Liðið gegn Norwich í deildarbikarnum

Liðsuppstillingin klár:

Bekkur: Adrian, Nat, Robertson, Henderson, Jota, Morton, Balagizi

Það fyrsta sem maður rekur augun í er auðvitað að ungstirnin Conor Bradley og Kaide Gordon byrja sína fyrstu aðalliðsleiki. Jafnframt er mjög áhugavert að sjá að James Balagizi og Tyler Morton eru á bekk í fyrsta sinn með aðalliði. Þá hefur það verið ákveðið að Tsimikas tæki þennan leik en Robbo er á bekk, svo væntanlega víxla þeir um helgina. Að lokum er líka áhugavert að sjá að Nat Phillips er á bekk á kostnað þeirra Konate og Gomez. Svosem vitað að þeir síðastnefndu væru á undan Nat í goggunarröðinni, en ef hann ætti að fá að skjótast eitthvað framfyrir þá væri það í deildarbikarnum.

Það er síðan Joe Gomez sem ber fyrirliðabandið í þessum leik, og það í fyrsta skiptið.

Spái erfiðum leik, en sem mun samt vinnast, annaðhvort 1-2 eða 2-3.

KOMA SVO!!!

25 Comments

  1. Það skyn í gegn að Klopp þráir að detta útúr þessari keppni. Er alveg ánægður með liðið og allt það og tel að það lid eigi mjög góðan séns á að vinna Norwich, leikmenn sem þurfa mínútur að fá séns og allt í góðu þar en hvað ef liðið er 2-0 undir í hálfleik og menn skoða bekkinn. Þar eru bara Salah, Mane firmino sem er enn meiddur reyndar og van dijk og Matip hvergi sjàanlegir, finnst það smá hroki þótt eflaust allir þessir leikmenn hafi gott af því að ferðast ekki einu sinni í leikinn og vera heima með fjölskyldunni.

    Það er bara þetta sem ég get sett útá Klopp frá hans komu hvað hann leggur lítið í bikarkeppninnar reyndar sérstaklega FA cup sem hefst í janúar. Lágmark.ad vinna þessar keppnir allavega einu sönnu áður en þú nánast hættir að reyna það.

    En við vinnum 1-3. Er rosalega spenntur fyrir Gordon og hann skorar eitt.

    2
  2. Einu vonbrigðin er framkoma Klopps við Nat Philips, strákur sem kom sá og sigraði fyrir okkur í fyrra, kom Þessu liði í 3 sæti í deildinni.
    Hann fékk ekki að fara í sumar og fær ekki einu sinni start í bikarleik.
    En annars mjög sáttur með liðið og þessir strákar fá traustið til að koma liðinu áfram og sýna sig og sanna.

    7
    • Við áttum alltaf að halda Philips núna miða við það sem gekk á síðasta tímabil. Við vorum að fá nýjan miðvörð og erum að fá tvo sem eru að koma til baka eftir stór meiðsli svo erum við líka með Matip sem er meiðslapéssi.

      Goggunaröðinn er Van Dijk/Matip og svo Gomez/Konate með Philips sem auka. Gomez og Konate þurfa leiki og því er það mjög eðilegt að Philips bíður aðeins meðan að allir eru heilir.
      Philips skrifaði undir nýjan samning í sumar sem hækkuðu laun hans verulega og er Liverpool að skuldbinda sig við hann eða að minnstakosti að verðlauna hann fyrir sitt framlag með þeim hætti.

      Klopp skuldar Philips gjörsamlega ekki neitt og það á engin rétt á einhverjum mín. Ég fíla Philips í botn og vona að sjá hann spila eitthvað í vetur í deildarbikar og FA Cup en ekki á kostað þess að Konate eða Gomez séu á bekknum.

      7
      • Ég veit að Klopp skuldar Philips ekki neitt, en Gomez hefur spilað aðeins sem hægri bakvörður og hefði getað það í kvöld.
        En ég ætla nú ekkert að þræta meira um þetta, Klopp veit meira en við um þetta og ég virði það bara 🙂

        3
  3. Kelleher, Gomez og Jones með frábæran leik.

    Erfitt að sjá Ox klúðra svo mörgum einföldum sendingum.

    Vil sjá meira frá Keita.

    4
  4. Kelleher maður fyrri hálfleiks þvílíkur markmaður sem þessi drengur er!

    4
  5. Konate er líka búinn að vera öflugur í fyrri hálfleik, drengurinn er yfirvegaður og svo fkn nautsterkur, sóknarmenn hrynja af honum eins og flugur.
    Ég vil samt sjá betri leik frá nokkrum leikmönnum enda erum við með flott lið inná vellinum.
    Kellegher búinn að vera maður leiksins so far, flottur leikur hjá honum.

    5
  6. Jæja núna má Bradley fara af velli fyrir Nat Philips og setja Gomez í bakvörðinn.
    Við þurfum að efla varnarleikinn.

    2
  7. Fyrir leiktíðina hefði maður búist við Milner sem fyrirliða í leiknum. En hann vann vel fyrir hvíldinni í síðasta leik.

    2
  8. Rosalega hefur Tsimikas komið skemmtilega á óvart í byrjun tímabilsins, hann er með geggjaðar sendingar og berst um alla bolta. Flottur leikmaður sem á eftir að halda Robertson á tánum.

    7
  9. Konate var ekki að heilla mig, virkaði þungur og riðgaður sama með Gomez en það er kannski ekkert skrýtið þar sem hvorugur þeirra hafa spilað mikið en þeir eiga bara eftir að verða betri með meiri spilamensku, eins fannst mér Oxi vera að klappa boltanum of mikið.
    En við unnum leikinn með nánast nýtt lið inn á vellinum og því ber að fagna, ungu guttarnir stóðu sig vel og Origi að koma skemtilega á óvart.
    Minamino og Tsimikas menn leiksins.
    YNWA

Bikarleikur gegn Norwich

Norwich 0 – 3 Liverpool