Liðið gegn Norwich

Lof sé þér Fowler, því fyrsti leikurinn tímabilið 2021-2022 er að fara að bresta á!

Mikið hefur verið spjallað og spökúlerað hvernig Klopp muni stilla upp liðinu, og nú þurfum við ekkert að velkjast í vafa lengur:

Bekkur: Kelleher, Konate, Gomez, Fabinho, Elliott, Woodburn, Origi, Minamino, Firmino

Nokkur atriði sem vekja strax athygli: VVD er treyst til að vera kominn í form til að byrja leikinn, og það er Matip sem fær það hlutverk að byrja við hlið honum. Robbo og Curtis auðvitað báðir frá, og áhugavert að hvorki Henderson né Thiago séu í hóp. Annaðhvort þykja þeir ekki komnir í leikform ennþá, eða hugsanlega er eitthvað smáræðis hnjask að spila inn í. Bekkurinn er annars feykisterkur, líklegustu innáskiptingarnar myndi ég segja að séu Firmino, Fabinho, Elliott og Minamino. Örlítið áhugavert að sjá Woodburn á bekknum, hann ku víst hafa heillað á undirbúningstímabilinu og fær sénsinn sem væntanlega síðasta slot á bekk.

Salah gæti náð þeim árangri að verða sá eini sem skorar í 5 opnunarleikjum tímabila í röð, það væri nú ekki leiðinlegt að ná því!

KOMA SVO!!!

14 Comments

  1. Ahh, var að vona að fabinho væri klàr. Hef smà àhyggjur af þessari miðju. Vonandi tòmt bull ì mèr enn það vantar alla 3 ì okkar sterkustu miðju.

    4
  2. B LIÐS miðja í fyrsta leiknum á tímabilinu. Gott að menn eru að koma úr meiðslum. Vantar ekki nema 4 byrjunarliðsmenn.

    4
  3. Núna hefði verið gott að vera búnir að kaupa Renato Sanches frá Lille.
    Hann er þó ekki í hóp hjá Lille í dag þannig að vonandi kemur hann.
    Mér finnst þessi miðja sem er boðið uppá í dag alls ekki spennandi.

    5
  4. Allt annað en sigur kemur ekki til greina, ef miðjan okkar er svona þunn þá verða þeir að kaupa miðjumann, keita og uxinn Ok, enginn fab , hendo né thiago segir mér að það eru vandræði í gangi.

    2
  5. Eftir smá strögl í byrjun þá tókum við völdin og flestir að spila þokkalega vel, en ég myndi helst vilja fá Fabinho á miðjuna og taka Milner af velli.
    Keita og Chamberlain gætu þá mögulega sótt meira.

    5
  6. Það er leiðinlegt að segja það en Milner og Chamberlain eiga ekki að byrja leik hjá Liverpool í deild.
    Þeir eru báðir bara allt í lagi leikmenn, skara alls ekki framúr en gera svo sem ekki mikið af mistökum heldur.
    Það vantar bara meiri gæði.

    4
  7. Wow hvað liðið lagaðist við innkomu Fab og Fim … allt önnur holning …

    2

ÞETTA. ER. AÐ. BYRJA!!! (Upphitun Norwich – Liverpool)

Norwich 0 – 3 Liverpool