Upphitun: Manchester City mæta á Anfield

Eftir falska dögun með góð úrslit gegn Tottenham og West Ham voru við degnir aftur á jörðina með mjög slökum leik gegn Brighton í vikunni. Nú er hinsvegar komið að Manchester City, leikur milli liðanna sem hafa endurskilgreint toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum. Allt í einu voru einstaka jafntefli orðinn að martröð og hvert stig skipti öllu máli. Leikir liðanna hafa því verið hápunktur tímabilsins á undanförnum árum.

Andstæðingurinn

City hófu tímabilið í ár svipað og í fyrra, voru frekar óstöðugir. Þeir töpuðu illa gegn Leicester og misstu nokkra leiki í jafntefli og áttu erfitt með að skora sjálfir en þegar fór að nálgast jólatörnina kviknaði á City vélinni og þeir hafa unnið alla sína leiki síðan þeir gerðu 1-1 jafntefli við West Brom þann 15. desember og eru nú á toppnum þremur stigum á undan grönnum sínum í United með leik inni.

Um miðjan janúar misstu þeir sinn besta mann þegar Kevin De Bryune meiddist gegn Aston Villa en hans hefur ekki verið saknað hingað til. Gundogan færðist aðeins framar og er að spila sinn besta bolta síðan hann færði sig yfir til City ásamt því að Joao Cancelo hefur átt frábærar síðustu vikur sem bakvörður sem leitar inn á miðsvæðið.

Það er þó varnarlína City manna sem hefur verið lykillinn að velgengni þeirra í vetur en þeir Dias og Stones hafa myndað öflugt miðvarðarteymi og hafa City aðeins fengið eitt mark á sig í deildinni síðan í umræddum leik gegn West Brom, þá sárabótamark í uppbótatíma gegn Chelsea.

Guardiola gerði þó breytingar í síðasta leik þar sem Laporte kom inn í liðið í vinstri bakverði og sjáum við það líklega aftur á morgun. Með því sækir liðið í 3-4-3, Laporte, Stones og Dias verjast meðan Cancelo sækir upp á miðjuna en þegar þeir missa boltann bakkar Cancelo aftur og þá verjast þeir með fjögurra manna varnarlínu.

Á miðjunni er stóra spurningin hvort Fernandinho fái pláss. Í undanförnum leikjum hefur Rodri spilað djúpur með Bernardo Silva og Gundogan fyrir framan en Guardiola gæti alveg freistast til að spila aðeins varkárari leik og fórnað Silva í þessum leik og byrjað leikinn með tvö djúpa miðjumenn og stillt Fernardinho upp við hlið Rodri.

City menn hafa verið nánast sóknarmannslausir á tímabilinu en Aguero og Jesus hafa báðir glímt við mikil meiðsli en Jesus er byrjaður að spila aftur og hefur skorað í síðustu tveimur leikjum og því líklegt að við sjáum hann uppi á topp og tvo af Sterling, Mahrez, Torres eða Foden sitt hvoru megin við hann.

Liverpool

Eins og er virðist titilbaráttan á burt og við í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Meiðslalistinn hefur leikið okkur grátt í ár en það birtir þó líklegast aðeins til fyrir þennan leik. Alisson snýr aftur og líkur á því að bæði Mané og Fabinho verði einnig með. Hinsvegar eru þeir Van Dijk, Gomez, Matip, Keita og Jota allir enn frá.

Gegn Brighton horfðum við upp á endursýningu af leik sem við höfum séð alltof oft í vetur. Lið sem sat aftarlega til að byrja með og vann sig hægt og hægt inn í leikinn. Við höfum átt erfitt með að finna svör sem er ekki eitthvað sem við könnumst við frá síðustu árum. Liverpool liðið hefur verið þekkt fyrir gríðarlegan vilja og ótrúlegar leiðir til að ná að loka erfiðum leikjum en undanfarið er það horfið. Liðið virðist brotið og bugað, ekki eitthvað sem maður vill sjá fyrir leik gegn City liði í því formi sem þeir hafa verið í.

Liðið er fyrir umferðina í fjórða sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið helming leikja sína í vetur eða ellefu af tuttugu og tveimur. Óstöðugleiki hefur einkennt Liverpool að undanförnu og ljóst að liðið þarf að fara hrista af sér slenið ef það á ekki að skemma næsta ár.

Eftir sögulegt gengi á heimavelli þar sem liðið tapaði ekki leik í 68 leikjum hefur liðið nú tapað tveimur í röð og ekki skorað á Anfield í 348 mínútur. Með þá tölfræði og þá sem áður kom að City fái hreinlega ekki á sig mörk er útlit fyrir að morgundagurinn verði langur.

Stóra spurningin er hinsvegar hvenær við fáum að sjá annan af tveimur nýju miðvörðum okkar fá að spila. Undir lok félagsskiptagluggan mættu þeir Kabak og Davies en ef þær fréttir eru réttar að Fabinho sé heill eru allar líkur á því að hann og Henderson verði miðverðir í leiknum á morgun enda ólíklegt að Klopp setji inn nýjan mann í byrjunarliðið í leik gegn City.

Með Hendo og Fab í vörninni er spurning hvernig miðjan verður. Í síðustu leikjum höfum við séð Milner, Thiago og Wijnaldum en Milner hefur verið að spila tæpur og hinir tveir búnir að spila alveg heilan helling af fótbolta undanfarið. Þykir líklegt að Thiago og Wijnaldum verði beðnir um að taka aðra vakt en Milner fái að setjast á bekkinn fyrir Jones sem gæti komið með orku inn á miðsvæðið.

 

 

Mín spá

Held ég hafi aldrei spáð Liverpool tapi síðan ég hóf skrif hér en ég hef litla trú á leiknum á morgun. Ég spái 2-1 tapi þar sem Mané skorar eina mark okkar manna. City lestinn er á fullri ferð og ég á erfitt með að sjá okkar menn finna þau svör sem þarf til að knýgja fram sigur í þessum leik. Hinsvegar hefur maður lært í gegnum árin, þá sérstaklega áður en liðið okkar varð jafn gott og það hefur verið síðustu ár að það er nánast ómögulegt að segja hvernig svona stórleikir fara og við höfum marg oft séð ansi slakt Liverpool lið ná að gíra sig inn í stóra leiki og ná í úrslit og þrátt fyrir langan meiðslalista er þetta enn með betri Liverpool liðum á minni lífstíð.

17 Comments

  1. Jurgen Klopp er jafnvigur a glæsta sigra og slæma skitu. Meistari i ovæntum uppakomum.

    2
  2. Sælir félagar

    Hvað vonleysi og væl er þetta í mönnum. Þessi leikur verður taumlaus skemmtun og mín spá er 3 – 2 það sem spennan helst fram á síðustu mínútu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
    • Raunsæi er ekki væl, þú hlýtur nú að vita það eftir öll þessi ár.
      Raunsæir menn vonast eftir sigri, alveg eins og þeir sem búa í skýjaborgum.

      2
    • Ótrúlegur væll endalaust. Við vinnum þetta shitty-lið og Leicester líka enda hentar það okkur betur en að spila á móti rútubílaliðum.

      6
  3. 2-1 sigur Liverpool.

    Pep er snillingur að ofhugsa hlutina gegn Liverpool og mun koma með en eitt nýtt kerfi gegn okkur því að hann veit að ef hann tapar ekki þá er hans liði kominn með aðra höndina á titilinn í ár en okkar strákur eru ekki alveg tilbúnir að gefast upp og munum við spila í okkar 4-3-3 kerfi og klára þennan leik og gefa okkur smá von um eitthvað stærra en meistaradeildarsæti(sem við líklega þurfum að sætta okkur svo við).

    2
    • Það eru 16 leikir eftir af mótinu og hægt að ná úr þeim 48 stig. Mótið er langt frá því að vera búið.

      2
  4. Veit það ekki… Í síðasta leik skánaði spilið aðeins þegar Henderson stalst í miðjuna og var með eitraðar sendingar. Það gekk alveg vegna þess að Brighton voru ekkert að sækja svo brjálæðislega (enda komnir marki yfir). Held að á móti City gangi það ekki… Vildi því frekar sjá hann í miðjunni og treysta á “ekta” miðvörð við hlið Fab.
    Þótt Thiago lofi góðu þá finnst mér spilið sem Henderson myndar gæfulegra. Held að með þá tvo á miðjunni þá náum við flugi.

    2
  5. Hef einhverja ofurtrú að við sjáum óvænta uppstillingu á morgun, væri amk gaman að sjá Hendo og Tiago saman á miðjunni. Finnst Gini þurfa á pásunni að halda. Kannski sjáum við Philips eða Kabak með Fab í vörninni, hver veit, verður spennandi að sjá uppstilinguna. Er samt sammála upphituninni þetta gæti orðið klafs og með það í huga er ekki líklegt að við vinnum. En við höfum sýnt framá góðar frammistöður á móti liðum sem vilja sækja, aldrei að vita.

    Gaman síðan að sjá Minamino skora glæsimark fyrir Southampton. Fáum hann vonandi reynslunni ríkari til baka í vor.

    3
    • Frábært að Minamino skyldi skora! Ég er enn engu nær um það hversvegna Klopp lét hann fara…

      3
      • Þegar þú hefur misst Origi fram fyrir þig í goggunarröðunni, þá þarftu að fara á lán. Hefði hins vegar viljað fá Harvey Elliott til baka.

        6
  6. Ég væri alveg til í að taka smá séns með vörnina á morgun og skella báðum nýju strákunum í miðvörðinn.

    ——————–Alisson—————
    Trent—-Davies—-Kabak—Robbo
    ——————-Fabinho———–
    —-Hendo—–Thiago—-Winjaldum
    ———–Salah ———Mane———–

    8
    • Red. Það væri gaman að sjá þessa tvo nýju spila en það verður sennilega ekki í þessum leik en…
      …nú er að ná liðinu á réttan kjöl á nýjan leik
      …Robbo þarf hvíld en það verður ekki í þessum leik
      …er Fabhino alveg heill??
      …ef allt springur út eins og blóm á sumardegi þá vinna okkar menn 3-0 og ekkert með það
      Góðar stundir

      2
  7. Ég held áfram að höggva í sömun knérun, við þurfum að setja menn á miðjuna sem bæði geta varist og þora að skjóta á markið í þessum leik, sé Henderson,Gini Jones og Thiago fyrir mér á miðjunni, Kabak og Fab í vörninni ásamt Trent og Robbo. Salah og Mané uppi á topp og Alisson í markinu. Koma svo vinnum þennan fjárans leik með 3 mörkum gegn tveimur.

    4
  8. 3-1 í frábærum fótboltaleik þar sem okkar menn sjá loksins til sólar og líta ekki til baka fyrir en þeir lyfta ensku dollunni í vor.
    ?
    Kveðja Pollýanna.
    YNWA.

    3
  9. Ég játa talsverðan spenning! Nú þarf minn maður Hendó að bíta gríðarfast í skjaldarrendur og orga sinn herflokk áfram til sigurs! Það er bara svoleiðis…

Liverpool 0-1 Brighton

Kvennaliðið mætir Charlton