Liðið sem heimsækir WBA

Þrír bikarúrslitaleikir eftir. Verða að vinnast. Gegn Sam Allardyce, Sean Dyche og Roy Hodgson. Fótboltinn er sannarlega ekki flókinn (nema þegar kemur að því að skilja rangstöðu og VAR).

Diogo Jota er auðvitað ekki leikfær eftir spark sem hann fékk í leiknum gegn United á fimmtudaginn, og talað um að hann spili líklega ekki meira á leiktíðinni. Dæmigert.

Þetta þýðir að framlínan velur sig nokkurnveginn sjálf, og Klopp er svosem ekkert að taka neina sénsa enda má segja að hendur hans séu bundnar í nánast öllum stöðum:

Bekkur: Adrian, Tsimikas, Neco, Koumetio, Gini, Shaqiri, Clarkson, Woodburn, Origi

Enn fækkar “senior” leikmönnum á bekknum, við getum nánast gefið okkur hvaða skiptingar Klopp mun gera: Gini og líklega Shaq í kringum 70. mínútu, mögulega einhver unglingur á 89. mínútu ef liðið er 2 mörkum yfir. Kannski Origi.

Og já ólyginn hvíslaði því að mér að raunveruleg ástæða þess að Jota sé frá sé út af því að Mané hafi tæklað hann úti á bílaplani eftir síðasta leik. Þetta er eftir mjög áreiðanlegum heimildum BTW.

Nú væri t.d. gaman að Mané tilkynni endurkomu sína á stóra sviðið með þrennu. Er það til of mikils mælst?

39 Comments

  1. Ég vil sjá Mane dýrvitlausan á eftir þar sem að hann var í þessari svaka fýlu eftir seinasta leik.
    En mikið rosalega er farið að þynnast úr þessu hóp hjá okkur.

    3
  2. Meiðslalisti Liverpool

    Van Dijk
    Gomez
    Matip
    Kabak
    Davies
    Henderson
    Milner
    Keita
    Oxlade-Chamberlain
    Jota

    – Er þetta ekki bara þokkalegasta úrvaldsdeildarlið ef við hendum inn markverði.

    Gomez/Van Dijk/Matip/Davis/Kabak í vörn – Henderson/Milner/Keita/Ox á miðju með Jota fremstan.

    4
  3. Hvernig getum við misst menn hægri vinstri í meiðsli, eiginlega mögnuð frammistaða.
    Vonum að það komi okkur ekki um koll, ég er ekki eins bjartsýnn en vona.
    Mané troða sokk takk

    2
  4. Liverpool eru ekki að fara vinna þennan leik og eftir að vera búnir að vinna Man Utd þá eru búið að eyða allri þessari litlu orku sem var eftir í þessu liði þannig að þetta er svona 1 -3 tap allann daginn.

    1
  5. Hjartað er í buxunum horfandi á þetta miðvarðapar okkar. Rhys greyið Williams ekki vandanum vaxinn. Verður kraftaverk ef við náum 4 sætinu þegar upp er staðið!

    4
  6. 90% með boltan og svona 700 sendingar en ekkert gert við boltan fyrir framan markið

    4
  7. Ef við vinnum ekki þennan leik eigum við bara ekki skilið meira. Þar tel ég að Klop eigi nokkra sök.

    3
  8. Svo verð ég eiginlega að kvitta undir með Sigkarli með það hvað Sadio Mane er átakanlega slakur – getur akkúrat ekkert í þessum leik!! Jota sárt saknað!!

    3
  9. Origi inn fyrir Mane. Guð hvað hann er lélegur, eins og hann nenni þessu ekki.

    3
  10. Hefði ekki treyst neinum betur í verkið en Bobby til að hitta stöngin út í þessu færi

West Brom – Liverpool, upphitun: Fallnir fjendur heimsóttir

WBA 1 – 2 Liverpool