Það er komið að næsta leik hjá kvennaliðinu, en núna kl. 13 mæta Crystal Palace í heimsókn á Prenton Park.
Liðið lék síðast gegn Bristol á útivelli í leik sem var hvergi sýndur, sá leikur endaði með steindauðu 0-0 jafntefli. Hins vegar bar það til tíðinda að Ashley Hodson varð þá leikjahæsti leikmaður Liverpool Women frá upphafi, en hún kom inná í sínum 116. leik fyrir liðið. Áður hafði Gemma Bonner átt flesta leiki, en hún fór jú til City fyrir 4 árum.
Nóg um það, liðið sem mætir á völlinn á eftir verður svona skipað:
Moore – Robe – Matthews
Wardlaw – Kearns – Holland – Hinds
Kiernan – Hodson – Lawley
Bekkur: Foster, Roberts, Bailey, Furness, Humphrey, Daniels, Walters, Parry, Silcock
Ashley Hodson heldur því áfram að bæta leikjametið. Mér sýnist á öllu að Matt Beard sé að prófa einhverja 3-4-3 uppstillingu, en það kemur í ljós á eftir. Það kemur líka ögn á óvart að Niamh Fahey sé hvergi sjáanleg, og að Jasmine Matthews taki fyrirliðabandið í hennar stað (EDIT: Fahey fékk rautt í síðasta leik og er því í banni). Síðan er Silcock nýtt nafn á bekknum, ég geri ráð fyrir að það sé leikmaður U23 liðsins en því miður eru hvergi til upplýsingar um hvaða leikmenn eru þar.
Leikurinn verður sýndur á öllum helstu miðlum Liverpool (EDIT: slóðin á leikinn á YouTube er hér), og við munum uppfæra færsluna með úrslitum og stöðu í deildinni síðar í dag.
Leik lokið með 2-1 sigri okkar kvenna, Taylor Hinds skoraði fyrra markið eftir einnar mínútu leik, Palace jöfnuðu um miðjan fyrri hálfleikinn en Ashley Hodson skoraði svo skömmu síðar reyndist það sigurmarkið.
Staðan í deildinni lítur þá svona út:
Að vísu eru ekki allir leikirnir búnir, þannig gætu Charlton komist í 9 stig sem dæmi. En það kemur svosem ekki á óvart að sjá t.d. Sheffield og Durham þarna við toppinn, og líklegt að þetta verði liðin sem verði í baráttunni um að komast upp í efstu deild.
Næsti leikur er sunnudaginn 2. október gegn Coventry sem eru í næstneðsta sæti með 1 stig, en helgina þar á eftir heimsækir svo liðið Sheffield í leik sem við skulum vona að verði toppslagur þegar að leikdegi kemur.
Frábært að setja þessar fréttir af kvennaliðinu hér inn. Dóttirinn hefur virkilega gaman að þessu og fylgist vel með kvennaliðinu.
Hafðu miklar þakkir fyrir.
Segi það sama og Styrmir. Takk.
En hvað skyldum við þurfa að bíða lengi eftir alvöru sjónvarpssýningum á kvennaboltanum? Bretarnir virðast aftarlega á merinni með þetta. Hér heima er allt fullt af stelpum og konum sem eru grjótharðir Púllarar.
Takk, gaman að það séu fleiri að fylgjast með. Auðvitað vill maður að okkar konur komist aftur í fremstu röð, og líklega munu fleiri fylgjast með þá, en eins og skáldið sagði: “You’ll never walk alone” og við yfirgefum ekki stelpurnar okkar þó þær séu ekki að spila í efstu deild sem stendur.