Tökum í gamni stöðuna á hópunum hja helstu keppinautum Liverpool í deildinni núna áður en leikmannaglugginn opnar, náum þannig aðeins að meta hvað er líklegt að þessi lið komi til með að gera í sumar.
Liverpool
Sama hvaða miðvörð við setjum með Van Dijk þá er hópurinn hjá Liverpool alveg nógu góður til að vinna deildina aftur á eðlilegu tímabili hvað meiðsli varðar. Konate gæti styrkt byrjunarliðið alveg rosalega ef hann helst heill en sama á auðvitað bara við um þá alla, Van Dijk, Matip og Gomez.
Thiago er búinn að aðlagast, Fabinho og Henderson fara vonandi algjörlega í sínar stöður aftur og Jones hefur vaxið verulega í vetur, líklega framúr Ox og Keita sem Klopp gæti átt alveg inni.
Það á auðvitað slatti eftir að breytast á þessum lista, 2-3 menn inn til viðbótar og út með nöfn eins og Origi, Shaqiri, Minamino, Wilson og Liverpool er til alls líklegt aftur.
Liverpool er sterklega orðað við box-to-box tegund af miðjumanni og líklegast að með honum kæmi einhver í stað þess hlutverks sem Origi hefur hjá félaginu.
Man City
Það er augljóst að Man City á eftir að koma með eina ef ekki tvær risabombur í sumar. Harry Kane, Mbappe eða eitthvað í þeim dúr. Aguero og Fernandinho eru farnir ásamt Eric Garcia og ljóst að þeir ætla ekkert að nota akademíuna í að fylla þeirra skörð. Langt síðan Guardiola var sá þjálfari.
Miðvarðastaðan er auðvitað rugl sterk hjá City enda búið að kaupa heldur betur í þær stöður. Miðjan er geggjuð með Rodri, De Bruyne og Phil Foden sem er að verða heimsklassa leikmaður. Þeir þurfa samt að fylla skarð Fernandinho bæði innan vallar og væntanlega ekki síður utanvallar.
Það verður svo fróðlegt að sjá hvernig sóknarlínan kemur til með að líta út eftir sumarið.
City hefði ekkert ráðið betur við álíka meiðslavandræði í vetur og Liverpool lenti í en Guardiola hefur engu að síður mjög öflugan hóp og notaði hann vel allt tímabilið.
Man Utd
Það var ágætt hjá Óla Gunnari að ná öðru sæti í deildinni á síðasta tímabili og mögulega er það eitthvað fyrir United til að byggja á í sumar. En er þessi hópur líklegur til að taka mjög stórt stökk uppávið áfram eða er United búið að ná ágætum stöðugleika sem hátt sextíu og eitthvað stiga félag til jafnvel lágt sjötíu og eitthvað stig?
United lenti alveg í meiðslum eins og öll lið í vetur en kjarninn hélt hjá þeim að mestu í gegnum tímabilið. Gleymum ekki að þeir fóru ekki heldur upp úr riðlinum í Meistaradeildinni sem er vel undir pari. 74 stig er bara alls ekkert merkilegt tímabil hjá Man Utd, þetta var samt þeirra næstbesta tímabil síðan Ferguson hætti.
Þéttur hópur með 1-2 heimsklassa leikmenn í Fernandes og Pogba(?) en lítið um flugeldasýningar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða stefnu félagið tekur núna þegar King Ed Woodward er að hætta. Eftir mótmælin í vetur er mikil pressa á United að gera eitthvað róttækt á markaðnum, Jadon Sancho væri t.a.m. eitthvað róttækt.
Tottenham
Spurs var um daginn á barmi þess að ráða Pochettino aftur sem hefði verið kjörin fyrir þá til að byggja upp annað Tottenham lið líkt og hann gerði áður. Það að reka hann til að ráða Mourinho var alveg jafn heimskuleg ákvörðun þegar hún var tekin og hún lítur út í dag. Hann er þeirra langbesti stjóri síðan sjónvarpið fór að sýna í lit.
Eftir að það fór í vaskinn var Antonio Conte svo gott sem frágengið dæmi, það er stjóri sem hefði heldur betur getað snúið gengi liðsins við og væri jafnvel meira statement en að fá Poch aftur. Hann var að brjóta sigurgöngu Juventus á Ítalíu og sneri Chelsea heldur betur við á fyrsta tímabili á Englandi.
Paulo Fonseca fyrrum stjóri Roma var svo að detta uppfyrir núna í dag og Genero Gattuso ku vera næstur. Hann er með glatað CV sem stjóri.
Tottenham eru með nýjan yfirmann knattspyrnumála sem er líklegur til að breyta stefnu félagsins umtalsvert á leikmannamarkaðnum en það er óhætt að þetta byrjar alls ekki sannfærandi hjá honum.
Persónulega held ég að Tottenham sé alveg til í að selja Harry Kane á rugl fjárhæð og byggja upp nýtt lið fyrir söluvirðið. Eins og staðan er nákvæmlega núna bendir ekkert til þess að Spurs sé að fara mikið ofar en sjöunda sætið sem þeir enduðu á síðasta tímabili.
Chelsea
Hvernig Chelsea hefur tekist að vera alltaf hálfgerður underdog í umræðunni undanfarin ár er ofar mínum skilningi. Þetta er hópur sem á að vera berjast um titla og stjórar Chelsea fá alltaf að styrkja hópinn. M.a.s. þegar þeir voru í félagsskiptabanni keyptu þeir einhvernvegin Pulisic.
Chelsea er einum alvöru gæða kaupum aftast í vörnina frá því að blanda sér af alvöru í baráttuna við Liverpool og City. Þeir þurfa alls ekki að gera eins mikið af breytingum í sumar og þeir gerðu síðasta sumar og hafa virkað mun þéttari eftir því sem liðið hefur á árið.
Umræðan síðasta sumar var töluvert um hvort menn eins og Solskjaer og Lampard væri nógu góðir til að taka þessa hópa ofar. Chelsea fannst svarið á endanum vera nei og unnu Meistaradeildina strax í kjölfarið. United er áfram með Norðmanninn og fóru í Evrópudeildina…
Arsenal
Tökum Arsenal með bara svona út á aldur og fyrri störf. Áttunda sæti í vetur og þ.a.l. engin Evrópa í miðri viku. Það er alls ekkert að fara hjálpa þeim fjárhagslega eða á leikmannamarkaðnum en gæti vissulega hjálpað þeim töluvert í deildinni. Það tekur töluvert úr hinum liðunum að spila 6-12 Evrópuleiki aukalega yfir heilt tímabil.
Það eru nokkrir mjög efnilegri strákar í þessum hópi eins og Martinelli, Saka og Smith-Rowe. Eins er Partey á miðjunni mjög öflugur leikmaður í réttu liði. Þar fyrir utan er þetta ekkert rosalega merkilegt og stjóri liðsins er ennþá tiltölulega óreyndur.
Leicester
Tvö tímabil í röð hafa þeir hent frá sér Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni eftir að hafa nánast verið með það tryggt. Eru þeir líklegri til að ná því næsta vetur eða misstu þeir af lestinni?
Brendan Rodgers er að vinna þannig starf hjá þeim að hans næsta þjálfarastarf verður líklega hjá einhverju af hinum stóru liðunum, Chelsea lang líklegast þar.
Byrjunarliðið er bara firnasterkt og endurnýjun á kempum eins og Evans og Vardy komin í vinnslu. Fofana er hörku miðvörður sem gæti tekið við af Evans og Bredan Rodgers má eiga það að hann er góður stjóri fyrir sóknarmenn, Iheanacho er heldur betur (loksins) að springa út undir hans stjórn.
Ef að þeir selja einhvern af sínum bestu mönnum mun það alltaf vera fyrir hámarksvirði og þeir hafa sýnt það ítrekað undanfarin ár að þeir eru klókir á leikmannamarkaðnum.
Persónulega finnst mér ekkert benda til þess að Spurs, Everton eða Arsenal séu að fara koma sér uppfyrir Leicester á næsta tímabili nema þeir lendi í einhverjum hamförum.
Everton
Hvað í helvítinu bara, Rafa Benitez líklegastur til að taka við þeim? Andskotinn! Erfitt svosem við hann að sakast þannig, hann hefur alla tíð haldið heimili í Liverpool, elskar borgina og ekki hefur Liverpool FC beint beðið hans með opinn arminn. Everton með helling af peningum til að eyða gæti verið ágætt move fyrir hann til að koma sér aftur á kortið. Koeman og Ancelotti eru sem dæmi að stýra Real Madríd og Barcelona núna! Vona samt að þetta fari eins og stjóraráðningar Tottenham.
Hópurinn hjá Everton er lúmkst dýr og ætti algjörlega að vera í baráttu við Tottenham, Arsenal og jafnvel Leicester. Ekki í 10. sæti líkt og þeir náðu í vetur. Engin Evrópu gæti hjálpa þeim næsta vetur líkt og Arsenal auk þess sem eigandi Everton er heldur betur að setja pening í dæmið.
Deildin hefur að mörgu leiti jafnast töluvert undanfarin ár fyrir utan að City, Chelsea og United hafa ennþá rosalegt forskot á leikmannamarkaðnum hvað fjármagn varðar. Alls ekkert endilega besta fólkið til að nýta þetta forskot samt. Það er erfiðara að greina topp fjögur eða topp sex stóru liðinu eins og var vel hægt fyrir nokkrum árum. West Ham og Leeds gætu t.a.m. alveg blandað sér áfram í þennan pakka á næstu árum ásamt Aston Villa sem er stórt félag með ríka eigendur.
Eru þetta samt ekki tveir fjögurra liða pakkar núna samt? Eða topp fjögur og svo sex svipuð lið þar fyrir neðan sem hvert og eitt hefur burði til að detta á gott tímabil og þvælast mun ofar? Þó að Liverpool hafi verið ævintýralega tæpt á Meistaradeildarsæti í vetur er liðið engu að síður afgerandi klárlega í hópi þessara fjögurra bestu liða í deildinni núna. Það er í raun galið að komast í Meistaradeildina með Phillips og Williams það miðvarðapar sem spilaði mest rétt á eftir einhverskonar miðvarða uppsetningu sem innihélt Fabinho eða Henderson. Tvítugur Ozan Kabak úr vitavonlausu Schalke liði spilaði meira en flestir aðal miðverðir Liverpool í vetur.
City eru meistarar og spiluðu til úrslita við Chelsea í Meistaradeildinni. United fór í úrslit Evrópudeildarinnar og endaði í öðru sæti í deildinni (og reyndar Evrópudeildinni).
Ekki nema eitthvað mjög sérstakt eigi sér stað þá dettur ekki nema max eitt þessara liða úr topp fjórum á næsta tímabili.
En hvað teljið þið að þessi lið geri í sumar? Hverjir fara og koma?
Patson Daka að fara til Leicester, það er galið að Liverpool skuli ekki berjast um hann
,, Engar frettir eru goðar frettir ,, eða hvað ? Annað hvort eitthvað miðlungs eins og of oft að undanfornu eða eittvað verulega stort ? Vonandi mun metnaður raða rikjum.
Sælir félagar
Mínir draumar um næstu kaup LFC eru Patson Daka og Florian Neuhaus. Ef það gerist þá erum við komnir með sigurstranglegan hóp í deildinni. Þessir tveir og Konate yrði frábært.
Það er nú þannig
YNWA
Datt i smá hugrenningar um leikmannamál okkar liðs. Af hóp síðasta vetrar eru Kabak og Wijnaldum farnir. Við eigum fimm miðjumenn sem geta talist nógu góðir til að starta: Fabinho, Firmino, Henderson, Thiago, Jones. Það vantar að minnsta kosti einn í viðbót því þessir menn eru aldrei allir að fara að spila alla leiki. Milner áfram sem bráðabackup og mögulega gefa Keita eitt síson í viðbót, eða casha bara inn strax. Shaquiri, Chambo, Keita og Grujic eru góðir leikmenn en ekki alveg nógu góðir fyrir meistaraefni. Þeir ættu alveg að safna upp í 1-2 sterka miðjumenn. Það liggja líklega svona 70-80m punda í þeim, eða 40 ef við höldum Keita. Þannig að þetta er spurning um að fá 1 og halda Keita eða 2 og selja Keita. Fá svo Eliot til baka til að leysa af á hægri kantinum fyrir miðjumann eða sóknarmann þegar á þarf að halda.
Við eigum þrjá framherja sem eru nógu góðir til að starta: Salah, Mané, Jota. Tel Firmino frekar sem miðjumann hér þar sem hann spilar yfirleitt aftar en þessir þrír. Ég væri alveg til í að setja allan peninginn í að skipta á Mané og Mbappe. Líklega 100m á milli. Þá værum við án efa með bestu sóknarlínu í heimi. Origi má fara. Jones getur þess vegna færst framar í staðinn fyrir Origi enda mun betri leikmaður, og Firmino er í sambærilegri stöðu. Framlínan er OK en myndi styrkjast mikið við skipti á Mané og Mbappe (eins góður og Mané er nú) – Jones, Firmino og Eliot þar sem backup.
Svo er það vörnin. Svo lengi sem Virgill, Trent og Andy verða að mestu heilir þá á vörnin að halda með Konate, Philips, Matip og Gomez sem fjórða mann inn. Eða getur verið að þeir meiðist allir á sama tíma? Rhys, Neco Williams, Tsimikas og Davies eru þá þarna sem neyðarbackup, þótt líklegt sé reyndar talið að Rhys fari á lán.
Eins og þetta lítur út fyrir mér þarf helst að bæta við miðjumanni og sóknarmanni eða fá stórstjörnuna í skiptum fyrir Mané og 1-2 miðjumenn í skiptum fyrir þessa 3-4 sem ég nefndi hér að ofan. Ég skil líka vel pælinguna í því að reyna að fá hávaxinn framherja sem getur nýtt krossana frá Andy og Trent og sleppa þar með pælingunni um besta leikmann heims í dag (Mbappe). Þá kemur Haaland vitanlega upp í hugann en það er einhver milljarðavél í kringum hann sem mér sýnist ekki meika mikinn sens. Alexander Isak er annað nafn sem mikið er nefnt núna – hann er góður, en er hann nógu góður fyrir Liverpool, fyrir svona mikinn pening? Ég er ekki viss.
Allt eru þetta nú bara hugleiðingar á þessum ágæta laugardegi. Niðurstaðan er sú að það væri gott að geta hrist aðeins upp í liðinu fram á við, ekki mikið, en nóg til að gera aftur atlögu að titlinum. Neuhaus og Daka hefðu gefið góðar vonir en þeir möguleikar virðast báðir úr sögunni. Það eru alltaf aðrir kostir. Einn sterkur framherji og einn sterkur miðjumaður í skiptum fyrir menn sem eru ekki alveg nógu góðir en geta samt vel verið góðir í aðeins lakari liðum.
Treystum því bara að þetta fari allt saman vel!
YNWA
Skemmtilega sett upp og sýnir hvernig þessi lið eru uppstillt. Okkar framtíð ræðst á því hvað:
a) Hvað eigendurnir vilja eyða í leikmenn. Það virðist ekki vera mikið (ef eitthvað) sett í leikmannakaup sem er bara sama sagan siðan FSG tók við klúbbnum.
b) Klopp hættir þessu hálfkáki og kaupir leikmann án þess að þurfa að skoða þá í bak og fyrir. Einnig taka ákvarðanir um hverjir verða seldir því við greinilega þurfum að selja til að kaupa og við gerim ekki það sem við viljum með þennan hóp. Við grísuðum á 2 ár án meiðsla og það er liðin tíð.
Þegar maður er að heyra að Liverpool viti að klásula á leikmanni er td £30m og að þeir séu að reyna að semja um lægra verð, þá fær maður kjánahroll í bland við ælubragð í munninn. Styrkja hópinn!
“Þegar maður er að heyra að Liverpool viti að klásula á leikmanni er td £30m og að þeir séu að reyna að semja um lægra verð, þá fær maður kjánahroll í bland við ælubragð
FSG sækjast líka í í að borga sem minnst út og dreifa kaupverðinu.
Ástæða þess að Konate kaupin drógust á langinn var sú að FSG vildi dreifa greiðslunum.
Útborgun í Jota og Thiago var sirka 5 milljón pund á hvorn.
Shaqiri að klína tuðrunni fyrir Sviss – með hægri!! Lækkar ekki í verði við þetta.
Og Kubburinn með aðra klínu!! Go Shaqiri!
Er hægt að blokka út þetta rusl, auglýsingar, lán etc?
sammála. Þetta er ítrekað að detta inn í kommentum á síðunni. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað til að síðan sé laus við þetta rugl
Erum endalaust að reyna filtera svona drasl út 🙁
Þetta er því miður endalaus barátta. Spam filterinn í WordPress er bara ekki betri en hann er. Við erum alltaf að bæta við orðum í blokk skilgreiningarnar, en svo koma bara nýjir póstar með nýjum orðum.
Er þetta alltaf mismunandi IP–tala?
Oftast, já. Svona til að gefa smá mynd af þessu, þá eru um 13.500 póstar í Spam hólfinu okkar frá miðjum janúar, kannski 30 af þeim hafa ratað á síðuna sjálfa (sluppu sem sagt við sjálfvirka filterinn). Sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti birtist ekki. En þetta er eilíft stríð og við erum að setja orð, ip-tölur ofl. reglulega inn til í filter að koma í veg fyrir þetta. Því miður getum við ekki vaktað þetta stanslaust, því slæðast ennþá inn einn og einn póstur sem við hendum svo út um leið og við sjáum hann.
Ég held að City taki Kane. Vonandi selja þeir B. Silva fokkfeis og Sterling Júdas til Spánar. Þeir ná sér í sóknarþenkjandi miðjumenn ef þeir fara, jafnvel þrjá, just for the fun of it. Spurning hvort Laporte vilji komast aftur til “heimalandsins”, það væri fínt en þá tekur City B.White þá fyrir 50kúlur og breiddin þar í fínum málum áfram.
Man.Utd eru líklegir að ná í Sancho. Það virðist vera forgangsatriði. Hefði samt haldið að nr.9 væri fyrsta mál á dagskrá hjá þeim. Kannski eru þeir í Kane pælingu en persónulega myndi ég setja allt púður í Haaland ef ég væri innkaupastjóri þar. Þeir hljóta samt líka að splæsa í einhvern miðvörðinn og jafnvel back-up fyrir AWB. Sé ekki fyrir mér að þeir selji einhvern lykilmann en ef Martial fer þá kaupa þeir pottþétt einhverja nr.9.
Chelsea er með flottan hóp en þeir gera eitthvað rosalegt. Svolítið smeykur með að Haaland endi þar. Roman kallinn er með kistur fullar af gulli og ætlar að koma liðinu aftur á toppinn í deildinni. Þeir voru með langtum betri glugga en LFC í fyrra og náðu þessum flotta árangri með fullt af nýjum mönnum. Werner og Havertz verða örugglega betri núna. Chelsea selur jafnvel einhverja leikmenn og fá fullt í kassann. Ziyech, Tammy, Loftus Cheek o.fl. T.d. seldu þeir Tomori fyrir 30m evra til Milan! Talað líka um að þeir séu að reyna við Hakimi hjá Inter. Það er kannski eitthvað sem LFC ætti að pæla í. Ná í Hakimi og setja Trent á miðjuna.
Leicester líklegastir að ná í Daka. Spilatími virðist hafa ráðið mestu þar um. Skiljanlegt svo sem en hann er ungur og þrusu potential og LFC ætti að reyna ná honum að mínu mati. Bjóða þá hærri laun og lofa stærra hlutverki eftir eitt tímabil, ætti samt að ná 10-20 byrjunarliðsleikjum plús að koma inná af bekknum. Annars eru Leicester með svipaða hópa að gæðum eins og Ars, Tot og Nev en munurinn er stjórinn, Mr. Rodgers, sem mögulega tekur við af Guardiola eða Ole áður en langt um líður.
Liverpool…tja. Liðið gæti gert það sama og 19/20 tímabilið, það er ekkert því til fyrirstöðu en tel það ólíklegt. Það eru svo mörg spurningarmerki. Hvernig koma VVD og Gomez tilbaka? Hverjir hverfa frá hópnum auk Gini (sem btw skorar jafnmikið í riðlakeppni Euro og allt síðasta tímabil hjá LFC þrátt fyrir að spila nánast alla leiki !!). Ef Ox og Keita verða áfram finnst mér mikilvægara að ná í back-up fyrir Fabinho, einhvern alvöru sko, sem hægt er að nota líka sem áttu. Dettur fyrst í hug Bissouma hjá Brighton, hann ætti ekki að vera svo dýr er það? Nr.1 væri samt Ndidi hjá Leicester en hann er 40plús, geggjaður leikmaður. Líka hægt að leysa þetta allt “eftirmann Gini” dæmi með því að setja Trent á miðjuna, finnst í raun ótrúlegt að hafa ekki séð svo mikið sem einn leik með hann þar. Hann spilaði mikið yngri flokkana þar og með þessa skot-og sendingagetu er það nánast glæpur að hann sé ekki miðjumaður. En já, ég veit, hann er playmaker þarna í right back og með krossa vinstri hægri en hvernig væri hann sem playmaker á miðjunni…hmm? Hakimi sem er víst falur því Inter er í ruglinu. Hann var með 7 mörk og 11 assists í 45 leikjum hjá Inter. 23ja ára og verður bara betri. Annars finnst mér Liverpool vanta world-class sóknarmann, þetta vita allir. Einhvern slúttara, Haaland er auðvitað draumurinn en ég er með einn óvæntan. Ef Tammy Abraham er til sölu mætti skoða það. Hef mikið álit á honum og hann hefur margt að sanna. Alls ekki einhver varaskeifa fyrir Bobby og gæti sett alvöru pressu á hann. Snöggur, góður í boxinu, góður skallamaður og teknískur. En ef eini leikmaðurinn sem verður keyptur í viðbót er Mbappe þá er það allt í lagi sko.