Klukkutími í leik og byrjunarliðið klárt. Liðið er nokkurn veginn það menn bjuggust við. Leikir við City eru alltaf erfiðir og verður áhugavert að sjá hvernig okkur gengur að skora gegn liði sem hefur fengið eitt mark á sig í 10 leikjum.
Bekkur: Adrian, Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Kabak, Tsimikas, Shaqiri, Origi, Phillibs, N. Williams.
Stressið er að ná ákveðnu hámarki hérna megin, hvernig lýst ykkur á þetta?
Hér sýnist mér að það eigi að reyna að byrja af krafti, skora mjög snemma. Ég byggi það á því að curtis sé í byrjunarliðinu. Annars er ég ekki þjálfari og því ágiskun.
Vona, ekkert klafs.
Flott lið og trúlega okkar sterkasta eins og staðan er núna. Nú þurfa allir að leggja sig fullkomlega fram og þá ætti ásættanlegur árangur að nást. Hef fulla trú á okkar mönnum en auðvelt verður það ekki.
YNWA
Líst vel á þetta. Vonandi skemmtilegur leikur hvernig sem fer.
Ég hefði frekar viljað sjá þessa varnarmenn sem voru keyptir inná sett Fab og Hendo á miðjuna og segja fokk it prufum að spila menn EKKI úr stöðum í 1 leik á tímabilinu.
Hvað er eiginlega að þessum dómara!!??!!
Mér gæti ekki verið meira sama um þenna leik. Engin spenna, of langt bil á milli liðanna í deildinni.
Væri auðvitað gott að vinna og ná í stig í erfiðri baráttu um CL-sæti. En það slæma væri þá að auka líkur united á titlinum í ár.
Maður er bara uppfullur af vonbrigðum að stjórn klúbbsins hafi leyft liðinu að hrynja svona þegar hafsent hefði átt á vera klár strax 2. janúar.
Væntingar til tímabilsins eru orðnar að engu og vonar maður bara að liðið nái topp fjórum og að Virgil nái sér almennilega fyrir næsta tímabil, sem er alls ekki sjálfgefið.
Við förum nú ekkert að kasta inn handklæðinu á miðju tímabili. Vinnum bara þennan leik, ég sakna þess þegar við sækjum hratt á lið,erum alltaf með þessar sendingar tilbaka, og allt of hægt spil.
Við erum ekki með nógu góða leikmenn til að sækja hratt og samtímis halda haus. Liðið er hrunið og í augnablikinu er Klopp ráðalaus.
Svo þarf ekkert að kasta inn handklæðinu. Það þarf bara smá raunsæi.
Bekkurinn okkar ekki til stórræðanna ef á reynir!
Enskir dómarar eru sumir hverjir með lítil gæði.
Þurfum að fara fá inn miðverði þannig að Alcantara geti farið á bekkinn.
Hvað er málið að hætta hlaupum í skyndisókn c.a 8m frá vítateignum og senda boltann aftur tilbaka? Ný taktík?
Nkl. Við setjum alltaf upp í handboltasókn 🙂
Gott stream ??
Hefði Salah fengið þetta víti?
Já, hann hefur fengið töluvert ódýrari víti
Slæmur varnarleikur hjá Fabinho
Salah hefði klarlega ekki fengið viti, það vitum við poollarar af biturri reynslu.
Svo fékk hann soft víti líka?
Aldrei víti.
Michael Oliver er skítakarakter.
Shit hvað þetta Liverpool lið er dapurt. Hver einasti leikmaður þarf að taka 4 snertingar og siðn helst að stiga á boltann. Það er ekkert drive eða metnaður. Nenna ekki einu sinni að reyna að slútta halfleiknum með því sækja. Gefa bara til baka og allir sáttir.
ógeðslegt að heyra hvernig hann fagnaði vítinu og reyndi að taka af allan vafa þessi United lýsari. Hann er engu skárri en Gunnar Ormslev. Horfi á seinni á mute.
mögulega ekki rangur dómur, en í það minnsta sérlega vafasamur.
Það er erfitt að kvarta yfir vítinu. Þetta er svona hægt að dæma eða ekki dæma víti. En það er ekki spurning að LFC verða að kaupa enskan landsliðsmann sem getur hlaupið og skipt um átt og dottið í teig. Svoleiðis leikmaður er alveg virði nokkurra stiga yfir tímabilið.
Við erum nú samt betra liðið í þessum fyrri hálfleik. Þetta var eins soft víti og þau gerast. Júdas lét sig detta eins og ræfill og dómarinn féll fyrir því. Mane átti að skora þarna en hann tekur það bara í seinni. Ég vill endilega að við sækjum hratt á þá. City verst á 9-10 mönnum eins og wba.
mér finnst ekkert gerast hjá thiago
Þarna sést bara hvað okkur vantar varnarmenn !
Æææ
Sæl og blessuð.
Jones finnst mér hafa verið virkilega góður og Firmino hefur átt fína spretti. Nú skora þeir bölvaðir.
Þá er þetta búið.
Annað liðið skorar ekki á heimavelli.
Hitt liðið fær ekki á sig mark.
Ekki að sökum að spyrja.
Hryllilegt að horfa uppá sterling bara labba framhjá TAA trekk í trekk hörmulegur varnarmaður
Foucking frabært, R Sterling leikur ser þeim. Djöfull erum við hugmyndalausir og kraftlausir.
Aldrei að fara að skora i þessi leik.
Erum i barrattunni um 4-2 sæti þetta arið
mér finnst þetta algjör aumingjaskapur hjá okkar mönnum. Klopp þarf virkilega að fara hugsa sitt ráð
A Klopp svar i þessar stoðu ?
Það eru nú alveg 40 mínútur eftir ! Rólegir, við getum nú oftast skorað !
Er greiddur bónus hjá Liverpool fyrir að gefa til baka?
Væri ekki allt í lagi að skipta miðverdi inn og fá Henderson á miðjuna afhverju að spila okkar 2 bestu midjumönnum báðum úr stöðu og vera steingeldir á miðjunni í staðinn
Sammala, taka thiago ut af og Hendo i staðinn,
Könnun
Mun Liverpool ná að skora í þessum leik ?
Mun Liverpool ná að skora í næsta leik ?
Mun Liverpool skora í þessum mánuði ?
Shaq inn og Milner fyrir Thiago og Gini. Hrista aðeins uppí þessu !
Jones er okkar besti miðjumaður í þessum leik !
Aldrei að fara að skora
Jones er enn bestur finnst mér. Þeir reyna að brjóna sig í gegn. Þetta er ekki uppörvandi. Ef við náum ekki að skora gegn botnliðunum erum við líkleg til að City vörninni einhverja skráveifu???
En ég er sáttur ef ég sé þá berjast til leiksloka.
Við vinnum jafn marga titla og MU þennan veturinn. Það verður að bíta í það súra.
Jæja nice að rangt fyrir sér!!!
I hvaða sæti væri Liverpool nuna ef Salah væri ekki heill ?
Bjartsýnn!
mmmm sokkaaaar.
Ísinn brotinn?
Koma svo , bæta við einu rauðir !!!!!!!
Sjá þetta foden drasl !
Þetta er hrikalegt
Endeimis bull. Megum ekki við svona rugli.
Hvað i anakotanum er að hja okkar mönnum, eins og KR ingar þarna i vörninni.
Alveg ut aö skíta
Hvaða djöfulsins rúnk er þetta í vörninni!!! Algjör gjöf þarna
það þarf virkilega að fara hreinsa til
Það þarf að spila midvördum í vörninni og okkar 2 bestu midjumenn eiga að vera á miðjunni
Hvaða djöfulsins andskotans bull er í gangi með svona andskotans fíflalæti í vörninni að spila boltanum svona með nánast allt city liðið að pressa okkur við vítateiginn losa boltann upp þá
Sammála! Djö…… kjaftæði í gangi þarna hjá Alisson! Allt í lagi að þruma helv…. tuðrunni í burtu svona endrum og eins!!
Búinn að slökkva þetta er það versta sem ég hef séð
Sama hér. nenni ekki að pirra mig á þessu helvíti. Þetta tímabil var dauðadæmt eftir Everton leikinn.
þessi 2falda skipting hjá Klopp þvílíka grínið miðjan hvarf við þetta.
Þessi markmaður þarf samkeppni… Glansinn fer hratt þegar hann er sífellt meiddur og gerir svona….
Helvítis, mistök, klafs, lélegir sóknartilburðir. City eru bara mikið betri en við og getum við gleymt þessu.
Hugsanlega 4.sætið, en þá þarf að girða brækur.
Er Alisson að reyna að koma Adrian í markið?
Markmannsaulin í keppni um mesta aulan.
Er einhver með símanr. hjá Karíusi?
ánægður með þetta, vildi að city tæki öll stigin, united hommarnir sjá núna að það er ekki séns í helvíti að þeir vinni deildina 😀
það er lítil huggun ættum ekki að vera focusa hvað gerist hjá United..Liðið okkar í molum þessa stundina.
lagast þegar restin af liðinu kemur úr meiðslum, hef ekki séð neitt lið spila miðjumönnum í vörn og vinna deild ennþá.
Þvilikur klassi yfir þer
@Halldór
„united hommarnir” ?
Ef þú ert ekki viss… fáðu aðstoð hjá https://samtokin78.is/hafa-samband/
Taka alisson úr liðinu næsta leik alger hörmungarleikur
Ekki segja þetta! Alisson einn af fáum sem hafa verið að standa sig til þessa. Við erum ekki að tapa titlinum í þessum leik. Bikarinn er löngu farinn.
Kjaftæði!
Alisson á alltaf að vera í byrjunarliðinu. Slæm mistök í dag en er frábær í 99% tilfella.
Þetta er eins og að horfa á trúða í fótbolta.
Það er bara ekkert sjalfstraust i gangi i kring um Jurgen Klopp þessa dagana, sem endurspeglast i hormulegri markvorslu.l
Karius afsakið Allison minn að eiga verstu martröð lìfs síns, ég er orðlaus 🙁
Gary Neville systirinn er flissandi I beinni ùtsendingu = slökkva á sjònvarpinu.
Sælir félagar
Alisson að gefa mörk á færibandi og má maður þá biðja um Kelleher frekar en svona vonlausan Alisson. Skelfilegt að sjá til hans skipti eftir skipti í þessum leik. Hætt við að hann verði í öðru sætinu á eftir Ederson. Nenni ekki að horfa á þetta lengur.
Það er nú þannig
YNWA
Alisson er ekki í lagi. Gefur 3 mörk í röð
Hann á ekki að spila meira í bili. Það þarf að hvíla hann og gefa Kelleher tækifæri.
Þetta er eitthvað það vitlausasta sem ég hef séð. Róa sig niður.
Gat hún ekki þreytt hann aðeins meira, daman þarna á ht. Sögu?
Þetta er stórstórskrítið???
Aumt er það, leikurinn jafn ömurlegur og lýsandinn.
Algjört hrun staðreynd vona að menn átti sig á hvað þetta gæti þýtt mögulega er Liverpool að fara detta úr top4 baráttuni jafnvel top6 ef sjálfstraustið er gjörsamlega farið.
hey, krakkar Tsmikas er kominn inn á. Málum er borgið!
Nennir einhver að blokka Halldór hið snarasta. Megi hann skammast sín og snauta héðan út.
til hamingju city með titilinn.
ekki vera sár united maður, liverpool skuldar ykkur ekkert. 😀
Logi,
Það ætti frekar að blokka þig fyrir að vilja taka tjáningarfrelsið af fólki.
Halldór,
Það er allt í lagi að reyna að vanda orðalagið, þó ég skilji þig vel. Ég er pirraður líka.
Liverpool – city 1-1. Alison-city 0-3. Þetta er bara ekki í lagi.
YNWA
Til þess að vinna fótboltaleik þarf að sækja á markið og einnig væri gott að beita einni og einni hraðri sókn inn í milli .þetta helvítis hnoð og sendingar til baka þegar betra væri að fara á markið eru hundleiðinlegar og árangurslausar . Þrot og ekkert annað , klopp kórónar svo leikinn með að taka besta manninn útaf
Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar Curtis Jones skokkaði útaf!
Hvað var Klopp að hugsa þá?
Klopp er búinn …. orðið sorglegt að horfa á LFC
Úff erfitt að horfa á liðið, virðist vera alveg andlaust. Miðað við gang seinni hálfleiks þá er þetta nokkuð eðlileg niðurstaða, City búnir að stjórna þessu og við erum ekki að ná að skapa okkur opin færi, of mikið um að menn stoppi leikinn og gefi til baka eða spili saman á litlu svæði. Ok kannski ekki svona mörg mörk en City á sigurinn fyllilega skilinn.
“RH 07.02.2021 at 16:07
Ég hefði frekar viljað sjá þessa varnarmenn sem voru keyptir inná sett Fab og Hendo á miðjuna og segja fokk it prufum að spila menn EKKI úr stöðum í 1 leik á tímabilinu.”
FÁUM aldrei að vita hvernig það hefði getað farið en þarna sáum við að þetta virkar EKKI !
Sammála!
Það fyrsta sem mér þætti gott að gera er að henda báðum þessum midvördum sem voru keyptir í djúpu laugina og stilla upp sterkri miðju og Thiago má alveg hvíla og ef við gætum tekið TAA úr liðinu líka nokkra leiki svo hann kannski komi tillbaka.
En ok – ef við erum heiðarleg þá er þetta einstaklingsmistök í tvígang sem rústa þessu fyrir okkur. Megum ekki einblína um of á skipulagið og allt það. það á enginn von á svona drullu og Klopp gat vitaskuld ekkert við þessu gert. Það var líka pínu létt verk hjá Foden að skora þarna fjórða markið. Þannig að við getm jafnvel talað um þrefalda skitu.
Eina ásökunin á klopp væri þá bara ef Adrian… afsakið Alisson hafi ekki verið heill heilsu.
Ég er fudging fúll og má alveg vera það. Réttmætur sigur City! En í þessu ástandi og öllu því sem hefur yfir liðið gengið, þá finnst mér ótrúlegt að sjá fólk hér (og annars staðar) hrópandi: Klopp er búinn! Klopp er búinn!
Hann er ekkert búinn! Liðið hefur leikið undir getu og það á eftir að koma til baka. Þótt við verjum ekki titilinn núna (á árinu sem ég verð fimmtugur 🙁 ) þá er alltaf feitur og heitur séns á því næsta.
Er liðshollustan svo mikil að við mótlæti skuli skipstjórinn strax vera gerður brottrækur? Manchester City er að bregðast við ömurlegu gengi þeirra í fyrra með því að vinna titilinn líklegast núna. Þeir ráku ekki Gardíóla. Megum við gefa Klopp lengri tíma? Eða viljiði kannski henda út stjörnunum okkar líka að því að þær hafa leikið undir getu?
Til hamingu City, segi ég. En áfram Liverpool og Klopp … ég treysti þér til að rífa upp liðið og gera að meisturum aftur.