Liverpool 3 – West Ham 1 (Skýrsla uppfærð)

Lífið er bara betra þegar Liverpool er á sigurbraut. Svo einfalt er það. Okkar menn fóru í heimsókn til Lundúna fyrr í kvöld og sóttu þrjú stig til David Moyes og félaga. Annar sigurinn í höfuðborginni í röð, spurning hvort við viljum ekki bara vona að fleiri lið þaðan komi upp? Mörk Liverpool voru í dýrari kantinum en áður en við komum að þeim var eitthvað af fótbolta spilaður.

Fyrri hálfleikur

David Moyes er oft réttilega settur undir sama hatt og Allerdyce gengið en þar sem ég horfði á þennan hálfleik hugsaði ég að þetta væri líklega skemmtilegasta Moyes lið sem ég man eftir. Já þeir sátu til baka en það var ekki alveg sama „tíu manns inn í teig“ stemning og maður sér oft á móti Liverpool. Þó okkar menn væru miklu meira með boltann þá gáfu West Ham menn sér tíma þegar þeir náðu að sækja og spiluðu inn á milli bara ansi skemmtilega.

Nú þegar þetta hól er komið verður að segjast að þetta var einn leiðinlegur hálfleikur. Okkar menn sköpuðu sér þó nokkur hálffæri en ekkert sem maður gat pirrast út í sóknarmanninn fyrir að skora ekki. Það er deginum ljóasara hvílikur biti Thiago er. Ég er hreinlega ekki viss að við höfum átt skot eða skalla í fyrri hálfleik þar sem hann átti ekki annað hvort síðustu sendinguna fyrir eða í mesta lagi sendinguna þar á undan.

Það markverðasta sem gerðist í hálfleiknum var þegar West Ham náðu að pressa okkur niður í teig í kringum 25. mínútu. Að lokum náði Antonio fínu skotið á markið sem Alison var við að verja en sem betur fer skotinn knái tilbúin bakvið brassan og Andy Robertson skallaði frá.

Seinni hálfleikur

Okkar menn komu inn í seinni hálfleikinn af krafti og máttu heimamenn þakka fyrir góða varnarvinnu Cresswell sem kom líklega í veg fyrir að Salah skoraði ekki á fimmtugustu mínútu. Tíu mínútum seinna gerði Milner smá mistök í vörninni og Antonio átti fínt skot rétt fram hjá markinu.

Skömmu seinna var Milner tekin af velli og inn á kom Curtis Jones. James okkar virtist ekki allt of sáttur með þetta og stóð í smá stund og hrókaræddi eitthvað við Klopp… á meðan Curtis Jones skapaði fyrsta mark Liverpool í leiknum.

Jones vann boltann vinstra megin og hljóp hálf þvert á völlinn, gaf á vin sinn Trent sem sendi boltann til Shaqiri sem gaf hann á Jones. Curtis tók smá hugsun og sendi á Salah sem tók klassíska Salah markið, ein snerting til vinstri og beygði boltann í fjær hornið! Geggjað mark og Milner var sýndur skellihlæja með Jurgen Klopp. Það er komin aftur gleði í hennan hóp og því ber að fagna.

Þó þetta mark hafi verið flott var næsta mark í annari deild. Moyes gerði skiptingar og sóknarþungi West Ham jókst til muna. Þeir unnu hornspyrnu á 66. Mínútu sem Andy Robertson skallaði frá (fyrsta snerting) og Trent náði boltanum. Hann tók boltan (snerting tvö, þrjú og fjögur) og þrumaði út á Shaqiri hinum megin á vellinum og 40 metrum framar. Svisslendingurinn leyfði boltanum að skoppa og sendi inn í teig í fyrsta (snerting fimm) þar sem Salah steindrap hann (snerting sex) og lagði fram hjá markmanninum (sjöunda snertingin og nei ég er ekki að fara að endurtaka þetta fyrir þriðja markið). Ótrúleg skyndisókn, frá því að hornið var tekið liðu og þangað til boltinn lak inn hinum megin liðu fjórtan sekúndur!

Eftir þetta byrjaði leikurinn að fjara út. Okkar menn héldu boltanum vel og sendu sín á milli. Bobby kom inn á ásamt Chamberlain og West Ham virtist hafa takmarkaða trú á að þeir gætu gert þetta að leik. Ég veit ekki hversu oft okkar menn sendu boltann á milli sín fyrir þriðja markið, en ég myndi giska í kringum fimmtíu sinnum. Hann bara tikkaði manna á milli þangað til að varnarmenn West Ham voru orðnir vel ruglaðir í rýminu. Chamberlain sendi hælsendingu á Firmino inn í teig, hann hefði alveg mátt skjóta en kaus frekar að gefa á dauðafríian Gini Wijnaldum sem þakkaði pent fyrir sig með marki og Van Dikj fagninu. Leik lokið og eini vondi punkturinn kom á loka andartökum leiksins þegar annar góður Nat Philibs misreiknaði skalla eftir horn West Ham. Hann rétt missti af boltanum og Dawson minnkaði muninn. En það skipti engu máli, þrjú stig í höfn.

Góður dagur.

Það væri einfaldast að gefa Sala þetta því hann skoraði tvö mörk en ég ætla að lýta fram hjá markaskorun og gefa Thiago titilinn í dag. Hann er að koma með gjörsamlega nýja vídd inn í þetta lið og ekki síðan Suarez var hjá liðinu hef ég jafn oft sagt: Hvernig datt manninnum þetta í hug? Munurinn reyndar að hjá Thiago segir maður þetta eftir einhverja ruglaða sendingu ekki eftir ruglað mark.

Vondur dagur.

Æi. Divock minn. Þú ert svo mikill meistari en þetta er bara ekki að ganga. Hann var langt því frá að vera lélegur en hann passar bara ekki inn í leikstíl liðsins og ansi margt sem hann reynir er of metnaðarfullt fyrir hann.

Umræðupunktar eftir leik.

  • Hendo er nú orðin fjórði leikjahæsti leikmaður Liverpool síðan Úrvalsdeildin var stofnuð. Það er bara fáranlegt hvað hann er að leysa miðvörðinn vel. Nat var mjög góður í dag fyrir utan þetta klúður í dag.
  • Salah er bara í alvörunni vanmetinn leikmaður. Þvílík mörk í dag.
  • Curtis Jones var með geggjaða innkomu og maður á bara alveg eins von á að hann verði með fast sæti í byrjunarliðinu von bráðar.
  • Toppurinn á deildinni er farinn að skilja sig hratt frá restinni. West Ham eru eftir þetta tap í fimmta með 35 stig, okkar menn komnir með fjögurra stiga forystu þar. Við erum ekki nema fjórum stigum á eftir City og eigum þá að viku liðinni… en þeir eiga þennan bevítans leik til góða.

Næst á dagskrá

Brighton á fimmtudag. Sýnd veiði en ekki gefin. Þegar þessi orð eru skrifuð eru Suðurstrandarstrákarnir nefnilega að vinna Tottenham.

31 Comments

  1. Allt flott við þennan leik og góð 6 stig í höfn eftir þessa heimsókn til London síðustu daga.

    Okkar menn á bak við tjöldin halda áfram að koma á óvart – hver er Ben Davies hjá Preston??

    3
    • Liverpool have approached Preston about Ben Davies as they look to find a solution for their central defensive crisis.

      4
  2. Sjitthvað bæði mörk 2 og 3 voru ógeðslega sexý. Ég ætla að velja mark þrjú. Ég sá bara strax í hvað stefndi í uppbyggingunni að það myndi enda með marki, annað yrði bara höfuðsynd ef geggjað samspil manna á milli.

    5
    • Sexýið er komið aftur! Handboltahraðupphlaupin með Benny Hill tónlistinni! Við erum hættulegastir þegar við fáum horn á okkur. Þetta eru meistarnir frá LIVERPOOL!

      12
  3. Gríðarlega sterk og góð frammistaða liðsins í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þessi mörk sem við skoruðum voru algjört konfekt. Eina sem var að þessu var að við náðum ekki að halda hreinu en 3 stig skipta öllu máli. Philips fínn í vörninni ásamt Henderson en Salah frábær sem og Shaqiri og Thiago, hann er töframaður á boltanum.
    Gríðarlega sáttur en Origi er ekki að finna sig kallinn, Minamino mætti alveg fara að fá mínútur. Gaman að spila í London. Magnað

    9
  4. Frábær sigur Phillips mjög góður ásamt Henderson ….Salah minn maður leiksins skoraði 2 frábær mörk og var sívinnandi allan leikinn…

    9
  5. Er ekki orðið fullreynt með Origi? Mikið væri nú gaman ef Keita karlinn væri í lagi og svo mætti alveg gefa Minamino tækifæri í svona leik.

    2
  6. Nú þarf bara hamra þetta það sem efttir er tímabils.
    Frábær leikur og Moss bara ok ekkert hægt að væla mikið yfir honum.

    YNWA.

    4
  7. Þessi sigur var hreint út sagt magnaður og ég get ekki beðið eftir bjartari tóni í hlaðvarpinu i morgon!

    Við virðumst vera að finna taktinn aftur en við megum líka þakka Moeys fyrir að leggja ekki rútunni algjörlega, svona eins og sumir virðast gera.

    Svo virðist sem Ben Davies sé að koma. Er einmitt búinn að vera mjög spenntur fyrir honum um árabil. Hef ekki hugmynd um hver þetta er en hann er hraður, heimamaður, vinstri fótar og tikkar í boxin! Eina sem ég gæti séð er að hann er bara 181cm á hæð. Okkur vantar meiri hæð í boxin okkar en þau fara að koma á næstuni, vonandi.

    Áfram svona!

    12
  8. Hreint út sagt frábært, 6 stiga vika með markatöluna 6-2. Allir týndu synirnir eru komnir heim í heiðardalinn og voila, allir meðlimir Liverpoolfjölskyldunar sælir og ánægðir.

    YNWA

    9
  9. Sæl og blessuð.

    Usss hvað þessir post-christmas tímar eru okkur erfiðir. Alveg með hreinum ólíkindum hvað liðið hefur verið stirt og höktandi fyrstu vikurnar eftir jól. Í síðustu leikjum hafa leikmenn sýnt sitt rétta andlit.

    Salah geggjaður og hvað er með þennan Philips – af hverju hefur hann ekki verið fastamaður í vörninni. Hendo alltaf geggjaður og takk fyrir mig.

    5
  10. Mér var hreinlega misboðið að sjá Origi í byrjunarliði og fyrri hálfleikur var virkilega bragðdaufur, en seinni hálfleikur var virkilega skemmtilegur og árangursríkar skiptingar – Tveir sannfærandi sigrar í röð !

    9
  11. 2 milljónir punda fyrir Ben Davies. Hvar ertu Shkodran Mustafi þegar maður þarf á þér að halda?

    3
    • Allavega, bjóðum hann velkominn. Félagsskiptanefndin okkar hefur svosem sýnt að þetta eru menn sem vita hvað þeir eru að gera.

      Vissulega vonaðist maður eftir hærra skrifuðum leikmanni.

      2
    • Varðandi þennan Ben D þá er hann með 72 í rating en einn af betri mönnum leiksins hjá okkur í kvöld Nathan P er með 68 þannig ég veit ekki ?

  12. Vil aðeins taka upp hanskann fyrir Nat Phillips í markinu sem West Ham skoraði. Andy var fyrstur í boltann og virðist hafa snert hann örlítið, nóg til að trufla skallann hjá Nat. Sést í lokin hér:

    https://streamable.com/drj4yx

    12
    • Þarna sér maður líka að Uxinn stoppar til að horfa á boltann og gleymir manninum sínum sem fær síðan boltann einn á auðum sjó í miðjum teignum, en skiptir engu máli, 3 stig í hús 🙂

      3
    • Sammál Robertson virðist nà smà snertingu á boltan sem var nóg til að trufla Nat.

  13. Alisson, Robbo og Milner: Allir á pari.

    TAA: önnur fín frammistaða. Vonandi að hann sé að rífa sig upp úr lægðinni.

    Philips: Solid í dag og ljósið í miðvarðarmyrkrinu. Maður hefur ekki verið viss hvort hann hafi gæðin í að mæta liðum úr hæsta klassa, en hann er amk nógu góður til að halda Spurs og West Ham niðri.

    Hendó: Maður getur varla gefið honum nægt kredit fyrir hvernig hann hefur staðið sig í miðverðinum. Ómetanlegur leikmaður.

    Thiago. Ekki eins brilliant og gegn Spurs en engu að síður góður og kemur með nýja vídd í miðjuspilið. Baráttan í honum kemur skemmtilega á óvart, já og líka það að hann mun harðari en ég bjóst við.

    Gini: Eftir langa lægð átti hann frábæran leik.

    Jones: Fín innkoma eftir nokkra dapra leiki sem hann reyndi að klappa boltanum og snúast í hringi með hann, virðist Jones aftur orðinn beinskeyttur.

    Salah: Kóngurinn

    Shaq: Þótti hann í meðallagi en lyfti frammistöðu sinni talsvert upp með síðustu snertingu sinni í leiknum.

    Origi: Þetta er því miður löngu fullreynt.

    Bobby: Flott innkoma.

    2
    • Þessi langa lægð hjá Gini, nær hún yfir leikinn við Spurs í síðustu viku að þínu mati?

      4
      • Sammála veit ekki hvaða löngu lægð maðurinn er að tala um kanski er hann að tala um gini í tónik eða gini í greap ?

        YNWA

        3
  14. Væri ekki betra að reyna Kelleher frammi frekar en Origi? Hann var senter þegar hann var yngri.

    Amk. er engin ástæða til að vera bæði með Adrían og hann á bekknum sem varamarkmenn.

    1
  15. “Sammála veit ekki hvaða löngu lægð maðurinn er að tala um kanski er hann að tala um gini í tónik eða gini í greap ?”

    15.1.1
    Ertu sammála hverjum? Sammála spurningu 15.1?

    Vissulega eðlilegt að fólk upplifi tíma misjafnlega, 27. des til 25. janúar er að einhverra mati stuttur tími.

    1
    • Veit bara ekki hvað lægð hann á að hafa verið í , annað var bara smá lélegt grín með tónik og graep.

      YNWA

  16. Leiðist þetta einelti á Origi. Hann hefur mjög lítið fengið að spila og frammistaðan litast væntanlega af því að hluta. Var bara þokkalegur í þessum leik. Gleymi honum og Trent Alexander gegn Barcelona aldrei. Stórmeistarataktar Salah og frábær frammistaða Thiago, Wijnaldum og Shaqiri gerðu mér þennan leik eftirminnilegri en aðra á þessu tímabili. Takk fyrir Liverpool!

    5
  17. Seinni hálfleikurinn í leiknum í gær var með því betra sem sést hefur til Liverpool frá því í fyrra. Mörkin hreint augnakonfekt. Ætla ekki að gerast svo djarfur að segja að þarna hafi Herr Klopp fundið miðvarðaparið sem hann á að byggja á til vors þar sem að mjög ólíklegt er að Hendó og Nat haldist báðir heilir miðað við söguna en…… er á meðan er. Geggjuð mörk hjá Salah sem nýtur þess að vera aðalmaðurinn og kannski spurning hvort þríeykið þarna fremst Mane, Firmino og Salah sé kannski ekki besti kosturinn saman. Fannst litla orkusprengjan hann ShaQ og Thiago vera að vinna mjög vel saman og vonandi munum við sjá okkar ástsæla lið spila á svipuðum hraða og getu það sem eftir lifir móts. Gini var flottur og spurning hvort við höfum hreinlega efni á að sleppa honum ? Aumingja Origi er ágætur í fótbolta en virðist vanta sjálfstraustið sem er hverjum framherja nauðsynlegt. Spurning hvort hans tími er liðinn og hvort ekki væri rétt að reyna að selja hann og leyfa Minamino að fá þessar mínutur sem Origi er að fá en hvað veit ég svo sem ?

    2
    • Svo sammála varðandi Origi. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem er ótrúlega neikvætt. Origi er mjög ólíkur Salah bara sem dæmi og það getur verið mjög gott að hafa slíkan kost í stöðunni. Við þurfum fleiri mörk úr sköllum og skotum utan af teig. Ég er t.d. alltaf að bíða eftir því að Shaq komi með bombu með vinstri fæti sínum.

      1
  18. Sammála Sverri H menn verða að fara að einbeita sér að einhverju öðru en níða Origi hann spilaði fínan leik tengdi mjög vel við spilið ágætis pressa hjá honum og var alltaf að

    1

Byrjunarliðið gegn West Ham: Origi og Shaqiri byrja.

Gluggavaktin á kop.is