01:00 Minamino farinn til Southampton á láni
Jújú, það náðist að klára lánsdílinn þannig að það má reikna með að Minamino kallinn fái loksins einhverjar mínútur í deildinni. Liverpool vildi bara lána en ekki setja inn neina söluklásúlu, svo Klopp virðist ekki vera búinn að gefast alveg upp á Taki okkar. Vonum að hann nái vopnum sínum á suðurströndinni.
22:50 Minamino díllinn líklega að klárast
Glugginn lokar vissulega núna kl. 23:00, en það er víst búið að senda inn beiðni um frest fram til klukkan 1 í nótt til að klára dílinn um að lána Minamino til Southampton. Lítur út fyrir að það sé að klárast.
22:25 Matip frá út leiktíðina
Okkur mátti svosem gruna að Matip yrði lengi frá, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool er búið að tilkynna tvo nýja miðverði í dag, en Klopp staðfesti núna rétt í þessu að Matip spili ekki meira á leiktíðinni. Þetta eru að sjálfsögðu ömurlegar fréttir enda Matip frábær miðvörður þegar hann er heill, en því miður er það bara allt of sjaldan sem hann helst heill, hvað þá í marga leiki í röð. Okkur fannst Lovren vera meiðslagjarn en jesús minn hvað Matip er að toppa það.
Þetta eru semsagt þriðju “season-ending” meiðslim hjá miðverði Liverpool á þessari leiktíð. Slíkt gerist hvergi annars staðar en hjá okkar ástkæra klúbbi.
22:00 Kabak er staðfestur!
Liverpool er nú búið að staðfesta að Ozan Kabak hafi gengið frá lánssamningi við félagið út leiktíðina en Liverpool á rétt á að kaupa hann á átján milljónir punda í sumar.
Þessi tvítugi tyrkneski miðvörður mun klæðast treyju númer 19. Hann kemur með mjög góð meðmæli frá mönnum sem Klopp þekkir vel til og segist hann vera mjög spenntur fyrir að vinna með þessum efnilega leikmanni.
Ólíkt Davies þá er ólíklegt að Kabak verði til taks á miðvikudaginn þegar Liverpool mætir Brighton en mögulega verður hann í hópnum þegar Liverpool fær Man City í heimsókn um helgina.
Tvær áhugaverðir miðverðir komnir í dag og kosta félagið í raun bara klink. Það má þræta fyrir að þetta hefði átt að gerast fyrr en engu að síður þá brást félagið vel við þessari stöðu sem þeir voru komnir í og næla í tvo leikmenn sem vonandi munu geta spilað hlutverk í að vinna titla fyrir Liverpool á leiktíðinni.
21:30 Minamino á leið á lán?
Svo virðist sem Minamino gæti verið á útleið á láni, en Saints hafa áhuga á að fá kappann á láni. Kæmi ekkert svakalega á óvart, miðað við hve fáar mínútur hann hefur fengið á síðustu vikum. Sjáum til hvort þetta gengur í gegn fyrir gluggalokun.
20:00 Ben Davies er staðfestur!
Nú rétt í þessu var Liverpool að staðfesta kaup sín á miðverðinum Ben Davies sem kemur á tæplega tvær milljónir punda frá Preston North End. Það vill svo skemmtilega til að hann er ein af fyrirmyndum Rhys Williams, en hann greindi frá því í viðtali við Neil Jones fyrr á leiktíðinni. Hann fær því tækifæri til að vinna með hetjunni sinni.
Hann er örfætur miðvörður sem tikkar í mörg mikilvæg box sem miðvörður Liverpool þarf að gera en þessi 25 ára leikmaður kemur með mjög góð meðmæli úr Championship deildinni. Hann var hársbreidd frá því að fara til Celtic og Burnley hafði sýnt honum áhuga svo hann var á leiðinni á stærra svið en tók heldur stærra skref en margir hefðu búist við.
Vonandi kemur hann vel inn í þetta lið og verður flott viðbót í leikmannahópinn. Hann tekur treyju númer 28 og skrifar undir langtímasamning við Liverpool.
?? Welcome to the Reds, Ben Davies.
— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2021
17:10 fyrstu staðfestu kaupin!
Ekki fyrstu staðfestu kaupin sem maður reiknaði með að sjá í dag en bjóðum þennan velkominn til leiks. Hann er nú einn af 200 markvörðum í unglingaliðum Liverpool þessa stundina!
Liverpool have completed the signing of 19-year-old goalkeeper Liam Hughes from Celtic. One for the U23 setup.#LFC pic.twitter.com/BEGM2FgZEc
— Neil Jones (@neiljonesgoal) February 1, 2021
17:00 Kabak að detta í hús!
Ozan Kabak er hársbreidd frá því að vera tilkynntur sem leikmaður Liverpool miðað við það sem heyrist frá Liverpool tengdum blaðamönnum og kollegum þeirra í Þýskalandi. Hann á að hafa staðist læknisskoðun, kvatt liðsfélaga sína og starfsfólk Schalke til að leggja lokahönd á það að klára félagsskipti sín til Liverpool.
Ekki opinberlega staðfest enn þá en má segja að það sé óopinberlega staðfest.
16:24 – Hver er David Carmo
Í gegnum daginn hefur nýtt nafnið dottið inn og þar er verið að velta því upp að Portúgalinn David Carmo hjá Braga sé möguleiki ef að annað hvort Kabak eða Davies detta úr skaftinu. Um er að ræða strák með afskaplega svipaðan bakgrunn og hinir tveir, 21s árs strákur sem er á fyrsta ári sínu með Braga. Hávaxinn hafsent, grjótharður með fína statistík þegar kemur að þáttum sem LFC horfir til varðandi tæknilega kunnáttu. Dálítið langskot en Óli Haukur hefur sent inn tillögu til höfundaréttar að laginu hans, textinn er þessi með samnefndri laglínu: Carmo Carmo Carmo Carmochameleon.
Hann er frumlegur hann Óli Haukur – og svo ratar hann alveg út sjálfur bara!!!
15:55 – Kabak nálgast
Það virðist vera orðið nær óhjákvæmilegt að Ozan Kabak verði leikmaður Liverpool á næstu tímum. Schalke og Arsenal virðast vera að komast að samkomulagi um félagsskipti Mustafi til þýska liðsins. Það ætti að þýða að Liverpool fái tækifærið á að klára samninga við Kabak sem kemur þá á láni með möguleika á kaupum í sumar en hann hefur eins og áður hefur komið fram verið í læknisskoðun í Þýskalandi í dag.
14:10 – Fáir virðast á útleið
Svona ef við skoðum útidyrnar í dag þá voru alls konar pælingar búnar að vera í gangi og enn slúður svosem en ekkert sem festir á tönn. Þó virðist klárt að Sepp fari til Preston á lán sem hluti af Davies dílnum en önnur möguleg útlán virðast vera í skoðun. Helst er þar rætt um Ben Woodburn en líka hefur farið í gang saga um að Adrian megi fara í dag ef hann fær lið og ef að tveir hafsentar komi þá muni Rhys Williams verða lánaður í Championship deildina, Bristol City rætt þar.
Annars er bara beðið læknisfrétta, Ben Davies er víst kominn í sína á Merseyside og Kabak er enn í sinni í Þýskalandi.
11:15 – Kabak í læknisskoðun?
Myndband af Ozan Kabak hitta læknateymi Schalke var að birtast á netinu rétt í þessu. Hugsanlega gæti það þýtt að hann sé á leið í læknisskoðun en vegna tímaskorts þá þyrfti hann að fara í hana í Þýskalandi en ekki á Englandi.
Just in: Ozan Kabak is meeting with the Schalke medical staff right now. Possible that he’s undergoing his medical check with @LFC in these moments. As reported: he would have to do it in Germany due to time pressure #DeadlineDay @Sky_Dirk @Sky_Marc pic.twitter.com/OTgUYP9ABW
— Max Bielefeld (@Sky_MaxB) February 1, 2021
11:15 – Slúður
Franski miðlar virðast staðfastir á því að Caleta-Car muni ekki fá að koma til Liverpool í dag og þá hafa Liverpool pennarnir og þýski miðlar greint frá því að Ozan Kabak sé annað nafn á blaðinu sem Liverpool hefur skrifað upp. Liðið er sagt í viðræðum við Schalke um kaup eða lán með kauprétti á þessum unga miðverði en líkt og með Caleta-Car þá virðist það fara eftir því að Schalke geti fengið leikmann inn í staðinn.
9:35 – Slúður
Eitt sem kom upp í gær var að Liverpool væri að skoða króatíska hafsentinn og landsliðsmannin Duje Caleta Car. BBC var að koma með augljósasta brandara sögunnar um þá slúðurpælingu:
Að brandaranum slepptum þá er það þannig að umræðan er að við höfum fylgst með þessum strák um nokkurt skeið, hann er fæddur 1996 og lék með Salzburg frá 18 – 22ja ára aldurs áður en hann flutti sig til Marseille þar sem hann hefur verið lykilmaður í því liði frá 2018. Þessi kappi lék m.a. við Ísland í 2-1 sigri Króata á HM. Spennandi slúður og tikkar í mörg box…sjáum til!
8:00 – Þráður í gang
Aldrei þessu vant þá ætlum við að hafa hér gluggaþráð í gangi enda ljóst miðað við umræður um helgina að það fréttir af okkar klúbb í gegnum daginn.
Stóra kjaftasagan þennan morguninn varð hávær í gær, en hún er um að við séum búnir að klára kaup á Ben nokkrum Davies frá Preston NE fyrir 2 milljónir punda auk þess að lána þeim Sepp van den Berg út árið. Allir heitustu Poolpennarnir voru með þetta í gær þannig að nú er bara beðið læknisheimsóknar þess stráks og þá hendum við meiru inn um hann.
Við munum láta heyra í okkur í gegnum daginn um leið og eitthvað gerist, nýjustu fréttir alltaf efst í þræðinuma.
Það er semsagt F5-dagur í dag og við lok hans er svo podcast á leiðinni!
F5 (bara að hita upp takkann….)
Ég þarf að sækja F5 takkan niður í geymslu, tók hann af eftir að Klopp kom til Liverpool.
F5-dagurinn! hahahhahah… Það er alltaf stórkostlegt þegar nýrði eru fundin upp og meðtekin af almenningi.
Vonandi fáum við einn í viðbót í dag/kvöld og vonandi getum við líka losað eitthvað um í pyngjunni.
Líst vel á Davies, ekki bara útaf ég á það til að kaupa mér hann í fm heldur vegna þess að þar erum við að fá örvfættan nagla sem á víst að búa yfir ágætum hraða og vera nokkuð lúnkinn með boltann. Hann nottla kostar sama og ekkert og við getum víst samkvæmt Mellor alltaf losað okkur við hann fyrir amk 10mp. Hef séð qoute frá fyrrum liðsfélugum að hann hatar gjörsamlega að tapa og ef hann þarf að fórna andliti fyrir bolta þá gerir hann það..
Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýnn um að þarna sé kominn bargain kaup og maður sem á eftir að skila sínu með prýði og jafnvel næla sér í næsta timabil sem 4ði kostur en fyrir öllu þá hleypi hann Fab/Hendo aftur uppá miðju.
Velkominn Ben og gangi þér vel.
Það er náttlega galin staða á markaðnum þegar öll lönd eru annað hvort lokuð út af Covd … að reyna að fá liðsauka. Þá er annað hvort að taka svona díla eins og þetta með Davies eða fá einhverja sem hafa ekkert spilað eins og Diop eða Mustafi, … það er varla að nokkurt lið fari að láta okkur fá alvöru talent. Og svo les maður að Diop eigi að fara kosta 20 til 30 milljónir punda og hann kemst ekki í West Ham liðið 🙂 Verðum að trúa á Phillips bara í bli … og Davies 🙂
Sky sport að droppa þessu núna.
Væri alveg til í að fá þennan líka en finnst þetta ákaflega ólíklegt.
LIVERPOOL IN KABAK RACE
Liverpool are in a race against time to agree a deal with Schalke for their central defender Ozan Kabak.
Preparations are underway for the 20-year-old to undergo a medical in Germany today, if a deal can be agreed.
The deal remains complicated, with the Bundesliga club unwilling to let Kabak leave without first signing a replacement – and the deadline for signings in Germany is 5pm (GMT).
We understand Kabak’s replacement has been identified. However, there are no guarantees that part of the puzzle will be concluded in time.
We understand the deal Liverpool are working on is a loan with an option to buy the player in the summer. Liverpool will pay a loan fee of around £2.5m. Kabak was on Liverpool’s radar in the summer and is a long-term target of the club’s recruitment team.
Schalke paid £13m for him in 2019 and he is contracted to the Bundesliga club until 2024.
Vonandi náum við öðrum miðverði í kvöld!
https://www.thisisanfield.com/2021/02/liverpool-attempting-to-sign-two-centre-backs-on-transfer-deadline-day/
David Carmo á stand by ef samningar nást ekkki um Kabak?
Schalke bíða eftir svari frá Mustafi.
Ef allt siglir í strand gæti Mustafi til Liverpool verið síðasti kostur.
Hvað hafsent vilja menn helst fá ?
Orðrómur um að Mustafi sé búinn að semja við Schalke.
Ozan Kabak á leiðinni …
Schalke vildu ákvæði um að LFC yrðu að kaupa Kabak í sumar á ákveðna upphæð.
Edwards sagður hafa þvingað því í gegn að LFC ráði hvort þeir kaupi hann eða ekki.
Þvílíkur snillingur þessi maður ef satt reynist.
Díses, þessi “Eitthvað er að gerast….” gaur er mér mjög erfiður 🙂
F5 fer á overtime 🙂
Davies er víst líka fær um að spila vinstri bakvörð. Kæmi mér ekki á óvart ef það sé jafnmikil ástæða til að kaupa hann og sérstaklega ef annar miðvörður/Kabak er að koma líka. Kostas hefur varla snert bolta og ekki verið sannfærandi. Robertson verður að fara að fá hvíld og Millie er eiginlega ekki lengur með hraðann+hlaupagetuna sem þarf í vinstri bakvörð í heilan leik.
Það væri eftir öllu ef Edwards kemur með A glugga á lokadeginum eftir allt. Verst að hann er ekki líka physio.
Það er talað um að þetta sé “done deal” Kabak sé búinn að standast læknisskoðun í Þýskalandi og Mustafi sé búinn að ná samkomulagi við Arsenal um að rifta samningi hans við þá. Ef svo er þá er þetta bara fínn gluggi þó svo ég hefði alveg viljað kaupa varnarmenn í byrjun janúar frekar. Nú er bara að vona að Klopp geri báða þessa leikmenn að klassa varnarmönnum. Fínn gluggi.
Ég er bara svo feginn að Mustafi sé ekki að fara að spila fyrir Liverpool eins einhverjar fregnir hermdu um tíma ?
Ég er rosalega smeykur um að meiðsli Fabinho séu verri en gefið hefur verið upp, allt í einu á lokadeginum er rokið til og keyptir 2 miðverðir.
Vona það besta
Semsagt þetta virðist frágengið. Staðfesting væntanleg fljótlega
@JamesPearceLFC
#LFC will pay a loan fee of £1m for Kabak with a potential £500,000 bonus to follow linked to appearances. The option to buy in the summer is £18m plus add-ons. Doesn’t need to be activated until June.
Ég er rosalega ánægður með það að við virðumst vera að kaupa tvo miðverði!
Ég er farinn að halda að Edwards sé löngu týndur bróðir Rey Palpatine. Amk. er mátturinn sterkur í honum.
* Kaupir Ben Davies fyrir eiginlega ekkert og fær að borga seinna. Þarf bara að leyfa honum að æfa með Klopp í nokkra daga og setur hann svo í sölugluggann í vor og fær 5x hagnað. Bónus: ef hann er góður í fótbolta þá fá kannski miðjumennirnir aftur að spila á miðjunni.
* Fær að prufukeyra Kabak fyrir 1000 kall og ef hann er góður þá getur hann keypt hann á spottprís næsta sumar þegar fjárhagsvandræðin vegna covid verða skýrari. Gæti þess vegna endað með því að selja Kabak aftur á góðum hagnaði ef Virgil og Joe koma aftur góðir eftir EM og aðrir betri miðverðir á lausu. Bónus: ef hann er þokkalega góður í fótbolta þá ætti hann að hjálpa svo að miðjumennirnir geti farið að spila á miðjunni
Mátturinn og dýrðin hvað þetta gætu endað sem góðir dílar og geta aldrei orðið slæmir dílar því við erum varla að borga nokkuð fyrir þessa tvo.
Sé það hér og þar á netinu að Kabak er talinn eiga við skapsmuna-vandamál að stríða. Bad attitude, dirty player oþh. Vona að Klopp og vinnusálfræðingarnir nái að rétta fleyið og finna hæfileikana.
Bara pirraður að spila með Schalke í neðsta sætinu held ég : D
Skv. David Wagner, sem við vitum að er mikill vinur Klopp’s, þurfum við ekki að hafa áhyggjur af lundarfarinu.
@JamesPearceLFC
Full story on Ozan Kabak’s loan move to #LFC. Jurgen Klopp got a glowing recommendation from David Wagner, who managed him at Schalke. ‘Try before you buy’ for the Reds, who successfully negotiated an option rather than an obligation to make it permanent.
Ég las það reyndar á kop.is (áður en við fórum aftur að vinna titla) að okkur vantaði dirty leikmenn til að geta unnið titla. Mögulega saknaði skríbentinn Suarez.
En í öllu falli er farið að birta aftur til… 6 stig af 6 möguleigum í síðustu tveimur leikjum og leikmenn að bætast í hópinn.
Þurfum að hafa einhverja dirty á Neverton ! Taka eins og einn markmann úr umferð í seinni leiknum nei ég segi bara svona.
YNWA
Haha, satt segirðu! Mín vegna mætti Kaban troða dálítið hraustlega á löppinni á Pickford ef færi gefst…
Skil þínar hugsanir og þín skrif enda er fátt skemmtilegra en að sjá þennan markmann fá mörk á sig. Vona svo innilega að neverton hrynji niður töfluna.
Algjörlega sammála. Það vantar enforcer í liðið a la Souness og Tommy Smith
Sannast sagna veit ég ekkert um Kabak eða Davis, eiginlega eins og með hann Robbo okkar þegar hann kom, treysti bara mér vitrari mönnum sem hafa þessa hluti að atvinnu:), alla vega við fyrstu sýn þá er það einmitt það sem þeir eru að gera svo listavel.
YNWA
Af þeim sem hafa spilað 5+ leiki i deildinni er kabak með lægstu meðal einkunina.
Þetta lookar eins og góð panic buy
Klúbburinn okkar er örugglega búinn að skáta þessa stráka í langan tíma og við höfum keypt demanta óþekkta leikmenn í áraraðir meira þó áður fyrr. Kannski hefur Kabak eitthvað óorð á sér enn við þurfum líka jaxla þetta hefst með réttri blöndu. Davies er örugglega stolið gaur enda búinn að vera fastamaður hjá North End í nokkur ár. Allavega styrkir þetta hópinn til muna.
.
Má vel vera að við séum búnir að skoða kabak lengi, en skrítin tímasetning til að kaupa hann þegar hann er buinn að vera i tómu veseni i vetur, eða reyndar lán.
Ungu mennirnir okkar eru vissulega óreyndir, en eru championship leikmenn skárri kostur?
Ben davies er 25 ára, það er einhver ástæða fyrir þvi að hann se enþa i preston 25 ára
Þvert á móti, þessi tímasetning er fullkomin. Hann var sjálfsagt ódýrari núna vegna afleits gengis Schalke að undanförnu.
Keyptum Robertson frá Hull sem var fallið.
Henderson kom á sínum tíma úr lélegu liði Sunderland
Winjaldum var fengin frá Newcastle sem var fallið líka ..ekki leit það neitt sérstaklega út heldur.
Firmino kom frá Hoffenheim.
Fengum Mané/Lovren/Lallana og VVD frá Southampton (sem eru að vísu bara fanta góðir í dag)
Ég geri mér grein fyrir því að þessi lið eru sum ?betri en Preston en engu að síður voru flest þessi lið meira og minna í championship deildini eða voru fallinn og á leið þangað.
Þannig þetta er ekki hvaða þeir koma heldur að kaupa réttu leikmennina og Klopp hefur nú sannarlega sýnt að hann býr til stórstjörnur í gegn um tíðina..einmitt hafa dýr kaup uppá síðkastið hjá okkur verið að faila frekar en hitt bendi á kaupin á Minamino og Keita miklir peningar og engin gæði í samanburði.
Ég ætla allavega að trúa því að þetta styrki liðið og vona það okkur klárlega veitir ekki af !
YNWA
Eins og flestir hérna líklegast þá hef ég aldrei séð hvoruga þessara kappa spila fótbolta. En Kabak hefur verið orðaður áður við Liverpool og því líklegt að hann sé
þekkt stærð og ekki beint panik kaup. En auðvitað eru samt öll kaup sem gerð eru á lokadegi janúar gluggans ákveðin panik kaup.
En það er frábært að fá fleiri kosti í miðvarðar stöðurnar.
Mikið er ég nú þakklátur að það séu tveir miðverðir að koma til okkar. Gat ekki annað verið en eitthvað myndi gerast. Er mjög þakklátur að þeir séu þá tveir en ekki bara þessi eini frá Preston.
Búið að staðfesta Davis.
YouTube lýgur ekki…Ozan er geggjaður ! Nei, nei, slökum aðeins. Samt sem áður er hann ungur og spennandi, 21 árs í mars, er í tyrkneska landsliðinu og vonandi færir hann leik sitt upp á annað stig og lærir af meistara Klopp og öðrum frábærum miðvörðum eins og Fabinho, Hendo og Philips.
Benni kallinn fær tækifæri lífs síns og er eins og einhver sagði mögulega líka varaskeifa fyrir Robbo.
Frábært! Eru þá FSG-mótbárumennirnir búnir að gefast upp?
ég hef svosem ekki við FSG mótbárumaður, en nú staðan verið þannig að allir 3 miðverðirnir sem við hófum tímabilið með eru frá í lengri tíma. Gomez og MAtrip frá út leiktíðina og VVD mun mögulega ná síðustu leikjumum.
Að bíða fram á lokadag gluggans og kaupa miðvörðu á 1,5 milljón pund frá Preston og taka tvítugan strák að láni dugar líklega ekki til FSG fái efasemdarmenn á sitt band.
Fjárhagslega líta þessir dílar vel út en það hefði verið meira statement að fá reyndari og hærra skrifaðan varnarmann strax í upphafi gluggans.
Ef ekki væri fyrir meiðsli Matip og Fabinho, ásamt ósannfærandi frammistöðu Rhys Williams efast ég um að FSG hefði gert nokkuð.
úff ef maður pikkar á snjallsíma er betra að lesa yfir áður en ýtt er á POST COMMNET. Man það næst
Elegant, lítur út fyrir að Fab. og Hendó geti farið að snúa von bráðar aftur til fyrri starfa, á miðjuni.
YNWA
Ég ætla samt að segja það: Hendó er rugl góður miðvörður!
Einmitt, eins og Millie sagði við hann ,,passaðu þig Hendo, ef þú spilar svona í miðverðinum þá verður þú þar næstu árin”.
Minamino á leiðinni á lán til Southampton?
Kabak kominn. æj ég skrifaði þetta aftur á bak Kabak kominn staðfest.
Drengur..þú skrifaðir það aftur afturábak. Vanda sig.
Sjá Kop-arar einhverja augljósa skýringu á því hvers vegna Minamino er lánaður?
Eru við bara ekki með marga miðjumenn, sem berjast um 3 sæti í byrjunarliðinu ? Getum við ekki frekar lánað Keita 😉 Við erum með Jones, Gini,Ox, Thiago, Hendo, Fabino,Milner, Shaqiri, er ég ekki að gleyma einhverjum ?
Mér finnst svo stutt síðan Minamino var keyptur. Þá voru allir þessir menn þegar á svæðinu. Botna þetta ekki alveg.
Borgar þetta ekki nokkurn veginn fyrir það sem Edwards þurfti að punga út núna? Og svo er líka mjög sniðugt að fá mínútur á hann því að þá er auðveldara að selja hann í sumar.
Frábært að Kabak er sterkur í loftinu, það hefur okkur vantað að undanförnu!
Matip er sem sagt meiddur út tímabilið!
https://www.thisisanfield.com/2021/02/joel-matip-set-to-miss-rest-of-the-season-with-ankle-ligament-injury/
Frábært að fá 2 miðverði inn í dag, það er þó ljóst að þeir spila hvorugir leikinn í vikunni þar sem að skráninginn var í hádeginu í dag.
En mögulega verður annar þeirra í vörninni á móti City um helgina.
@JamesPearceLFC
·
2m
Deal sheet submitted for Takumi Minamino. All set to join Southampton on loan for the rest of the season. #LFC
Það hefði verið skemmtilegt að fá Danny Ings í hina áttina.
Viðurkennt skal að mér finnst deildin skemmtilegri nú en í fyrra. Það má þakka okkar ástkæra Liverpool. Þó var ég svona yfir mig sæll í fyrra. Tækifærin sem koma með nýjum leikmönnum eru æsispennandi. Vertu nú duglegur að rótera Herr Klopp og gefðu okkur skemmtilega og fjölbreytta .sóknarleiki.
Fínar fréttir af leikmannakaupum í ljósi tíðinda dagsins. Þessar fréttir af Matip eru hreint út sagt skelfilegar.
Sé samt þessa nýju leikmenn ekki skáka Hendo, Fabinho og Nat Philips svo glatt úr liðinu og á meðan Wijnaldum og Tiago eru heilir myndi ég alltaf byrja með Hendo og Fab í vörninni með Nat Philips sem backup. Sérstaklega eftir frammistöðuna í síðustu leikjum.
Gleymum svo ekki að Liverpool er eitt af 3 bestu fótboltaliðum í heimi og það er stórt stökk að fara úr Championship eða neðsta liði í Bundesligunni í þannig lið.
Sjáum samt til. Manni líður a.m.k. betur með að það hafi verið keyptir tveir miðverðir í glugganum.
Áfram Liverpool!