Eftir vonbrigði sunnudagsins, og í raun allt þetta ár, þá er fínt að skipta aðeins um gír og fara í CL verkefni. Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef aldrei farið inn í CL einvígi, síðari leik með 0-2 sigur á bakinu en geta samt alveg séð fyrir mér að við föllum úr leik – kannski ekkert skrítið með 6 tapleiki í röð á Anfield, eitthvað sem einfaldlega er ekki boðlegt. Það eru þá kannski góðar fréttir eftir allt að leikurinn skuli fara fram á Puskas Arena.
Andstæðinginn þekkjum við. Einar Matthías gerði þeim virkilega góð skil, eins og við var að búast, í upphituninni fyrir fyrri leik liðanna um miðjan febrúar mánuð. Mæli með að rifja upp þá fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins.
Þetta er ekki flókið, okkur nægir hvaða sigur sem er, jafntefli eða eins marks tap. Allt annað en það þýðir vítaspyrnukeppni (0-2) eða það að tímabilinu sé þá formlega lokið. Liverpool er mikið í að slá met síðustu 2-3 árin eða svo, flest þeirra góð en undanfarið þessi met verið eitthvað sem við hefðum viljað sleppa. Það er eitt undir í kvöld, Liverpool hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í evrópu eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli.
RB Leipzig
Þetta RBL lið er ólíkindatól. Þeir virðast geta unnið hvaða lið sem er á sínum degi en jafnframt þá gera þeir sig stundum seka um barnaleg mistök. Síðasti útileikur gegn ensku liði fór ekkert sérstaklega, 5-0 tap á Old Trafford, en þeir hljóta að hafa séð okkar leiki undanfarið og séð að ef þeir ná inn fyrsta markinu þá gæti þetta orðið virkilega spennandi.
Það er allt allt annað form á RBL en okkar mönnum. Þeir sitja nokkuð örugglega í öðru sæti Bundesliga í bullandi titilbaráttu við Bayern og eru með 4 sigra í 4 leikjum síðan við mættum þeim fyrir s.a. 4 vikum síðan. Þeir mæta með sterkt lið til leiks, Angelino verður ekki orðinn tilbúinn fyrir þennan leik en annars ætti Nagelsmann að geta stillt upp sínu sterkasta liði.
Liverpool
Fyrir utan usual suspects þá er það Firmino sem bættist við langann meiðslalista og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld. Fabinho, sem byrjaði á bekknum gegn Fulham, ætti að vera klár í slaginn og bæði Kabak og Davies tóku þátt í æfingum fyrir þennan leik svo það verður forvitnilegt að sjá miðvarðadúettinn í kvöld – það er það reyndar alltaf en það er önnur (sorgar) saga. Milner er tæpur og var á séræfingum og er því tæpur fyrir kvöldið.
Ég ætla að skjóta á að Klopp stilli þessu svona upp, hann þorir ekki að fara með Kabak/Davies í miðverði og færa Fabinho (loksins) á miðjuna og Salah mun spila á toppnum í fjarveru Firminho með Jota og Mané fyrir aftan sig:
Alisson
TAA – Fabinho – Kabak – Robertson
Thiago – Gini – Jones
Jota – Salah – Mané
Spá
Það er smá hluti af mér sem getur alveg séð að við gerum okkur virkilega erfitt fyrir og gætum jafnvel séð leikinn fara í framlengingu. Ég ætla samt að hlusta á hina röddina í þetta skiptið sem segir að við vinnum þennan leik 2-1 með mörkum frá Salah og Jota. Við komumst yfir og róum taugarnar eftir erfiða byrjun og löndum þessu svo nokkuð þægilega þegar uppi er staðið.
Ég minni svo á Gullkastið frá því á mánudag, finnið það hér.
Þar til næst…
YNWA
Ég vona að Kabak og Philips fái að spila þennan leik saman í miðverðinum og Fabionho á miðjuna.
——————-Alisson——————-
Trent—-Philips—-Kabak—-Robbo
——————-Fabinho——————-
———–Thiago——Jones————
Jota————-Salah————Mane
Liðið hlýtur að rífa sig upp á rassagatinu og klára þennan leik
Spái þessu 2-1 fyrir okkur.
Ég vil frekar Fabinho og Kabak. Allt annað er stórhættulegt
Nei sammála Red vill sjá Fabinho á miðjuni þetta er fullreynt með hann í vörnini.
Ég er nánast sammála Red eins og fyrri daginn. Vil þó Davis inn í stað Pilips.
Miðjumenn á miðjuna og varnarmenn í vörnina og gefa Fabinho svo skotleyfi á markið, þoli ekki að sjá Liverpool eiga fyrstu tilraun á mark á 80 mínútu eins og hefur verið í nokkrum leikjum undanfarið. Þetta er einvígi sem við hreinlega verðum að klára að öðrum kosti finnst mér þetta tímabil stefna í eitt lélegasta tímabil okkar í mörg ár.
Ef eittvad lið er þekkt fyrir að bjóða uppá rússíbana fyrir okkur stuðningsmenn tá er tað okkar lið svo við gætum vel séð 0-2 tap í kvöld framlenging og vítakeppni eda einhverja fáránlega dramatík. Oft er tad samt tannig af ef liði gengur eins og okkur illa í deildinni þá er allt annað lið á vellinum í annarri keppni eins og þessari í kvöld eins og það sé uppgjöf í deildinni og nánast eins og menn nenni þessu ekki en sjá þarna séns á bikar og sama möguleika og hin liðin og spila þá mun betur. Held það verði raunin í kvöld. Vinnum 3-1. Salah alltaf að fara gera 1 og mane og jota gera líka sitthvort markið og senterarnir okkar detta allir í gang núna. Maður verður að vera jákvæður og ég ætla hafa trú á okkar mönnum í kvöld tyðir ekkert annað.
Ég tel ekki nokkrar einustu líkur á að þetta verði eitthvað öruggt og rólegt í kvöld. Það eru einfaldlega ekki nægileg fordæmi fyrir slíku og eins er liðið statt á þeim stað að RBL munu sjá veruleg tækifæri á að komast í gegn um þetta einvígi. Ég held líka að það muni meira um að missa Jordan Henderson út á þessum tímapunkti en allan miðvarðaflotann. RB munu reyna að setja leikinn í uppnám og keyra yfir andstæðinginn með hraða og látum og mikilvægt að LFC haldi haus og nái að stýra tempóinu eins og hægt er.
Og við erum alltaf að fara að lenda 1-0 undir í þessum leik, þannig eru bara Liverpool leikir.
Sælir félagar
Þetta verður erfitt ef RBL skorar á undan. Það er hætta á að okkar menn detti í sama gír og heima og tapa þá leiknum illa. Ef LFC skorar á undan þá sigla okkar menn þessu þægilega heim. Mín spá 1 – 1
Það er nú þannig
YNWA
sælir þjáninga og gleði bræður, eruð þið með soda…… stream á leikinn
footybite punktur com
fab kominn á miðjuna og jota í stað firmino,, mane jota salah.. þetta lookar sexy.
Þvílíkt gleðiefni að fá Fab loksins loksins á miðjuna! Og tveir MIÐVERÐIR í vörninni!