Liðið gegn Preston er komið og ljóst eins og búist var við að Klopp ætlar ekki að nota marga í kvöld sem byrja um næstu helgi gegn Brigton.
Mesta athygli vekur að Harvey Blair 18 ára tiltölulega óþekktur strákur fær tækifæri í byrjunarliðinu en hann hefur ekki spilað með U23 ára liðinu og ekki heldur verið flokkaður með þessum ofurefnilegum leikmönnum sem Liverpool á í akademíunni. Hann er örfættur sem líklega hefur haft eitthvað að segja og augljóslega verið að standa sig vel með U19 ára liðinu undanfarið. Klopp/Ljinders eru algjörlega óhræddir við að verðlauna svoleiðis þegar tækifæri er til. Kadie Gordon er reyndar meiddur, hann hefði annars nokkuð örugglega fengið sénsinn í þessum leik.
Tyler Morton er á miðjunni og enn á ný er Adrian blessaður í markinu, Kelleher er meiddur.
Williams – Matip – Gomez – Tsimikas
Jones – Morton – Ox
Blair – Minamino – Origi
Bekkur: Hughes, Pitaluga, Konate, Firmino, Jota, Dixon-Bonner, Phillips, Beck, Bradley.
Owen Beck og Dixon-Bonner spiluðu 90 mínútur á mánudagskvöldið og því líklega ekki ætlað stórt hlutverk í dag. Dixon-Bonner var reyndar í stuði og setti tvö. Það eru svo tveir ungir markmenn á bekk í dag, annar þeirra mjög efnilegur brassi.
Hjá heimamönnum bryjar svo okkar maður Sepp van der Berg þrátt fyrir að vera á láni frá Liverpool. Hann fékk leyfi til að spila í kvöld sem er auðvitað bara flott mál.
Stuðningsmenn Liverpool verða auðvitað í Bill Shankly stúkunni á Deepdale og þó þjálfarateymið sé hér að gera örlitlar breytingar í byrjunarliðinu er krafan auðvitað 3-5 mörk, það er bara lágmarkið hjá Liverpool í vetur.
Hvað þarf Philips greyjið að gera til að fá tækifæri í liðinu aftur. Ég hefði viljað sjá Matip í bómul en ekki spilandi þennan leik, segir okkur kannski að Konate sé orðinn miðvörður númer 2 í liðinu fyrst að hann spili þennan leik.
En annars fínt lið og hópurinn vel nýttur, ætli Minamino verði ekki með þrennu í kvöld.
Hann þarf bókstaflega að vonast til þess að 3-4 af Van Dijk, Konate, Matip og Gomez meiðist í einu. Mögulega líklega lánsmaðurinn sem er fengið í slíku tilfelli og þá líka gefið að Fabinho er ekki leikfær heldur eða ómissandi á miðjunni 🙂
Auðvitað vill maður honum allt það besta en þú spilar Gomez og Matip/Konate þegar færi gefst ef þeir eru ekki í byrjunarliðinu.
En þá er rosalega skrýtið af hverju hann var ekki seldir í sumar þegar það var hægt að fá topp verð fyrir hann.
Hann hlýtur að fara í jan ef að allir aðrir verða heilir þá.
Ég er alveg sammála samt að hinir 4 eru betri varnarmenn en Philips, bara eitthvað rangt við þetta samt..
“En þá er rosalega skrýtið af hverju hann var ekki seldir í sumar þegar það var hægt að fá topp verð fyrir hann”.
Skilst að þetta top boð hafi aldrei komið
Seeppi hefur blómstrað hjá Preston. Verður fróðlegt að fylgjast með honum.
Pínu skrítið að sjá Sepp á móti okkur en jæja.
Koma svo Origi…..
Zzzzzz…..
Aldrei hætta…
Ég hefði nú frekar viljað fá united en Preston, en þeir eru víst dottnir út.
Ox og Jones yfirspilaðir af Championship miðju
Þetta er nú óþarflega leiðinleg spilamennska hjá okkar mönnum.
Jæja, Phillips fær 45 mín.
Meistari Origi að sýna hvernig á að slútta í vonlausri stöðu.
Virkilega snyrtilegt mark hjá honum og við komnir í 8 liða úrslit
Ég er ekki frá því að Neco Williams sé maður leiksins.
Ok frábært mark. Held ég hafi aldrei áður séð svona mark áður. Nýtt trade “mark” 🙂
Og Tyler Morton hefur líka staðið sig óaðfinnanlega.
Origi á 9 líf….