Leikjaprógrammið tilkynnt

Í morgun var gefið út hvernig leikjaprógrammið lítur út í deildinni á næstu leiktíð. Það er skemmst frá því að segja að það er ekkert sem sker sérstaklega í augun. Leikirnir í kringum jól og áramót verða líklega mesta áskorunin: Leeds, Leicester og Chelsea á einni viku. Annars byrjar ballið í ágúst með heimsókn til Norwich, leiktíðin 2019-2020 byrjaði einmitt á leik gegn Norwich. Vonum bara að næsta leiktíð endi svipað (þ.e. varðandi úrslitin. Ekki heimsfaraldurinn).

Jú og svo á Jürgen Klopp afmæli í dag. 54 ára. Við sendum honum að sjálfsögðu hugheilar afmæliskveðjur í tilefni dagsins.

11 Comments

  1. Verða Mane Salah og Keita farnir i Afrikukeppnina um áramót eða fá þeir að klára leikinn gegn Chelsea og fara svo einhver sem veit það?

    1
    • Þeir ættu bara að missa af Brentford heima og C.Palace úti í deildinni svo að þetta hefði getað orðið verra.

      1
  2. Svo er Benitez að koma aftur til Liverpool en í þetta sinn til að taka við Everton, ég skil kallinn svo sem alveg enda á hann heimili þarna en mikið verður skrýtið að sjá hann stýra Gylfa og félögum.

    2
    • Verði þeim að góðu. Hann mun halda þeim í námunda við 8. sætið.

      1
    • Breytir litlu hver er tekur við þessu liði í 1-2 ár. Ég dýrka Benitez og skil að hann vilji vera nálægt sínu liði, þ.e.a.s. okkar liði.

      4
  3. Benitez á ekkert nema gott skilið og góða strauma og ef rétt reynist gangi honum þá bara vel nema gegn Liverpool.
    Hann kennir kanski föntunum í Everton mannasiði og hætta slasa leikmenn Liverpool ef einhver getur gert það þá væri það Benitiez.

    6
  4. Það er búið að finna arftaka Gini. Locatelli klárlega. Græja a.s.a.p.

    4
  5. Sæl öll

    Svakalega er Wijnaldum að soila vel á EM. Ótrúlegt að ekki hafi verið hægt að semja við hann. Eins gott að sá sem fyllir skarð hans verði jafn meiðslafrír og stöðugur í leik sínum.

    1
    • Var einmitt að hugsa þetta líka. Hann spilar auðvitað aðeins framar með landsliðinu en Liverpool en hann var sérstaklega sprækur og marksækinn í kvöld.

      Vona að Klopp þurfi ekki að sjá eftir þessari ákvörðun (eða kannski réði hann þessu ekki?)

      • Ég er alveg 100% viss um að Klopp vildi halda Gini.

        1
  6. Nú er Daka að fara til Leicester, við vorum bendlaðir við þennan leikmann, Rodgers að nota njósnara LFC :-/

Sumarfrí og Stórmót

Hvernig eru hóparnir hjá stóru liðunum?