Byrjunarliðin í lokaleiknum vs. Crystal Palace á Anfield

Lokaleikur Liverpool á tímabilinu 20/21 fer fram á Anfield fyrir framan 10.000 manns er Crystal Palace mæta í heimsókn.

Byrjunarliðin

Báðir stjórar hafa skilað inn liðsskýrslum innan skilafrests á lokadegi í Úrvalsdeildinni og byrjunarliðin eru klár:

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Phillips, R.Williams, Robertson; Fabinho, Thiago, Wijnaldum; Salah, Mane, Firmino

Bekkurinn: Adrian, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Jones, Jota, Tsimikas, Shaqiri, N.Williams

Klopp gerir engar breytingar frá sigurleiknum gegn Burnley og fyrirliðinn Henderson er kominn á bekkinn ásamt Jota sem hefur jafnað sig nælega til að fá sér sæti þar. Hodgson hefur gert tvær breytingar frá síðasta leik og ein af þeim er að Benteke er hvergi sjáanlegur í dag.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Tomkins, Cahill, Mitchell, Kouyate, McCarthy, Riedewald, Townsend, Zaha, Ayew.

Bekkurinn: Butland, van Aanholt, Mateta, Schlupp, Clyne, Kelly, Rak-Sakyi.

Upphitunarlagið

Lokakeppni Eurovision fór fram í gærkvöld og því tilvalið að Europe telji inn í lokaleik Liverpool á tímabilinu sem er úrslitaleikur um Meistaradeild Evrópu. Vonandi verður lokatalan þóknanleg okkur Púlurum þegar að boltabókhaldið hefur verið uppgert og spennan magnast. It’s the final countdown!!!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

16 Comments

  1. 4-1 hefur spáin mín verið í öllum sigurleikjum að undanförnu. Hef aldrei spáð þeirri tölu svo ég muni þegar tapast hafa stig. Spái 4-1 alveg hiklaust þessvegna.

    1
  2. Seinasti og mikilvægasti leikurinn sem liðið verður að sigra og hversu flott væri það fyrir framan 10.000 aðdáendur á vellinum.
    Salah að keppa um markaskóinn og liðið búið að vera á siglingu, líkurnar eru með okkur en þessi bananahýði leynast víða og hversu ömurlegt væri að tapa fyrir Hodgson.
    Ég spái þessu 4-0 sigri

    2
  3. Með taugarnar þandar,
    titrandi andar,
    kjökrandi skríður,
    skjálfandi ríður og tíminn líður.

    Þannig líður mér

    5
  4. Vitað það var ekki hægt að stóla á Spur. Verðum að klára þetta sjálfir.

    3
  5. Sæl og blessuð.

    Allt annað að sjá liðið með áhorfendur á bekkjum.

    Að öðru: Hversu epískt er það að enda tímabilið með alla miðverði meidda og kosti nr 8 og 9 með sárabindi a hausnum?

    Staðan er góð en skjótt skipast veður í lofti og allt það.

    5

Lokaleikur tímabilsins: Hodgson mætir í síðasta skiptið á Anfield

Liverpool 2-0 Crystal Palace