RB Leipzig er besta lið Austur-Þýskalands frá því að múrinn féll og líklega besta lið gömlu austur-Evrópu eins og hún var skilgreind í kaldastríðinu. Nokkuð magnað í ljósi þess að árið 2009 var félagið ekki til og liðið spilaði ekki í Bundesliga fyrr en tímabilið 2016-17.
RB Leipzig hefur síðan þá verið óvinsælasta lið Þýskalands, mun óvinsælla en FC Bayern þrátt fyrir að Muchen liðið hafi unnið helming allra titla frá stofnun deildarinnar. Reglurnar og kúltúrinn eru eins og flestir vita öðruvísi í þýska boltanum en við þekkjum t.a.m. frá Englandi, þeir vilja alls ekki að þýski boltinn verði tekinn frá stuðningsmönnunum og endi þess í stað hjá sálarlausum fyrirtækjum eða auðjöfrum sem eru fyrst og fremst að hugsa um hagnað og athygli. Nokkurnvegin eins og gerðist í Leipzig.
Reglur þýska knattspyrnusambandisins kveða á um að stuðningsmenn verði að eiga ráðandi (51%) eignarhlut í félögum sem keppa í þýskum deildarkeppnum. Bayer sem á Leverkusen og Volkswagen sem á Wolfsburg eru undanþegin þar sem þau félög hafa átt liðin í meira en tvo áratugi, það voru sem dæmi starfsmenn verksmiðjunnar sem stofnuðu Wolfsburg. Red Bull fann leið til að fara framhjá þessum lögum árið 2009 og voru tilbúnir til að byrja nánast frá grunni til að ná fótfestu í þýska boltanum. Red Bull keypti SSV Markranstädt, félag frá Leipzig sem var jojo milli utandeildar og 5.deildar. Til að komast framhjá 51% reglunni var gefið út ný hlutabréf í félaginu, Red Bull keypti 49% og hinn hlutinn var verðlagður gríðarlega hátt þannig að þeir gátu valið hverjir keyptu. Löglegt en augljóslega verið að sveigja gildandi reglur.
Red Bull sem er Austurrískt fyrirtæki hafði auðvitað áður keypt lið í heimalandinu og breytt því nánast algjörlega í auglýsingu fyrir Red Bull. Sá gjörningur var mun umdeildari að því leiti að Austria Salzburg var fornfrægt félag með alvöru sögu öfugt við SSV Markranstädt sem var stofnað eftir Seinni-heimsstyrjöldina og hafði aldrei getað neitt. Tókum betur á sögu RB Salzburg og manninum á bak við Red Bull í upphitun árið 2019.
Vita hvað þeir eru að gera
Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á viðskiptamódeli Red Bull í knattspyrnu er erfitt að þræta fyrir það að þeir vita hvað þeir eru að gera og eru tilbúnir að fylgja eftir langtímamarkmiðum.
Leipzig og Austur-Þýskaland var sem dæmi ansi óplægður akur eftir áratuga niðursveiflu knattspyrnuliða svæðisins sem komu í mun veikari stöðu inn í sameinað Þýskaland árið 1989 en öll þessi vestur-þýsku lið sem við könnumst svo vel við. Leipzig er stærsta borg gamla Austur-Þýskalands (á eftir austurhelmingi Berlínar) og telur í dag um 600.000 íbúa og um helmingi fleiri með nærliggjandi bæjum. Það er nokkuð magnað að stórar borgir í miðri Evrópu eins og Dresden og Leipzig eigi ekki knattspyrnulið með merkilegri sögu en raunin er. Dresden svæðið er svipað og telur um 1,3 milljón íbúa. Það eru ekki nema 100km á milli þessara borga og því ljóst að þarna er fjölmennt svæði með ekkert alvöru knattspyrnulið í fremstu röð.
Annað sem vann með Leipzig var að borgin átti sjálfan Zentralstadion leikvanginn sem var orðið í minni notkun en Laugardalsvöllur. Zentralstadion er sögufrægur völlur sem tók yfir 100.000 áhorfendur áður en hann var endurbyggður árið 2004. Lokomotive Leipzig spilaði á þeim velli áður en múrinn var rifinn og mættu sem dæmi 90.000 manns að sjá Maradonna og Napoli í Evrópuleik árið 1988. Það vantaði ekkert knattspyrnuáhuga í Austur-Þýskalandi.
Zentralstadion var eini leikvangurinn frá Austur-Þýskalandi á HM 2006 en eftir HM var erfitt fyrir neðrideildarlið að standa undir kostnaði við rekstur vallarins. Red Bull samdi því við borgaryfirvöld um leigu á leikvangnum og jafnfram um nafnarétt vallarins til a.m.k. 2040. Hann heitir því Red Bull Arena í dag.
Hugmyndin var að breyta nafni félagsins í Reb Bull Leipzig einnig og halda margir að það sé svo en raunin er að félagið heitir Rasen Ballsport Leipzig sem er basicly bara bull. Þeir máttu ekki heita eftir eftir stórfyrirtækinu sem þeir eru hvort eð er alltaf kenndir við.
Stuðninsmenn annarra liða horfa á Leipzig liðið sem auglýsingu fyrir Red Bull og hafa töluvert til síns máls. Undanfarin ár hefur verið hálfgerð keppni milli þeirra í að mótmæla tilverurétti Red Bull Leipzig
Fan groups around the Bundesliga routinely boycott trips to Red Bull Arena, and nearly all of them display banners with biting slogans. “Sometimes I feel that there’s a competition between the fans of other clubs to do the strongest action against Red Bull,” says Frank Aehlig, a former Bundesliga manager and executive at RB Leipzig, who now works at FC Koln. (The president of another rival, FC Augsburg, even formed his own group of investors in an attempt to wrest control of Leipzig, but failed.)
“We call Leipzig’s supporters ‘customers,’ because that’s what they are,” says Sue Rudolph. A fan activist for Fortuna Dusseldorf, a team struggling to avoid relegation, Rudolph resents Leipzig’s presence in the Bundesliga table, let alone at the top of it. “It just feels so unfair,” she says. “What they’ve done is not a fairy tale. It’s just money.”
Þetta félag þætti ekki eins stórt tiltökumál í hinum stóru deildunum enda þekkjum við miklu verri dæmi (Chelsea/Man City/PSG) en nokkurntíma Leipzig. Það er ekki þannig í Þýskalandi, þeir hafa verið með lítið breytt fyrirkomulag frá sjötta áratugnum og er aðal áherslan á local aðdáendur.
Framkvæmdastjóri Dortmund kom með nokkuð góða punkta í viðtali við ESPN í fyrra varðandi þeirra hugsun hvað þessa peningavæðingu fótboltans varðar:
Cramer attends games around the world, but he is inevitably disappointed. England has fine stadiums, he admits, “but the atmosphere even at Anfield is not the same as the atmosphere in German stadiums.” Perhaps his biggest letdown was Barcelona’s Camp Nou, which he describes as “a stadium full of people who were not interested in football, but interested in a celebrity from Argentina.” Far too many clubs, he believes, exist as investment vehicles for their owners or to serve a political or social agenda. “I could never work for a club like Paris,” he says, alluding to PSG’s position as a wholly owned subsidiary of the Qatari government.
These days, Borussia Dortmund acts as a lighthouse for the people of the Ruhr Valley. “And this lighthouse,” Cramer says, “must be protected.” He could rip out half the standing places in Signal Iduna Park’s famous Yellow Wall of supporters and put in expensive seats. That would increase team profits, but at what cost to the social fabric? It is telling, he says, that no equivalent to the Yellow Wall exists at Red Bull Arena. “Where do the hard-core fans of Leipzig stand? Is it the west? The north? The south? The east? No one knows.”
Það er erfitt að þræta fyrir þetta og engin kjarneðlisfræði á bak við það að stemmingin í Þýskalandi er almennt miklu betri en í Englandi sem dæmi.
Ralf Ragnick
Leipzig fór upp úr fimmtu deild strax í kjölfar þess að Red Bull keypti félagið, þeir voru hinsvegar þrjú tímabil í fjórðu deildinni. Hjólin fóru ekki almennilega að snúast fyrr en þeir réðu Ralf Ragnick til að hafa yfirumsjón með knattspyrnuliðum Red Bull árið 2011.
Fjölmargir af þeim toppþjálfurum sem eru starfandi í dag eru undir sterkum (beinum eða óbeinum) áhrifum hugmyndafræði og þjálfunaraðferðum Ragnick. Margir þeirra hafa unnið fyrir hann eða verið partur af aðstoðarteymi hans en síðar orðið stjórar.
Hann var einn af þeim fyrstu til að innleiða og ná árangri með hið svokallaða Gegenpressing, nokkurnvegin það sem Jurgen Klopp hefur gert eftir að hann fór að þjálfa. Ragnick mótaði einmitt sína hugmyndafræði hjá Stuttgart sem ungur þjálfari, uppáhaldsfélagi Klopp í æsku. Ragnick var einnig einn af frumkvöðlum svæðisvarnar í nútímafótbolta.
Þýski fótboltinn í heild hefur undanfarin ár að mestu þróast í átt að því sem lið Ragnick voru að reyna gera í upphafi aldarinnar og eru stjórar eins og Julian Nagelsmann, Thomas Tuchel, Ralph Hasenhüttl, og Jürgen Klopp allt miklir Ragnick menn og hafa hrósað hans starfi.
Red Bull er auðvitað moldríkt fyrirtæki og gat léttilega keypt sig upp um neðri deildir Þýskalands en gerðu það alls ekki með þeir hætti sem maður myndi halda (og gera ekki enn). Þeirra stefna er að kaupa unga og hungraða leikmenn sem hægt er að móta í annaðhvort aðalliðsmenn eða selja þá áfram. Red Bull hefur átt fimm lið í fjórum heimsálfum og notar þau óspart til að þróa bæði leikmenn og þjálfara sem fá svo stöðuhækkun í stærra félag ef þeir standa sig vel. Þeir hafa í raun aldrei keypt stjörnu fyrir háar fjárhæðir, allir leikmenn sem þeir kaupa eru leikmenn sem flest stóru liðin gátu alveg keypt líka. Þeirra njósnaranet er hinsvegar mjög öflugt og með þekkingu á fjórum heimsálfum. Eins er félagið með mjög skýra stefnu sem þeir fara eftir sem gerir samsteypuna í heild mun skilvirkari.
Red Bull leggur nefnilega ekki síður áherslu á það að þróa unga og ferska þjálfara en unga leikmenn. Það er mun ódýrara og skilvirkara að ráða stjóra sem þekkir allar þjálfunaraðferðir og kúltúr félagsins heldur en að fá nýja stefnu með nýjum stjóra i hvert skipti. Ralf Ragnick var þannig ekkert bara yfirmaður knattspyrnumála hjá Leipzig heldur öllum félögunum í þeirra eigu.
Ragnick er þess utan það hæfur stjóri að hann tók sjálfur við Leipzig eitt tímabil til að bíða eftir Julius Nagelsmann sem var laus ári seinna og er nú stjóri félagsins. Stjóri sem stendur sannarlega fyrir því sem Red Bull predikar og er einn efnilegasti knattspyrnustjóri í heimi.
Undir haldleiðslu Ragnick komast Leipzig upp allar deildirnar en þetta var þriðja liðið sem hann kom upp í Bundesliga. Hin eru Hannover og Hoffenheim, en hið síðarnefnda fór á enn skemmri tíma úr fimmtu deild í þá efstu. Julius Nagelsmann var einmitt að þjálfa í akademíu Hoffenheim í návígi við Ragnick og tók svo við liðinu aðeins 28 ára gamall.
Leipzig hefur síðan liðið kom upp um deild endað í 2. sæti, 6. sæti og tvisvar í þriðja sæti á eftir Bayern og Dortmund. Liðið sem kom upp var skipað ungum óþekktum og hungruðum leikmönnum sem þekktu sitt hlutverk upp á hár og gátu spilað gríðarlega orkufrekan og hraðan fótbolta sem féll vel að ímynd eigenda félagsins. Margir af þessum leikmönnum hafa síðan farið í stærri lið. Rétt eins og gerist hjá RB Salzburg. Margir af bestu mönnum Salzburg hafa einmitt farið í Leipzig, Naby Keita er einn þeirra en hann var frábær með Leipzig fyrstu ár þeirra í deildinni og þeirra helsta stjarna.
Framtíðarsýn Red Bull er að koma liðinu yfir þessa síðustu hindrun, FC Bayern en það er ekki líklegt til að gerast alveg á næstunni. Leipzig eru á þessu furðulega og afskaplega laskaða tímabili í öðru sæti Bundesliga og verða það líklega í vor einnig. Dortmund er í veseni á þessu tímabili og fyrir utan þá er ekkert annað lið sem getur ógnað Bayern. Til að tryggja það er einmitt verið að slúðra um það núna að FC Bayern hafi tryggt sér þjónustu Dayot Upamecano á næsta tímabili, eina stærstu stjörnu Leipzig í dag. Það er eins og þeir leikmenn sem spili í Þýskalandi haldi að Bayern sé landsliðið því þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem Bayern fær bestu leikmenn andstæðinganna. Þeir eru ekki félag í eigu auðjöfra en það er ekkert eins og Bundesliga sé deild þar sem allir eru jafnir, Bayern hefur unnið helminginn af öllum titlum frá upphafi og slá með svona leikmannakaupum jafnan tvær flugur í einu höggi. Þó að Leipzig sé gríðarlega óvinsælt gæti deildin til lengri tíma þurft þá eða annað sterkt lið sem getur ögrað Bayern. Deildin hefur verið handónýt síðan Klopp fór frá Dortmund.
Nagelsmann hefur gert góða hluti með liðið, rétt eins og forverar hans í starfi eins og t.d. Ralph Hasenhüttl, það er samt miklu líklegra að hann taki við Bayern eða öðru risaliði áður en Leipzig vinnur deildina næst skv. núverandi módeli.
Liverpool í krísu
Hugmyndafræði Red Bull og ekki síst Ralf Ragnick fellur mjög vel að öllu því sem FSG vill gera í íþróttum. Enda hafa góð viðskipti átt sér stað milli FSG og Red Bull undanfarin ár og ekki ólíklegt að á því verði framhald. Sadio Mané, Naby Keita og Minamino eru allt leikmenn úr Red Bull skólanum og það er ekki tilviljun að Minamino fari til Hasenhüttl á láni (og beint í liðið hjá honum).
Það hefði verið mjög gaman að mæta þessu Leipzig liði fyrir fullum velli og með hið raunverulega byrjunarlið Liverpool. Þetta sem við erum að horfa á í vetur er ekkert það og að spila þennan leik í Ungverjalandi fyrir tómum velli lýsir þessu tímabili ágætlega.
Þegar að James Milner fór af velli um helgina voru 10 fullorðnir leikmenn komnir á meiðslalistann. Af þeim sem spiluðu voru svo nokkrir sem eru tiltölulega nýkomnir úr meiðslum. Ben Davies náði að meiðast áður en hann gat spilað leik fyrir Liverpool, betur er ekki hægt að skilgreina þetta viðbjóðslega tímabil. Hann er bókstaflega vara-vara-vara-vara-varamiðvörður Liverpool í dag og það er ekki einu sinni það mikil spenna að sjá hann spila. M.a.s. Origi náði að meiðast til að vera nú ekki skilinn útundan. Reyndar óvíst hvort það hafi veikt liðið.
Byrjunarliðið verður skipað blöndu af þeim sem eru leikfærir án þess að taka of mikinn séns fyrir næsta deildarleik. Fyrir hvern einasta leik hafa komið fréttir af einhverjum nýjum meiðslum þannig að það er erfitt að segja til um hver það verði núna en skjótum á þetta lið:
Trent – Kabak – Henderson – Robertson
Jones – Thiago – Wijnaldum
Salah – Firmino – Mané
Sama byrjunarlið og í síðasta leik fyrir utan að Milner er meiddur og Thiago kemur inn aftur. Á bekknum höfum við að öllu óbreyttu Shaqiri og Ox og ekkert annað.
Umræðan í aðdraganda leiks
Van Dijk, Gomez og Matip eru allir frá út tímabilið – bókstaflega hjartað í varnarleik liðsins.
Fabinho var ólíklegur fyrir næstu tvo leiki skv. Klopp fyrir Leicester leikinn og hefur verið að lenda í svipuðum meiðslum af og til í vetur.
Diogo Jota sem meiddist í 6-8 vikur í Midtjylland leiknum mun að öllum líkindum verða frá í alveg 10-11 vikur.
Naby Keita er líklega næst því að koma til baka og þ.a.l. er hann einnig líklegastur til að meiðast næst. Hann var í byrjunarliðinu í öllum fjórum leikjunum þar sem Liverpool skilaði bestum tölum hvað pressu varðar (gegenpressing).
Ben Davies er bara í alvörunni meiddur nú þegar! Hvað náði hann mörgum æfingum?
Origi er meiddur aftan í læri
Milner er óljóst hvað verður lengi frá
Kelleher er m.a.s. meiddur, helvítis varamarkmaðurinn!
Meiðslalistinn í vetur hefur verið á þessum nótum í meira og minna þrjá mánuði.
Hvað sem öllum sálfræðigreiningum líður og hvað þá knattspyrnufræðilegum er þetta ástæðan fyrir því að það gengur svona illa núna. Þetta er líka ástæðan fyrir því að liðið brotnar miklu meira við mótlæti. Gerið endilega grín að Mentality Monsters frasanum hjá Klopp núna þegar á móti blæs. Hann átti vel við um það lið, þetta er bara skel af því liði.
Þetta er líka ástæðan fyrir því að sóknarlínan á svona miklu meira erfitt uppdráttar núna en áður þrátt fyrir að fremstu þrír séu að mestu búnir að haldast heilir. Mo Salah er reyndar ef ég man rétt markahæstur í deildinni. Þeir treysta rétt eins og aðrir í liðinu á liðið fyrir aftan sig. Við höfum undanfarin 2-3 ár hrósað Liverpool fyrir það að spila sem lið, eftir bestu leikina er jafnan erfitt að velja mann leiksins því að meira og minna allt liðið kom til greina. Þegar þú tekur hryggsúluna að mestu út úr þessu liði er pottþétt að botninn mun að stórum hluta detta úr leik liðsins. Það er satt að segja magnað að Liverpool er ennþá “ekki nema” sex stigum frá 2. sæti.
Öll lið þurfa að takast á við meiðsli yfir heilt tímabil, Liverpool fékk alveg sinn skerf í fyrra sem dæmi, þetta í vetur er samt á allt öðru leveli og ofan á margt annað sem gerði þetta tímabil alveg nógu erfitt fyrir.
Klopp er ekki búinn að missa klefann, ég veit ekki um neinn sem myndi ekki frekar selja alla leikmenn liðsins frekar en að láta Klopp fara og gengi liðsins hefur lítið sem ekkert með andlát móður hans að gera. Auðvitað tekur það á hann en guð minn góður hvað margar af þeim vangaveltum sem maður hefur lesið á twitter og víðar eftir Leicester leikinn hafa verið vandræðalegar.
Liverpool var nota bene að spila vel gegn Leicester þar til þeir fengu að njóta vafans í einhverju sem allir sáu sem nokkuð augljósa rangstöðu til að komast inn í leikinn. Mistök byggð á misskilningi Kabak og Alisson í öðru markinu komu í kjölfar þess að sókn Leicester hefst með því að Johnny Evans hendir Mane í burtu með báðum höndum, það þurfti ekki einu sinni endursýningu til að dæma það. Hrun síðustu mínúturnar í þeim leik, ekki spurning, en svona stór moment skera jafnan úr um leiki. Þetta var ekki beint að gerast í fyrsta skipti í vetur.
Alisson er sem dæmi að fara í gegnum slæman kafla eins og er, hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að fjórir til fimm af þeim sem hafa verið að spila næst honum á vellinum eru ekki með og í staðin er samansafn af random leikmönnum en nánast aldrei þeir sömu milli leikja. Gæti það verið grunnurinn?
Spá
Leipzig er með nokkurvegin fullmannað lið, þeir gátu hvílt lykilmenn um helgina og spiluðu degi fyrr en Liverpool. Þetta vinnur ekki beint með okkur. Ég er bara alls ekki bjartsýnn fyrir þennan leik gegn mjög spræku og vel þjálfuðu liði Nagelsmann. Þeir fóru illa með Man Utd í vetur og geta sannarlega verið okkur erfiðir án svona margra lykilmanna.
Tæki 1-1 jafntefli núna og vonast til að vera með stærri hóp fyrir seinni leikinn sem verður reyndar líklega ekki á Anfield.
EMK
Sæl og blessuð.
Takk fyrir þessa upphitun. Svo satt og rétt!
En hvernig sem á það er litið þá er þetta CL dæmi eini sénsinn á að ná einhverju þennan veturinn!
Jæja það er ekkert nema áfram gakk fyrir okkar menn vonandi ná þeir úrslitum á móti góðu liði RB sem hafa náð að hvíla leikmenn fyrir leikinn líka.
Já þetta er okkar eini séns að ná eitthverju á þessu tímabii en þegar þú ert að fara gegn bestu liðum evrópu þá er erfitt að sjá í gegn um göngin og að vera bjartsýnn fyrir hann gegn góðu og öflugu liði RB.
Annars langaði manni bara segja hlítur að vera erfiður tími fyrir Klopp sérstaklega ný búinn að missa móður sína og komst ekki í jarðarförina sökum Covid þetta er ömurlegt og maður finnur til með honum.
Mér er sama þó við lendum í 10 sætinu á þessu tímabili ég styð Klopp og Liverpool 100% !!!
YNWA !
———————–Alisson——————-
Trent—–Phillips—-Kabak—-Robbo
———-Jones—Hendo—Thiago——-
———Salah—–Firmino—-Mane——
Svona vil ég sjá liðið, miðverði í miðverðinum og miðjumenn á miðjunni.
Takk fyrir þessa samantekt, sammála öllu hér.
Talandi um rangstöðuna þá var VAR línan víst sett á skuggann af fæti Firmino og línan dregin á röngum stað sf ermi Amartey’s. Þetta sést þegar myndir eru stækkaðar og sýnir hversu mikil endaleysa þessar mælingar eru. Það er augljóst með berum augum að það er rangstæða og að sóknarmenn Leicester hafa náð forskoti þegar boltanum er sparkað. Þetta er augljóstog, það á að hætta þessum mælingum skoða myndirnar og meta með reyndum augum. Það verða varla gerð meiri mistök þannig en nú þegar eru gerð.
https://www.givemesport.com/1649989-liverpool-analysis-claims-leicester-equaliser-was-offside-despite-var-ruling
Sælir félagar
Takk fyrir frábæra yfirferð á báðum liðum Einar Matthías. það er raunsönn lýsing á Liverpool liðinu að það sé ekkert nema skelin nú um stundir. Liðið er skurn sem er nánast tóm að innan og aðferðin sem beitt hefur verið tið að fylla upp í hana verður að breytast. Það gengur ekki lengur að slægja miðjuna til að fylla upp í vörnina. Ég er því fyllilega sammála Red hér fyrir ofan að Klopp verður að láta varnarmennina spila vörnina og miðjumenn á miðjuna.
Hitt hefur sannað sig í síðustu leikjum að gengur ekki. Ef ráðum mínum (og Red) verður fylgt getur gengið ekki versnað. Það er að segja við töpum leiknum í versta falli en það er nákvæmlega það sem hefur verið að geras undanfarið. Það breytist ekki nema uppsetningu liðsins verði breytt þannig að leikmenn séu að spila sínar stöður og standi og falli með frammistöðu sinni þar en ekki í stöðum sem þeir eiga ekki að vera spila.
Það er nú þannig
YNWA
Algjörlega sammála öllum félögum mínum hér að ofan og þakka sömuleiðis Einari fyrir flottan pistil, setur hann í vinkilinn eins og fyrri daginn!
Þó mig hrylli við þeirri tilhugsun þegar kemur að því að Klopp hætti með Liverpool, spurning hvort við ættum að undirbúa farveginn fyrir Julius Nagelsmann? Svona í ljósi hugmyndafræðinnar sem hann og fleiri fylgja í “gegenpressing”?!
Þetta verður enn einn snúinn leikur. Við munum skora en stóra spurningin er sú hvort menn séu tilbúnir andlega í verkefnið. Það má kalla mig svartsýnann en menn verða að ná andlegu jafnvægi til að ná árangri í þessari síðustu keppni okkar til að ná í titil, þrátt fyrir öll meiðsli, mótlæti í dómgæslu, menn spilaðir úr stöðu, örþunnur bekkur og fleira, þá er byrjunarliðið okkar alls ekkert verra en hjá öðrum. Ef menn hafa náð tök á andlegu jafnvægi ( raunar mjög stuttur tími) að þá sé ég okkar lið alveg taka þessa keppni. En þá þurfa menn að vera 100% í höfðinu, og ekki bara nokkrir heldur allir.
Þetta er okkar stærsta áskorun það sem eftir lifir tímabilsins. Mistök eru eðlileg, því allir gera mistök.
Að missa einbeitinguna hefur kostað okkur langmest og vona ég svo sannarlega að klopp hafi unnið mikið með það.
Fljótlega munu fleiri menn bætast við, bæði í byrjunarliðið og ábyggilega meiðslalistann líka.
En takist að halda einbeitingunni 100% (ég geri mér fulla grein fyrir því að það er afar erfitt verkefni) að þá munum við taka 2. Sætið og vinna meistaradeildina.
(Það er bara einn löstur, ég á bágt með að trúa að það takist, en vonast til þess að ná 3.sætinu þrátt fyrir að vinna ekki meistaradeildina).
Það er þó gott að hafa eitt sem erfitt er að taka af manni, og það er vonin.
Takk fyrir frábæra upphitun. Eigum við ekki bara að vinnan þennan leik? Það yrði svo svakalega góð tilfinning að gera gott mót í CL fyrst að þetta er að fara svona í deildinni hjá okkur núna.