Kingsley Coman það nýjasta í slúðrinu

Þetta er eitthvað sem við munum sjá meira af næstu vikur en það nýjasta í slúðrinu hvað leikmannakaup varðar er frakkinn Kingsley Coman leikmaður FC Bayern.

Sá sem menn helst vitna í er sami þýski blaðamaður og orðaði Liverpool mjög sterklega við Florian Nauhaus. Erfitt að segja hvort það sé mikið að marka hann en helstu transfer nördar Liverpool twitter hafa a.m.k. smá trú á honum:

Hann er samningslaus sumarið 2023 og fer því að koma á tíma fyrir FC Bayern að ákveða hvort þeir vilji selja hann fyrir einhvern pening eða missa hann frítt. Hann er sagður hafa neitað að skrifa undir nýjan samning og núna er jafnvel talað um að tilboði frá Liverpool hafi þegar verið hafnað, drögum það nú mjög í efa.

Hvað þennan leikmann varðar þá væri Conman næstu of gott til að vera satt góð leikmannakaup fyrir 40-50m en gallinn við hann rétt eins og svo marga aðra er að hann er nokkuð oft meiddur. Hann er fáránlega fljótur og getur spilað á báðum vængjunum. Hann eða leikmaður af sama kaliberi er líklegur sem arftaki Mané eða Salah eftir 1-2 tímabil. Að fá hann inn fyrir t.d. Origi og Minamino eða Shaquri væri nánast svindl.

Það er ekki langt síðan Liverpool var orðað við Doynell Malen hjá PSV sem er leikmaður sem leysir svipuð hlutverk á vellinum. Kannski er þetta einhver vísbending um að Liverpool séu að skoða annan vængframherja og auðvitað miðjumann. Hvort sem það verði Nauhaus og Conman eða einhverjir sambærilegir á listanum góða hjá Edwards og félögum.

Núna fer þeim að fjölga hratt gæðaleikmönnum sem detta úr leik á EM og í kjölfarið fer kannski eitthvað að hreyfast á leikmannamarkaðnum. Ágætt að hafa í huga að Liverpool er ennþá það lið sem hefur klárað stærstu leikmannakaupin af keppinautum okkar á Englandi.

22 Comments

  1. Kingsley Coman, Sadio Mane, Mohamed Salah og Diogo Jota að berjast um fjórar stöður á vellinum ? Þetta hljómar fallega en ég spyr mig hvort heimildarmaðurinn á bak við þessa frétt sé enginn önnur en þjóðkunna kjaftakellingin, Gróa á Leiti.

  2. Sælir félagar

    Ég sé að Daka er að fara á spottprís til Leicester. Þar fer góður biti í hundskjaft og skrítið að LFC hafi ekki gripið þennan leikmann. Conman er þá enn einn meiðslapésinn sem kemur til LFC og virðist það vera helsta áhugamál okkar manna að kaupa menn sem geta verið á ofurlaunum á meiðslalistanum. Sérkennileg árátta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Tjaaa… meiðslasaga Coman er hrein hátíð miðað við okkar “verstu” menn.

      4
    • Nokkuð viss um að Sturridge hafi verið með metið í að sitja meiddur og raða inn peningum og Ox er örugglega close second. örugglega talið í miljarð sem Sturridge fékk meðan hann var meiddur í svona 3 ár.

      1
  3. Jæja Coman og Mbappe eru allavega á heimleið núna en meistari Shaqiri ætlar að staldra aðeins lengur við á mótinu. Óhætt að segja að þetta hafi verið nokkuð óvænt.
    Spurning hvort að eitthvað skýrist þá á næstu dögum.

    1
  4. Ég get ekki annað en samglaðst Shaqiri. Hann á það skilið að fá örlítið sviðsljós loksins.

    7
  5. Ekki spurning, Gini var búinn að semja við PSG, Barca var bara smá detour. Fær samning lífs síns, allt vegna Klopps. Mbappe er að staðna, þarf gúrú sem leiðir hann áfram , hann er bara stráklingur sem hefur metnað, hann vill láta Klopp leiða sig á næsta stig.

    YNWA

    7
    • Þér tókst að sannfæra mig með þessum orðum … vonandi tekst þér líka að sannfæra stráklinginn.

      3
  6. Otavio hver er það ?

    En já maður vonast að eitthvað meira fari að gerast. Einn miðjumann fyrir wijnaldum ekki verri en hann og einn senter eða vængsenter og ég er sáttur með gluggann ef við höldum líka ollu sem við viljum.

    1
  7. Var að skoða þennan Edmilson a Youtube en hann heitir otavio Edmilson. Sýnist hann vera miðjumaður en ekki einn af þremur soknarmonnum. Mórk og stoðsendingar í þessum gæja , orðin 26 ára og því ekki algjor kjúklingur og greinilega með mikla reynslu í meistaradeildinni enda Porto gert þar fína hluti morg ár í röð.

    Finn bara hvergi hversu mörg mörk og stoðsendingar hann hefur haft síðustu árin. Wikipedia nektar af finna manninn sem dæmi. Ef einhver er með það og verð sem talað er um má sá hinn sami blæta því hér inn. Ég er allavega spenntur fyrir þessum en hann hlýtur að kosta á bilinu 50 kúlur ef ég a að giska

    1
  8. Er að sjá núna að þessi otavio sé með 34 milljón punda rifunarakvæði í samningi sínum sem rennur út í dag. Tæki glaður þá gjöf í dag 🙂

    2
  9. Jess! Má ekki annars alveg tala um EM hér? Við hljótum að fýla þetta sem aðdáendur enska boltans. Leikurinn í dag breyttist smá við komu Grelish inn á völlinn. Ekki að hann hafi snert boltann mikið en það virtist vakna smá von hjá Englandi við innkomu hans. Þetta er leikmaður sem minnir mig smá á Mané. Virðist oft vera á röltinu en svo gerist eitthvað spes. Auðvelt að vilja þennan leikmann í okkar lið.

    Haha. Var að skrifa þetta þegar lýsandinn sagði að leikurinn hefði breyst við innkomu Grelish. Við erum annað hvort jafn vitlausir eða sjáum þetta bara á sama hátt, eins og eflaust fleiri.

    1
  10. Hlakka til þegar þetta EM er búið og við getum farið að einbeita okkur að LFC! 😉

    En já, núna ætti Mbappe að koma því enginn annar en Klopp getur tekið hann á næsta stig.

    1
  11. Já verum að fá vítaskyttuna Mbappe. Fæðingaskírteini Mane fannst í dag. Hann er víst orðin 41 ára.

    1
  12. Hef alltaf haldið með Englandi á stórmótum (nema þegar Ísland er þátttakandi), það er hins vegar ekki séns að ég geti haldið með liði sem inniheldur Pickford. Í raun alveg sama hvaða lið vinnur svo lengi sem það verður ekki England.

    3
    • Mér leið einmitt hálfundarlega að fagna sigri Henderson og félaga í dag, það hefur ekki gerst í næstum hálfan mannsaldur ef minnið svíkur mig ekki.
      En ég treysti því að gulir og bláir slái þá út í næstu umferð.

  13. Mbappe verður aldrei sá leikmaður sem búist var við af honum.
    Orðinn það stór að enginn getur stjórnað honum og hann er rétt 22 ára og mun fara fram á lágmark 600þ pund á viku.
    Hann yrði fljótur að setja allt í háaloft hjá okkur

    • Maður nennir ekki einu sinni að spá í eh twitter orðrómum og fjölmiðli frá Spáni sem er að búa til bull til að reyna sparka í Real til að fara af stað og klófesta hann..verst að þeir eru hálf gjaldþrota greyin.

      Mun aldrei gerast að svona leikmaður komi til Liverpool í núverandi mynd klúbburinn okkar borgar ekki svona bullshit laun sem er gott.

      1
      • Sammála, ég les Twitter líka bara fyrir hádegi, aldrei eftir hádegi

        1

Nathaniel Phillips halda eða sleppa?

Benitez bara í alvöru að taka við Everton?