Byrjunarliðið gegn Atletico Madrid

Jurgen Klopp hefur valið byrjunarliðið sem mun mæta Atletico Madrid á Wanda Metropolitano vellinum í þriðju umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í raun er ekki margt sem kemur á óvart í liðsvalinu hjá honum í kvöld.

Alisson

Milner – Matip – Van Dijk – Robertson

Milner – Henderson – Keita

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Kelleher, Adrian, Konate, Gomez, Fabinho, Chamberlain, Minamino, Jota, Tsimikas, Origi, Phillips, N.Williams

Þetta er sama lið og spilaði frábærlega gegn Watford og vann 5-0 sigur í síðasta leik fyrir utan það að Alisson kemur aftur í markið en hann og Fabinho, sem situr á bekknum í dag, flugu beint frá landsliðsverkefni með Brasilíu til Madríd þar sem þeir hittu liðið í undirbúningi fyrir leikinn. Í fullkomnum heimi hefði maður nú viljað sjá Fabinho í byrjunarliðinu í svona leik en þeir þrír sem byrja verðskulda að halda sæti sínu í liðinu og hafa fengið ögn lengri undirbúning fyrir leikinn en Fabinho sem er þó virkilega öflugur skiptimaður í svona leik.

Curtis Jones er byrjaður að æfa aftur eftir meiðsli sem hann hlaut í landsliðsverkefni með u21 árs landsliði Englendinga en er ekki í hópnum í dag.

Ég var síðast á skýrsluvaktinni þegar Liverpool spilaði á útivelli í Meistaradeildinni og vann Porto 5-1, ég væri alveg rosalega til í að sjá svipuð úrslit í dag en það er þó kannski frekar ólíklegt. Liverpool hefur harma að hefna gegn Atletico Madrid og væri frábært að sigra þá á útivelli í kvöld og fara ansi langt með að tryggja sig áfram upp úr riðlakeppninni.

Atletico stillir upp í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi sem kemur í raun alls ekki á óvart og það sem kemur líklega helst á óvart er að Luis Suarez byrjar á bekknum fyrir þá í kvöld.

44 Comments

  1. Þessir tveir stíga auðvitað upp þegar með þarf; hinir þrír fremstu í strangri gæslu 😉

    1
  2. Vörnin gatasigti og áhyggjuefni hversu auðvelt er að skora á okkar menn.

    Keita fjandinn djöfullegt að horfa upp á þessa varnarvinnu í báðum mörkunum. Búinn að núlla út markið sitt og rúmlega það.

    5
  3. æ var svo glaður að keita skyldi skora en hann klikkaði gjörsamlega í þessum tveimur mörkum.

    Auðvitað var hann ekki einn um það…

    Glatað að missa þetta niður. Nú reynir á okkar menn.

    5
  4. Fear Factorinn er fokinn út í veður og vind.

    Nú þarf heldur betur að bretta upp á ermarnar gulu.

    En þetta AM lið er auðvitað gríðarlega öflugt og þeir kunna vel á sitt leikkerfi. Leyfa okkar mönnum að halda boltanum, jafnvel marki undir.

    4
  5. Keïta út af, Fabinho inná. Strax í seinni hálfleik. Firmino er reyndar líka svolítið týndur, finnst mér.

    4
  6. Keita á varla framtíð í þessu liði. Hann er enginn bógur í þá pressu sem liverpool spilar. Alveg makalaust – miðað við asann að fá hann í liðið.

    Hann á örugglega heima í einhverjum hópi en það virðist útséð um framtíð hans hjá okkur.

    3
  7. Kom ekki á óvart að annar þulurinn á Viaplay að honum finnist brotið óréttlatt. Allavega ekki frá þesdum leikmanni.

    3
  8. Andskotinn. Þá fyrst verður erfitt að skora meira.

    Atletico munu parkera feitustu rútu bæjarins og verja stigið fram í rauðan.

    Er hræddur um að leikurinn sé ónýtur.

    1
  9. Liv – chelsea revisited ..? manni fleiri heilan hálfleik og ..?

    1
  10. ehemm… chambo mættur til leiks… hvað skyldi koma út úr því?

    áhorfendur og Simone snarvitlausir og dómarinn lætur það hlaupa upp í hausinn á sér…

    2
  11. væri gríðarsterkt að ná í þrjú stig í þessum leik. þetta AM lið er eins og tyggjó undir sólanum á manni. Best að losna við það sem fyrst.

    7
  12. Það er nú meiri lofræðan í gangi um AM hjá Hödda Magg, eru þeir litla liðið í þessum leik?

    1
  13. Salaaaaahhhhh

    Algjörlega geggjað að fá þetta víti gefins. Þvílík heimska hjá Hermoso.

    Koma svo og sigla þessu heim. Nú vil ég sjá Klopp sjá til þess.

    4
  14. Jæja elsku púlarar, þá eru 9 stig í húsi af 9 mögulegum, eithvað til að gagnrýna? held ekki. Hefur allt farið skv. áætlun A, sem var að vinna þessa leiki og vera í ísí stöðu á þessum vettvangi. Svo er það hinn vettvangurinn, deildin. Hrikalega finnst mér leiðinlegt þegar fólk viljandi gerir sig að fífli, bara eins og það sé eithvað norm, en Salah okkar var bara ekki á þeirri skoðun að leyfa það.

    YNWA

    1

Atlético Madrid – Liverpool (Upphitun)

Atletico 2-3 Liverpool