Byrjunarliðið: Liverpool vs Chelsea

Fyrsti stórleikur Liverpool á tímabilinu 21/22 er að hefjast og við tökum á móti Chelsea á Anfield.

Byrjunarliðið

Byrjunarliðið: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Elliott, Mane, Salah, Firmino.

Varamenn: Kelleher, Konate, Thiago, Keita, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Jota, Tsimikas.

Það eru þrjár breytingar frá síðustu helgi, en Robertson er kominn í byrjunarliðið aftur í staðinn fyrir Tsimikas eftir meiðsli, Firmino kemur inn í sóknarlínuna fyrir Jota og Fabinho kemur inn í stað Keita. Það má segja að Klopp sé að hlaða örlítið meiri reynslu inn í liðið fyrir átökin. Engu að síður heldur Elliott sæti sínu í byrjunarliðinu, og sýnir hvað Klopp ber mikið traust til hans. Að sjálfsögðu stendur hann undir því.

Lið Chelsea er einnig firnasterkt. Það er alveg ljóst að það verður ekkert auðvelt að eiga við þetta afl og mögulega næstbesta stjóra deildarinnar:

Byrjunarlið: Mendy, Rudiger, Alonso, Christensen, Jorginho, Kante, Lukaku, Mount, James, Azpilicueta, Havertz.

Varamenn: Arrizabalaga, Silva, Kovacic, Werner, Loftus-Cheek, Chalobah, Hudson-Odoi, Chilwell, Ziyech.

Þá er ekkert annað eftir en að bíða eftir flautunni kl 16.30.

 

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

 

23 Comments

  1. Rosa rosa tækifæri hérna fyrir Elliot að stimpla sig inn í liðið og stór séns sem að Klopp er að taka með að hafa Elliot þarna frekar en Keita eða Thiago.
    En ég hef líka bullandi trú á Elliot en það eru erfiðir miðjumenn í chelsea liðinu.

    8
  2. Hvað er verið að rífast um, víti og rautt. Ég skil ekki hvað dómarinn lét menn vera standa yfir sér.

    3
  3. Hann átti ekki skilið að menn væru svona að hamast í honum ..hann er að framfylgja reglunum ..ef þú verð boltann með hendini á marklínu og ert ekki markmaður þá er þetta einfalt..rautt og víti skiptir engu ásetningurinn.

    7
  4. Geggjaður leikur!

    En samt finnst mér að Klopp hefði átt að hafa Tsimikas inná. Vinstri vængurinn er alveg dauður.

    4
  5. Það er með ólíkindum hvað þessir bláu fá að röfla í dómaranum Mendy átti að fá gult í aðdraganda vítissins og annað og rautt þegar hann dúndrar boltanum eftir vítið.
    Et að hlusta á Eið Smára og Logi geta menn ekki tekið niður Chelsea gleraugun það er pínlegt að hlusta á þetta.

    4
  6. Sýndist Firmino haltra útaf annars búinn að vera flottur, klárt víti, líklega rautt þar sem hann virtist moka boltanum frá með hendinni. Flottur leikur, vonandi náum við að pota inn eins og einu eða tveimur í seinni hálfleik ? þetta er leikur sem við þurfum að vinna uppá framhaldið tel ég. En keep on rocking.

    Þórarinn

    6
  7. Firmino meiddur, alltaf rautt spjald en þeir sjá það ekki Eiður og Logi , enda utd og celski menn. Er ekki nóg komið af scum mönnum í þessu setti hjá símanum?
    Við eigum að taka þetta í seinni ! Vill sjá OX koma inn fyrir Elliot í seinni.

    4
  8. Er ekki “verðmæti” leikmanna Chelski á vellinum ennþá hærra en okkar manna, þrátt fyrir brottreksturinn? 🙂

    “Bara spurning hvenær eða hvort þessi ….” (frábær lýsing 😉 )

    1
  9. Eg geri nu fulla kröfu a sigur i þessum leik. Þetta er ekki nogu gott 11 vs 10 og Celski alltaf að komast i færri

    3
  10. Robbo fer aldrei upp að endalínu til að gefa fyrir. Er hann hættur að geta það? Voðaleg lömun er þetta að koma boltanum ekki í netið, einum fleiri, með annan hvern mótherja á gulu spjaldi og á heimavelli!

    1
    • Nei fa ekki greitt ef þeir verða einum fleiri og skora ekki.
      Þannig aö nu eru þeir að keppa um launin sin

      Það er nu þannig

  11. Djöfull er þetta lélegt að taka ekki 3 stig.

    1 mark og það ur víti a heimavelli, fullum af áhorfendum

    4
  12. Ömurleg tvö töpuð stig.

    Ömurleg frammistaða sóknarlega.

    Á heimavelli og manni fleiri allan seinni hálfleik.

    Stórkostlega pirrandi að horfa upp á liðið trekk í trekk reyna að skapa eitthvað sóknarlega en ekki einn einasti leikmaður sýnir þetta litla extra sem vantar til að skapa alvöru færi.

    Helst Harvey Elliott sem getur gengið stoltur frá velli. Restin bara alls ekki og sérstaklega ekki okkar helstu senior leikmenn Mané og Salah. Vonbrigði.

    2

Upphitun: Liverpool – Chelsea

Liverpool 1 – 1 Chelsea