Loks fáum við að sjá fullan Anfield eftir langa bið og liðið sem Klopp hefur ákveðið að velja að því tilefni er heldur betur áhugavert.
Bekkur: Kelleher, Adrian, Gomez, Konate, Robertson, Thiago, Jones, Minamino, Firmino
Elliot og Henderson koma inn á miðjuna fyrir Fabinho, sem missir af leiknum eftir að hafa misst pabba sinn, og Milner sem er óvænt ekki í hóp. Svo er Andy Robertson kominn aftur á bekk eftir vond meiðsli á undirbúningstímabilinu, þvílík vél sem þessi maður er.
Það verður áhugavert að sjá hvernig strákurinn ungi Elliot verður í sínum fyrsta deildarleik í byrjunarliði en vonandi fáum við að sjá sannfærandi sigur í dag.
Geggjað statement að setja Eliot í byrjunarliðið. Keita aftur að byrja. Það er bjart yfir ?
Það er drullu spennandi að sjá byrjunarliðið í hverri viku og hvað þá hvernig það mun spila saman. Þvílík veisla sem Klopp býður upp á.
Sælir félagar
Vi’ð munum sakna Fab en hvaða lið mundi ekki gera það. Líst vel á þetta þar sem þetta verða slagsmál við rútuna og Burnley mun bara bjóða uppá leiðindi og grófan leik. Treysti vörninni fyrir þessu og vinnum þetta 2 – 0 í drulluerfiðum leik.
Það er nú þannig
YNWA
Tökum þetta lètt 3-0. Fullur Anfield og við verðum geggjaðir. Sammàla þeim sem tala um hversu gaman er að sjà Elliot byrja, vonandi stendur hann undir traustinu. Lìka sammàla að við söknum fab til að loka enn mèr finnst einhver flott àra yfir liðinu núna og held við verðum þvìlìkt grimmir ì vetur. Byrjuðum vel og sendum skýr skilaboð frà Anfield ì dag. 3-0, og fullkomið ef elli litli skorar.
Það sem mér finnst einkennilegast við bekkinn er að þar eru tveir markmenn. Hefði viljað sjá einn útileikmann þar til viðbótar.
Hverju stingur fólk upp á varðandi að kaupa aðgang að leikjastreymi í áskrift?
Gott væri að vita hvort það væri aðgangur að öllum (eða hvaða) Liverpoolleikjum og hvort eitthvað meira sé í boði?
Hvernig eru gæði, kostnaður, mikið um truflandi auglýsingar?
Einhver reynsla af að taka streymið gegnum 4G (já eða 4,5G)?
Takk fyrir að gefa ykkur tíma í að svara.
Hefur ekki verið neitt mál fyrir mig að streama leikinn í símanum í gegn um app símans þá með áskrift hjá símanum eins og flestir. Bæði notað wifi og 4G og aldrei vesen eða lag.
Jota frábært mark
Trent – Elliot – Salah sóknarblandan gæti orðið súper í vetur en ég er ekki nógu ánægður með varnar-linkið hjá þeim þrem.
Erum í 2.gír ennþá og Burnley menn eiga allt eins séns ef við förum ekki amk upp um einn í viðbót.
Ég anda ekki rólegar fyrr en við setjum annað.
Trent stoðsending og geggjað mark hjá Mané!
Stórkostlegt í dag. Fullt hús og hreint lak. Love it!
Mjög góður og sanngjarn sigur gegn liði sem er mjög gott fótboltalega í því sem það er að gera. Burnley er sýnd veiði en ekki gefinn og auðvelt að vanmeta þá sökum hve mikin leiðindafótbolta þeir spila.
Það er erfitt að draga einhvern út úr heildinni og velja hann sem mann leiksins. Mér fanst t.d Keita mjög góður í fyrri hálfleik og Kostas koma mjög vel út í vinnstri bakverðinum og svo var dásamlegt að sjá Harvey Elliot standa sig með slíkum dugnaði á miðjunni að hann virðist vera búinn að koma í veg fyrir að nýr miðjumaður verði keyptur. Eða hver er ástæða þess að kaupa miðjumann í þeim tilgangi að verma varamana nabekkinn ?
Mér sýnist þessi leikur gefa viss svör. Breiddin í hópnum er fáranlega góð í byrjun vetrar og það er engin ástæða að kaupa leikmann nema hann virkilega bæti byrjunarliðið, helst á sannkölluðu Bónus/costco verði.
Ég er þeirrar skoðunar að við séum með lið sem er samkeppnishæft að keppa um titilinn og ég er klárlega í þeim hópi sem er hæstánægður með framgöngu FSG og Michael Edwards á leikmannamarkaðnum.
YNWA.
Við vorum með
Þetta Burnley lið kemur til með að verða sleipur slysablettur fyrir mörg stórlið. Þeir minna dálítið á íslenska landsliðið, sterkir líkamlega en geta líkað spilað fótbolta þegar þeir láta botlan á jörðina.
Sammála þér. Núna er bara að vona að meiðslin byrji ekki af fullum krafti og að VAR taki ekki fleiri mörk af okkur.