Síðasta tímabil var ekki gott tímabil miða við tímabilin á undan og eru fjölmargar ástæður fyrir því sem við höfum margoft farið yfir.
2018 – Úrslitaleikur í meistaradeild og 4.sæti í deild
2019 – Evrópumeistara og 2.sæti í deild með 97 stig.
2020 – Englands(99 stig) og heimsmeistarar
2021 – 3.sæti í deild með 69 stig
Samt erum við að fara nokkuð bjartsýnir inn í nýtt tímabil og er það einfaldlega af því að við náðum meistaradeildarsæti og vitum að við erum að fara að spila með miðverði í vetur.
Það sem má ekki gleyma er hvernig við náðum í þetta blessaða meistaradeildarsæti en förum aðeins yfir endasprettinn á því ævintýri áður en við förum á fullt í nýja tímabilið.
3.sæti Leicester 28 leikir 54 stig
4.sæti Chelsea 28 leikir 50 stig
5.sæti West Ham 27 leikir 48 stig
6.sæti Everton 27 leikir 46 stig
7.sæti Tottenham 27 leikir 45 stig
8.sæti Liverpool 28 leikir 43 stig
Þetta lítur bara mjög illa út og vonir margra um meistaradeildarsæti voru einfaldlega farnar á þessum tímapunkti og menn farnir að spá í hvort að það borgaði sig að ná í fimmtudagsleiki í evrópu.
29.leikur Wolves 0 Liverpool 1 Jota með mark á 45 mín
30.leikur Arsenal 0 Liverpool 3 Jota 64/84 mín og Salah 68 mín
31.leikur Liverpool 2 A.Villa 1 Salah 64 mín og Trent 91 mín (A.Villa komst yfir í fyrri hálfleik)
32.leikur Leeds 1 Liverpool 1 Mane 31 mín en Leeds jafnar 3 mín fyrir leikslok.
33.leikur Liverpool 1 Newcastle 1 Salah 3 mín en Newcastle jafnar á 95 mín.
Þarna héldu margir að þetta væri búið að klúðrast eftir að hafa misst niður forskot á loka mín í tveimur leikjum í röð.
3. Leicester 33 leikir 62 stig
4. Chelsea 33 leikir 58 stig
5. West Ham 33 leikir 55 stig
6. Liverpool 33 leikir 54 stig
34.leikur Liverpool 2 Southampton 0 Mane 31 mín og Thiago 90 mín
35.leikur Man utd 2 Liverpool 4 Jota 34 mín, Firmino 45/47 mín og Salah 90 mín
36.leikur WBA 1 Liverpool 2 Salah 33 mín og Alisson á 95 mín
37.leikur Burnley 0 Liverpool 3 Firmino 43 mín, Phillips 52 mín og Ox 88 mín.
38.leikur Liverpool 2 Palace 0 Mane 36/74 mín
3. Liverpool 38 leikir 69 stig
4. Chelsea 38 leikir 67 stig
5. Leicester 38 leikir 66 stig
6. West Ham 38 leikir 65 stig
7. Tottenham 38 leikir 62 stig
10. Everton 38 leikir 59 stig
– Þetta voru s.s öll þau lið sem voru fyrir ofan okkur þegar 10 leikir voru eftir.
Það vantaði ekki dramað í þennan lokasprett. Töpuð stig á loka sek, Man utd staðráðnir að skemma tímabilið okkar( hvíldu allt liðið í leiknum á undan) og við þurfum Alisson mark á 95 mín til að halda í vonina en tilfinningin var mjög góð eftir lokaleikinn.
YNWA – Við höfum en þá trú á Klopp og strákunum hans.
Flott grein.
Geggjuð grein og að rifja þetta upp er bara ekta Liverpool rússíbani af bestu gerð..
Núna er mælir að verða pirraður samt og vill sjá eitthvað gerast hjá okkar mönnum. Koma með statement miðjumann eða sóknarmann bara helst í gær.
Sammála væri gaman að fara heyra eitthvað almennilegt slúður sem yrði svo að meira en slúðri 😀
En nýjasta slúðrið er auðvitað Saul og núna Barella ..sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Saul fer til Barcelona í skiptidíl með Griezman og Barella verður ekki seldur frá Inter.
Ekki halda í ykkur andanum eftir stórkaupum, ætli hann muni ekki sjá hvernig Keita muni standa sig á undirbúningstímabilinu og versla þá seint í sumar ef eitthvað verður.
Já verði Klopp af góðu ef hann ætlar að treysta á Keita hinn sí meidda.
Nenni ekki að spá í þessum gaur algjör flopp kaup hjá Klopp simple as that getur ekki jackshit og er alltaf meiddur þarna ég sagði það.
Sama gidlir fyrir Minamino ..svona 17 númerum of lítill fyrir Liverpool.
Reyndar borgaði Liverpool ekki mikið fyrir Minamino um 8 mil punda sem er klárlega ekki mikið en hvað borguðu þeir fyrir Keita 53 mil punda ? Meira ruglið.
Við eigum nóg af miðjumönnum og Curtis Jones tekur við af Hollendingnum. Mappe kemur og Firmino fer á miðjuna. Ekki spurning.
Þið lásuð þetta fyrst hér, kæru vinir.
Bobby getur ekki farið á miðjuna, fer mo ekki til rm ef mbappe kemur?
Mbappe á leiðinni? Viltu ekki bara fara í tjullupils og grifflur?
Kaupum við ekki bara úr deild? Bissouma og Raphinha væri alveg fín viðbót (Reyndar allt orðið dautt í kringum það) Leikmenn sem kunna á deildina eins og þegar við tókum Wijnaldum frá Newc og alla frá South. Málið er bara að það er rosalega erfitt að finna leikmenn til að taka einhverjar stöður, þetta verða að vera leikmenn sem vita að þeir fari eflaust ekki beint í starting.
Mjög svekkjandi að Wijnaldum fari frá Liverpool, líklega stöðugasti og besti miðjumaður Liverpool á seinasta tímabili. Einhver sem var alltaf hægt að treysta á. Sem betur fer er Liverpool í mun betri stöðu núna en þegar Alonso fór á sínum tíma, en gæðin sem við vorum að missa eru ekki ósvipuð þó þeir séu mjög ólíkir leikmenn. Það var augljóst hversu mikið Klopp treysti á hann og leiðinlegt að stjórnin hafi ekki bakkað hann upp. Frábær leikmaður, bæði á velli og í klefa eins og liðsfélgar hans hafa sagt, lykilleikmaður og fyrirliði Hollands. Ótrúlegt að leyfa leikmanni sem vildi vera áfram að fara svona á frálsri sölu.
Þessi grein segir allt.
https://anfieldindex.com/49587/time-for-liverpool-to-dispose-of-the-deadwood.html
Bara ekkert ad frétta i leikmannamálum Liverpool, vægast sagt vonbrigdi enn sem komid er!
Í sjálfu sér finnst manni ekkert skrýtið að það sé lítið að frétta af nýjum leikmönnum, líklega þarf bara að losa “deadwood” áður en það er hægt að kaupa. T.d. er 17 manna erlendi kvótinn fylltur, og það þarf að losa eitthvað af þeim áður en nýjir eru keyptir. Plús peningahliðin svo.
Svo það eru allar líkur á að við heyrum fyrst eitthvað af því að tilteknir leikmenn hafi verið seldir áður en við fáum fréttirnar sem við erum spenntari fyrir.
Það er einmitt málið Liverpool eru að reyna að losna við leikmenn en um leið og við sjáum 2-3 fara þá tel ég að það mun koma einhver fljót inn.
Svo má ekki gleyma að við vorum mjög fljótir að kaupa okkur nýjan miðvörð. Ef við hefðum t.d beðið með það og værum að klára kaupinn í þessari viku þá væru menn líklega að tala um að það væri flott að liverpool séu farnir að versla en af því að það er svo langt síðan að við keyptum þá er það ekki merkilegt.
Maður er alveg enn sáttur við Konate kaupin en það þarf ekki snilling til að átta sig á því samt að það þarf að fá mann inn fyrir Gini hver það verður hef ég ekki hugmynd.
Veit bara að Curtis var ekki að heilla mig á síðasta tímabili og Keita er að sjálfsögðu blautur pappakassi ..við erum með 3 snillinga þarna sem heita Henderson, Fabinho og Thiago en að missa leikmann eins og Gini sem spilaði 100% af leikjunum er ansi blóðugt.
” þarf að fá mann inn fyrir Gini ” Segir RH.
Þá er væntanlega verið að tala um miðjumann sem á tilkall í byrjunarliðið undir eins. Ég spyr þá hvar þann miðjumann er að finna ?
Byrjunarliðsmiðjan okkar er
Thiago -Fabinho- Henderson –
Til vara erum við með
Champerlain, Keita, Jones, Milner, Jafnvel Shaqiri.
Það er allavega þokkanlega mikil breidd á þessu svæði og engin æpandi köllun á miðjumann sem stendur. Þó ég geti tekið undir með RH að það væri gott að fá einhvern fyrir Wijnaldum. Það má samt ekki gleyma því að Thiago kom í fyrra í stað fyrir að kaupa miðvörð og það má því segja að við höfum verið ofmannaðir á þeim tíma á kostnað varnar.
En þetta snýst um hvað er að gerast á bak við tjöldin, Hvaða leikmenn eru á förum og hverjir ekki.
Ég myndi halda að 7 miðjumenn sé nóg fyrir tímabilið. Það má vissulega deila um gæði miðjumanna okkar en ég tel gæðin mjög mikil og margir eiga mikið inni eins og t.d Champerlain og Keita. Milner er nokkuð stöðugur og áræðanlegur og Jones er í stöðugri framför.
Ég hef því litlar áhyggjur af þessu svæði og ef ég væri FSG myndi ég janfvel bíða í ár eftir nákvæmlega rétta leikmanninum í stað þess að kaupa miðjumann sem passar ekkert inn í leikstíl liðsins. Ég er mjög ánægður með Edwards í stöðu framkvæmdarstjóra og hvernig leikmannakaupum er háttað hjá Liverpool.
En hvað með Henderson? Vill hann fara, alla vega skv. áreyðanlegum.
YNWA
Ég er nú alveg nokkuð viss um að Hendo vill ekki fara, ekki frekar en Gini. En kannski þykir honum nýtt samningstilboð vera ekki boðlegt.
hvaða áreiðanlegu eru það? Skv. Pearce ganga samningaviðræður illa vegna prinsippa sem LFC hafa um leikmenn sem eru 30+.
Hennderson verður 33 ára þegar samningur hans rennur út og miðað við meiðslasöguna væri hægt að gera margt skynsamlegra en að framlengja til 4 ára við hann.
Fyrst GW fór er ekki sjens í helvíti að Henderson verði seldur, frekar verður samningurinn látinn renna sitt skeið.
Þessi stefna FSG varðandi 30+ leikmenn er galinn. Leikmenn margir hverjir eru að spila á hæsta stigi mun lengur en áður fyrst og fremst vegna þróunar í læknavísindum, betra mataræðis og betri þjálfunar. Þetta free transfer á Gini pirrar mig svakalega og jafnvel meira en Emre Can klúðrið. Þetta eru tveir leikmenn sem hefðu samanlagt getað verið seldir fyrir eh á bilinu 50-70 árið áður en samningar þeirra runnu sitt skeið.
Núna virðist ekki vera mikið til og selja þarf 35 leikmenn eða þar um bil áður en einhver verður keyptur. Það má hrósa FSG um margt en þeir eru ekki fullkomnir. Margir leikmenn, sem btw var vitað að myndu stækka markaðslega, hafa rokið upp í verði og LFC á ekki séns, t.d. Mbappe, Haaland, Grealish, Sancho o.fl.
Mér finnst rosa lítið hugsað 2-3 ár fram í tímann. Can og Gini seldir fyrir góðan pening, af hverju ekki kaupa Grealish í fyrra? Markaðsvirði nokkurra leikmanna fer verulega hnignandi næstu 1-2 árin, svosem Mane, Bobby og Salah. Ég er ekki að segja selja þá alla. En hvað ef væri til aur eftir sölu Can og Gini, selja Mane og Bobby sem ekki áttu sérstakt síðasta tímabil, og ná í Haaland og Mbappe?
Varðandi Hendo þá vill ég sjá eitt tímabil í viðbót með hann. Ef hann er sami meiðslapésinn, þá má selja hann næsta sumar. VVD og Trent bíða eftir armbandinu alveg klárir.
Skil engann veginn að selja Nat Philips. Talað um sem 5. kost ì miðvörðinn. Á í alvöru að halda Matip? Konate kannski þarf tíma. VVD og Gomez ekki alveg klárir í alla leiki strax. Henda Matip, halda Nat the human wall.
Það er ekkert ólíklegt að Nat Philips vilji nýta meðbyrinn núna og fá góðan samning og spilatíma hjá öðru félagi í úrvalsdeildinni.
Hann gerði gríðarlega vel fyrir liðið og ég skil vel bæði hvað hann er að pæla og félagið sem er búið að hámarka verðmæti hans.
Matip og Gomez þeir ná kanski 7 leikjum samanlagt á þessu tímabili.
Er sammála með N.Phillips þessi gaur var risa stór partur í því að við enduðum í 3dja sætinu mér finnst að eigi að verðlauna hann og gefa honum stærra hlutverk engin að tala um annan kost en allavega hætta hugsa um Matip og Gomez sem leikmenn sem annan og 3dja kost því þeir ná varla hálfum leikmanni samanlagt á tímabili.
Mögulega vill NP frekar vera miðvörður nr. 1 hjá Brighton en að vera fimmti hjá LFC.
Það er kominn tími á samning hjá NP og ég efast um að LFC séu tilbúnir að borga honum sömu laun og hann fengi hjá t.d. Brighton.
Fyrir hann held ég að þetta sé ekki einu sinni umhugsunarefni,, tíföld laun og reglulegur spilatími annarsstaðar. Leikmaðurinn er orðinn 24 ára og þarf að spila.
Konate er óskrifað blað vitum ekkert um þennan gaur..nema það hann átti líka í slæmum meiðslum..annar Keita kanski ? vona ekki.
N.Phillips á að fá verðlaun frá Liverpool ekki að vera kastað burt eins og notaðri tusku.
Þrusu vanmetinn leikmaður að mínu mati.
Miðað við frammistöðu síðasta tímabils ætti hann að vera 3rd/4th kostur. 15-20 leikir a.m.k. og séns á titlum. Ætti fullkomnlega skilið nýjann samning með launahækkun. Ef hann yrði seldur þarf án djóks að kaupa annan miðvörð. Konate er ungur og epl gæti verið of stórt stökk ì byrjun og það er klárt að Matip og Gomez meiðast fyrir September.
Ég er enginn sérfræðingur í leikmannasamningum — en þeir sem þekkja betur. Eins og ég sé fyrir mér með leikmenn eins og Gini eða Hendo þegar þeir eru að spila með liði eins og LFC komnir rétt yfir 30ugt og eiga 1-2 ár eftir á samning. Þeir eru með afrekaskrá sem er löng og lykilmenn í LFC. Þeir eru auðvitað að leita að samningi til amk. 4 ára með há vikulaun. Og ef það er ekki í boði hjá LFC þá kemur til að þegar þeir fara “free” þá geta þeir samið um stóran aukabónus til viðbótar.
Bæði Hendo og Gini hafa ekkert verið á neinum ofurlaunum allan sinn feril. Og það eru olíufélög sem eru tilbúin að borga þeim kannski 10-15 milljón EUR bara fyrir undirskrift og svo talsvert hærri vikulaun. Ég skil bara vel að þeir “vilja” vera áfram hjá LFC — en þetta eru atvinnumenn með stuttan starfstíma. Ég þekki ekki marga sem myndu ákveða að niðurgreiða kostnað vinnuveitanda síns með því að taka á sig lægri laun þegar geta er fyrir hendi að borga. Ég á samt von á því að Hendo verði áfram hjá liðinu meðan Klopp er þar. Hann mun ekki undir neinum kringustæðum samþykkja að fyrirliðinn fái ekki samning. Umboðsmaður Hendo veit þetta allt og er bara í eðlilegu samningaferli til að tryggja að veskið verði tekið upp.