Byrjunarliðin vs. Leeds United á Elland Road

Rauði herinn ferðast stutta leið til austurs og munu nema land í Jórvíkurskíri og mæta þar heimamönnum í Leeds United. Kærkomið tækifæri til að reyna að nýta sér góð úrslit um helgina og tryggja sér 3 stig en einnig gott að hvíla súperdúperdeildar-umræðuna í nokkrar knattspyrnuklukkustundir.

Byrjunarliðin

Í 500. skipti í vetur þá er hafsent meiddur og í þetta sinn er Nat Phillips fjarri góðu gamni en Fabinho er hrókerað niður í vörnina. Salah er í bekkjarsetu með Jota í framlínunni og Thiago kemur inn á miðjuna:

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Kabak, Fabinho, Robertson; Wijnaldum, Thiago, Milner; Mane, Jota, Firmino

Bekkurinn: Adrian, Keita, Salah, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Shaqiri, B.Davies, R.Williams, N.Williams

Heimamenn stilla sínum liðsmönnum upp á eftirfarandi hátt:

Leeds: Meslier, Ayling, Struijk, Llorente, Alioski, Phillips, Dallas, Harrison, Roberts, Costa, Bamford

Bekkurinn: Casilla, Berardi, Davis, Koch, Shackleton, Klich, Poveda, Hernandez, Gelhardt

Blaðamannafundurinn

Klopp ræddi við pressuna á laugardaginn og hægt er að renna yfir viðtalið hér til að stytta sér stundir fram að leik.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

26 Comments

  1. Hvaða seiðkarl eða kona lagði þessi álög á varnarmenn LFC ? Þetta er ótrúlegt ! Salah bekkjaður ? Okkar markahæsti leikmaður. Ég var að vonast eftir að Mane yrði bekkjaður, enda hefur hann ekki getað blautan í margar vikur og mánuði. Allur spenningur fyrir þessum leik hvarf einhvern vegin eftir þessar fréttir um ofurdeildina. Þetta Leeds lið er hörkulið og vinnusamt með afbrigðum.
    Það þýðir því ekkert að mæta þeim með hangandi haus, vonum það besta en ef ég ætti að veðja á þennan leik þá mundi ég frekar setja á Leeds en okkar menn, því miður. Þannig er stemningin einhvern vegin.

    2
  2. Er þetta ekki tilgangslaus leikur með öllu, Liverpool spila ekki lengur í cl og eru tryggir í ofurdeildinni

    3
    • Mín tilfinning að þetta hafi verið planið hjá FSG allan tímann…… hent í okkur brauðmolum með stækkun vallar o.s.frv. svo þetta! Mér verður óglatt!

      2
  3. Wijnaldum, hvers vegna er hann inná? Ef hann væri enn með hausinn við liðið hefði mané fengið dauðafæri í stað skotsins, hann gerir ekkert sóknarlega og gerir vont verra.
    Að súper líg, ég er aðdáandi liðsins, ekki fyrirtækisins. Ég styð liðið í gegnum súrt og sætt sem aðrir hafa lýst yfir að gera ekki með því að hætta að styðja liðið eftir því hvernig framtíðin þróast. Gerið okkur greiða og drullið ykkur í burtu strax.
    Að öðru leyti vonast ég til þess að við skorum 2-3í seinni og höldum hreinu.
    Jibbýkóla

    5
  4. Sæl og blessuð.

    Jota búinn að vera hvass. Var hugsuðurinn að baki markinu og Mané hefði getað farið í pefsídeildina ef hann hefði ekki skorað þaran. Kabak er kominn með smá attitúd sem er bara frábært. Robbo og Trent sprækir og eru að finna sitt gamla form. Alison varði vel í þessu eina alvöru færi þeirra.

    En maður hálfleiksins er auðvitað Mmmmmeistari Milner. Alltaf ógnandi og skapandi.

    Líds eru þreyttir eftir átök síðasta leiks og eru mögulega með hugann við þann næsta. Allt annað lið en mætti okkur í haust. Þeir gefa okkur pláss og eru seinir í boltana. Pressa ekki. Veit ekki alveg hvernig töflufundurinn hjá Bielsa hefur litið út í morgun.

    2
  5. Djöfull er Jota okkar liði mikilvægur þarna frammi. Súper kaup og vonandi heldur hann takti í liðinu okkar næstu árin!

    3
  6. Er Klopp ekkert að spá í að hrista upp í þessu. Eða er hann bara helsáttur við að liðið er á hnjánum núna í seinni

    2
  7. Engar áhyggjur. Chamberlain er mættur til að … bjarga … málunum…

    3
  8. Skelfileg frammistaða í seinni hálfleik. Hafi eitthvað mark legið í loftinu…

    3
  9. Ha ha ha þetta er Liverpool í hnotskurn tapa leik sem þeir eiga að vinna!

    3
  10. Dauði og helvíti, hvers vegna voru ekki komnir ferskir fætur inná og hvurn djöfulinn er firmino að gera inná í seinni?!?
    Ég vil að bobby verði seldur í sumar takk fyrir.
    Bless 4 sæti.

    4
  11. Þetta bíó er algerlega í boði Klopp. Hann virðist vera kominn langt fram yfir endastöð með liðið. Það er engin metnaður né motivation í þessu liði. Því miður er gaurinn held ég game over.

    En lítum á björtu hliðarnar. Næsta season getum við kannski verið lélegir í ESL!!!

    4
  12. takk allt gamalt og gott Firmino. Væri þetta hans fyrsta tímabil værum við væntanlega að tala um lélegasta framherja í sögu liðsins. Getuleysið er orðið vandræðalegt.

    2
  13. Því miður er liðið okkar ekki nógu gott. Margir að komast á endastöð. Liðið að eldast og því samfara að hægjast. Þörf á endurnýjun.

Liverpool með í stofnun “Súperdeildar Evrópu”! (Uppfært)

Gullkastið – European Super League