Real Madrid 3 – Liverpool 1 (Skýrsla uppfærð)

Það er svo afskaplega spes hversu oft þetta lið kemur illa undirbúið inn í leiki. Strax frá fyrstu mínútu var eins og okkar menn hefðu enga trú á verkefninu. Í handbolta hefði maður sagt að þeir væru að reyna að skora tvö mörk í hverri sókn. Niðurstaðan: Menn bókstaflega runnu á rassinn oftar en einu sinni, sendingaklikk hægri vinstri og pressan máttlaus.

Fyrri hálfleikur

Fullkomnlega verðskuldað komust Real Madrid yfir á 25. Mínútu. Kroos átti sendingu yfir nánast allan völlinn á Vinícius sem átti frábæra fyrstu snertingu, stakk Nat Phillips af og slúttaði fagmannlega framhjá landa sínum. Ansi margir af okkar mönnum sem máttu gera betur þarna og spurning hvers vegna Kroos fékk svona langan tíma til að velja sér sendingu. Spurning sem var oft viðeigandi í kvöld. Maður vonaði innilega að þetta vekti okkar menn til lífsins.

Það gerðist ekki. Þegar annað markið kom var maður mest hissa á að það hefði tekið heilar tíu mínútur. Aftur var það langur bolti en í þetta sinn var Trent algjörlega sökudólgurinn. Hann reyndi einhvers konar flugskalla á Alisson en misreiknaði sig herfilega og skallaði beint í lappirnar á Marco Ascencio sem lét ekki bjóða sér færið tvisvar og tvöfaldaði forystu heimamanna. Skömmu síðar fékk Mané gult fyrir mótmæli, heitt í hamsi eftir að hafa verið rúgbý tæklaður í bakið rétt fyrir markið.

Þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks gerði Klopp nokkuð sem hann er alls ekki vanur: Breytingu snemma. Keita fór svekktur af velli og Thiago kom inn á í staðinn. Kabak gaf í kjölfarið Real gullið tækifærið til að komast í 3-0 og stuðningsmenn Liverpool komnir á bæn að hálfleikur væri flautaður á. Skelfing hreint út sagt. Liverpool ekki með skot! Notabene ekki núll skot á markið, núll skot!

Seinni hálfleikur

“Ok strákar, prófum að spila vel!” Sagði Jurgen Klopp væntanlega í hálfleik. Það var allt annað að sjá til Liverpool og liðið náði draumabyrjun. Wijnaldum, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrri, tók hlaup í átt að teig Real, gaf á besta portúgala í heimi sem skaut að sjálfsögðu. Skotið var klúðurslegt en datt fyrir lappirnar á Salah Konungi sem skaut í Curtois, slánna og inn! 2-1 og einvígið allt í einu galopið!

Thiago hefur svo liðið eins og það vantaði eitthvað og náði sér í sitt vanabundna gula spjald, er einhver með tölfræðina yfir gul spjöld per 90 mínútur hjá honum? Hlýtur að vera með þeim hærri í þeirri tölfræði.

Næstu mínútur jókst pressan á mark Real en færin komu á báða bóga. Það var darraðadans í vítateig Liverpool þegar þegar Thiago reyndi að vera of sniðugur. Svo gátu okkar men jafnað í skyndisókn en Mendy sýndi frábæra varnartakta. Eftir hornið náðu Real sinni eigin skyndisókn sem þurfti Hollywood varnartakta til að stoppa. En svo lagði Liverpool vörnin sig sem hóp og Modric hljóp beint í gegnum hana, gaf á Vinícius sem og kom Real í 3 -1 á 65. mínútu.

Skelfilegt í alla staði og vindurinn horfin úr seglum okkar manna. Þetta mark steinrotaði okkar menn og í raun gerðu þeir ekkert markvert það sem eftir lifði leik. Eftir markið gerði Zidane breytingu og okkar menn fóru að vera mun meira með boltann. Gallinn var að Real voru að leyfa okkur að vera með boltann og þó boltinn gengi á milli okkar manna fyrir framan teiginn hjá Real þá avr enginn hætta á ferð.

Á áttugustu mínútu gerði Klopp loksins breytingar, Shaqiri og Firmino komu inn fyrir Kabak og Jota. Ákaflega spes breyting og vonandi var þetta ekki útaf meiðslum hjá Kabak því drottinn minn ég vil hafa Fabinho á miðjunni. Trent lét svo veiða sig all hressilega í gildru og uppskar gult fyrir mótmæli.

Svo gerðist ekkert. Þessar loka tíu voru við meira með boltann en aldrei líklegir, Real lokaði einfaldlega búllunni og það er fjall að klífa á Anfield eftir.

Maður leiksins

Robbo? Hann og Salah áttu skítsæmilega leiki sem þýðir að þeir báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Liverpool í þessum tiltekna leik,

Slæmur dagur.

Klopp fær þessa vafasömu nafnbót í dag. Þegar hálft liðið mætir með hausinn öfugan inn á völlinn og þjálfari hins liðsins rassskellir þig taktískt þá áttirðu slæman dag.

Umræðupunktar eftir leik

  • Klopp ætlaði væntanlega að sjá við Real með því að setja Keita óvænt inn fyrir Thiago og hámarka þannig pressuna af miðsvæðinu. Það voru það gekk engan vegin, miðjan okkar náði engum takti og þess fyrir utan sá Zidane við þessu með því að láta sína menn dæla boltanum yfir miðjuna okkar.
  • Eftir slakan leik missti Trent alveg hausinn þegar fór að líða á leikinn. Hann er ennþá ungur og ungir leikmenn eru í eðli sínu óstöðugir en maður hélt að hann væri búin að ná því úr kerfinu á sér.
  • Hvað var í gangi með þessar skiptingar í seinni hálfleik? Hvað vorum við að reyna að gera?
  • Kabak og Nat eru mjög fínir miðverðir, en á þessu stigi þarf frábæra miðverði og það er Liverpool ekki með.
  • Keita var líklega að stimpla sig úr framtíðarplönum Klopp, þetta gífurlega efni hefur bara engan veginn náð að verða að þeim leikmanni sem stuðningsmenn Liverpool héldu að þeir væru að fá á sínum tíma. Bara svo það komi fram: Gini var líka slæmur í þessum fyrri hálfleik og það hefði alveg verið hægt að skipta honum út á sama tíma punkti.
  • Oh Mané Where Art Thou? Hvað er langt síðan kallinn átti góðan leik, skil ekki hvað er búið að koma fyrir hann í vetur.
  • Venjulega myndi ég alltaf veðja á að Liverpool gæti komið til baka á Anfield eftir svona leik. Ég er ennþá tilbúin að veðja á það… en það verður lág upphæð.

Næst á dagskrá

Aston Villa. Harmur að hefna. Laugardagurinn. Í svona hundraðasta sinn í vetur verða okkar menn að svara fyrir skitu. Ég hef trú á þeim. Ekki mikla, en hún hverfur ekki.

47 Comments

  1. Lélegt ! og að tapa þessu bara 3-1 er bara ótrúlegt. Bið bara um alvöru evrópukvöld í heimaleiknum ! Þá tökum við þetta !

    3
    • sorry en hvaða alvöru evrópukvöld?

      engir áhorfendur leyfðir þannig að stemmingin þar er 0% ekkert sem hjálpar okkur, áhorfendur í gegnum tíðina hafa peppað liðið upp til að gera ótrúlega hluti en þvímiður covid kláraði það dæmi.

      2
  2. Hvaðan kemur það þegar liðið er and- og kraftlaust? Ég fíla Klopp en held að hann sé kominn á endastöð. Sennilega dottin út úr Meistaradeildinni, ekki á leiðinni þangað á næsta tímabili og deildin að fara illa. Þetta er ekki gott eftir margra ára uppbyggingu, því miður. Ég vona að metnaðurinn sé meiri.

    7
    • Ég fíla Klopp líka, mun meira en ég fíla þig. Ég held að þú sért nálægt því að vera kominn á endastöð sem stuðningsmaður.

      28
      • Sumir hér virðast gleyma því að við erum að spila með hálfa hryggjarsúlu allt tímabilið og svo fékk Klopp engan greiða frá eigendum í janúar nýliðnum.

        Klopp mun ? koma okkur í toppbaráttu næsta tímabil svo lengi sem við erum með keppnishæft lið.

        6
  3. þriggja leikja sigurrönn á enda…

    þurfum kraftaverk á anfield en með enga áhorfendur og mane’s evil twin þá er þetta ekki að gera sig.

    3
  4. Okkur vantar leiðtoga inná vellinum. Einhvern sem öskrar liðið áfram, Hendó, Virgill, eru ekki þarna. Það eru ekki nógu margir “pitbull” leikmenn þarna. Allir alltof kurteisir leikmenn. Tökum þetta 2-0 næst.

    4
  5. Byrjum á því eina góða við þennan leik.
    Við höfum séð það verra en að vera 1-3 undir og eiga 90 mín eftir á Anfield. Þetta einvígi er ekki búið.

    Annars var þetta algjörlega skelfilegur leikur hjá okkar liði frá A til Ö. Það má alveg reyna að finna einhverjar sökudólga en þetta var allt helvítis liðið í þessum leik.

    Alisson 5 Það er erfitt að gagnrýna hann fyrir þessi mörk en einhvertíman hefði hann náð að verja eitt af þessu að minnstakosti með heimsklassa markvörslu.

    Andy – 6 Alltaf duglegur en það var lítið að frétta sóknarlega.

    Phillips 5 – Alltof hægur í fyrsta markinu en annars átti hann nokkrar góða tæklingar en spurning um hvort að hann hefði ekki getað lokað betur í þriðjamarkinu.

    Kabak 6 – Var ekki góður í þessum leik og var næstum því búinn að gefa mark með lélegri sendingu til baka.

    Trent 3 – Skelfilegur leikur hjá stráknum. Real sótti mikið á hann og ekki að ástæðu lausu. Tapaði boltanum oft, fengum allan skallan af sendingum frá honum heimsklassa í skelfilegar og hann tapaði einvíginu á kanntinum gegn besta manni vallarins. Var næstum því búinn að gleyma því að hann gaf auðvita annað markið.

    Fabinho 5 – Lélegur leikur hjá honum í kvöld. Sendingar ekki á pari og ótrúlegt en satt menn voru að fara framhjá honum nokkuð oft sem maður er sjaldséð.

    Gini 4 – Fyrirliðinn okkar í dag var út um allt en flest af því sem hann gerði var ekki merkilegt.

    Keita 4 – Lélegur leikur í dag hjá honum eins og hjá flestum í liðinu. Klopp tók hann snema útaf en það hefði mátt taka allt liðið útaf í fyrirháfleik. 100% líkur að hann er ekki að fara að byrja síðarileikinn.

    Salah 4 – Skelfilegur í þessum leik. Já boltin datt til hans og hann kláraði vel en í 90 mín var hann algjörlega týndur og tapaði hann boltanum eða missti hann frá sér í hvert einasta skipti sem hann fékk sendingu. Ég held bara að hann hafi ekki farið framhjá leikmanni í leiknum.

    Jota 5 – Virkaði eini í framlínuni sem var með smá snertingar í lagi og tókst nokkrum sinnum að komast framhjá einum eða tveimur en annars kom mjög lítið úr honum.

    Mane 4 – Sá í framlínuni sem reyndi manna mest en eins og hjá hinum kom ekkert út úr því. Átti einn og einn sprett en þetta var bara ekki nógu gott og var þetta einfaldlega lélegur Mane leikur.

    Thiago 6 – Hann kom með smá ró á miðsvæðið og náðum við að halda boltanum betur með hann þar. Hann átti samt ekki einhvern frábæran leik heldur bara solid leik.

    Shaqiri – spilaði lítið en var að reyna að vera mikið í spilinu og dreyfa boltanum hratt. Hefði mátt koma fyrr inn á.
    Firmino – spilaði lítið en átti að koma og opna vörnina hjá Real en það var bara ekkert að ganga en lítið við hann að sakast.

    1-3 undir eftir skelfilegan leik. Það má alveg benda á vendipunkt í leiknum þar sem Mane er að sleppa í gegn og það er klárlega keyrt í bakið á honum en ekkert dæmt(aftasti varnarmaður og spurning með rautt?) og þeir komast upp og skora(eftir frábæra sendingu frá Trent).
    Í stöðunni 1-2 fannst manni við vera sterkari og hefði verið bara fínt að fara með þau úrslit á Anfield en mark eftir innkast og skemmdi þann draum.

    Það má heldur betur gagnrýna Klopp eftir á með að setja Gini/Keita á miðsvæðið í staðinn fyrir Milner/Thiago en það var bara svo mikið að liðinu í dag að manni finnst það bara eitt af mörgu. Varnarlínan léleg, við töpuðum miðjubaráttunni og sóknarlínan okkar ekkert að ógna. Þetta helst allt í hendur.

    Þetta einvígi er ekki búið og óþarfi að gefast upp en við þurfum að spila miklu betri í síðarleiknum og veit ég að við munum skora en ég bara sé ekki hvernig við ætlum að halda hreinu á móti þeim en við höfum séð það svartara.

    YNWA

    10
  6. Okkar menn teknir í kennslustund í fótbolta í kvöld.

    Enginn leikmaður Liverpool átti góðan leik en Fabinho, sem ég dýrka, sem var frábær á móti Arsenal, var einfaldlega skelfilegur.

    Heppni að ná inn marki og því ennþá möguleiki á að fara áfram en það verður erfitt ef ekki ómögulegt að halda hreinu á móti þessu liði og það á ónýtum Anfield.

    Því miður er töluverður gæðamunur á leikmönnum liðanna og engir áhorfendur á Anfield til að bæta það upp.

    En maður heldur í veika vonina.

    4
  7. Síðast þegar þessi miðja var saman þá tapaði Liverpool 7-2 á móti aston villa.

    7
  8. Liverpool eru bara ekki betri en þetta í dag, því miður. Mane og Robertson virðast sprungnir og vörnin skiljanlega ekki nógu góð. Trent skelfilegur og Gini virkar þungur. Hugurinn hans kominn eitthvað annað.

    4
  9. Sælir félagar

    Það er ekkert að segja um þennan leik nema niðurstaðan var sanngjörn. Madridar liðið einfaldlaga betra á öllum sviðum fótboltans og sigurinn síst of stór. Mané hlýtur að vera að spila sína síðustu leiktíð fyrir LFC miðað við frammistöðu hans á þessari leiktíð. Fleiri leikmenn eru auðvitað á förum frá liðinu. Salah, Fab, og miverðirnir voru á pari en aðrir þar undir og sumir verulega. Bakverðirnir áttu verulega misjafnan leik en skiluðu ekki því sem við viljum fá. Þessu er lokið því þetta lið vinnur aldrei Madridar liðið með tveimur til þremur mörkum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  10. Við virkuðum eins og við værum bara 9 inná vellinu, ekki hjálpaði hvað dómgæslan var léleg, þó hún hafi ekki skipt sköpum, en hann var samt drusla.
    Við höfum séð það verra. Allavega þá getum við ekki átt annan svona lélegan leik á móti Madrid heima. YNWA

    2
  11. Ekkert gott í kvöld (eins og allt tímabilið) nema sú staðreynd að þessari kvöl er lokið eftir 9 leiki.

    Boltinn er hjá eigendunum/Klopp hvað framhaldið varðar. Endurreisn eða brottrekstur á þjálfara næsta tímabil.

    1
  12. Rosalega furðuleg tímasetning að skipta Keïta útaf eftir 42 mínútur. Hvers vegna ekki í hálfleik? Meiddist hann eða gaf eitthvað merki til Klopp?

    2
    • Nei, Klopp lýsti því eftir leik að þetta var pjúra taktísk skipting.

      2
      • „Taktísk skipting” pfff! Á þessum tíma í leiknum? Not very likely.

        1
    • Keita gat nákvæmlega EKKERT í þessum leik og hefði átt að fara mikið fyrr út af

      7
      • Það hlýtur að vera eitthvað að honum í höfðinu. Maðurinn er sagður brillera á æfingum og svo getur hann minna en ekki neitt þegar flautað er til leiks. Þvílík vonbrigðakaup!

        2
      • Eins og ég haf alltaf sagt: ef vonbrigðakúturinn Joe Allen var hinn welski Xavi, þá er Keita hinn gíneski Joe Allen… Báðir voru þeir keyptir fyrir metfé og mættu til leiks með troðinn bakpoka af væntingum. Þjálfararnir sáu í þeim týnda púslið í spilinu og töldu þá sniðna fyrir þá fílósófíu sem þeir aðhylltust. En í báðum tilvikum kom ekkert út úr þeim – Joe e.t.v. sýnu skárri en þetta var samt að mestu ámóta máttleysi og gagnsleysi.

        3
  13. Mikið getur þetta lið verið hræðilega lélegt stundum, reyndar frekar oft upp á síðkastið.
    Þetta var skelfileg frammistaða.

    3
  14. Sæl öll,
    LIVERPOOL mjög “þungir” í kvöld og mjög undarlegir sendingavinklar sem liðið reyndi. Keita má fara fyrir mér, mjög soft vatnarlega og ég hef aldrei séð hversu betri hann er í pressunni en aðrir leikmenn. Mjög barnalegur varnarleikur í 3. markinu, sem hugsanlega má skrifast á reynslu litla half-centa, en mér fannst Trent hefði mátt elta Vinicius því hann kemur á blindu hliðina á Philips. real voru búnir að “kortleggja” okkur og voru betri í kvöld og sanngjarn sigur. Ef eitthvað er jákvætt eftir þessa tvo hálfleiki er það að LIVERPOOL tapaði fyrsta hálfleiknum 2-0, annar hálfleikur fór 1-1 og tölfræðin batnaði okkur í hag til muna. Ég á ekki von á því að real geti breytt sinni nálgun mikið og því liggur það hjá LIVERPOOL að vera með sama stíganda í sínum leik næstu tvo hálfleiki og var nú í kvöld , loka á Kroos og Modric, og “hlaupa” yfir þetta lið (mikið djöh…. pirraði mig í kvöld hvað við komumst aldrei upp úr öðrum gír). Ég trúi ekki öðru en að liðið okkar geti bætt við tæpum 5km við heildar hlaupatölur og kaffært þennan göngu sendingabolta og vinna sannfærani á Anfield og fara áfram.

    4
  15. Þetta var óþægilegt að horfa á, en miðað við að við hversu slakir við vorum þá er eiginlega kraftaverk að við töpuðum bara 3-1. Ég lít svo á að ef við komum þokkalegir til leiks á Anfield, þá eigum við alveg séns á að vinna með tveggja marka mun.
    Ekki það, við erum ekki nógu sterkir í ár til að vinna meistaradeildina, við þurfum eiginlega að einbeita okkur að því að reyna að ná fjórða sætinu í deildinni, svo við getum tekið þátt í meistaradeildinni næsta tímabil.

    2
  16. Keita er með verri kaupum síðustu áratuga. Ég skil ekki hvað Klopp sér við hann. Hann hefur engan líkamlegan styrk, kann ekki að tækla, vinnur aldrei skallabolta og skorar sárasjaldan. Klopp var svo æstur að ná í hann að hann vildi borga aukalega fyrir hann í janúarglugganum 2018 í staðinn fyrir að bíða til sumars.

    Þetta er gallinn við Klopp. Hann er svo þrjóskur að spila honum því hann vildi fá hann. Ef hann hefði “erft” hann frá Rodgers væri hann löngu farinn. Reyndar sá ég einhvers staðar að Rodgers er hrifinn af honum og vill kaupa hann í sumar. Það eru góðar fréttir.

    6
    • Keita var einfaldlega einn besti leikmaður Þýsku deildarinnar. Hann hefur bara alls ekki náð því formi hjá okkur því miður.
      Ég skal fúslega viðurkenna að ég var mjög spenntur þegar hann var keyptur, ég er það alls ekki lengur.

      4
  17. Nú er ég að jafna mig á þessum blessaða leik,virkilega dapurt.En hvað er að gerast hjá Mane?móttaka ömurleg,getur ekki tekið menn á lengur,og mjög hægur,gjörsamlega frosin. Salah vill gera alla hluti einn (heldur að hann sé Messi) hleypur á vegg trekk í trekk skelfilega dapur á þessu timabili .Hefur misst mikin af sínum hraða.Virkar á mig áhugalaus .Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að Real kaupi hann eftir þessa framiðstöðu hvað þá fyrir 100 til 150 mills.

    6
    • Sælir félagar

      Þetta er sérkennilegur dómur um Mo Salah hjá VG #18. Málið er að við værum líklega með liðið í fallbaráttu ef Salah væri ekki að skora mörk og vinna þannig einn og einn leik. Það að Mané sé alveg fullkomlega einskis nýtur og þar með vonbrigði leiktíðarinnar gerir Salah ekki að jafn gagnslausum leikmanni þessa leiktíð. Svona heilt yfir hefir mér fundist að Salah njóti alls ekki sannmælis hjá stuðningmönnum liðsins Stuðningmenn annara liða telja hann heimsklassa leikmann sem hann er. Það er eins og vonbrigði manna með Mané séu tekin út á Mo Salah. Það er verulega ósanngjarnt.

      Það er nú þannig

      YNWA

      6
  18. Þetta tímabil verður einfaldlega seint í minnum haft. Engin stemming og ekkert að frétta. Þessi dýfa hjá Liverpool klárast ekkert fyrr en Klopp fær lykilmenn aftur úr meiðslum. Ég held að það sé líka komin tími á meiri endurnýjun á hópnum. Þegar liðið lenti 3-0 undir á móti Barca var það algerlega gegn gangi leiksins og manni fannst Liverpool eiginlega vera betra liðið í þeim leik. Núna hinsvegar var liðið heppið að sleppa með 3-1 og útivallarmarkið er afar sterkt. Það er auðvitað ekkert sem bendir til þess að þessu verði snúið við á Anfield. Engir áhorfendur, engin stemming, engin Henderson til að öskra þetta áfram og auðvitað engin Van Dijk/Matip/Gomes. En það er samt möguleiki.

    6
  19. Sigurkarl! Finnst þér Salah búin að vera góður?Jú hann skorar þessi mörk en hvað annað?Ekki leggur hann þau upp svo mikið veit ég.Hann reynir of mikið upp á eigin spýtur og klikkar ansi oft í stað þess að gefa boltan.Mitt mat er að hann er búin að slakur á þessi timabili eins og Mane og Firmino.

    6
    • Sælir félagar – og Viðar líka 🙂

      Viðar það eru ófáar sendingarnar undanfarið sem hann hefur sent á Mané sem klúðrar þeim undantekningarlítið. Á hverja aðra á hann að snda stoðsendingar? Á miðjumennina fram á vellinum á sjálfan sig þegar hann er einn kominn fram og Mané og Firmino eru einhverstaðar í einskismanns landi. Að mínu viti er Mo Salah búinn að vera yfirburðamaður í framlínu Liverpool í vetur. Að hnýta í hann fyrir það er bull

      Staðan æri ef til vill önnur ef Jota hefði verið heill eða Mané hefði getað blautan eða Firmino verið í sínu gamla formi. En staðan er einfaldlega sú að engin framanskráðra hefur verið þar sem við vildum hafa þá. Því miður. Því finnst mér að stuðningsmenn liðsins okkar eigi ekki að vanþakka Salah það sem hann gerir best , það er að skora mörk. Hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar og markahæsti leikmaður Liverpool í meistaradeildinni í vetur. Hann á þakkir skildar og ekkert annað.

      Það er nú þannig

      YNWA

      8
  20. Heill Naby Keita og kominn í leikæfingu er mjög góður leikmaður. Hann er í engri leikæfingu sem stendur og það er bara Klopp að kenna að láta hann taka þennan leik án þess að vera í leikformi.

    3
  21. Svo er bara alveg spurning Kristinnej, hvort að Matip og Gomes eiga eitthvað inni ? Þvilikir meiðslapesar sem þeir eru og reyndar fleiri i liðinu. Meiðslasaga þessa liðs er bara engan veginn eðlileg og enn verið að kaupa slika, ekki satt ?

    3
    • Rétt. Matip og Gomes hafa gæðin til að spila í þessu liði en eru mjög meiðslagjarnir og gæðin þeirra eru einfaldlega ekki að nýtast. Nú heyrist manni að hætt sé við Konate eftir læknisskoðun þangnig að brennda barnið er hugsanlega að reyna að forðast eldinn þar. VVD og Kabak með Matip/Gomes sem backup held ég að sé ekki nógu stabílt til að halda út leiktíð, myndi vilja sjá einhvern annan í þessu mengi sem væri líklegur til að haldast heill lengur. Jafnvel á kostnað þess að selja annan hvorn meiðslapésann.

      2
  22. Þetta helst allt í hendur. Rót vandans liggur alltaf í hafsentaparinu. Ég sé að menn átta sig ekki almennilega á mikilvægi Gomez hægra meginn í vörninni og að mínu mati er hann alltaf númer tvö. Það sem Gomez hefur fram yfir aðra í vörninni er að hann býr yfir svakalegum sprengikrafti og hraða. Sem gerði hvað að verkum? Að Trent gat verið playmaker á hægri kantinum og Van Dijk gat verið “ball playing defender”. Það sem gerir Van Dijk að besta hafsent heims í dag er sendingarhæfni hans (ásamt öðru auðvitað). Við hljótum að sjá að Salah og Mané sérstaklega eru ekki að fá sama svæði og vanalega. Það eru fáar sendingar að koma úr djúpinu og svæðið sem þeir eru svo góðir að hlaupa í hefur þrengst all svakalega. Sem gerir það að verkum að það er ekki bara einn jafnvel tveir varnarmenn andandi ofan í hálsmálið á þeim um leið og þeir taka sprettinn. Hvað gerir þetta við Trent og Robertson? Þeir fá miklu minna svigrúm í að crossa og þurfa oftar en ekki að leita til baka.

    Styrkleikar okkar á síðasta tímabili voru að við héldum boltanum og gátum sprengt um leikinn hvar sem er á vellinum. Tókum andstæðingana úr fókus með hlaupum þegar þeir áttu síst von á þeim. Núna virðast varnarmenn vita nákvæmlega hver á að sprengja upp leikinn okkar.

    4
  23. Sæl og blessuð.

    Stefnir í stórútsölu hjá okkar mönnum – verst að eftirspurnin er líklega í sögulegu lágmarki:

    Origi, Keita, Gomez, Matip – eru því miður ekki af því kalíberi að við getum brúkað þá. Væri best að losna við þá af launaskrá.
    Mane og Firmino hafa verið skugginn af sjálfum sér og mætti skoða að selja þá áður en verðhrun verður.
    Svo eru það kjúllarnir – allir fallít nema Elliot.

    Maður verður bráðum að fara að skipta um veggfóður í svefnherberginu.

    2
    • Svo má ekki gleyma gömlu vonarstjörnunum sem hafa lítið sýnt þessar fáu mínútur sem þeir hafa fengið á vellinum: Shaquiri og Chambo. Þá missum við Gini, óbættan og senn fer ellikerling að fella Milner úr liði.

      Næsta byrjunarlið verður því ekki mikið breytt því ofangreindir hafa ýmist vermt bekk eða sjúkrabeð:

      Vörn:
      Virgill + nýr hafsent.
      Trent + Robbo

      Miðja:
      Fabinho
      Hendo + Thiago/Jones/nýr miðjumaður?

      Sókn:
      Salah + Jota + nýr vængmaður

      2
    • Sælir félagar

      Ég vil halda bæði í Gomes og Firmino. Eins og Sinni bendir á hér að ofan þá hefur Gomes gríðalegan hraða og það eru mjög fáir sóknarmenn sem hlaupa hann af sér. Hann er líka góður einn á einn. Hinsvegar mikið meiddur þó það sé hátíð miðað við Matip. Firmino er líka maður sem ég vil halda í. Þó hann hafi skorað lítið í vetur hefur hann sama sköpunarkraftinn og leikskilninginn og áður. Það hefur truflað stoðsendinga árangur hans að Mané er algerlega frá í markaskorun en bæði Firmino og Salah hafa sett hann í góð færi sem hann hefur klúðrað sinn eftir sinn.

      Það er nú þannig

      YNWA

      3
      • Gómesinn er frábær í fótbolta en hafsent þarf að vera stabíll og þessar löngu meiðslalotur draga svo mjög úr mikilvægi hans að nauðsynlegt er að reyna að koma honum annað.

        Allir þeir sem virðast hafa meira vit á fótbolta en ég mæra níuna okkar sem vill ekki skora mörk. Ég er svo einfaldur að vilja framherja sem getur skorað.

        1
    • Viltu í alvörunni selja Mané, Lúðvík? Ég held að það sé fullt eftir í honum.

      1
      • já, meðan eitthvað fæst fyrir hann. Það er eitthvað meira en lítið í gangi í hausnum á honum og honum hefur í raun hrakað ár frá ári s.l. fjögur tímabil.

        Þetta kunni rauðnefur – selja bestu bitana meðan eitthvað fékkst fyrir þá.

        2
  24. Það er orðið svo langt síðan að Van Dijk spilaði að ég held að menn gleyma því hversu mikil áhrif hann hefur á liðið okkar.
    Hann er leiðtogi sem lætur alla anda léttar inn á vellinum. Hann er klettur í vörn sem lætur miðvörðin við hliðinn á sér líta vel út og leyfir bakvörðunum að hætta að hafa svona miklar áhyggjur af miðvörðunum og að aðstoða þá.
    Það sem gleymist líka er að hann er mjög mikilvægur sóknarlega og er ég ekki bara að tala um ógnina í föstum leikatriðum heldur löngu sendingarnar inn fyrir á Salah og Mane(vonandi Jota) og snöggu skiptingarnar á milli kannta.

    EF(stórt) hann nær að haldast heill á næstu leiktíð þá held ég að kappar eins og Mane/Firmino og já Salah komast aftur í gang. Salah hefur verið að skora slatta í vetur en hann er samt ekki að spila eins vel út á vellinum að taka menn á og koma sér í góðar stöður sem myndi opna pláss fyrir samherja hans.

    Van Dijk er ekki lausninn á öllum okkar vandamálum en hann hjálpar gríðarlega mikið og kemur með ákveðna festu í liðið okkar.

    12
    • Sig. Ein. Vandamál Salah er það að hann var nánast eina ógnin í sókninni áður en Jota kom aftur. Þannig að varnarmennirnir hafa getað einbeitt sér meira að honum. Það hefði átt að losa um t. d. Mané og hefir gert það en hann er bara búinn að vera svo slakur að ekkert hefir gengið hjá honum því miður. Þegar liðin sjá að ógnin kemur nánast eingöngu frá Salah þá er einfaldara að verjast honum.

      Nú þegar Jota er kominn þá gæti þetta lagast því hann er veruleg ógn þó hann hafi verið slappur eins og fleiri í Madridar leiknum. Ég þreytist ekki á að halda uppi vörnum fyrir Salah og reyndar einnig fyrir Firmino. En ég er búinn að gefast uppá að verja Mané sem er synd því hann var alveg helvíti góður á síðustu leiktíð.

      Það er nú þannig

      YNWA

      3
      • Við erum bara samála í því að vera ósamála 🙂

        Mér finnst eins og það sé bara vinnsælt að gangrýna Mane í dag(fær svona Lucas, Kuyt meðferð). Eins og við þurfum að finna einhvern sökudólg og þá skoðum við mörk skoruð og sjáum að hann er ekki að standa sig á því sviðinu. Það má heldur betur gagnrýna ef menn vilja en stundum virkar það eins og það alltaf eins og það þarf alltaf að vera sá sami(sem mér finnst ekki sangjart í þessu tilfelli)

        Ég þarf ekki að verja Mane, Salah, Firmino, Kabak, Keita , Phillips, Trent eða hvaða leikmann sem er því að ég styð þá alla sem spila í Liverpool búningog ef Jurgen Klopp er ekki búinn að gefast upp á þeim þá er það ekki í mínum verkahring að gera það heldur.

        Mane fékk covid og kannski hefur það áhrif á hann eins og svo marga sem hafa fengið þann sjúkdóm en alltaf þegar ég sé Mane spila þá er hann á fullu fyrir liðið og þótt að hann sé ekki að klára færi þá er hann að komast í þau og spurning um sjálfstraust að fara að sjá boltan aftur í markið. Mér finnst nefnilega aðrir leikmenn t.d spila ekki merkilega og kannski skora eitt mark(tilgangur leiksins) og þá er þessi leikmaður allt í einu kominn með stimpil að hafa átt góðan leik.

        Þegar lið pakka í varnarpakka þá finnst mér lið eiga í meiri erfileikjum á litlu svæði með Mane og Firmino heldur en Salah sem þarf oftast mikið pláss til að hlaupa í og er mun einfættari en hinir tveir en þegar Salah fær pláss þá getur hann notað hraðan til að keyra á menn og er þá stórhættulegur.

        Þetta tímabil í ár er alveg stórfurðulegt í alla staði. Tómar stúkur, stórfurðulegir leikir og stórfurðuleg úrslit inn á milli. Ég hef gefið Klopp smá slaka í gagnrýni útaf þessum ástæðum og ætla ég líka að leyfa leikmönum sem eru orðnir langþreyttir á þessu að njóta vafans.

        Mér finnst Liverpool vera í toppmálum með Mane, Salah, Firmino og Jota sem fremstu menn og vona ég að þeir verða allir þarna á næsta tímabili og á meðan að leikmenn spila í Liverpool búning þá mun ég ekki gefast upp á þeim 🙂

        4
  25. Skelfilegt er að lesa þessi skrif. Þau virka á mig eins og skrifarar séu ekki í andlegu jafnvægi. Liðið okkar er gagnrýnt hægri vinstri og ég held að margir skrifarar hafi ekki tekið lyfin sín á þriðjudagskvöld og þar af leiðandi ekki tekið nægilega vel til á milli eyrnanna. Þar sem mig þykir vænt um alla Liverpool menn þá ráðlegg ég ykkur að skrifa stadusa daginn eftir leik og ná þannig góðri innöndun og útöndun.
    Ég held að ekkert lið sé eins óheppið með meiðsli eins og Liverpool í allri Evrópu og ég þakka fyrir þann árangur að vera að spila í 8 liðu úrslitum í erfiðustu keppni í heimi. Ég tók líka eftir því í þessum leik að miðjumennirnir treystu ekki vörninni fyrr en Fab var settur í hana og þá fóru strákarnir að spila virkilega vel en þá var bara 10 mín. eftir. Y.N.W.A.

    13
    • Ég tók einmitt eftir þessu og þetta hefur riðlað leik liðsins mjög mikið í vetur og hefur þær afleiðingar að allt uppspilið riðlast og fremstu þrír virðast miklu lélegri en í fyrra

      2

Byrjunarliðið klárt: Keita og Jota byrja!

Upphitun: Villa mætir á Anfield