Flott þrjú sig á ofboðslega leiðinlegu Burnley liði og góð byrjun á tímabilinu. Risaslagur strax í næstu umferð og lokavika leikmannagluggans. Gerir Liverpool eitthvað spennandi þar? Ný lína í dómgæslu, áhugaverð úrslit í öðrum leikjum o.fl.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 344
Rosalega sprengja væri það að fá Mbappe til Liverpool en ég held að það sé ekki séns á þvi að Liverpool færu allt í einu að skella í svona kaup, nema jú eins og Steini segir að með aðkomu Nike að þessu en ég trúi því ekki.
En á móti þá eru eigendur liðsins búnir að vera að snyrta vel til í hópnum með sölu á leikmönnum sem spila lítið sem ekkert, og ef þeir losa sig við Wijnaldum, Shaqiri, Origi, Philips og Karíus líka þá er nú búið að hreinsa vel til á launaseðlinum.
Ekki bendla Philips við brottför frá okkur, hann stóð sig það vel í fyrra og er örugglega ekki á það háum launum heldur en svo er annað mál hvort hann sætti sig við að ver fimmti eða sjötti kostur í miðvörðinn.
Það er ekki ég sem er að selja Philips, það er búið að vera að tala um það í langan tíma að hann muni trúlegast fara í sumar til að fá spilatíma með öðru liði og ef Liverpool selur hann núna þá eru þeir að fá hámarksverð fyrir hann.
Hann var frábær fyrir okkur í fyrra en ég hef enga trú á því að hann verði áfram hjá okkur, þeir vildu örugglega meta stöðuna á Van Dijk fyrst og svo selja þeir hann núna fyrir lokun gluggans.
einnig verður Rhys Williams örugglega lánaðar.
Er svo mikil þvæla að Nike sé með einhverja aðkomu að leikmannakaupum.
Heyrði viðtal við rekstrarstjóra (minnir rekstrarstjóri) Allavegana stór innan Nike í Bretlandi, sem er Íslendingur btw.
Hann sagði það vera algjört bull að Nike eða Adidas eða önnur merki hafa einhverja aðkomu að leikmannakaupum, það yrðu alltaf einhverjir hagsmunaárekstrar ef þeir myndu gera það
Þetta snýst ekki um að Nike geri samning við leikmanninn eða greiði honum beint. Þetta snýst um að Nike gæti gert sérsamning um treyjusölu sem myndi aðstoða við að klára dílinn. T.d.:
1. Nike gerir áætlun um að selja $100m of Mbappe treyjum yfir samningstímann+$25m af sérstökum vörum (tölur bara úr lausu lofti til að búa til sýnidæmi).
2. LFC og Nike gera samning um sérgreiðslu strax við undirskrift um $50m sem væru tekjur LFC yfir tímann
3. Þetta sleppur allt í gegnum FFP af því að þetta eru raunverulegar tekjur frá 3ja aðila
Þetta snýst bara um það að núna þegar Mbappe (sem dæmi) er búinn að vera lengi hjá sama liði þá dregst úr treyjusölu þar sem flestir sem vilija eiga Mbappe PSG #7 treyju eiga hana.
En ástæðan fyrir því að Mbappe er ekki að koma til LFC er einfaldlega sú að það er leikmaður í stöðunni hans. Og að hann myndi vera á 2x launum á við menn eins og Virgil og 5x miðað við meðal byrjunarmann. Það passar ekki í LFC bakgrunninn.
Takk fyrir hlaðvarpið strákar mínir. Það var skemmtilegt að hlusta á mínum venjulega göngutúr. Ég gekk ekki einn. You never walk alone.
Takk fyrir hlaðvarpið, gott að getað hlustað á það í sóttkví í dag.
Margir áhugaverðir punktar.
Romano að greina frá því að Real sé búið að bjóða 160m evra í mbappe, en ekkert heyrst frá PSG enþa ?
Við erum að tala um Philippe Coutinho upphæð. Magnað.
Glugginn að lokast. Ég er ekki að sjá þörfina á nýjum leikmanni. Við erum t.d núna með 4 heimsklassa miðverði sem er allt annað mál en í fyrra. Breiddin á miðjunni er þónokkur, Elliot, Milner, Champerlain, Henderson, Thiago, Fabinho, Jones,Keita eru allt mjög frambærilegir miðjumenn og vel burðugir fyrir ensku deildina.
Í framlínunni eru 4 topp leikmenn. Firmino, Jota. Salah, Mane……
Einn Mbabbe væri velþeginn en því miður…. hann er líklega á leiðinni til Spánar þó barnahjartað æpi Liverpool. Held samt að hann hafi mikinn áhuga á því að spila fyrir Klopp og klúbbinn okkar…. en það eru peningarnir sem ráða för.