Liverpool 0-1 Brighton

Liverpool tapaði enn einum leiknum á alltof skömmum tíma og í annað skiptið á Anfield og í þetta skiptið var það gegn Brighton. Alisson var veikur, Mane og Fabinho meiddir og svo allt annað ofan á það.

Ég nenni í sjálfu sér ekki að fjalla um þennan leik og finn bara enga hvöt eða vilja í að sitja hérna seint á virku kvöldi að skrifa ítarlega lýsingu á leik þar sem pretty much ekkert sem við höfum ekki verið að sjá undanfarnar vikur var á boðstólnum.

Liveprool stjórnaði ferðinni, var með boltann nær allan leikinn, leitaði út á vænginn til að krossa eða þræða boltann í gegnum nálarauga í gegnum miðjan völlinn og allt það. Ekkert gekk. Salah fær dauðafæri á fyrstu andartökum leiksins eftir geggjaðan bolta frá Henderson yfir vörn Brighton. That was about it. Nær engin skot á markið. Þið ættuð að þekkja þetta.

Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja eða hvernig manni á að líða í tengslum við þetta lið, þessa leiktíð og þetta form. Er ég reiður? Nei, ég get ekki sagt það. Er ég sár? Nei eða jú, kannski. Er ég svekktur? Já, alveg rosalega. Er ég skilningsríkur á hvað gæti verið að spila inn í eða er ég að reyna að blekkja mig með einhverjum afsökunum á þessu öllu? Já, alveg 100%.

Það er enginn sem getur í fúlustu alvöru haldið því fram að árangur liðsins hingað til og það sem hefur verið að gerast megi ekki reka að miklu leiti til allra þessara meiðsla, veikinda og brottfalla lykilmanna liðsins. Ekkert lið í heiminum held ég að myndi höndla það eitthvað mikið betur að missa svona marga lykilmenn og þurfa að troða eins mörgum hringlaga kubbum í kassalaga form. Kannski er til eitthvað gáfulegra orðatiltæki svona á íslensku en fuck it. Þetta spilar sinn part og hefur sinn áhrif á leik liðsins, það er bara þannig.

Hins vegar það sem stingur og svíður hvað mest er að þetta sést bara alltof mikið á liðinu og leikmönnum þess sem eru að spila. Það sem einkenndi liðið undanfarin ár – öll þessi barátta, töffaraskapur og allt það er bara orðið alltof dauft. Við sjáum brot af því hér og þar og sjáum þá að það eru augljós gæði í þessu liði og þessum hópi sem ég held að sé alveg 100% enn sá besti í deildinni ásamt Man City. Því miður þá virðist þessi neisti bara ekki kvikna nægilega oft og í ákveðnum leikjum og aðstæðum til að það skili sér í betri árangri.

Mér finnst alveg margt sem við erum að sjá sem minnir mig á það sem var gjarnan talað um að væri að hrjá Man City í fyrra sem hrundu frá því sem þeir höfðu gert í tvö eða þrjú ár fyrir það. Kannski er Liverpool að ganga í gegnum svipað og það í bland við öll þessi meiðsli. Ég yrði í raun ekki hissa ef það er partur af því. Það er eflaust erfitt að þurfa að gíra sig upp í 38-63 “úrslitaleiki” á hverri leiktíð í tvö heil tímabil. Þar sem gjörsamlega allt þarf að vera fullkomið annars færðu bara ekki neitt. Það virtist rosa mikið vera málið hjá Man City í fyrra og þeir þurftu greinilega bara að núllstilla sig, þeir bæta ekki miklu við sig á milli leiktíða en eru allt annað lið í vetur. Ég get alveg séð fyrir mér að Liverpool muni vera líkara liðinu í fyrra en í ár eftir þessa leiktíð. Kannski er þetta bara reality check og blaut tuska í andlitið.

Kannski þurfti líka bara að gera miklu meira við hópinn í fyrrasumar en var hægt að gera. Ansi margir þeirra sem þurfa að spila marga leiki og mínútur þessa dagana hafa verið í söluglugganum í eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár og eru kannski orðnir útrunnin vara í þessu liði. Það getur líka verið fullkomlega eðlilegt.

Ég get nöldrað og tuðað um eitthvað svona endalaust svo einhvers staðar mun ég þurfa að setja punktinn við þetta og er þetta eflaust alveg eins fínn staður til þess og hver annar. Ástandið er ekki gott en þetta lið á að vera alveg nógu gott til að klára tímabilið með sæmd og sjá svo bara hvar það stendur uppi í lokin. Meira fer maður ekki fram á akkúratt núna, titilbaráttan virðist hafa farið fyrir nokkrum vikum og kannski endanlega í þessari viku en það er nóg eftir af leiktíðinni til að vonandi gera gott úr henni. Í versta falli enda þægilga í 2.sætinu og ekki of langt á eftir Man City og gera alvöru atlögu að Meistaradeildinni. Rífa hausinn úr rassgatinu, berjast fyrir málstaðinn og sýna meiri gæði og lífsmark en við höfum séð undanfarið. Mér finnst maður ekki vera að biðja um mikið og vonandi munu þeir skila þessu verkefni nógu vel af sér. Ég nenni ekki meira svona. Það getur alveg verið í lagi og skiljanlegt að lið tapi stigum á svona leiktíð en ekki svona takk.

Góða nótt!

30 Comments

  1. Sælir félagar

    Lið sem s pilar eins og Liverpool leikmenn spiluðu í kvöld á ekkert skilið nema skömmina. Lið sem er að berjast í neðri hluta deildarinnar var betra á öllum sviðum leiksins. Enginn leikmaður á skilið að fá yfir 5 í þessum leik nema markmaðurinn. Hann gat ekkert gert í markinu sem afar slakur varnarleikur TAA á sök á. Hann skilur sóknarmann eftir algerlega frían og vörnin lufsaðist ekki til að verjast þverskallanum sem skoppaði í markið algerlega óverjandi fyrir Kellaher.

    Frammistaða leikmanna annara en markmannsins var í bezta falli slök og í versta falli skelfileg. Ekkert afsakar svona spilamennsku – ekkert. Hugmyndaleysið, hægar og fyrirsjáanlegar sóknir, endalausar þversendingar og lufsugangur á öllum sviðum íþróttarinnar. Klopp hafði engin svör og leikmenn virtust ekki fá neinar leiðbeiningar um hvernig væri hugsanlegt að brjóta andtæðinginn á bak aftur. Ömurleg frammistaða í einu orði sagt.

    Baráttu Liverpool við M. City um meistaratitilinn er lokið. Eina liðið sem virðist veita þeim samkeppni er MU eins og það er nú ánægjulegt. Svona frammistaða býður ekki uppá neitt ekki einu sinni baráttu um meistaradeildar sæti. Hún býður bara uppá miðjumoð og leiðindi fyrir stuðningsmenn og alla sem áhuga hafa á gengi liðsins. Það er alveg skelfilegt fyrir okkur sem brennum fyrir þessu liði

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  2. Ég er ekki svo viss um Liverpool endi fyrir ofan Man Utd þetta tímabilið. Þetta er orðið að keppni um meistaradeildarsæti núna. Kunnuleg staða.

    6
  3. Við getum gleymt þessum titli í vetur. Það er eitthvað meira í gangi bakvið tjöldin enn við vitum af. Plús það eftir 3 rosaleg tímabil þá hlaut að koma að down season. Við vorum virkilega spoiled frá 2017 fram að Covid. Liverpool liðið undanfarið hefur ekki allveg verið að finna sinn takt og fynnst mönnum það skrýtið? ég held að fá lið myndu lifa það af að missa alla 3 hafsentana sína og samt ná að halda sér svona lengi í toppbaráttunni eins og við höfum gert undanfarið. Eina krafan sem ég geri núna til liðsins er að ná í meistaradeildarsæti því við eigum ekkert erindi í verja titilinn miðað við frammistöðurnar síðustu vikur!

    8
  4. Sæl öll,
    hroðalegur leikur og að mínu viti fór titilbráttan í hundana í kvöld, við verjum ekki titilinn!?!
    Sko… jafnvel þegar Jota er heill, þá er bara of mikið getubil á fyrstu fjórum og þegar blessaður Origi kemur inn á. Þetta þarf að laga í sumar og fá inn almennilegt “aðhald” sem svo sannarleg sannaði gildi sitt með kaupunum á Jota, breidd er nauðsynleg. Sá langi tími sem líður á milli þess sem liðið sýnir sitt “rétta” andlit, gefur mér tilefni til að draga þá ályktun að leikmennirnir eru einfaldlega sprungnir. Hvað hafa fremstu þrír spilað marga leiki í heildina (félags-, og landslið) síðustu þrjú-fjögur tímabil? Þjálfarateymið hefur ekki enn fundið svar við þéttum pakka sem bara býður okkur velkomna upp að D-boga en læsir þar og lokar svæðum. Í kvöld fannst mér við spila, að einhverskonar eðlilegri getu, fyrstu 20min í seinni hálfleik. Fram að því og eftir það vorum við lítið, í raun, ógnandi. Tökum ekkert af Brighton, þeir settu leikinn upp frábærlega fyrir sitt lið og unnu vel með sína styrkleika. Hverjum í þjálfarateymi Liverpool datt í hug að reyna háar fyrirgjafir gegn þessum þremur turnur aftast og fékk það í gegn? Galin ákvörðun og það var aumkunarvert að horfa upp á þetta sem og hornspyrnurnar. Það er lítil sem engin ógn af miðjunni þar sem fáir virðist mega skjóta fyrir utan teig. Má ekki bara prufa setja Trent á miðjuna og negla nokkrum á rammann. Ég er mjög pirraður yfir þessu gengi og ég bara verð að bæta einu við. Hvers vegna í ósköpunum var Adrian að fá leiki í haust þegar Kelleher var á svæðinu? Sá enginn að hann hentar Liverpool ljósárum betur!
    Ef þessir varnarmenn sem keyptir voru á síðustu stundu gera ekki eitthvað kraftaverk, óttast ég að framundan sé enn dýpri öldudalur. Í mínum huga getum við gleymt Meistaradeildinni og verðum að einbeita okkur að halda okkur í topp fjórum!!

    7
  5. Ok, lægsta punkti var náð með tapinu gegn Burnley á Anfield. Það var í þeim leik sem við duttum út úr titilbaráttunni. Ekki einu sinni þessi ömurlegi leikur kemst í hálfkvist við þann glæp gegn öllu því sem fótboltaáhugamenn halda heilagt, en þessi leikur kemst samt helv. nálægt.

    Ég tel að rót vandans sé ekki að finna í sóknarmönnum í óstuði eða áfalla í vörninni (gerum samt ekki lítið úr þeim áföllum), heldur er það miðjan sem er ónýt. Segjum sem svo að við gætum stillt upp okkar “sterkustu” miðju, Hendo, Fab, Gini, þá er þetta orðin alger iðnaðarmiðja þar sem ekkert skapandi kemur út úr. Ekkert betra ef Ox eða Millie er blandað í kokteilinn.

    Liverpool vélin virkaði þegar bakverðirnir gátu bombað fram Viðbragð andstæðinganna við bakvörðunum okkar – þrengja að þeim og stoppa alla umferð upp kantana – ætti að þýða massíf tækifæri fyrir skapandi leikmenn upp miðjuna, en það er bara alls ekki að gerast. Ég held að okkar menn hafi séð þetta og viðbrögð þeirra hafi átt að byrja með Thiago, en hann er too-little-too-late. Miðjan þarfnast algerar umbreytingar þar sem aðeins Fab og Jones eiga að vera eftir. Hendo og Thiago eru fínir, en komast fljótlega á aldur og geta ekki verið máttarstólpar til framtíðar. Það þarf amk. 2-3 vel spilandi nýja leikmenn inn í þetta mix.

    Þangað til, förum bara aftur til bar slagsmálanna 2017 þar sem við gátum fengið oft á kjaftinn og reynum bara að ná fleiri höggum á andstæðinginn.

    5
  6. Alltaf þarf endurnýjun til að halda neistanum lifandi. Við vorum heppin í fyrra en óheppin núna. Heilög þrenning fremst held ég að hafi verið ofnotuð. Smærri spámenn hafi líka fengið of lítil tækifæri. Meiðslin hafa átt sinn þátt í ofnotkuninni á Firmino, Mané og Salah. Vona að Wijnaldum verði í liðinu áfram. Tel hann einn af okkar bestu og geti vaxið mikið ennþá. Líst ágætlega á síðustu kaup og trúi því að liðið geti risið upp á leikjum sem eftir eru. Áfram Liverpool.

    3
  7. Jurgen Klopp er mjög svo óstöðugur þessa dagana blessaður karlinn og eitthvað svo ráðalaus með þetta jó jó lið í höndunum. Það vantar svo oft leikgleði og það er eitthvað sem segir mér að mórallinn í liðinu sé einfaldlega slæmur. Liverpool þarf virkilega að taka sig á til að halda sér í meistaradeildarsæti.

    11
  8. Hundfúl niðurstaða en ég hef fulla trú á að við náum að rífa okkur í gang. Við höfum sýnt að við getum vel hrokkið í þriðja og fjórða gírinn en á meðan við erum í fyrsta og öðrum þá vinnum við ekki rassgat.

    5
  9. Ég held að það sé verið að spara fyrir Mbappe þess vegna er verið að versla ódýrt og að sjálfsögðu hefur Covid líka með kaup að gera það er óvíssu tíð. Er ekki á því að við séum út úr titilbaráttu fyrr en eftir ManC leikinn um helgina.

    YNWA.

  10. Sæl og blessuð

    Þetta ástand á ekki að koma á óvart. Með Hendó í vörninni og Fabhinho á sjúkrabekk þá fá bakverðirnir ekki sama svigrúm og þeir höfðu þegar þeir voru með bónvélina á hundrað á miðjunni og dekkuðu öll svæðin bak við þá. Með Virgil, Gomez og Matip á hækjum er ekkert bakbein í liðinu og engin kjölfesta. Það er ekki hægt að halda hreinu leikjum saman og við erum ekki lengur með alvöru ógn í föstum leikatriðum.

    Þegar þetta er ekki til staðar er ekki við neinu að búast. Það er ekki flóknara.

    Þá er þetta þurrkatímabil mannlaust á áhorfendabekkjum og þá munar nú lítið um heimavöllinn. Engin furða að hann skuli ekki vera það virki sem áður var.

    Við púlarar trúum á kraftaverk – en þau koma ekki eftir pöntunum. Staðan er einfaldlega óbærileg hvað þessi mál öll varðar.

    Nú er bara að þreyja þorrann og góuna og stefna að því að vera með heilan hóp næst þegar á reynir

    12
  11. Eigum við ekki anda aðeins með nefinu og horfa ískalt á hlutina.

    Ég fullyrði það að ekkert lið í Englandi og þá meina ég EKKERT gæti barist um titilinn með svona laskað lið eins og við erum með. Þetta tímabil er auðvitað algerlega fáránlegt hvað meiðslavandræði varðar. Las einhvers staðar að við hljótum að hafa gert samning við djöfulinn þegar við tryggðum okkur titilinn á síðasta tímabili.

    Er fyrir mitt leiti löngu búinn að afskrifa okkur hvað titilinn varðar en við eigum mjög góðan möguleika á að ná meistaradeildarsæti því það er nákvæmlega ekkert að frétta af liðunum í 4. – 10. sæti. Fáum vonandi Mane, Keita og Jota inn fljótlega og þá förum við vonandi að hala aftur inn stigum.

    24
  12. Það bætir hlutina ekki neitt að rífast og skammast yfir þessu. Miklu nær er að senda góða og uppbyggilega strauma yfir á Anfield. Tap er staðreynd og verður bara að hugsa strax til næstu leikja. Vissulega er mörg umhugsunarefni…
    …meiðslahörmungarnar farnar að narta heldur betur í hælana
    …árangur gegn liðum í neðri hlutanum 11 4 4 3 20-10 16 stig.
    …árangur gegn liðum í efri hlutanum 11 7 3 1 23-15 24 stig
    …það virðist vera erfitt að fá upp rétta stemmingu gegn ,,lakari” liðum
    …miðað við þetta ætti að vera auðvelt að ná upp stemmingu og baráttu gegn MC
    …Hendo og/eða Fabhino er saknað af miðjusvæðinu
    …upp og niður leikir framherjanna okkar
    …Origi?????
    …greinileg þreyta hjá Róbertsson
    …taugarnar hjá Klopp
    …hvar er Keita??
    Áfram svo Liverpool og aldrei sem nú

  13. Það bætir hlutina ekki neitt að rífast og skammast yfir þessu. Miklu nær er að senda góða og uppbyggilega strauma yfir á Anfield. Tap er staðreynd og verður bara að hugsa strax til næstu leikja. Vissulega er mörg umhugsunarefni…
    …meiðslahörmungarnar farnar að narta heldur betur í hælana
    …árangur gegn liðum í neðri hlutanum 11 4 4 3 20-10 16 stig.
    …árangur gegn liðum í efri hlutanum 11 7 3 1 23-15 24 stig
    …það virðist vera erfitt að fá upp rétta stemmingu gegn ,,lakari” liðum
    …miðað við þetta ætti að vera auðvelt að ná upp stemmingu og baráttu gegn MC
    …Hendo og/eða Fabhino er saknað af miðjusvæðinu
    …upp og niður leikir framherjanna okkar
    …Origi?????
    …greinileg þreyta hjá Róbertsson
    …taugarnar hjá Klopp
    …hvar er Keita??
    Áfram svo Liverpool og aldrei sem nú

  14. Það bætir hlutina ekki neitt að rífast og skammast yfir þessu. Miklu nær er að senda góða og uppbyggilega strauma yfir á Anfield. Tap er staðreynd og verður bara að hugsa strax til næstu leikja. Vissulega er mörg umhugsunarefni…
    …meiðslahörmungarnar farnar að narta heldur betur í hælana
    …árangur gegn liðum í neðri hlutanum 11 4 4 3 20-10 16 stig.
    …árangur gegn liðum í efri hlutanum 11 7 3 1 23-15 24 stig
    …það virðist vera erfitt að fá upp rétta stemmingu gegn ,,lakari” liðum
    …miðað við þetta ætti að vera auðvelt að ná upp stemmingu og baráttu gegn MC
    …Hendo og/eða Fabhino er saknað af miðjusvæðinu
    …upp og niður leikir framherjanna okkar
    …Origi?????
    …greinileg þreyta hjá Róbertsson
    …taugarnar hjá Klopp
    …hvar er Keita??
    Áfram svo Liverpool og aldrei sem nú

  15. Fínn pistill hjá Ólafi Hauki sem og athugsemdir Eiríks hér í þræðinum á undan. Báðir segja það sem við öll hugsum þessa dagana.

    Klopp sagði í viðtali að ein af ástæðunum fyrir láni Minamino til Southampton er að Japaninn er ekki nóg hár í loftinu! Þá væntanlega meina að hann sé ekki nógu góður fyrir alla krossana sem núna eru sendir þvers og kruss á alla turnana hjá Burnley og Brighton! Hverjir eiga að taka við þeim þar? Ef það er Origi sem á að taka við þeim, hvar er hann?? Ef hann er inn á vellinum hvar er hann þegar á reynir?? Já já hann var réttur maður á réttum stað á móti Barcelona og Everton en það var þá! Origi er því miður allt, allt, allt of hægur, engin pressa frá honum, engin hraði, engin ógn. Sorry Origi, vona að þú sofir vel!

    Stór mistök að mínu mati að lána Minamino í þessu árferði sem nú er og óskiljanlegt að hann skuli ekki fá tækifæri á meðan okkar helstu menn eru á meiðslalistanum. Mino með hraða, endalaust úthald og allt sem ofangreindur O hefur ekki. Hvað voru margir varnarmenn á bekknum í gær? Hvað voru margir “game changer” á bekknum í gær? Ekki Origi! Ekki ryðgaður Ox! Ekki Jones – kannski seinna!

    Nei, að mínu mati þá kom stór leki að Liverpool skútunni í leiknum á móti Everton fyrr í vetur sem ekki hefur ennþá tekist að plástra fyrir. Plástur aftast opnar fyrir leka á miðjunni og þegar ennþá er verið að ausa til að halda skútunni á floti, þá skortir alla orku til að halda henni á siglingu!

    6
    • ps þakka Gullkast félögum og kop.is fyrir góða sálfræðiþjónustu á þessum síðustu og verstu! :O)

  16. Það sauð á mér eftir leik.Vantaði öll gæði í flest sem gert var.
    En, eins svakalega svekkjandi og þetta er búið að vera undanfarið er samt í raun ótrúlegt að liðið sé á þeim stað sem það í raun er. Höfum engan rétt á að ætlast til þess að liðið sé í titilbaráttu eftir allt sem gengið hefur á. Vonandi ná nýju mennirnir að létta á pressunni og að við fáum miðjumennina okkar aftur.

    1
  17. Hvað varð um þá taktík að blása bara til bullandi sóknar gegn hvaða liði sem er og hafa engar áhyggjur af því hvort við fengjum mark eða mörk á okkur við skoruðum bara alltaf fleiri ? Hendó er flottur fótboltamaður en hann er ekki miðvörður og verður aldrei, hann á að vera á miðjunni og hvergi annarsstaðar og ég segi það sama um Fabinho. Hendum nýju mönnunum í vörnina í bland með Nat Phillips og leyfum þeim að herðast upp í sínu hlutverki þó það kosti mörk. Skapandi miðjumenn munu alltaf nýtast okkur betur á miðjunni en sem uppfylling í vörninni. Er ég einn um það að sakna Coutinho núna til að brjóta upp einhæfan sóknarleikinn sem virðist ganga út á það eitt að rekja helv. tuðruna inn í markið. Undantekningarnar voru siðustu tveir leikir sem reyndar voru gegn liðum sem reyna að spila fótbolta. En kannski eigum við bara einn tapleik eftir á tímabilinu um næstu helgi og svo kemur betri tíð með blóm í haga ? En hvað veit ég svo sem

    8
    • Sammála. Sakna Coutinho…….hann gat allvega skotið á markið utan teigs og oft skorað. Sé engan gera það íliðinu í dag sem er stór furðulegt. Það er erfit að skora mark “ALLTAF” frá marklínu ef svo má segja. Ótrúlegt að sjá skotin utan teigs fara ýmist langt yfir eða langt framhjá. Með öllu óskiljanlegt.

      6
  18. Origi kemur inn á völlin…..Hey guys, whats up ? lets chill man….I am dead tired, where is my beer ?
    Give me a brake I need some rest !

    3
  19. Heilir og sælir félagar Böddi Red hérnar!
    Hlutirnir eru einfaldlega ekki að ganga upp þar sem dómaraveldið á Englandi er á móti okkur!!! Ef við hefðum fengið sömu meðferð og Man Utd þessi ár sem herra Ferguson var við stjórn, þá værum við sigursælasta lið Englands en ekki þeir!! ég fullyrði það…. Hlutirnir eru bara ekki að falla með okkur, þeir falla allir á móti okkur og það er vegna dómgæslunar!

    YNWA – Böddi Red

    1
  20. Comon gays, bæði Manchester liðið eiga eftir að spila við Brighton. Fult af leikjum eftir. Höfuðið upp frá bringu og horfið til himins.

    2
    • Nei, finnum frekar allt það neikvæða. Málum skrattann á vegginn og heimtum að skipta öllu út, eigendum, þjálfurum, leikmönnum og grasinu! 🙂

      Hlakka til þegar við verðum ekki með 7-9 sterka leikmenn meidda!

      6
      • Svavar er einhver að heimta þetta??? Það hefir þá farið algerlega framhjá mér.

        3
  21. Takk fyrir pistilinn Ólafur, skil vel letina við að skrifa pistil eftir svona leik.

    Þetta tímabil hefur þróast yfir í niðursveiflutímabil frábærs liðs (af mörgum ástæðum samantvinnuðum,. sjá fjölmargar athugasemdir hér og þar undanfarna daga).
    Í mínum huga er málið að halda haus og vona að t.d. Man City lendi í slæmu tímabili og við náum þeim mögulega aftur. Ég hef hingað til ekki haft áhyggjur af t.d. manutd, en sigur þess á Southampton gæti fært þeim óþarfa og óverðskuldað sjálfstraust. Við verðum að lenda ofar en þeir.
    Við getum alveg náð góðu rönni góðra úrslita sem draga okkur aftur í titilbaráttu. Mér finnst þetta samt stefna í að við séum mögulega komnir í baráttu um meistaradeildarsæti, því miður, en hver veit.
    Mikilvægast er samt að út tímabilið mæti liðið alltaf rétt upp stillt (eins og hægt er) og gírað í sigur – sem það var ekki á móti Brighton.

    3
  22. Skarl og allir hinir sem eru ótrúlega fljótir að gleyma hvað þetta lið hefur gert síðustu ár. Má benda ykkur á það að þessir leikmenn eru mannlegir ekki vélar. Mótlæti virkar misjafnlega á menn og þessi meiðsli eru bara að hafa gríðarlega mikil áhrif á andlegu hliðina. Allir í kringum liðið hafa aldrei upplifað annað eins og það er ekki til einhver formúla sem lætur liðið spila í þeim gæðaflokki sem það var í þegar það vann bikarana stóru. Liðið getur ekki varist eins vel, ekki sótt eins hratt og ekki sótt á eins mörgum leikmönnum þegar vantar í hryggjarsúluna. Liðið fékk Tiago, Jota og vinstri bakvörðinn sem , já hvar er hann ?
    Þetta átti að vera nóg en guð almáttugur, þessi meiðsli hafa bara dregið úr liðinu mikinn mátt. Covid ofaná það, tómur Anfield. Við værum ekkert í þessari stöðu ef allt væri eðlilegt. Afhverju þá þetta kvart og kvein. Við gjörsamlega stútuðum þessari deild í fyrra og værum með 6-8 stiga forustu ef allir væru heilir.

    4

Liðið gegn Brighton – enginn Alisson

Upphitun: Manchester City mæta á Anfield