Liverpool er að fara að mæta Aston Villa á Anfield eftir klukkustund og hefur Klopp gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum gegn Real Madrid í miðri viku.
Trent – Kabak – Phillips – Robertson
Milner – Fabinho – Wijnaldum
Salah – Firmino – Jota
Bekkur: Adrian, Thiago, Mane, Keita, Chamberlain, Tsimikas, Shaqiri, Ben Davies, Rhys Williams
James Milner og Firmino koma inn í liðið fyrir Naby Keita og Sadio Mane sem áttu alls ekki góðan leik gegn Real Madrid. Keita kom nokkuð óvænt inn í það byrjunarlið en svona fyrirfram var ágætis pæling í því en hann líkt og flestir leikmenn, og sérstaklega miðjumenn, Liverpool átti ekki góðan leik og var tekinn út af í fyrri hálfleik. Wijnaldum sem var nú alls ekki mikið skárri heldur sæti sínu í liðinu og gæti nú alveg talist heppinn að gera það.
Það er enginn Jack Grealish hjá Aston Villa í dag sem eru vonandi ágætis fréttir fyrir Liverpool sem þarf mikið á sigri að halda í dag til að halda sér í baráttunni um Meistaradeildarsætið og vonandi kveikja neista fyrir erfiðan seinni leik gegn Real Madrid í næstu viku.
Fínt lið, hef smá áhyggjur af því að miðjan hjá okkur gæti verið hæg en líklegast detta fremstu menn neðar á völlinn og koma með hraðann.
Koooma svoooo!
Já
Sælir félagar
Ég hefi meiri áhyggjur af hvað miðjan er “passiv” sóknarlega. Sé ekki mikil sóknartilþrif frá jafn sóknarheftum mönnum og Milner og Gini. Merkilegt með Gini sem skorar alltaf nánast með landsliðinu sínu. Hefði verið til í Tiago eða Saq og líka hefði mátt setja Keita inná og gefa honum síðasta séns á að sýna að hann sé liðstækur.
Það er nú þannig
YNWA
Annar dagur sami skítur.
Alisson ma skammst sin !
Þvílk döpur markvarsla alltaf. Hvað kom eiginlega fyrir Alisson ?
Finns algerlega að Allison megi skammast sín en hvað í andskotanum er í gangi þarna frammi engin í Liverpool virðist geta einu sinni hitt á helvítis ramman
Það lagði einhver álög á anfield. Klopp hefði nú betur sleppt því að segja eftir rm leikinn að anfield væri alvöru völlur, ekki nema hann hafi átt við það að gestaliðin fengu alvöru völl til að ganga frá liverpool.
(Burtséð frá marki firmino)
(sem var ekki mark….)
Jæja smá grisamark alveg hægt að taka því en FA tekst að mála línurnar eftir þeirra höfði og dæma rangstödu þarna
Er er orðlaus
Ótrúlegt hvað allir tölvusérfræðingar heims eru kallaðir á vettvang til að teikna upp vafaatriði þegar Liverpool á i hlut.
Meiriháttar bull … djöf var boltinn miklu skemmtilegri fyrir VAR …. maður nennir þessu ekki lengur …
Hræðilegt.
Þarf heldur betur að taka til í sumar.
Það er ekkert skrítið að premier league missir fleiri og fleiri aðdáendur hvernig er það hægt að Englendingar geta aldrei gert eins og aðrir eins og með þetta helvítis VAR er ekki búinn að horfa á fótboltaleik í premier league í nokkrar vikur núna því áhuginn er nánast horfinn útaf VAR. Horfði á 3-5 leiki hverja helgi og ákvað að prófa að horfa á leik þá tekst FA að nánast eyðileggja fótbolta fyrir mér með þessu helvítis VAR bulli.
Atta mig engan veginn hvað er í gangi hjá þessu liði. Lykilmenn úti að skíta og Klopp þarf að hugsa sinn gang.
Er ekki eitthvað skrítið hvað allar hornspyrnur og aukaspyrnur eru orðnar mikið djók hjá Lpool … aldrei hætta
Með VVD og Matip hvarf þessi ógb
Ógn
Flottur leikur hjá okkur, erum miklu betri. Skorum 3 í seinni.
YNWA
Núna má taka Milner út og Mane inná
Setja meiri sóknarþunga á þetta.
Jafnvel Shaqiri inn fyrir Winjaldum líka
Það á að sekta Milner og Robertson fyrir að taka skot á mark!
Hvað eru eiginlega margar feilsendingar hjá Liverpool í þessum leik hef aldrei séð annað eins
Held bara að við séð um að ná í sig á heimavelli. Það eru þó framfarir.
TRENT !!!!!!!!!!!!!!!!!
Trent að koma okkur í meistardeildina með þessu marki….
Djufull var þetta flott skot hjá Trent hann má taka fleiri svona takk fyrir.
Mikilvæg 3 stig í hús!
Flottur sigur. Ánægður með baráttuna hjá okkar mönnum. Fyllilega verðskuldað.
Frábært úrslit, náðum að saxa á forskot City í dag. Allt að koma.
Koma svo Liverpool!!!
Liverpool mun því miður ekki ná City á þessari leiktíð. En ágætt að bilið sé að minnka.
Gríðarlega mikilvægur sigur !
Menn voru andlausir eftir að hafa jafnað, en Trent með flott mark
Frábært.
Liverpool 2 – Aston Villa + gjörspillt VAR dómaragengi 1