Rauði herinn er mættur á Molineux til að takast á við öfluga úlfasveit Wolverhampton Wanderers!
Byrjunarliðin
Leikskýrslum hefur verið skilað sem fylgiskjöl með skattframtali og uppreiknuð byrjunarlið eru eftirfarandi:
Liverpool: Alisson; Trent, Phillips, Kabak, Robertson; Fabinho, Thiago, Wijnaldum; Salah, Mane, Jota
Bekkurinn: Adrian, R. Williams, N. Williams, Tsimikas, Milner, Shaqiri, Jones, Keita, Oxlade-Chamberlain
Klopp stillir upp óbreyttu liði frá síðasta leik í annað sinn á leiktíðinni sem undirstrikar hversu sveiflukennt tímabilið og skelfilegt meiðslaástandið hefur verið. Jota er því í byrjunarliðinu á móti sínum fyrri félögum en Firmino er meiddur og ekki í leikmannahóp.
Heimamenn stilla upp á eftirfarandi hátt:
Wolves: Patricio, Boly, Coady, Saiss, Semedo, Neves, Moutinho, Jonny, Neto, Jose, Traore.
Bekkurinn: Ruddy, Hoever, Silva, Gibbs-White, Vitinha, Kilman, Dendoncker, Marques
Uppaldi Púlarinn Conor Coady er fyrirliði að vanda og þá er Ki-Jana Hoever á varamannabekknum en hann var hluti af dílnum sem landaði Diogo Jota
Blaðamannafundurinn
Jürgen Klopp mætti á hefðbundin blaðamannafund um helgina og þar var margt rætt:
Upphitunarlagið
Liverpool þurfa að mæta með massífa hungurtilfinningu til leiks í Wolverhampton og hverjir betri til þess að hita upp fyrir slíkt en kvintettinn knái frá nágrannasveitarfélaginu í Birmingham-borg.
Smell like I sound, I’m lost in a crowd
And I’m hungry like the wolf
Það munu fáir týnast í mannhafinu á Molineux vegna sóttvarnartakmarkana en leikmenn munu líklega lykta líkt og Duran Duran hljómar og vonandi mæta hungraðir sem úlfar!
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
Lýst vel á liðið, miðverðir í miðverði og miðjumaður á miðjunni. Ég er bara hræddur um að varnarlínan muni verða of ofarlega, því miður. Vonandi ekki þó og þá munum við sigla þessu í höfn.
Þori ekki að spá samt sem áður, koma svo.
Ég get bara ekki enn einn tapleikinn á þessu tímabili, hef trú á þessu og segi að við siglum erfiðum 1-2 sigri heim.
Ánægjulegt að það sé sama lið 2 leiki í röð, það skapar vonandi smá stöðugleika.
Þetta er úrslitaleikur fyrir Liverpool. Þessi verður að vinnast. Vona við sjaum það á leikmönnum liðsins að þetta er alvöru.
Spái 1-2 sigri Liverpool
Við tökum þennan, flott uppstilling.
Rett uppstilling loksins, þ.e. Klopp með retta menn a rettum stoðum. Miklar vinningslikur.
Mér list ekkert á þennan dómaravitleysing, hann á eftir að kosta okkur sigurinn
Lið fyrir ofan okkur töpuðu stigum.. Það þýðir bara að við gerum það líka 🙁 0-0 eða 1-1 spái ég
Hefur eitthvað lið í sögunni verið með svona há númer á treyjum varnarmannana ?
Trent 66
Robbo 26
Kabak 19
Philips 47
Rosalega virðist Robbo vera þreyttur. Hann getur varla lyft fótunum.
Joned inn fyrir wijnaldum strax.
Jones
Er enginn nema ég hissa á þessaru dómgæslu??
Það er ekkert út á dómarann setja það sem af er þessum leik.
Og þar með skorar Jota.
Mikið svakalega er liðið okkar orðið þungt og fyrirsjáanlegt í öllum aðgerðum.
Jota en ekki hver !
Frábært mark!
Þvilikur munur að hafa Jota þarna i stað Firmino.
Jota er bara svo miklu meiri sóknarmaður heldur en Firmino sem er alveg frábær leikmaður en Jota er sneggri og meiri markaskorari.
Firmino hefur reynst Liverpool mjög vel en formið hjá honum hefur ekki verið uppá marga fiska..en það er hægt að nefna fleiri en hann.
Það afsakar það ekki neitt að jota á allann tí ann að byrja í stað firmino.
Frábærlega gert hjá þremur fremstu í þessu marki. Sérstaklega Mané.
Þetta slútt hjá Jota er svo erfiðara en sýnist. Varnarmaður og markmaður nánast loka og því virkilega vel gert að setja hann með vinstri á nær.
Jæja…… höldum við út síðasta korterið?!
Uff þetta verður tæpt
Hvað kom fyrir Patricio í markinu hjá Wolves ?
Hann lá bara þarna eftir markið hjá Salah ? ég sá aldrei neitt samstuð
Vonandi er hann ekki alvarlega slasaður
Samstuð við Conor Coady, held ég.