Liverpool byrjaði tímabilið með góðum útisigri gegn Norwich, þar sem Salah hélt uppteknum hætti og skoraði í opnunarleik tímabilsins 5. árið í röð.
Mörkin
0-1 Jota (26. mín)
0-2 Firmino (65. mín)
0-3 Salah (74. mín)
Gangur leiksins
Leikurinn fór frekar varfærnislega af stað, en Norwich voru síst minna með boltann í upphafi leiks. Fyrsta markið kom eftir að Pukki hafði farið í grasið eftir að Virgil andaði ofan í hálsmálið á honum, boltinn barst svo á Trent á hægri vængnum sem átti eitraða sendingu inn að vítateigslínunni þar sem Salah átti skemmtilega snertingu. Boltinn lak í átt að vítapunktinum þar sem Jota kom aðvífandi og skoraði fram hjá Krul, sem þó var í boltanum og hefði e.t.v. mátt gera betur. Staðan orðin sanngjarnt 0-1, og þannig var staðan í hálfleik, jafn sanngjarnt. Þau færi sem komu féllu okkar mönnum í skaut, vissulega slapp Pukki inn fyrir en Alisson sá örugglega við honum.
Í síðari hálfleik var lítið að frétta þangað til Klopp gerði tvöfalda skiptingu eftir korters leik. Brassarnir Firmino og Fabinho komu þá inn á í stað Jota og Ox, Jota hafði vissulega verið mjög líflegur og var ekki tekinn út af vegna slælegrar frammistöðu, en Ox hafði verið meira ósýnilegur og mjög skiljanlegt að fríska aðeins upp á miðjunni. Það hefði svosem ekki komið mörgum á óvart þó Milner hefði líka fengið skiptingu, en hann var þegar þarna var komið við sögu á gulu spjaldi. En þetta var greinilega planað, þ.e. að láta Brassana okkar fá hálftíma í lok leiks. Það tók svo Bobby okkar rétt um 5 mínútur að setja mark sitt á leikinn, en eftir að skyndisókn var nánast runnin út í sandinn eftir skot frá Mané fékk Salah boltann hægra megin í teignum, hann renndi boltanum þvert með hægri í stað þess að taka skot sem líklega allir bjuggust við, og þar var Firmino aleinn á auðum sjó og gerði engin mistök. 0-2, aftur mjög sanngjarnt. Holningin á liðinu okkar batnaði talsvert við þessa innkomu, þarf kannski ekki að koma mikið á óvart enda gæðin í þessum tveim leikmönnum öllum kunn. Það var svo u.þ.b. stundarfjórðungi fyrir leikslok sem boltinn féll fyrir Salah á uppáhalds staðnum hans, hægra megin í teignum, hann fékk akkúrat tímann sem hann þurfti til að leggja boltann smekklega fyrir sig og lúðra honum í hornið fjær. Fimmta tímabilið í röð sem hann skorar mark í upphafsleiknum, og er núna eini leikmaður úrvalsdeildarinnar sem það hefur gert. Sannkallað “5 season wonder”.
Harvey Elliott fékk svo síðustu mínúturnar er honum var skipt inná fyrir Keita, en Naby hafði átt mjög góðan leik á miðjunni. Sípressandi, og við vitum alveg hvaða gæðaleikmann við erum með í höndunum ef hann helst heill og hausinn á honum er rétt skrúfaður á. Harvey og Salah áttu nokkur skemmtileg dansspor þarna á hægri kantinum, það kom ekkert mark út úr því í þetta skiptið, en mikið verður gaman að sjá þá félaga í fleiri leikjum í vetur.
Sanngjarn 0-3 sigur var niðurstaðan, en klárt mál að Norwich eru sýnd veiði en ekki gefin. Þetta er eitt þessara liða sem reynir að spila fótbolta, og vonandi sjáum við þá stríða liðunum sem margir eru búnir að spá efstu sætunum í deildinni.
Maður leiksins
Ég held að Salah sé “nailed on” sem maður leiksins í dag. Mark og tvær stoðsendingar segir bara hvaða gæði búa í þessum leikmanni. Hann er núna að nálgast óðfluga Didier Drogba sem markahæsti afríski leikmaður úrvalsdeildarinnar, og ef allt er eðlilegt nær hann því fyrir jól. Getum við ekki klárað að framlengja samninginn við hann? Plís? Það þarf ekkert að leita að betri leikmönnum því þeir finnast hvergi í heiminum. Annars var liðið í heild sinni að spila mjög vel. Keita var mjög öflugur á miðjunni. Mané var síógnandi, og greinilegt að Salah vildi virkilega að Mané næði inn marki í dag, reyndi t.d. að gefa á hann í annars upplögðu færi undir lok leiksins. Tsimikas var mjög öflugur sóknarlega, en var í aðeins meira brasi varnarlega. Jota sýndi að hann á fullt erindi í framlínu Liverpool, Trent sýndi enn og aftur að hann er einn allrabesti hægri bakvörðurinn í heiminum í dag, og Alisson sýndi markvörslu á heimsmælikvarða rétt undir lok leiksins þegar við héldum að Norwich væri að fara að pota inn einu. Miðverðirnir okkar voru feykiöflugir, mjög jákvætt að VVD gæti klárað allar 90 mínúturnar. Einna helst að Milner og Ox væru í smá brasi, það er aðeins farið að sjást að Milner er farinn að gefa eftir líkamlega. Eins datt Ox aðeins út úr spilinu eftir ca. 15-20 mínútur, kannski var planað að spilið ætti að fara annars staðar, og kannski er Klopp bara drulluánægður með það hvernig Ox stóð sig. Við nefnilega vitum ekki endilega hvaða hlutverk Klopp og Pep Lijnders hafa gefið hverjum leikmanni.
Framundan
Næst er það Burnley á Anfield. Hér eiga okkar menn harma að hefna frá síðasta ári. Við ættum að geta reiknað með að sjá Curtis Jones líklega á bekk, og vonandi sjáum við Hendo og Thiago a.m.k. á bekk ef ekki í byrjunarliði. Að öllum líkindum verður Tsimikas aftur í vinstri bak, Robbo er held ég ekki væntanlegur til baka fyrr en eftir fyrsta landsleikjahlé.
Þetta fór a.m.k. vel af stað, og nú er bara að vona að menn haldi svipuðum dampi í næsta leik. Það er jú alveg óþarfi að horfa neitt lengra fram í tímann en að næsta leik.
Ég er rosalega sáttur við þennan fyrsta leik og já Salah er náttúrulega sá allra besti !!!
Set alveg spurningarmerki við frammistöðu Uxans, sem var svolítill kálfur í þessum leik.
Ég bjóst við meiru frá Uxanum enn ég er bara orðinn hræddur um að hans tími sé liðinn…Vonandi verður troðið sokk ofan í mig í vetur því okkur sárlega vantar kröftugan miðjumann eins og hann var fyrir alvarlegu meiðslunum sínum Enn leikurinn var svo sem formsatriði eftir að við skoruðum Flott að taka Cleen sheet og liðið komið í gang
Tsimikas var frekar skrykjóttur en þetta slapp hjá honum með 5 í einkunn. Salah með einn óeigingjarnasta leik sem ég hef séð hjá honum og fyrir vilið mun hættulegri á efsta þriðjungi vallarins – hiklaust maður leiksins.
Tveggja turna tal í vörninni sem gaf á löngum köflum mikla ró og mikill söknuður af þeim ágætu mönnum.
Maður getur ekki annað en verið spenntur fyrir vetrinum og gaman að sjá liðið á ný á með gamla sjarmann.
Salah fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora mark í fyrsta leik tímabils í 5 ár í röð.
Og hann var svo sannarlega geggjaður í dag.
Vörnin var flott þó að Tsimikas hafi átt frekar erfiðan seinni hálfleik.
Van Dijk og Matip með 90 mín og Keita var flottur.
Sáttur með þetta.
Frábær byrjun! Er spenntur fyrir tímabilinu eins og flestir en haf?i áhyggjur af því a? ekkert er keypt i okkar herbú?um. Eins gott a? menn haldist heilir, en þa? gerist aldrei heilt timabil. 3 stig i hús og verulega sáttur me? þa??
Ég var réttilega smá áhyggjufullur með miðjuna en þetta lið sýnir manni enn og aftur úr hverju þeir eru gerðir. Þetta var frábær leikur hjá Salah sem var lang bestur í leiknum.
Þetta sýnir bara hvernig veikir hlekkir gera keðjuna veika. Backuppið okkar í formi Milner, Keita og Ox er ekki að fara að vinna nein mót en ég ætla heldur ekki að taka þá af lífi eftir fyrsta leik, þótt mótherjinn sé slakasta lið deildarinnar.
Við vitum að við þurfum að sleppa við öll meiðsli á þessu tímabili til að eiga séns á að vera keppnishæfir. Uxinn, Keita, Matip ofl munu meiðast. Það segir reynslan/sagan og það er þá sem að þjálfarinn þarf að bakka upp þau orð sín að hann þurfi ekki fleiri leikmenn því hópurinn er eins og hann vill hafa hann.
En góður sigur í dag. Skyldusigur.
Keita átti fínan leik og á eftir að reynast Liverpool vel í vetur, það er að segja ef hann helst heill heilsu.
Þetta var svona FULLORÐINs leikur BÚMM BÚMM BÚMM
Vá ! Hvað það var geggjað að horfa á Virgil í vörninni í dag , þvílik unnun , yfirvegaður og flottar sendingar framá við ! Annars var liðið flott í dag ,þó það hafi ekki verið nein flugeldasýning. Ég var einmitt að spyrja um salah í upphituninni og já , hann var geggjaður í dag !!
Áfram gakk !!
Yndislegt! Geggjaður sigur á liði sem hefði alveg getað verið bananahýði í fyrsta leik. Ef við höldumst meiðslalausir, að mestu, þá getum við unnið alla og allt.
YNWA!
Gleðilegt komandi tímabil félagar. Sá ekki leikinn, en súmmeringin segjir mér enga flugeldasýningu, heldur öruggur sigur þar sem menn stóðu meira eða minna fyrir sínu. Vonandi að framhaldið verði ,,break a leg,, sem er öndvert
YNWA
Pressan var ekki mikil og ég held að hann hafi lagt leikinn þannig upp, leyfa þeim að vera með boltann og sækja hratt, það virkaði. Rólegur leikur og ég er fyllilega sáttur.
Takk fyrir þetta og til hamingju Liverpoolaðdáendur með fyrsta sigurinn á tímabilinu. Sammála flestu en þó ekki því að um slakan andstæðing hafi verið að ræða, þeir spila ekki í ensku PL. Leikmennirnir stóðu sig gríðarlega vel en auðvitað misvel eins og gengur og gerist. Þykir mér fullhart sótt að miðjumönnum okkar liðs bæði fyrir og jafnvel eftir leik. Milner var heilt yfir góður og öskraði sína menn áfram, Ox vantar kannski aðeins uppá sitt besta en slakur var hann ekki beint. Keita er góður leikmaður og getur með meiri ákveðni og áræðni orðið leynivopnað okkar í vetur (haldist hann heill). Auðvitað er frábært að geta verið með menn eins og Fab og Firmino á bekknum og hent þeim inná til að gefa enn meira í. Hvað hefur MC gert það oft á undanförnum árum, í mikilvægum leikjum kom Mahrez inná eða Aguero eða einhverjar álíka kanónur. Ef menn haldast heilir vona ég að Klopp rúlli 16-20 manns og skipti leikjum milli manna til að halda mannskapnum ferskum. Tímabilið er langt og ekki ólíklegt að spila þurfi vel yfir 50 leiki. Við eigum tam 3 góða miðverði í viðbót, Robbo og Tsimikas geta leyst hvern annan af og síðan höfum við, ef allir eru heilir, eina sjö frambærilega miðjumenn. Fjórir heimsklassa famherjar eru svo til taks, ekki ónýtt það. Það er kominn í mann heldur betur spenningur.
Sælir félagar
Takk fyrir skýrsluna Daníel og ekki miklu við hana að bæta. Ég er sammála flestu sem hér hefir komið fram og mér finnst að liðið eigi talsvert meira inni en það sýndi í dag. Andstæðingurinn er eitt ef þeim liðum sem reynir að spila fótbolta og gerði það á stundum bara vel. Þeir eiga eftir að verða skeinuhættir einhverjum liðum því þeir geta ýmislegt og sigurvegarar Sveppadeildarinnar eru yfirleitt betri en lökustu lið Úrvalsdeildarinnar.
Salah tvímælalaust maður leiksins en allir leikmenn stóðu fyrir sínu og innkoma Bobby Firmino var mögnuð. Fab gjörbreytti spilinu á miðjunni en mér fannst enginn miðjumannanna valda vonbrigðum. Keita var góður og Uxinn átti rispur sem geta orðið hættulegar þegar leikæfingin og samhæfingin batnar. Um vörnina þarf ekki að tala þó enn sé smá ryð þar sem sást þegar Pukki slapp í gegn. Öryggið og róin var samt til staðar og leikur liðsins bar þess merki.
Það er nú þannig
YNWA
Maður lifandi hvað Matip er öflugur þegar heill er..
“Crazy how van Dijk graciously gave every other defender 12 months to catch up with him and, upon his return, the only one close to his level is Joel Matip”
https://www.thisisanfield.com/2021/08/the-king-and-his-loyal-fans-5-things-fans-are-talking-about-after-norwich-0-3-liverpool/?fbclid=IwAR0Cj5I0R6YaWDIKaxLd10p9QrBg1TRFMKFk3oFkfB6LGozPX8Gehvcn41s
Joel Matip er einfaldlega world class miðvörður þegar hann er heill og í formi. Hrikalega svekkjandi hvað hann virðist vera brothættur og ná fáum leikjum í röð.
Ég get ekki séð hvar við ættum að bæta við leikmanni/mönnum.
Liðið okkar er bara drullu flott og enn nokkrir leikmenn rétt við það að koma inn klárir.
Þannig fór tímabilið af stað síðast. Allt leit vel út fram að Everton leiknum. Þá kom í ljós það vantaði breidd. Núna erum við einum byrjunarliðsmanni fátækari. Ég er ekkert að kvarta, liðið er flott og vonandi búið að fá hvíld. En FSG hefði alveg matt splæsa í einn mann í viðbót fyrir mót.
Glugginn er opinn í hálfan mánuð í viðbót, er það ekki?
Covid-buddurnar eru léttar á þessu sumri og staðan er eins og í íslenskum íbúðakaupum, það þarf domínó til að koma keðjunni af stað. Ég hef alveg trú á því að Klopp muni kaupa einn leikmann til viðbótar ef honum tekst að selja Shaqiri (eða Origi?!?).
I was just searching for this info for a while. After 6 hours of continuous Googleing, at last I got it in your site. I wonder what’s the lack of Google strategy that do not rank this kind of informative sites in top of the list. Generally the top web sites are full of garbage.