Liverpool 1 – Man City 4 (Skýsla uppfærð)

Menn mega gera mistök, markmenn ekki.  Þessi frasi kemur ansi hratt upp í hugan þegar maður hugsar um leikinn sem kláraðist áðan, þar sem City gripu titilinn með annari hendi. Það skrýtna er að maður er mun minna pirraður en eftir marga tapleiki vetur, það er engin skömm að tapa fyrir City og lokatölurnar gefa engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Málið er að ef einn leikmaður gerir risamistök… þá er afar slæmt ef viðkomandi leikmaður er markmaður.

Fyrri hálfleikur.

Eins og oft þegar tvö mjög góð lið sem svipaðan leikstíl mætast þá var fyrri hálfleikur hálfgerð skák. Það var lítið um færi og stóra viðburði (nema nátturulega að Thiago náði sér í sitt venjubundna gula spjald óvenju snemma) framan af hálfleiknum. Manni fannst eins og bæði liðin vildu helst að hinir væru með boltann.

Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var eins og okkar menn fyndu taktinn og fóru að leysa þau vandamál sem hörku vörn City bauð uppá. Mané fékk frábært færi sem hann átti að skalla inn eftir fyrirgjöf frá Trent og skömmu seinna náði Firmino trufluðu skoti sem Ederson varði. Manni fannst vera stígandi í liðinu en þá kom höggið. Fabinho felldi Sterling (sem var varnarmönnum okkar afar erfiður í dag) klaufalega í teig Liverpool og víti dæmt.

Gundogan fór á punktinn og horfði djúpt í augun á Alisson. Í fjarkynnum huga þjóðverjans ómaði samba tónlist, hann dansaði að boltanum og skaut honum hærra yfir mark Liverpool en nokkrum manni hefur tekist í Ryan Mahrez á síðasta tímabil. City endaði því fyrri hálfleik án þess að hafa átt skot á mark þrátt fyrir að hafa fengið víti.

Seinni hálfleikur.

Hér tapaðist skákinn. Seinni hálfleikur byrjaði eins og martröð þegar Sterling komst í einn á einn stöðu við Trent, dansaði í kringum okkar mann og sendi á Foden. Alisson varði frábærlega en því miður var Gundogan fyrstu í frákastið og negldi í netið. 0-1 staðan.

Viðbrögð Liverpool voru hins vegar afar góð. Þeir settu kraft í sóknarleikinn og eftir tæplega tuttugu mínútna leik þá gerði Dias slæm mistök í vörn City sem Salah nýtti sér til að komast í færi. Dias braut á honum inn í teig City og undir og stórmerki gerðust… það var dæmt víti!! Salah jafnaði öruglega úr vítinu, 1-1.

Skömmu seinna gerði Klopp tvöfalda skiptingu, góður Curtis Jones og Thiago sem var ekki að gera mót véku fyrir Shaqiri og Milner. En þeim verður ekki kennt um neitt. Alisson átti skuldlaust næstu tvö atvik, sendi boltann með þriggja mínútna millibili beint í fæturnar á City mönnum sem refsuðu miskunarlaust. Allt í einu staðan orðin 1-3 og leik í raun lokið. Foden bætti svo við fjórða markinu þegar tíu mínútur voru eftir. Okkar menn blésu og blésu en þetta nýja City lið er miklu betra í að verjast en fyrri Guardiola lið hafa verið og átti í litlum vandræðum með að koma í veg fyrir að okkar menn löguðu stöðuna. Fyrsti sigur City á Anfield í áratugi staðreynd og lítil hætta á öðru en að þeir vinni deildina úr þessu.

Slæmur dagur.

Sjaldan verið jafn auðvelt að velja hann. Hver veit hvað gerðist í kollinum og brassanum Alisson Becker um miðjan seinna hálfleik en eitthvað var það. Hann er nagli og jafnar sig á þessu hratt.

Bestir.

Þangað til að Curtis Jones fór af velli var hann búin að vera ansi góður, pressan öflug hjá honum og var að finna fínar sendingar. Það er stígandi í leiknum hans og maður er farin að trúa því að hann endi á að verða lykilmaður hjá okkur næsta áratug.

Umræðupunktar eftir leik.

  • Þrír tapleikir í röð á Anfield í fyrsta sinn síðan Shankly var með liðið. Það eru batamerki á liðinu en betur má ef duga skal. Fókusinn er á að halda Meistaradeildarsætinu, hef fulla trú á að það takist.
  • Vonandi þurfum við ekki aftur að sjá liðið með okkar tvo bestu miðjumenn í vörninni.
  • Fyrri hálfleikur var virkilega góður hjá okkar mönnum og sömuleiðis viðbrögðin við fyrsta markinu. En maður fær ekki marga sénsa á móti City og það er dauðadómur að gera mistök á móti þeim. Þess vegna tapaðist þessi leikur.
  • Ég held hreinlega að ef ég þyrfti að velja myndi ég frekar setja Fabinho á miðjuna en Hendo. Þá er rosalegur missir að hafa hann ekki til að brjóta niður sóknir andstæðinga og vernda vörnina.

Næst á dagskrá

Strákarnir okkar fá næstum viku á æfingasvæðinu áður en við heimsækjum gamlan vin á laugardaginn. Brendan Rogers og Leicester eru einir af keppinautum okkur um meistaradeildar gullgæsina, einfaldlega risaleikur við þá um næstu helgi.

63 Comments

  1. Algjört glapræði að taka út tvo miðjumenn á sama tíma og allur rythmi fellur út.

    Klopp virðist vera eitthvað úti á túni þessa dagana og þessar skiptingar slátruðu leiknum.

    Inná mið nýju hafsentana í næsta leik og koma Fab og Hendo á sína staði.

    14
  2. Anfield er orðið að léttum æfingavelli fyrir gesti og Jurgen Klopp er fallinn af hæsta stalli.

    Það er nú bara þannig.

    10
  3. En ok – ef við erum heiðarleg þá er þetta einstaklingsmistök í tvígang sem rústa þessu fyrir okkur. Það var líka aðeins of létt verk hjá Foden að skora þarna fjórða markið. Þannig að við getum jafnvel talað um þrefalda skitu.

    Eina ásökunin á klopp væri þá bara ef Karius… Adrian… afsakið Alisson hafi ekki verið heill heilsu.

    Þetta leit ekkert herfilega út framan af!

    7
  4. Það kom bersýnilega í ljós í dag að Alisson er bara ágætur markvörður. Man ekki eftir markvörslu sem skipti máli á þessu tímabili.. ekki það, ég er löngu búin að gefa deildina uppá bátinn en heimleikir….
    …. geta ekki krossað
    …. geta ekki dribblað framhjá mönnum
    …. blokka varla skot
    …. lélegar sendingar
    …. hægja á sér í skyndisóknum
    Ég skil ekki hvað er í gangi.

    13
    • Dæmi um að sendingar séu slakar.. hversu oft þarf Robertson að gefa boltan til baka í leik. Hann er mjög einfættur og veit það en fær alltaf sendinguna fyrir aftan sig sem þýðir að hann nær aldrei góðri fyrirgjafarstöðu. Hann hefur þó vit á því að krossa ekki þegar það er lokað á hann annað en Trent hinumeginn en þarna er eitt af því sem hefur einkennt okkur farið. Og alveg risa þungi af sóknarþunga líka. Við vorum vanir að krossa þangað til við skoruðum og það var ekkert öðruvísi núna en í fyrra, lið lögðust alveg aftar og pössuðu uppá þetta.

      Annað sem fer rosalega í taugarnar á mér er hræðslan við að gefa inn í miðju. Frekar eigum við 10-15 sendingar milli varnarmanna og markmanns í stað þess að gefa eina góða sendingu á miðjumann sem brýtur þetta upp og svo löngfram ámane eða salah sem þvímiður hafa misst mikinn hraða. Af og til gerum við það en þá er undantekningalaust strax gefið aftur til baka, jafnvel þó það sé veik pressa sett á manninn.

      Ég vona að Kabab og Davies fái sénsinn út tímabilið. Fab og Hendo voru fín skammtímalausn en við þurfum þá aftur í 6una og 8una.

      2
  5. Shaqiri er ekki miðjumaður ekki nema Klopp sé að reyna breyta honum í Hendo afþví hann vill nota hann sem varnarmann. Hann er vængmaður og ætti að koma í stað Salah ekki fyrir Thiago eða Curtis Jones.

    Winjaldum sem var farinn að þreytast á ekki að vera skilinn eftir á miðjuni með hægum Milner og Shaqiri gegn MANCHESTER FUCKING CITY.

    4 mín eftir þessar skiptingar kom mark frá City og pressan frá city olli því að Alisson átti sinn versta leik hjá Liverpool frá upphafi.

    10
    • Alisson hefur spilað gegn sambærilegri pressu áður. Hann einfaldlega var værukær og hrokafullur í öðru marki City. Síðan kom panik á hann í þriðja markinu. Svo átti hann í það minnsta að standa í fæturnar í því fjórða.

      6
      • Veit það er ekkert sem afsakar þennan leik hjá Alisson en þessar skiptingar úff!

        7
      • Hræðilegar skiptingar vissulega,,, en helvíti súrt að eiga svona takmarkaða sóknarmöguleika á bekknum. Væntanlega er stutt í næstu meðsli Shaqiri og með að lána Minamino var verið að fækka þeim möguleikum enn frekar.

        2
  6. Ég nefndi fyrir leik að bekkurinn væri ekki til stórræðanna ef á reyndi. Því miður reyndist það rétt og RH kemur inná hér að ofan meðgóðapunkta. ! Það var pínlegt að horfa upp á þetta!

    Sakna Minamino!

    3
  7. Alisson er greinilega veikur en þá, það er allavega eina afsökun sem hann hefur eftir svona klúður.
    Ég hef verið skamaður fyrir að taka Pollýönnu á þetta en ykkur að segja þá lætur hún ekki sjá sig oftar hjá mér þetta er einfaldlega ekki boðlegt lengur.
    Klopp þarf einfaldlega að hysja brækurnar upp um sig og finna laus sem virkar.

    4
  8. þetta er að verða pínlegt að horfa okkar menn um þessar stundir, oft furðulegar ákvarðanir

    4
  9. Hvernig fannst ykkur Tsimikas? Mér sýndist honum vera voða kalt… eða eitthvað.

    3
    • Það var kalt ég er ekki að fatta hvað þú ert að spá hann fékk örfáar mínútur í gjörsamlega löngu töpuðum leik ?

      YNWA.

      3
      • Come on! Hann hefði amk. getað reynt að feika spenning yfir því að koma loksins inná. Spilað fyrir sjálfan sig, ef ekki annað.

  10. Þessi leikur var algjör skák og þeir sem þekkja þann ágæta leik(íþrótt?) sáu Alisson taka drottninguna og kasta henni af borðinu og tók svo kónginn strax á eftir og létt hana elta drottninguna.

    Á fótbolta máli fannst mér þessi leikur skiptast í tvo parta fyrir og eftir Alisson misstökinn.

    Fyrir: Þá var þetta bara stál í stál. Þeir eru með geggjað lið sem er líklega besta lið í heimi að halda bolta og eru orðnir mjög sterkir varnarlega. Fyrirhálfleikur var algjörlega 50/50 hvorugt liðið fékk mikið af færum úr opnum leik. Mane átti skalla yfir úr dauðafæri og Firmino skot sem Ederson varði á meðan að honu megin fékk Sterling víti eftir að Fabinho setti út lakan fót en þeir klúðra.
    Þetta var rosaleg skák.

    Í síðari hálfleik þá byrja þeir betur og skora eftir frekar aulalegan varnarleik(Trent nenntir þú ekki að spila vörn þarna?) en við gáfumst ekki upp. Jones með skot rétt framhjá en Salah fékk skömmu síðar víti og skoraði. Tempóið búið að vera mjög hátt og því er líklega hugsunin að fá ferskar fætur á miðsvæðið til að halda þessari ákefð uppi og keyra áfram.
    Það er auðvita þægilegt núna að tala um að skiptingar klikka( mér fannst Jones/Thiago bara búna vera góðir báðir) en

    Alisson einfaldlega gefur þeim tvö mörk. Fyrsta fær hann tvö tækifæri til að hreina en það gekk ekki og í því síðara virkar hann en þá fúll út í sjálfan sig og einbeitingin farinn og gefur annað mark.
    Eftir þetta er leikurinn bara búinn gegn þessu Man City liði.

    Það sem mun gerast næst er að stuðningsmenn liðsins fara að tala um að Klopp klikkar, leikmenn vilja þetta ekki lengur, liðið er bara ekki betra en þetta o.s.frv
    Frá mínum dyrum þá voru allir á fullu í þessum leik og Man City var ekkert að opna okkur og skoruðu úr þremur fyrstu tækifærunum sínum úr opnum leik(ég man eftir vítinni) og Alisson gaf tvö af þeim. Við vorum að spila bara nokkuð vel en til að sigra þetta City lið þá þarftu að spila frábærlega og ekki gefa þeim mörk.

    Liverpool eru að fara að berjast um að ná topp 4 í vetur og er það helvíti sárt eftir leiktíðir þar sem við erum geggjaðir að berjast á toppnum en þetta var reyndar eitthvað sem maður hafði á tilfinninguni að myndi gerast eftir að Van Dijk meiddist út leiktíða(ekki skánaði það svo þegar Gomez/Matip bætust frá út leiktíð).

    YNWA – Nú er bara þá að bretta upp ermar og berjast um að ná topp 4 . Man City verða meistara en það sorglega við það er að þetta Man City lið er líklega lélegra en liðið sem við höfum verið að berjast við undanfarinn ár en það má reyndar líka segja um okkur á þessu tímabili.

    p.s Hef trú að við náum topp 4 og komust aftur á flug.

    29
  11. Úff………

    já, vissulega einstaklingsmistök sem kostuðu okkar í dag.

    Við skulum samt ekki horfa framhjá því að þessi fáránlegu meiðslavandamál okkar eru fyrst og fremst að valda þessari miklu blæðingu. Hollingin er ekki rétt á liðinu og okkur gengur mjög illa að skapa okkur færi. Mjög auvelt að verjast okkur.

    Núna þarf Klopp að fara í talsverða naflaskoðun með þetta lið og komast hratt að því hvernig karekta hann er með í búningsklefanum. Þetta snýst núna 100% um að vera í topp4. Lífsnauðsynlegt fyrir okkur þar sem launapakkinn okkar er ansi hár. Auk þess sem COVID-19 gerir allan rekstur erfiðan.

    Gott að fá vikuhvíld til að sleikja sárin. Verður gríðarlega erfitt að rífa liðið upp en ef einhver getur gert það þá er það Klopp.

    Vondur sunnudagur.

    13
  12. Þetta lið er svo hræðilega lélegt að maður fær á tilfinninguna að það komi ekki til með að vinna fleiri leiki á þessu t?mabili. Menn þurfa aldeilis að fara að girða sig í brók.
    Það er kominn tími á uppstokkun, þessi leikmannahópur er búinn með sitt, kannski bara ágætt að Gini er að fara því þá verður að fá nýjan inn.
    Heimsklassa markvörður gefur ekki 3 mörk í einum og sama leiknum, hann er búinn að gefa 5 stk undanfarið, fyrir utan að hann er allt of oft ekki til taks. Þurfum annan markmann sem hægt er að setja í ramman, sem er nógu góður til að slá hann út, alla vega halda sæti sínu þegar Allison meiðist.
    Ef það var ekki ljóst fyrir þá er þetta lið ekki að fara að verja titilinn og ekki að sjá að með þessari spilamennsku og hugarfari að við förum neitt lengra í CL. Tímabilið ónýtt, handónýtt.
    Eins mikill aðdáandi Klopp ég er þá er alveg spurning hvort hann sé ekki kominn á endastöð, hann er það klárlega með þennan leikmannahóp. Það er ekki hægt að að láta menn spila yfir getu í mörg ár, og það er í raun það sem hefur verið. Klopp hefur í raun náð ótrúlega miklu út úr ekki meiri gæðum en þetta. Það vantar klárlega meiri varanleg gæði í þetta lið, hef sagt það áður og það er bara að koma í ljós. Þessi meiðli sem við höfum lent í eru ekki að hjálpa til, hvað þá að þurfa að spila mönnum út úr stöðum, en það eru ansi margir þarna sem eru einfaldlega ekki nógu góðir.
    Sorglegt að horfa upp á þetta. Sorglegt.

    3
  13. Líklega hefur Allison fengið eitthvað hitakast og verið ómótt þarna í markinu í seinni hálfleik. Man eftir einum svona leik hjá honum á móti Arsenal þegar hann gaf sigur eins og hann gaf í dag.
    Hann hreinlega gefur á tvo City menn í mörkum 2 og 3 og svo lekur niður í marki 4 … Ég bara skil þetta ekki. En hann hefur svosem bjargað leikjum fyrir okkur en já í dag eins og sumarið 2020, hefur hann átt til að gefa leiki.

    Thiago var sennilega kominn á “gufurnar” og þess vegna skipti hann út honum en herre Gud … Millý og Shaq eru ekki menn sem eiga að stoppa í gatið. Hann gat alveg eins látið Kabak koma inn á og fært Fab framar. Bekkurinn er EKKERT til að hrópa húrra yfir þannig að já við erum komnir algjörlega upp við vegg.

    Vonum að þetta hafi verið lágpunkturinn á tímabilinu og núna fari þetta að fara upp.
    3 tapleikir í röð á Anfield og enginn sigur síðan um miðjan des þar.
    Þetta er bara ekki gott, og eiginlega bara langt frá því.

    3
    • Hvað á þessi setning að heyrast oft (vonandi var þetta lágpunkturinn)?
      Lágpunkturinn verður þegar 38 leikir eru búnir.
      Ég vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.

  14. Alisson á þrjú mörk skuldlaust og á ekki að koma nálægt markinu í næsta leik. Liðið stóð sig ágætlega fram að einkaframtaki Alisson. Fáránlegt að kenna skiptingum Klopps um frammistöðu Alisson.

    2
  15. Við verðum núna að vera raunsæ og sætta okkur við þau hlutskipti að tímabilið snýst um að ná inn í topp fjögur og vonast til að komast sem lengst í CL. Við þurfum líka að vera raunsæ varðandi það að við erum búin að vera með 6-9 meidda leikmenn í langan tíma. Ekkert lið gæti lifað slíkt af og rönnið okkar í haust er fyrir löngu farið út í hafsjó. Við þurfum að spila miðvörðum saman svo við getum fengið eðlilegt lið aftur.

    14
    • það er nákvæmlega málið. Þetta lið fór fyrst að tikka þegar vörnin var orðin grjóthörð. Fab. stóð þar fyrir framan og Gini og Hendo djöfluðust framar á miðjunni. Bakverðirnir slógu heimsmet í stoðsendingum og sóknin gat dreift sér eða þjappað eftir því hvernig andstæðingar vörðust. Þá höfðum við turna í teig þegar kom að föstum leikatriðum.

      Ekkert af þessu er til staðar núna og því er það algjörlega vonlaust dæmi að gera einhverjar væntingar til þessa tímabils, fyrst ekki var farið í að kaupa inn miðverði strax í byrjun jan.

      Nú er það bara skaðastjórnun og vona svo að gangverkið hrökkvi aftur af stað næsta haust.

      7
      • Einmitt. Vonandi munu Kaban og Davies passa vel inn því miðverði verðum við að hafa. Við gerðum klárlega mistök með að selja Lovren og treysta á meiðslafrítt tímabil þar sem spilaðir eru leikir á 3-4 daga fresti í marga mánuði. Núna er bara að finna gleðina á ný og keyra á restina af fullum krafti.

        Þetta tímabil okkar er stjarnfræðilega mikið okkur í óhag. Það er varla til jákvæður punktur sem hægt er að plúkka upp en ég er bjartsýnismaður og raunsær. Hef alveg fulla trú á því að við getum komist á skrið á nýjan leik.

        1
  16. Frá 1.feb í fyrra er Liverpool búið að spila 37 leiki í deildinni. 20 sigrar, 9 jafntefli og 8 töp, það gerir 54% sigurhlutfall. Held að liðið sé einfaldlega langþreytt, búið að keyra mikið á sama mannsskapnum í rúm 3 ár.

    4
  17. Í lok árs 2020 átti ég allt eins von á því að Liverpool gæti hirt titilinn annað árið í röð, þrátt fyrir að hafa farið óvenju illa út úr meiðslum. Nú er ljóst að það verður ekki. Klárt mál að Klopp þarf núna að sjá til þess að liðið nái vopnum sínum aftur. Leikirnir tveir gegn Spurs og West Ham gáfu góð fyrirheit, en síðustu tveir leikir hafa heldur betur slegið þær vonir niður. Það var alltaf ljóst að leikurinn gegn City yrði erfiður, lið í andlegri krísu að mæta dýrasta liði deildarinnar sem hefur ekki tapað í einhverjar vikur og varla fengið á sig mark, og þetta var leikur sem hefði vel getað farið 2-1 ef þeir hefðu skorað úr vítinu en Alisson ekki gefið þeim nein mörk í seinni hálfleik. Það væri áhugavert að vita hvort þessar kjaftasögur um að hann og Kelleher hafi lent í samstuði á æfingu í síðustu viku séu réttar, en ef hann var raunverulega búinn að ná sér líkamlega þá er ljóst að sjálfstraustið var komið niður í 0. Það sást bæði í rangstöðumarkinu hjá City, sem og rétt áður en þeir skoruðu annað markið því Ali slapp með mistök sem hann gerði þar rétt áður en næstu mistök komu.

    Eins og ég sagði þarf að rétta bátinn af, og tryggja að liðið verði í topp 4 í lok tímabils. Mögulega er kominn tími á smá tilraunastarfsemi: spila nýju miðvörðunum í sínum eiginlegu stöðum, fá Fabinho og Hendo aftur á miðjuna, gefa Tsimikas e.t.v. fleiri mínútur etc., þ.e. að undirbúa jarðveginn aðeins fyrir næsta tímabil, en þó þannig að það má ekki gefa meira eftir stigalega.

    Það er líka ljóst að ef valið stendur á milli þess að verða í 2. sæti tvö ár í röð annars vegar, eða lenda í 4. sæti annað árið og því 1. hitt árið, þá vel ég alltaf seinni kostinn. Eigum við ekki bara að segja að þannig fari þetta?

    14
  18. Sterling fagnaði eins og enginn væri morgundagurinn. Vissulega hefur sá gaur fengið kaldar mótttökur eftir að hann fór, en nú er hann búinn að undirstrika að hann er nákvæmlega sú rotta sem maður áleit að hann væri.

    5
  19. Roy Keane negldi þetta fyrir mig. Það er orðið slæmt þegar maður tekur kvóta frá honum en 100% sammála:

    “We spoke before the game – they are making a lot of excuses. To me they’ve been bad champions,” he fumed.

    “You can lose a game of football but…I can’t figure this group out. Looking at them, even during the week Brighton were comfortable, you can get beaten in a game – there’s a way to be beaten. But I don’t see that.

    “I think maybe they’ve believe the hype over the last year or two. We spoke about there would be some sort of drop off but they’re playing for a big team in Liverpool. Almost if they won the league last year and got a big carried away, believe their own hype they’re going to beat teams.

    “In my mindset when you’ve won a league title you’re next challenge is ‘can we do it again’. I never got the impression from this squad/group, from their interviews, even from the manager last year when they won it were they saying ‘what’s the next step for Liverpool?’. No. Almost let’s enjoy this.

    Það að láta geðveiklingana stjórna hælinu kemur upp í hugann þegar maður reynir að skilja ástandið. Þetta fall er klárlega Klopp að þakka og á meðan hann er að láta eins og fífl við fjölmiðlamenn í stað þess að þegja, þá sé ég okkur falla meira niður töfluna.
    Settu leikmenn í sínar stöður og við sjáum strax mun. Hættu þessari helvítis þrjósku!

    10
    • Þú færð nokkur “læk” frá mér fyrir fyrir þessar pælingar! Inn með Davies og Kabak í næsta leik og Fab og Hendo á miðjuna!!

      4
  20. Þó að Jurgen Klopp sé tímabundið búinn að missa tökin á fótbolta núna, þá gengur honum blessunarlega vel við að auglýsa bíla og bjór í Þýskalandi.

    8
    • Uppbyggilegt komment. Þú mætir svo ferskur aftur á Klopp vagninn þegar við förum í úrslitaleikinn í meistaradeildinni, kæri tækifærissinni.

      18
  21. Ekkert að segja um Liverpool annað en að borða hafragraut og lýsi og mæta til leiks næst.

    En er að horfa á Chelsea Sheffield. Þessi vítadómur handa Werner fenginn hjá VAR. Hvað er málið, hann tapar boltanum og er felldur og þá er víti ????

    Á ekkert að fara efna til fjöldamótmæla. Finnst að leikmenn og þjálfarar ættu að taka leikinn í sínar hendur.

    1
    • Ég mótmæli þessu! Þetta var púra víti! Markmaðurinn fór í Werner sem sendi boltann vinstra megin við hann og ætlaði að sækja hann með því að fara hægra megin.

      1
  22. Djöfull var þetta glatað, í næsra leik þá er eins gott að það verði engin miðjumaður í vörninni.
    Ég vil sjá Klopp skella báðum nýju varnarmönnunum inná og setja Henderson með Thiago og Fabinho á miðjuna.

    Ég hef aldrei slökkt á Liverpool leik á ævi minni en ég gerði það áðan eftir skituna hjá Alisson.
    Núna þarf að setja menn í réttar stöður og koma sóknarleiknum aftur á fljúgandi siglingu, bakverðirnir með fremstu mönnum og Fabinho að verjast fyrir framan vörnina.

    5
  23. Ótrúlegt hvernig fólk hérna talar um Klopp. Ég bara trúi ekki þessari vanvirðingu við manninn sem gjörsamlega sigraði hjörtu fótbolta heimsins og skilaði langþráðum titli í hús. Já liðið er sprungið, og ég er sammála mörgu, en þessir menn gáfu okkur besta fótbolta í heimi í tvö ár. Englandsmeistarar, Evrópumeistarar og Heimsmeistarar a tímabili. Fínt að stefna á betri fótbolta núna og þá koma úrslitin líka.

    Áfram Klopp og áfram Liverpool!!!

    42
  24. Skita, já algjör skita og þá er ég ekki að tala um Liverpool liðið. Nei, ó nei…..ég er að tala um þá sem skrifa hér inn og hrauna yfir mann og annan með gífuryrðum og telja sjálfa sig nafla alheimsins og allt vitrænt rúmist í þeirra höfði. Ég er að tala um þá sem heimta að hausar fjúki og allt sé rangt við liðið okkar. Auðvitað er fúlt að tapa og það er líka fúlt að verða fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum annarra liða og það er ömurlegt að vera allt í einu í þeirri stöðu að met falla sem maður vill ekki vita af. Vitræn umræða er af hinu góða og auðvitað má maður vera fúll út í liðið sitt eftir svona leik sem þrátt fyrir allt var ekki alslæmur. Það er ekkert að því að gagnrýna og það er ekkert að því að hafa skoðanir en ég skil ekki að menn þurfi að vera með skítkast sem gleður enga nema andstæðinga okkar. Það er mótvindur í augnablikinu en ég trúi því að við fáum byr í seglin fljótlega og endurheimtum vopn okkar. Við munum komast aftur á sigurbraut og við munum aftur fá tækifæri til að skjóta létt á andstæðinga okkar. En sýnum okkar mönnum virðingu fyrir allt sem þeir hafa gefið okkur undanfarna mánuði og stöndum með Klopp og liðinu og sýnum að við séum stuðningsmenn en ekki niðurifsseggir.
    YNWA

    31
    • Algjörlega sammála. Hættum þessari neikvæðni. Þetta er ekki búið að vera eðlilegt mótlæti sem liðið er búið að lenda í.

      11
    • Alltaf hefur mér verið illa við fólk sem vill hefta skoðanafrelsi einstaklinga, alve sérstaklega.

      1
      • Og mér er slétt sama þó þér sé illa við mig þ.e.a.s. ef þú ert að beina orðum þínum til mín. Annars er ég fylgjandi skoðanafrelsi og þess vegna leyfi ég mér að hafa skoðanir. Ég leyfi mér líka að benda á það sem mér finnst miður fara en reyni af fremsta megni að sleppa gífuryrðum. En þú hefur það bara eins og þú vilt góði og heldur vonandi bara áfram að styðja þína menn í blíðu og stríðu.
        YNWA

        2
      • Gott að heyra, ekki reyna það þá næst góði, að hefta skoðana/tjáningarfrelsið. Það eru einmitt gífuryrði. Gott að lesa að slíkt gerist ekki aftur.
        Að sjálfsögðu leggjumst við á plóg okkar liðs og styðjum til enda.

  25. Að hafa bæði Hendo og Fabinho í miðverðinum gerði okkur veika fyrir á miðjunni. Skil ekki í Klopp að setja ekki Kabak í miðvörðinn í stað Hendo. Nú er bara að einbeita sér að tryggja meistaradeildarsætið og fara langt í meistaradeildinni. Titilvörnin er farin í vaskinn og fyrir því eru ýmsar ástæður og sú helsta eru meiðsli sem engin önnur lið hafa þurft að díla við. Þá er greinilega að merkja þreytu í nokkrum leikmönnum. Að ná meistaradeildarsæti er ásættanlegur árangur miðað við allt mótlætið.

    3
  26. Góð og nauðsynleg skýrsla sem greinir vandann. Slær niður þetta rugl með skiptingar Klopps í leiknum. Einu langar mig samt að bæta við. Sjálfstraust Alisson þegar hann er að dútla með boltann rétt við tærnar á andstæðingnum hefur lengi farið í taugarnar á mér. Vonandi verður honum ekki spilað fyrr en búið er að taka til í hausnum á honum. Kann ég þó vel að meta færni hans að öðru leyti.

    4
  27. Sæl öll,
    góð lið refsa fyrir mistök og refsa mikið fyrir gjafir, mér leið eins og ég væri að horfa á ljón tæta bráðina í sig við þessar gjafir frá Alison og liðið átti ekki sêns eftir það.
    Fyrst af öllu, það er fásinna að vilja Klopp out og allt það og Alison varð ekki slæmur markmaður á einum degi, hann er enn einn sá besti! Munurinn á liðunum í gær var breiddin. Margir hjá Liverpool voru sprungnir og fremstu þrír algerlega out síðustu 10min. City á enn Augero inni en við erum með Origi næstan á eftir Jota. Mér finnst Ox betri en Shaqiri og er miðjusvæðið vel mannað. Við þurfum betri breidd í vörn og sókn til að geta haldið uppi titilvörn. Það vilja allir vinna ríkjandi meistara sem þurfa að hafa breidd til að takast á við 38 úrslitaleiki!

    5
  28. Kæra Liverpool fjölskylda. Liverpool olli mér miklum vonbrigðum í gær. Nú ríður hins vegar á að við stöndum saman. Við megum ekki falla í þá gryfju að leggja einstaka leikmenn í einelti. Alisson sem varla steig feilspor fyrstu 2 árin sín í Liverpool treyjunni er enn frábær markmaður og var valinn besti markmaður heims 2019 og einnig valinn í úrvalslið heimsins 2020. Okkar ástkæri Þjálfari sem 2 ár í röð hefur verið kjörinn besti þjálfari heims hefur ekkert breyst og er enn frábær þjálfari. Ég bara man ekki eftir að nokkurt meistaralið í sögu Premier League hafi orðið fyrir öðru eins mótlæti og þetta lið. Í jólamánuðinum var heilt byrjunarlið á meiðslalistanum þar á meðal margir lykilleikmenn liðsins. Auðvitað kemur þetta niður á spilamennsku liðsins sérstaklega þegar lykilleikmönnum er spilað úr stöðum. Ég er handviss um að Klopp nær að snúa genginu við á vormánuðum. Það væri ekki leiðinlegt að fara langt í Meistaradeildinni eða jafnvel vinna hana. Treysti Klopp fullkomlega fyrir því . Áfram Liverpool.

    21
  29. Æji hvað ég nenni ekki að angra mig á þessu, þetta er búið og gert.
    Núna þurfa leikmenn að stíga upp og sýna af hverju þeir eru meistaranir og fara að njóta þess að spila sem slíkir.
    Það eru komnir inn varnarmenn sem geta spilað vörn, Jota er að koma til baka ásamt Keita og ég hef fulla trú á því að liðið fari nú að komast á flug aftur.

    3
  30. Sælir félagar

    Ég var mjög ósáttur við Alisson í gær svo ekki sé meira sagt. Það er auðvitað ekkert sem afsakar frammistöðu hans í leiknum. Það er svo líka annað hvort við getum fyrirgefið honum þessi tvöföldu mistök og að verja ekki skotið frá Foden. Ég fyrir mína parta mun fyrirgefa honum þetta allt. Það er þó alveg ljóst að Alisson verður að taka til í hausnum á sér og sérstaklega þá hrokfullu framkomu að vera að dúlla með boltann við tærnar á sóknarmönnum andstæðinganna. Eins og Klopp segir; hann mun læra af þessu og hann mun aldrei gera þetta aftur. Vonum að svo verði og vonum að hann komi til baka sem enn sterkari og öruggari leikmaður.

    Hitt sem ég vil ræða hér eru kaup LFC á tveimur varnarmönnum sem ekki var hægt að nota í gær??? Það er mér hulin ráðgáta af hverju Kabak var ekki inná í leiknum eða notaður sem varamaður og Ben Davies var ekki einu sinni í hóp. Sumar ákvarðanir Klopp undanfarið og í þessum leik orka tvímælis og maður spyr hvort álagið sé að fara með þennan snilling. Haft er eftir Carra að það séu komnar alvarlegar spurningar hvað Klopp varðar. Það kann að vera rétt en ennþá treysti ég manninum sem kom liðinu á topp Ensku deildarinnar og færði okkur titilinn en það má samt spyrja: hvað er eiginlega í gangi hjá honum og liðinu?

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  31. Er nokkuð viss um það að ef Klopp hefði sett annan eða báða nýju miðverðina í liðið en úrslitin verið þau sömu hefðu menn orðiið vitlausir yfir því líka.

    1
  32. Klopp verður einfaldlega að setja þessa varnarmenn inná og leyfa þessu að hafa sinn eðlilega gang..þetta er ekki VVD og Gomez við vitum það öll og það er ekki fræðilegur séns að þessir menn haldi hreinu og við munum leka inn mörkum..vitiði hvað ? mér er sama.

    Ég vill sjá eðlilega uppstillingu og fá Fabinho og Henderson á miðjuna aftur..Klopp er svo með ógrynni af góðum leikmönnum með þeim það mun koma meiri jafnvægi á liðið þegar þeir fara aftur á sína staði ég er handviss um það.

    Ég er algjörlega viss um að þegar Klopp getur sett þá 2 Fab og Hendo á miðjuna og valið svo hvort það er Thiago ,Curtis,Winjaldum sem fer á miðjuna með þeim og svo gert breytingar á miðjuni ef menn eru að þreytast ..hversu gott væri að fá óþreyttan Winjaldum og eða Thigao/Curtis í staðinn ?

    Ég ætla allavega vona að í næsta leik þá sjáum við þá á miðjuni ég neita að trúa öðru.

    7
    • Algjörlega sammála, við urðum Englandsmeistarar með yfirburðum með þá Henderson, Fabinho og Winjaldum á miðjunni og þetta er svo mikilvæg staða að það er ekkert auðvelt þegar það er búið að taka bæði Fabinho og Henderson og setja þá í vörnina og alltaf með örþreyttan Winjaldum á miðjunni.

      3
  33. Ég nennti ekki að lesa það sem skrifað er hér, því ég veit hvað þar stendur. Ég stend með mínum mönnum í blíðu og stríðu.

    6
  34. Ég trúi á að breytingar verði gerðar á liðinu í næsta leik. Vona að það verði miðverðir í miðvarðarstöðunum og miðjan sett upp eins sterk og mögulegt er. Augljóst í mínum huga að miðjan er ekki að skila sínu og þar af leiðir að sóknin er of hæg og fyrirsjánaleg. Núna erum við staddir þar sem við erum staddir og sú staða kallar á breytingar til hins betra. Ég í það minnsta neita að trúa því að ástandið sé jafn djöfullegt eins og sumir vilja meina, en slæmt er það. Annað sem kemur mér dálítið á óvart er hvernig Klopp virðist koma fyrir í viðtölum (sumt er eflaust skáldskapur) Hann er dálítið mikið í hlutverki fórnalambsins og hefur aðeins tínt töffaranum og baráttujaxlinum. En hann birtist vonandi aftur fljótlega og við siglum öll saman til góðra verka. Akkúrat núna þurfum við á því að halda að verja okkar ástkæra lið með jákvæðni og trú og það á við um alla, hvort sem menn eru stuðningmenn, leikmenn eða þjálfarar 🙂
    YNWA

    4
  35. Fyrsta mark Man City frekar líkt fyrsta (og eina…) marki Brighton og má kannski skrifa á að við erum ekki að spila með miðverði (markvörður ver, boltinn út og varnarmenn enn að hlaupa tilbaka – varla í stöðu). Reyndar svipað með markið hans Sterling – einn og óvaldaður – spurning hvort „nátturulegur“ varnarmaður hefði ekki elt hann betur.
    Henderson og Fab hafa staðið sig vel sem miðverðir en ég hefði allan daginn vilja sjá Henderson á miðjunni og einhvern af þessum 3 miðvörðum sem við þó höfum með Fabinho. Það sást líka í þessum leik að þegar allt var komið í vaskinn stalst Henderson yfir miðjuna og átti ágætis sendingar fram. Held að þegar við náum að spila Henderson og Thiago á miðjunni séum við aftur að tala saman.

    2
  36. Það eru ekki alltaf jólin.
    Það er hinsvegar fáránlegt að ráðast að Klopp eða einstaka leikmönnum. Klopp er búinn að skila Meistaradeildinni og Englandsmeistaratitili. Hvorki meira né minna!
    Eru allir búnir að gleyma hvernig ástandið var þegar hann tók við?
    Hann er einfaldlega besti framkvæmdastjóri í heimi.
    Af þrem miðvörðum liðsins eru fjórir búnir að vera meiddir. Og það er ekki ýkjur. Að spila Henderson og ,,hafsentinum” Fabinho í miðju varnarinnar er fullkomin neyðarráðstöfun og reyndar ótrúlegt að við værum á toppnum um jólin.
    Það er hægt að gagnrýna að við keyptum ekki miðvörð í byrjun janúar en það var örugglega ekki auðvelt að fá topp leikmann á ,,réttu” verði. Að vera miðvörður í þessu liði er ekki á færi marga. Er einhver í ensku deildinni sem myndi gera það vel? Veit það ekki, hugsanlega, en ekki margir. Mikið af góðum varnarmönnum en í Liverpool verður þú að senda ,,Sigurvinsson” sendingar fram á völlinn og vera virkur í sókn. Það er fáum gefið.
    Skemmtum ekki skrattanum stöndum með okkar mönnum og okkar liði.
    YNWA

    12
  37. Það berast nú fréttir af því að Klopp sé búinn að missa klefann og að stuðningsmenn séu að missa trúnna á Klopp og liðið.

    Í mínum huga er það ekkert annað en sturlað rugl og kjaftæði.

    Hef engar áhyggjur af Klopp og leikmönnum liðsins en aftur á móti miklar af ótrúlegum meiðslum og glæpsamlegri dómgæslu sem við verðum fyrir barðinu á í meira mæli en áður þekkist.

    Sammála öllum þeim sem hafa trú og styðja liðið fram í rauðan dauðann.

    Áfram Liverpool!

    4
    • Þessar “fréttir” sem þú talar um eru bara einhverjir íslenskir misvitrir “sérfræðingar” Það er bara algjör heimska að halda þessu fram og vera sí og æ að koma með einhverjar fyrirsagnir til ess að ná í athygli. Það er einhver lýsandi hjá síminn sport sem er að koma með svona rugl. Ekki eru þeir nú mjög frambærilegir þessir lýsendur hjá síminn sport flestir. Það er oft best að hlusta bara þá ensku og setja hina á MUTE ! Liverpool er bara í lægð og áður höfum lent í lægð einmitt um þetta leiti á tímabilinu undir stjórn Klopp, munurinn núna er bara sá að við erum með næstum því heilt lið frá vegna meiðsla.

      Áfram Liverpool !

      4

Byrjunarliðið gegn City: Alisson snýr aftur í markið

Gullkastið – Það er alltaf næsta tímabil