Eftir jöfnunarmörk á loka mínútum síðustu tveggja leikja þurfum við nú helst að vinna alla fimm leikina sem eftir eru af tímabilinu til að eiga raunhæfan möguleika á Meistaradeildarsæti. Eins og er sitjum við fjórum stigum á eftir Chelsea, en þetta er skrifað áður en þeir mæta Fulham í dag, og níu stigum frá Leicester en eigum leik inni á þá. Bæði liðin eiga erfiða leiki eftir en Liverpool verður að hætta að tapa stigum ef þeir ætla að koma sér í þá stöðu að grípa tækifærið ef annað af þessum liðum klikkar.
Fyrsta fyrirstaðan í því eru okkar fornu fjendur Manchester United, lið sem okkur hefur gengið virkilega illa að leggja á útivelli í gegnum árin. Okkur hefur í raun ekki tekist að vinna Man Utd á Old Trafford síðan 2014 þegar að Steven Gerrard átti möguleika á að skora þrennu allt úr vítaspyrnum en setti þriðju vítaspyrnu sína í stöngina.
Leikir þessara liða hafa þó yfirleitt litast af varkárni og oftar en ekki verið ansi leiðinlegir. Sex af síðustu níu deildarleikjum liðanna hafa endað með jafntefli.
Man Utd átti ansi brösuga byrjun á tímabilinu, féllu úr Meistaradeild og áttu erfitt í deildinni. Í sjöttu umferð töpuðu þeir svo fyrir Arsenal og hafa í raun ekki litið tilbaka síðan. Liðið hefur aðeins tapað einum deildarleik síðan þá, gegn Sheffield United langslakasta liði deildarinnar. Auk þess eru þeir komnir með átta fingur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Roma í vikunni í fyrri leik undanúrslita 6-2. Það er því ljóst að hvernig sem á er horft er Solskjaer að eiga ótrúlega gott tímabil með liðið.
Af meiðslum er það aðeins að frétta hjá Man Utd að Martial er frá en einnig hefur verið umræða að Cavani gæti fengið frí eftir að hafa spilað gegn Roma í vikunni. Þrátt fyrir það er sókn Man Utd ógnvekjandi fyrir jafn brothætta vörn og okkar. Hraðinn í Rashford, Greenwood og James ef hann byrjar með Bruno og Pogba fyrir aftan að mata þá hljómar ekki vel.
Liverpool
Það voru jákvæðar fréttir í vikunni þegar við sáum enn eitt myndskeiðið af endurhæfingu Van Dijk sem er farinn að líta ansi vel út og mun vonandi eiga gott undirbúningstímabil og koma sterkur inn á næsta tímabili. Hinsvegar talaði Klopp um það að ekkert hefði í raun breyst í meiðslamálum sem þýðir að við verðum líklega án Nat Phillips á morgun þannig Fabinho þarf líklega að taka enn eina vaktina í varnarlínunni þar sem Rhys Williams sýndi í leik þessara liða í FA bikarnum að hann er langt frá því að vera tilbúinn og Preston virðist hafa platað okkur til að borga fyrir leikmann sem er ekki til í þessum Ben Davies sem hefur varla verið á leikskýrslu frá því hann samdi við félagið í janúar.
Ég skýt því á að þetta verði liðið sem við sjáum á morgun. Milner hefur komið vel inn í þá leiki sem hann hefur spilað undanfarið og kemur inn með ákveðinn hrottaskap sem mikið af okkar leikmönnum búa ekki yfir. Jota gæti í raun byrjað fyrir einhvern af okkar fremstu þremur en þessir leikir hafa oft byrjað rólega að ég gæti séð Klopp vilja eiga mann sem getur haft áhrif á leikinn til að koma inn af bekknum og Jota hefur verið bestur í þeirri stöðu. Sjálfur væri ég til í að finna leið til að koma Curtis Jones í liðið en sé það ekki gerast nema inn af bekknum.
Einnig myndi ég vilja hafa Fabinho á miðjunni en eins og áður sagði sé ég það ekki gerast með þá leikmenn sem við höfum, sérstaklega þar sem Robertson hefur ekki verið nýttur þar en þegar meiðslin fóru að hrannast upp bjóst ég við að við myndum jafnvel sjá það í leikjum þar sem við værum að mæta fljótum sóknarmönnum, sérstaklega eftir þetta viðtal. Hinsvegar hefur varaskeifan hans Tsimikas ekki sýnt mikið í þeim fáu leikjum sem hann hefur fengið og þar sem við höfum ekkert séð þetta gert í vetur er enginn möguleiki að við sjáum það á morgun.
Spá
Ég er búinn að vera fullviss í allan vetur, jafnvel þegar verst gekk að Liverpool myndi ná að rísa upp og vinna nokkra leiki á einstaklingsgæðum og ná fjórða sætinu. Tímabilið hefði þá verið vonbrigði en ekki skemmt næsta tímabil. Fyrst núna eftir að hafa horft á Newcastle leikinn um síðustu helgi og vita allan tímann að þeir myndu ná að jafna leikinn, jafnvel þegar við óðum í færum snemma leiks þá fór ég að missa trúnna og á erfitt með að sjá okkur vinna leikinn á morgun.
Ég spá 1-1 jafntelfi í lokuðum leik þar sem Salah kemur okkur yfir en það dugar ekki og fjórða sætið fjarlægist enn meira með þá fjóra leiki eftir af tímabilinu
Liverpool getur alveg unnið þennan leik, en þa þarf Jurgen Klopp að stilla upp rettu liði og vanda sig serstaklega við innaskiptingar, lesa leikinn rett.
í guðannabænum united gerið okkur greiða og hjálpið okkur að losna við að þurfa að spila í ræflakeppnini á næstu leiktíð.
Er einhver tölfræðisnillinganna hér búinn að reikna það út hvaða lið gætu hugsanlega kannski endað í Meistaradeild og hver í Evrópudeild, miðað við alla aðra bikara og deildarsigur og svoleiðis? Er að velta því fyrir mér hvort Liverpool lendi utan Evrópu næsta vetur…
Held að þetta verðu svo súr endir á tímabili…. við endum í 4 sæti á undan Chelsee…. en þeir vinna meistaradeildina og slá salti í slæm svöðusár
Liverpool manna á tímabilinu. YNWA….
Iss þessi leikur verður ekker vandamál fyrir okkar menn, ég var að hugsa um að spá honum 2-7 til þess að bæta markamuninn en sá svo eftir tveggja tíma vangaveltur að 0-5 gerir sama gagn.
Og svo vinnum við rest og náum í þetta fjandans fjórða sætið sem við þráum svo heitt.
YNWA.
Ef þessi vinnst ekki þá er meistaradeild á næstu leiktíð úr sögunni. Flóknara er það nú ekki.
Ég vil sjá Jota í stað Firmino og svo er þetta skondið með þennan Thiago sem hefur ekkert gert fyrir Liv, og eftir að hann kom þá fór liðið að dala.
Skot yfir markið þarna finnst mér…….. eigum við ekki að gefa Thiago sjéns þegar við erum komin með fullskipað lið og menn að spila í sínum stöðum.
Við höfum spilað með fullskipað lið og menn í sinni stöðu og ekki hægt að kvarta yfir vörninni. Hann á að mata framherja en ekkert gengur. Enski boltinn hentar honum líklega ekki en VONANDI fer hann að sína þessa töfra sem hann á víst að eiga. Svo hefur framlínan ekki verið að gera sig undanfarið.
Sæl og blessuð.
Á maður að gera sér upp bjartsýni og von? Þegar harðlífið er algjört í fremstu víglínu og besti bakmiðjuvörður heims þarf að spila úr stöðu? Þegar scums eru í þvílíkum ham og eiga ekki annað markmið í deild en að svekkja okkur?
Nú bíður maður bara eftir næsta síson með Vörn, Hendó (ef hann tollir heill), Elliot, áhorfendum og rækilegri endurnýjun.
Þangað til nennir maður ekki að gera sér upp einhverja eftirvæntingu…
Nat Phillips er mikilvægasti leikmaður liðsins í dag. Mikil vonbrigði að vera án hans í þessum leik.
En þetta er orðið spurning um ná í Evrópudeildina á næsta tímabili.
Við erum að mæta stórlega ofmetnu United liði og eigum fína möguleika á að vinna það. Bara verst að sigur mun lítið gera fyrir okkur.
Það er ömurlegt að fara inn í þennan leik vitandi að sigur er líklega ekki að fara að bjarga tímabilinu og að tvö jafntefli gegn Leeds og Newcastle hafa drepið þær vonir.
Það er samt þannig að það er alltaf gaman að sigra Man utd og vona ég að strákarnir hans Klopp koma bandbrjálaðir inn í þennan leik í dag.
Okkur vantar Van Dijk, Gomez, Matip, Phillips og Henderson á meðan að því miður vantar Man utd Martial og Phil Jones(hefði viljað sjá báða þessa byrja hjá þeim(Jones samt aldrei að fara að byrja aftur hjá þeim eða spila leik fyrir þá).
Mér finnst stundum eins og sumir stuðningsmenn Liverpool átta sig ekki á því að við erum ekki að drukkna í miðvörðum þessa dagana og allt tal um að við verðum að láta Fabinho spila á miðsvæðinu til að eiga möguleika finnst mér kjánalegt. Auðvita vilja allir að Fabinho spilar á miðsvæðinu en það er bara ekki hægt að bjóða upp á R.Williams eða Ben Davis( sem engin hefur séð) í svona leik með Kabak(sem er mjög ótraustur fyrir).
Ég ætla bara að vera bjartsýn fyrir þennan leik í dag og spá því að við sigrum þennan leik 1-2 með mörkum frá Mane og Firmino(af því að það er búið að vera gagnrýna þá svo mikið).
YNWA – Þessi leikur skiptir ekki miklu máli fyrir tímabilið en fyrir okkur stuðningsmenn liðsins þá vitum við að leikir gegn Man utd skipta alltaf máli.