Eftir stórgóða byrjun á þessum fótboltadegi er orðið ljóst hvaða hóp Klopp treystir til að koma Liverpool í þriggja stig forskot á toppi deildarinnar. Þetta er svo gott sem sterkasta lið sem hann hefur völ á:
? ???? ???? ?
Our line-up to face @BrentfordFC ? #BRELIV
— Liverpool FC (@LFC) September 25, 2021
Gott að sjá líka að Bobby Firmino er komin aftur á bekkinn, dýrmætt að hafa hann þessa svaklegu viku sem framundan er.
? ???? ???? ?
? Onyeka
? BaptisteWe make one change from our win over Wolves#BrentfordFC #BRELIV pic.twitter.com/eoZGKgu8GE
— Brentford FC (@BrentfordFC) September 25, 2021
Hvernig lýst mönnum á? Erum við að fara að enda daginn með þriggja forystu? Eru einhverjir Víkingar að lesa þetta?
Sæl og blessuð.
Svona eiga úrslit að vera. Chelsea að sýna veikleikamerki, MU að tapa (og bruno að klikka á punktinum), Gömlu stórveldin ÍA og Kef áfram uppi og KR á möguleika á þriðja sætinu. Víkingar glæsilegir Íslandsmeistarar.
Nú er bara að halda áfram á þessari braut, ágæti 25. september 2021.
Þannig séð þurfum við bara að hafa Milner á bekknum. Hann getur leyst alla af: Áhorfendur, , Alison, framlínuna, varnarlínuna, miðjuna og jafnvel Jurgen Klopp ef hann fengi skyndilegt kvef og þurfti að fara heim til sín.
YNWA
Flott byrjunarlið og eftir að Keita datt út var aldrei spurning að C.Jones kæmi ekki inn.
Hrikalega gott að Firmino sé mættur aftur.
Spái erfiðum leik en Liverpool eru með gæðin til að klára þetta.
Virkum frekar hægir þessa stundina spurning hvort kraftur Brentford séu að koma okkar mönnum á óvart.
Úff erum ekki að líta vel út þessa stundina
Rosalega er þetta lélegt hjá okkur.
Hvað var Fab að gera??
Þvílíkur hörmungar varnarleikur selja sig utfra einni sendingu til hliðar og hlaupa upp og skilja leikmanninn einan á kantinum hefði búist við svona varnarleik í 5 flokki
Hjálpi mér allir heilagir. Sumir leikmenn á hælunum.
TAKK JOTA !
Jotaaa en þetta verður engimm göngutúr í garðinum menn verða að átta sig á því,
Flott sókn og aftur orðið jafnt nu vil ég sjá liverpool taka svolítið völdin virkum á aftur fótunum
Brentford eru bara drullu sterkir get ekki sagt annað.
Passa Toney og auðvitað að klára færin við erum að klikka alltof mikið á dauðafærum,
eru þeir að halda meiddum manni inná vellinum til að geta tafið oftar?
Já
Þurfum samt að hysja upp um okkar í seinni. Brentford eru að komast upp með alltof mikið að mínu mati. Vill fá meira frá bakvörðum okkar fyrir utan sprettinn hjá Robbo þá fannst mér lítið að frétta þaðan.
Varamenn okkar á hælunum og verða að sýna meiri einbeitingu. Hroki og kæruleysi kunna ekki góðri lukku að stýra
Að mínu mati einn lélegasti hálfleikur tímabilsins. Finnst eitthvað slen yfir liðinu. “þetta kemur að sjálfu sér” þankagangurinn. Brentford komust nokkuð verðskuldað yfir en áður höfðu þeir skapað sé þónokkuð af færum. Liverpool reyndar líka.
Mér finnst varnarvinna alls liðsins vera ekki nægjanlega góð. Framherjarnir eru erfiðir viðfangs, þeir eru góðir að fá boltanum á höfuðið og nikka honum áleiðs til næsta mans. Þetta er í raun það sem hefur skapað hvað mesta uslan í liðinu.
Svo vantar eitthvað búst í liðið. Svona Firmino Búst. Liðið er allt of mikið á einhverri andvana sjálfstýringu. Það vantar smá eld og þorsta.
Ég veit ekki hvað þarf til. Annað hvort að gefa byrjunarliðinu tækifæri til þess að bæta ráð sitt eða setja Firmino eða jafnvel Japanska Samúræjan okkar. Kannski þarf að þétta á miðjunni. en það gengur ekki að Brentford sé að fá svona mikið af færum. Þeir eru að spila rosalega vel og skipulagið hjá þeim er þaulhugsað. Mér finnst eins og það þurfi að greina það betur og gera einhverjar taktískar breytingar.
VAR að bjarga marki fyrir okkur ? haaaa
Salah !!!!
Elska var þegar það er rétt notað.
Hárréttur dómur en mjög erfitt að sjá þetta ekkert við línudómarann að sakast.
Þvílík sending frá Fabinho og afgreiðsla uppá 10 frá Salah
Hvaða rugl er eiginlega í gangi ?
Hvaða helvítis skíta vörn er í gangi alveg fáránlega lélegt að geta ekki varist nokkrum sköpuðum hlut
Slök vörn það vatnaði ekki undir Van Dyke þegar hann stökk upp í þennan sá var þungur,
CURTIS !!! hvað er í gangi í þessum leik!
Þvílik negla
Þetta hefur vantað. Mörk frá miðjumönnunum okkar.
Hendó, Keit og Jones allir búnir að skora í haust og síðast þegar ég vissi voru þeir miðjumenn þannig að það er ekki hægt að kvarta yfir markaleysi af miðjunni.
Klína-utanaf-velli!!!
Þvílíka neglan frá Jones þetta fer að minna á handboltaleik
Sæl og blessuð
þetta var 100. mark salah fyrir liverpool sem hann skorar í færri leikjum en dæmi eru um! Þvílík stjarna. Og framlagið sem hann skilar af sér í stoðsendingum (hann er jú kantari) og í varnarleik.
Og markið sem CJ skoraði!!! Geggjað.
Bara ein hugleiðing linuvörðurinn flaggaði vitlaust að salan var rangstæður svo 3 sinnum eftir það þá flaggar hann mjög fljótt og manni sýnist allavega 2 af þessum voru nokkuð tæpar
Varnarvinnan í þessum leik fær 0
Hvað er í gangi miðverðir liverpool eru búnir að vera algerlega gagnslausir í þessum leik hafa varla unnið skallabolta algerlega ömurleg varnarvinna
Erum að skíta uppá bak þarna aftast..má þakka fyrir að okkar menn eru á skotskónum í að skora en þetta er óásættanlegt
Þvílík skíta í gangi varnarlega. Andskotinn.
Væri svo típískt Liverpool að tapa þessum leik geta ekki rassgat og einmitt þegar við getum farið á toppinn.
Þeir labba í gegnum vörnina okkar.
Fékk öll varnarlínan sér Mcdonalds rétt fyrir leik. Algjör drulla í gangi.
Hélt … eftir að við komumst yfir að það væri komið að Milner time…
Matip algjörlega í ruglinu.
Hvað er með Mane.
Þetta er án nokkurs vafa lang lélegasti leikur sem ég hef séð í virkilega langan tíma frá þessari varnarlínu
Brentford að gjörsamlega valta yfir vörnina hjá Liverpool ja hérna
Jæja
Ekki slæmt að skora þrjú mörk en maður á von á betri frammistöðu frá vörninni.
Hörkuleikur.. úrslitin ekki góð.. en þrælskemmtilegur leikur að horfa á.
Skemmtilegt lið þetta Brentford lið..
Hversu lélegar voru hornspyrnur TAA frá vinstri? Getur Robbo ekki tekið þær lengur? Hvar var Tsimikas?
Versti leikur Matip í Liverpool-treyju. Var étinn eins og hrökkkex af framherjum Brentford í þessum leik.
Svo var eins og hvíldin í miðri viku hefði gert menn eitthvað kærulausa. Eini sem sýndi sitt rétta andlit var Jones sem þó spilaði á þriðjudag.
En þetta Brentford-lið á eftir að hirða stig af fleiri toppliðum, ekki spurning. Fantagott lið með kröftuga stuðningsmenn.
Liverpool á toppnum, gleðjumst yfir því!