Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra mætti í hellinn með okkur og fórum við yfir það helsta úr boltanum undanfarnar vikur. Sigur á Southampton, fíaskóið í kringum leikinn á Old Trafford, helstu væringar í Evrópuboltanum o.fl.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Guðlaugur Þór Þórðarson
MP3: Þáttur 334
Sælir félagar
Gulli stóð sig vel sem gestur þáttarins en ég mun samt aldrei kjós kallinn enda ekki Flokksmaður og verð aldrei. Hvað þáttinn varðar að öðru leyti þá er ég ánægður með strákana og hafði gaman af þeim. Eigendamálin bar á góma og ég er á því að öll rómatík í þeim málum heyri sögunni til. Ríkir eigendur sem leggja til liðsins er nauðsynlegt fyrirbæri ef lið eiga að geta haldið sig í toppbaráttu ár eftir ár. Sparnaður eigenda LFC á síðasta sumri sýnir svo ekki verður um villst að slíkt gegnur ekki ef liðið ætlar að ná árangri. Það dugir ekkert minna en tveir heimsklassa í hverri stöðu. Tími rjómatíkur og sjálfbærni er liðinn hvað sem fólki finnst svo um það.
Það er nú þannig
YNWA
Það má samt ekki gleyma því af því að menn tala um að það þarf að eyða svo gríðarlegu miklu í liðið að við urðum Evrópumeistara, Heimsmeistarar og Englandsmeistara með þessa eigendur og þeirra kerfi.
Við erum ekki að fara að eyða eins miklu og Man City, Chelsea eða Man utd í leikmenn en eins og dæmin sína þá snýst þetta líka að gera eins vel og hægt er með það sem við eyðum í.
Andy Robertson, Matip og Winjaldum voru öll mjög séð kaup.
Mane , Salah og og Fabinho voru svona miðlungs dýrir en eru allir í heimsklassa í dag og fengum við líklega tvöfalt verð fyrir þá.
Dýrustu kaupinn okkar Van Dijk og Alisson voru að mestu fjármögnuð með sölu Coutinho og held ég að við getum sagt með vissu að það voru frábærar fjárfestingar.
Allt tal um 100m punda leikmenn og keppni við City, Chelsea eða man utd hvað það varðar þá held ég að við keppum ekki um þá bita sem ég held að pirri okkar stuðningsmenn mikið en að fá 40-60m punda leikmenn og gera hann að 100m punda leikmanna er eitthvað sem Klopp væri líklegur til að gera.
YNWA
MU með algjört varalið gegn Leicester. Ekki mikil hjálp úr þeirri áttinni.
Vonum það besta !!
Ekki hægt að búast við neinu frá nojara andsk hjà scum.markmið nr 2 hjá þeim er að koma í veg fyrir að Liverpool fari í CL. Ógeðslegur karakter.
Geta einfaldlega sjálfum sér um kennt að vera í þessari stöðu sem þeir eru.
Verið ekki svona vitlausir.
Afhverju ættu þeir að henda í sitt besta lið þegar þeir eiga okkur eftir 2 daga?
Þetta leikjaplan meikar engan sense.
Við hefðum gert það sama !
Við erum ekki að tapa CL sætinu í dag
Nei, sko. Siggib hinn mikli “Liverpool-stuðningsmaður” mættur.
Jóhannes afhverju ertu að drulla yfir lið sem er í top hlutanum á deildinni, farðu inn á Crystal palace, Aston Villa, Burnley stuðningsmanna síðurnar.
Liverpool er að berjast fyrir því að komast í Meistardeildina á meðan
Arsenal er að berjast fyrir því að Inter ToTo deildinn verður startað aftur…
Og nei, Klopp hefði vissulega gert breytingar á liði sínu og hvílt 4-5 lykilmenn. Ekki samt 10 menn eins og Ole gerði. Ole hatar Liverpool eins og pestina og hefur aldrei farið leynt með það. Vona samt að hann verði sem lengst hjá United.
Hitt er svo annað mál að við erum algerlega búnir að koma okkar í þessa stöðu sjálfir og getum engum nema sjálfum okkur kennt. United voru aldrei að fara að gera okkur greiða og höfðu nákvæmlega engan áhuga á að vinna þennan leik.
Nú er bara að klára mótið með sóma og dröslast til að vinna United á fimmtudaginn.
Mætum öflugir til leiks á næsta tímabili.
Þetta er svo sorglegt take, “vona að hann verði sem lengst”
Útaf hverju þá? Útaf hann er búinn að koma united fram fyrir okkur?
Ole er búinn að gera magnaða hluti þarna og það verður ekki tekið af honum.
Já til hamingju með að vera stuðningsmaður nr 1 lfc forever
Manvar sýndu sitt skítlega eðli fyrir leicester leikinn.
Það hefur samt ekkert að gera með lélega tímabilið okkar eins og mané kom inná.
Ég get ekki hugsað hversu ógeðslegt þetta er, láta stuðningsmenn fresta leiknum svo hobbítinn gæti hvílt 10 menn fyrir leikinn.
Þrátt fyrir okkar lélega lið, þá væri svo sætt og skemmtilegt að sjá okkur vinna þá 4-0 eða álíka fyrir þetta, þrátt fyrir að við náum ekki meistaradeild þetta árið.
Vonandi sjáum við okkar venjulega lið á næstu leiktíð.
Spurning um 5 eða 6 sætið, nenni varla fimmtudagsbolta.
Voru komnar einhverjar frekari upplýsingar frá alþingi varðandi aldurstakmark á notkun snjallsíma?
Nú eru allavega áhagnendur liða að koma fram á síðu Kop. Ég vil samt segja þeim sem gagnrýna umsagnir um OGS, að þeir sem undanfarin 1-2 ár hafa gagnrýnt OGS sem verst eru manu fólk sjálft. Núna eftir smá ljós í gengi manu eftir skriljónir í eyðslu, þá er OGS allt í einu orðinn næsti sir AF. Hvað gengi LFC varðar, þá er margt vitað, annað ekki. En hvernig sem þetta tímabil endar, verður það sett aftur fyrir bak og nýtt tekur við. Eitt er hins vegar morgunljóst, kjúklingurinn hann OGS var skipað að tapa þessum leik gegn Leicester til þess að sefja manu aðdáendur, hann hlíddi, yes boss.
YNWA
Liverpool nægir 5 sæti í deildinni til að komast í Meistaradeildina . (með því að lenda ofar en West Ham). Ástæðan er sú að það lið sem vinnur Meistaradeild fer sjálfkrafa i Meistaradeildina 2021/2022 sem Meistaradeildar meistarar og við vitum að það verður annað hvort Man. City eða Chelsea. Því er kominn upp sú staða að England á rétt á 5 liðum í Meistaradeild 2021/2022. Ég get ekki skilið þetta öðruvísi.
skiptir ekki máli, verður ekki til auka sæti ef liðin eru þegar í top4.
geta farið að hámarki 5 lið ef þessi lið sem vinna keppnina eru ekki í top4, ef 2 ensk lið vinna og eru bæði fyrir utan top4 þá dettur 4 sætið út sem meistaradeildarsæti.
5 sætið í enska getur aldrei orðið að meistaradeildarsæti, sama hvað skeður.
Ég væri til í að fá Danny Ings aftur til Liverpool, þessi drengur er ekta Klopp leikmaður sem var bara virkilega óheppinn með meiðsli hjá okkur, hann á ár eftir af samning og veit svo sannarlega hvar markið er að finna. Losa okkur við Origi og fá Ings í staðinn.
Hann var meiddur allann sinn tíma hjá Liverpool og er meiddur eins og er og var t.a.m. ekki með gegn Liverpool vegna meiðsla. Eftir þetta tímabil, er hann í alvöru leikmaðurinn sem þú myndir helst vilja í sumar? 🙂
Hann spilaði í gær og skoraði 2 mörk og er því væntanlega ekki meiddur, er það
og jú ég væri mikið til í að fá hann til okkar. Minna álag á honum þar sem hann væri ekki lykilmaður en geggjaður leikmaður til að koma inn og breyta leikjum.
Klopp er aldrei að fara að kaupa til baka leikmann sem hann hefur sjálfur selt. Þannig virkar ekki Kloppstefnan.
Og það má bæta því við að hann er með 38 mörk í 73 leikjum fyrir Southampton.
ef hann væri hjá liverpool þá hefði hann engin mörg eftir 73 leiki, mane og salah gera ekkert annað en að skjóta framhjá markinu, hann fengi aldrei boltann.
Flott hjá skyttunum að leggja chelsea…allt opið hjá okkar mönnum….
Jahérna. Eftir úrslit kvöldsins er staðan sú að við höfum örlög okkar í eigin höndum. Ef svo ótrúlega fer að við vinnum allla fjóra leikina okkar þá er a.m.k. 4 sætið okkar. Ástæða: Chelsea og Leicester eiga eftir innbyrðis leik.
Ætla bara ekkert að frussa yfir Ole né United..Klopp hefði mögulega gert þetta sama væri staðan öfug.
Skil bara mjög vel að Ole hafi viljað reyna verja sína leikmenn gegn þessu álagi.
Algjörlega Liverpool að kenna hvernig er farið fyrir okkur og þurfum að treysta á að hinir og þessir mistígi sig áttum að gera betur gegn litlu liðinum..meiðsli er ekki nóg afsökun gegn þeim.