum slóðum og þessi lið í deildinni. Klopp er ekki með lausn á þessum varnarleik á móti okkur og við að skjóta púðurskotum. Ég spái þessu 1-1 og áfram heldur þessi slæmi kafli hjá okkur, en hann fer að taka enda, sérstaklega eftir að Henderson kemur aftur á miðjuna.
Sælir félagar
Liðið verður einfaldlega að sækja hraðar og vera ofar með með bakverðina,ógna af alvöru og hætta þessu helv . . . dútli framan við varnir andstæðinganna. Ég á að vísu ekki von á neinum breytingum á leik liðsins hvort sem einhverjar mannabreytingar verða eða ekki. Ég er orðinn dauðleiður á spilamennsku liðsins í nánast öllum leikjum í vetur ef undan eru skildir Arsenal, Leicester, Tottenham og C. Palace leikirnir. Sérstaklega þó leikirnir eftir C. Palace leikinn. Ég nenni ekki að spá neinu fyrir þennan leik.
Það er nú þannig
vinnum þetta stórt ef klopp hefur vit á því að bekkja firmino og setja einhvern annann þarna inn með salah og mane
Vara við ofurbjartsýni á stóran sigur í þessum leik en vænti þess að við skorum í þessum leik en vona að herr Klopp setji Hendó á miðjuna og annan unga miðvörðinn í vörnina gegn hávöxnum lurkum Burnley
Spái erfiðum leik en reikna með sigri en þetta verður væntanlega andskotanum erfiðara
Ég vil sjá Minamino í byrjunarliðinu vegna þess að hann getur tæplega leikið ver en Bobby hefur gert í síðustu leikjum. Þá vil ég sjá Salah fara að leika fyrir liðið en ekki bara sjálfan sig. Og að sjálfsögðu vil ég sjá Henderson á miðjunni. Það er glórulaust að hafa okkar bestu miðjumenn báða í miðverði. Svo vil ég sjá það sem hefur alveg vantað hjá Klopp og leikmönnum Liverpool að undanförnu, þ.e. LEIKGLEÐI !
Já þetta verður erfitt eins og alltaf þegar rútum er “parkerað” fyrir framan teig. Hvernig væri nú bara að vera djarfur í kvöld og setja inn þá miðverði sem til eru og spila Henderson, Fabinho og Thiago á miðjuna?!
Allavega mikil tilhlökkun í að fá að sjá okkar sterkustu miðju, hvenær svo sem það verður.
Strögl í kvöld, enginn markaleikur sem vonandi vinnst með eins og einu marki.
Tek undir það væri til í að sjá einn nokkuð venjulegan leik sleppa þessu Fabinho/Hendo rugli þarna aftast hefur ekki skilað neinu. Matip og N.phillips eða R.Williams og taka smá áhættu í þessum leik takk fyrir.
3 stig væru kærkomin !
Óttast það versta en vona það besta.
1-1 eða 2-1
Það væri skrýtið að henda Shaqiri út úr liðinu.
Vonast eftir Shaqiri áfram í byrjunarliði og vil skipta út Firmino fyrir Minamino. Mesta ógnin fram á við gegn MU var frá Shaqiri og Thiago. Firmino átti allt of margar feilsendingar og tapaða bolta og ætti að fara á bekkinn m.v. frammistöðuna undanfarið. Þá kemur hann án efa aftur sterkur inn áður en langt um líður.
Fabinho áfram í miðverði með Matip eða Phillips. Miðjan verður þá: Henderson – Thiago – Shaqiri. Fabinho hefur staðið sig frábærlega í miðverði og okkur vantar hann ekki á miðjuna eins og er. Óþörf áhætta líka að taka hann úr vörninni og reiða sig þá á Matip nýstiginn upp úr meiðslum með Phillips eða Williams sem vantar báða meiri leikæfingu.
Það er nauðsynlegt að hafa skapandi menn á miðjunni á móti svona varnarsinnuðu liði eins og Burnley og þetta er því besta mögulega byrjunarlið í leikinn á meðan Jota er meiddur. En það er auðvitað alls ekki víst að Klopp sé á sama máli.
?——————Alisson
Trent – Philips – Matip – Robertson
Thiago—–Fabinho —-Henderson
Shaqiri—— Salah——–Mane
Matip og Philips eru báðir góðir skallamenn og alvöru miðja.
Góð pæling
Burnley eru ekki góðir á móti topp 6. Það er opinberlega kíomin krísa ef ekki tekst að vinna þennan.
Byrjunarlið komið, Hendo eitthvað minniháttar meiddur.
3 breytingar, athyglisvert en eitthvað þarf að hrista upp í þessu.
Origi byrjar, ansi lang síðan hann skilaði góðum leik, vona það besta.
Verðum að toga okkur á fætur og fara að skila stigum í hús.