Við vonum að svefnleysið hafi ekki farið illa með Liverpool aðdáendur, né að ofurtrekktar taugar hafi skemmt þennan annars ágæta sunnudagsmorgun, en nú fer aaaalveg að bresta á með næststærsta leik tímabilsins (sá stærsti er auðvitað Liverpool-United á Anfield).
Það eru nokkur óvænt atriði í uppstillingunni í dag:
Bekkur: Adrian, Gomez, Matip, Tsimikas, Ox, Jones, Minamino, Origi, Mané
Semsagt, enginn Fabinho í hóp, talað um að hann sé eitthvað smávægilega meiddur á hné. Eins er Kelleher ekki á bekk, ekkert búið að gefa út hvað er með hann. Það var vitað að Elliott og Thiago yrðu ekki leikfærir, en Jones þykir vera orðinn hæfur til að vera á bekk og gæti þá sjálfsagt komið inn í seinni hálfleik ef þörf þykir. Eins er örlítið áhugavert að Konate fái loksins sénsinn í byrjunarliði, og það á útivelli gegn United!
Manni hefði nú liðið betur með Fab inná, en mestu máli skiptir að leikmennirnir sem eru inná spili á fullu gasi. Ég hef svosem ekki trú á öðru.
1-2 sigur eftir mörk frá Salah og Hendo.
KOMA SVO!!!
Ég er svartsýnis maður að eðlisfari og því spái ég mínum mönnum tapi 2-1 eins og ég hef gert síðan í fyrravetur með ágætum árangri enda höfum við ekki tapað leik síðan og því engin ástæðan til að breyta til.
Vertu bara svartsýnn eins og þú vilt vinur!
YNWA.
Herfilegt að missa fab á ögurstundu. Óþolandi meiðsli. Keita verður að herða sig í pressunni en hann verður væntanlega fremstur.
En hvað er með Mané? Sjóðheitur þessa dagana…?
Maður hélt kanski að þetta væri farið að líta svona út í kring um jólin þaes að lykilmenn væru að meiðast en ekki í okt ..Milner á greinilega að vera lykillinn af þessum titli í ár.
Sæl öll.
Þessi leikur vinnst á miðjunni og utd eru sterkari þar þessa dagana. Því miður töpum við í dag 2-1.
Hahahaha
Þetta má ekki verða til þess að OGS verður rekinn. Klopp sýna enn og aftur hvað hann og hans teymi eru frábærir þjálfarar!
Naby
Jota!
Keita allt í öllu
Vá þvílík byrjun
Milner meiddur hvar endar þetta ?
Í fyrra var vörn nú miðjan
SALAH !!!
Keita búinn að vera flottur en samt of margar aulasendindingar á miðjunni sem skapar hættu bara spurning hvenær svona sendingar skapa mark hjá Utd. En þvílík byrjun og nú kemur salah með flott mark.
Hahahaha..þvílíkir yfirburðir
KEITA er í öllu !
Allt að gerast.
Munum samt að mu er með dýrari bekk en sem nemur nokkrum skuttogurum.
Spyrjum að leikslokum. Þeir eru alltaf slappir í fyrri hálfleik en þeim vex ásmegin undir lokin.
en samt…
mmmmmmama!!!
Rautt á Fred
Held að flestallir leikmenn í heiminum hefðu fengið rautt spjald þarna fyrir utan Ronaldo
Salah 4-0 hvað er í gangi
Hvað er í gangi þetta er svaðalegt.
Getum við spilað við united í hverri viku ?
Litla veislan og Kristján Rögnvaldsson alveg búinn að missa kúlið.
Vona bara að liverpool haldi þessu áfram ekki tapa þessu niður, aldrei hægt að útiloka utd
Rétt, 5-0 er allt of tæp forysta
Eina neikvæða við stöðuna er að enn hitnar undir Sólskeri
Salah þrenna !!!!
Jesús Kristur hvað ég elska þennan leikmann gerið nýjan samning hann á bara eftir að geta komið með meiri kröfur
Alltaf fýlað VAR
United vantar náttúrulega Howard Webb…. 🙂
Hvernig er þetta ekki rautt spjald á pogba með báðar lappirnar á undan sér í tæklingu vona að hann breyti þessu
Er farinn að elska VAR
Plz ekki vera meiddur naby
Naby illa meiddur. FJANDINN !
Helvítis þessi leikur verður dýr fyrir miðjuna hjá okkur bæði milner og keita meiddir
2 meiddir eftir leikinn þetta er blóðtaka
Áhorfendur að fara og nú fer pobga líka…
en … rosalegt að missa keita… var einmitt farinn að fíla hann…
Hvað er í gangi! Það mætti halda að Kári og Sölvi hafi skrifað nýtt handrit og það fyrir okkur Liverpool menn. Staðan er 0-5, þrenna frá Salah, mark tekið af United og svo fær Pogba rautt og 30 mínútur eftir. Endilega að bæta við og niðurlægja þá enn frekar takk fyrir og halda hreinu líka.
Það var alltaf að fara að koma rautt á united í þessum seinni hálfleik.
Og Pogba er svín og hefur alltaf verið.
Ættu að vera komin 2 rauð á þá þannig að nokkuð líklegt þau verði fleiri miðað við hvað það eru komin mörg gul
0-7 er góð tala
Þetta er eins og létt sendingar æfing
Mér finnst alveg ótrúlegt hvað það er enginn karakter í þessu UTD liði akkúrat enginn áhugi einu sinni að reyna nokkuð finnst margir gagnrýna Ole sem er full skiljanlegt en leikmennirnir sem eru á vellinum eru ekki að gera stjóranum neinn greiða.
Hei ekki gleyma Fred hann var sá eini sem djöflaðist allann leikinn fyrir þá enda hata flestir man utd menn karlgreið sem ég skil ekki, liðið væri örugglega betra með 10 Fredda í liðinu
🙂