Upphitun: Crystal Palace mætir á Anfield

Eftir góðan sigur í Meistaradeildinni mætum við á morgun Crystal Palace undir stjórn Patrick Viera. Palace hefur síðan þeir komu upp verið undir stjórn ýmissa óspennandi breskra þjálfara, fyrir utan fimm leiki þar sem Frank De Boer fékk að spreyta sig. Það er því spennandi að sjá þá fara í aðra átt í ár þegar þeir sóttu Viera. Á sama tíma var stór hluti liðsins samningslaus og er því Viera að sjá um ákveðna endurnýjun í liði Palace manna.

Þeir misstu menn sem hafa verið stórir póstar í liðinu á borð við van Aanholt, Townsend, Cahill og Dann ásamt fyrrum Liverpool manninum Sahko en sóttu í staðinn nokkra spennandi menn eins og Marc Guechi, ungan varnarmann frá Chelsea, Joachim Andersen, sem átti gott tímabil á láni hjá Fulham í fyrra, og Odsonne Edouard, frá Celtic sem kynnti sig vel um síðustu helgi þegar hann kom inn á sem varamaður og setti tvö mörk á sex mínútum. Auk þeirra fengu þeir á láni Conor Gallagher sem er með 2 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum sínum hjá Palace.

Palace hefur byrjað ágætlega undir stjórn Viera töpuðu fyrsta leik fyrir Chelsea en hafa síðan þá náð í sigur gegn Tottenham og tvö jafntefli. Það verður því áhugavert að sjá hvað breytt Palace lið getur gert á heilu tímabili undir nýjum þjálfara.

Okkar menn

Nú er stutt á milli leikja og sáum strax í Ac Milan leiknum að Klopp er þegar byrjaður að rótera liðinu sínu og gæti því orðið erfitt á næstu vikum að skjóta á hvernig byrjunarliðið verður. Hins vegar sjáum við líklega nálægt okkar sterkasta liði á morgun og það verður frekar hvílt í bikarnum gegn Norwich í vikunni.

Okkar fremstu menn hreinlega elska að mæta Crystal Palace og sáum við meðal annars veislu gegn þeim í jólatörninni í fyrra þegar við lögðum þá 7-0. Þar fer Sadio Mané fremstur í flokki en hann hefur skorað flest mörk Liverpool gegn Palace í sögunni með 9 mörk í 9 leikjum. Salah er ekki langt undan með 6 mörk í 7 leikjum og Firmino, sem verður því miður ekki með vegna meiðsla með 6 mörk í 12 leikjum. Vonandi getum við því séð markaveislu á morgun og lagað það að nú í byrjun tímabils hefur færanýtingin verið skelfileg.

Sett þetta upp sem líklegt byrjunarlið. Matip hefur spilað alla leiki tímabilsins hingað til og því kæmi mér ekki á óvart að hann fengi hvíld á morgun og Gomez fengi annan leik. Klopp hefur oft gefið mönnum tækifæri á að bæta sig þegar þeir hafa átt slakan leik og Gomez gerðist sekur um mistök í báðum mörkum Milan í vikunni og gæti séð hann fá tækifæri til að bæta upp fyrir það. Á miðjunni er spurning með Fabinho en tel hann líklegri til að hvíla gegn Norwich enda afskaplega mikilvægur og verið einn okkar allra besti leikmaður í byrjun tímabils. Divok Origi fékk óvænt tækifæri í síðasta leik en meiddist og sé í raun engan fá jafn óvænt sæti í byrjunarliðinu á morgun.

Spá

Ég held að Mané haldi áfram að hrella Palace. Sáum gegn Leeds að hann er farinn að koma sér aftur í færin annað en við sáum á tímabili í fyrra og nú þarf bara að fara að koma boltanum yfir línuna nokkrum sinnum og komast í gang. Held að við sjáum 3-0 sigur þar sem Salah setur eitt og Mané tvö og verðum áfram á toppi deildarinnar og vonandi að það fari að fækka liðunum sem eru jöfn okkur að stigum.

9 Comments

  1. 2-0 ef þetta verður klafs en ef við nýtum færin okkar snemma þá tippa ég á 5-0.

  2. Ein spurning,en er Ölver besti staðurinn til að mæta á til að vera í hópi annarra LFC áhangenda í bænum?

    1
    • Veit ekki með Höfuðborgina en við í Hafnarfirði höfum stofnað Liverpool klúbb Hafnarfjarðar og hittumst á Ölhúsinu á Reykajvíkurvegi og fylgjumst með okkar mönnum.
      Endilega fylgist með okkur og kíkið til okkar á Ölhúsið á leikdögum.
      https://www.facebook.com/liverpoolhfj

      7
  3. Stórskemmtileg sápa hjá city og ljóst að Pep nennir ekki sálarlausa klúbbnum.

    1
    • Þeim tókst ekki einu sinni að fylla skjáina á veillinum í Covid ástandinu þannig að það ætti ekki að koma á óvart að það gangi illa að fylla völlinn hjá þeim.

  4. Sæl öll.

    Enn og aftur koma fram vísbendingar um að eigendur Liverpool komi ekki til með að fjárfesta “aukalega” í klúbbnum. Karl Heinz Rumminegger kom fram í viðtali þar sem hann sagðist þekkja eiganda Liverpool og hann væri ekki þekktur fyrir að opna veskið. Við stuðningsmenn Liverpool vitum svo sem allt um það og helsta sönnun þess er að sjálfsögðu sú galna staðreynd um nettó eyðslu klúbbsins síðan þeir eignuðust hann!

    Eins og venjulega gegn Palace er spurningin hvernig stemmarinn er hjá Saha. Palace hafa núna bætt við sig Frakka sem skoraði mikið í skpsku deildinni og gerði hann tvö gegn skelfilegum spurs í síðasta leik. Fremstu þrír hjá Palace (Sala-Edouard-Ayew) verða held ég mörgum liðum erfiðir og því fínt að mæta þeim núna. Er ekki líklegt að Klopp hreyfi við fyrstu 11 og leyfi Gomez og Dijk að byrja þennan leik og nuddi og strjúki Matip svo hann meiðist ekki fyrir mánaðamótin þegar Porto og City bíða fyrir næsta (helvítis) landsleikjahlé.

    Liverpool vinnur þennan leik með mörkum frá Mané, Salah og Jota (þvílíkur höfuðverkur fyrir andstæðinga okkar að allir þrír skora reglulega) en ég á von á því að Palace poti inn einu, 3-1.

    1
  5. Sælir felagar

    Takk fyrir upphitunina Hannes. Það er vandi að spá í uppstillinguna hjá KLopp þar sem gríðarlegt álag er framundan og leikið á þriggja daga fresti fram að helv . . . landsleikjahléinu. Klopp mun því spila á eins mörgum mönnum og hann getur með góðu móti. Nú er staðan sú að vandamálin eru fremst á vellinum og er það komið fram sem við höfðum flest áhyggjur af að sóknin er þunnskipuð. Ég sá það einhversstaðar að Minamino muni vera í byrjunarliðinu en hvað veit ég svo sem. Vona bar að leikurinn vinnist og helst með mörgum mörkum Mín spá 3 – 0 eða 5 – 1

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  6. Do you have a spam issue on this blog; I also am a blogger, and I was curious about your situation; many of us have developed some nice practices and we are looking to exchange methods with others,
    why not shoot me an email if interested.

    Here is my website :: dâ?u gô?i sinhair

Liverpool 3 – 2 AC Milan

Byrjunarliðið gegn Crystal Palace