Liðið gegn Preston

Liðið gegn Preston er komið og ljóst eins og búist var við að Klopp ætlar ekki að nota marga í kvöld sem byrja um næstu helgi gegn Brigton.

Mesta athygli vekur að Harvey Blair 18 ára tiltölulega óþekktur strákur fær tækifæri í byrjunarliðinu en hann hefur ekki spilað með U23 ára liðinu og ekki heldur verið flokkaður með þessum ofurefnilegum leikmönnum sem Liverpool á í akademíunni. Hann er örfættur sem líklega hefur haft eitthvað að segja og augljóslega verið að standa sig vel með U19 ára liðinu undanfarið. Klopp/Ljinders eru algjörlega óhræddir við að verðlauna svoleiðis þegar tækifæri er til. Kadie Gordon er reyndar meiddur, hann hefði annars nokkuð örugglega fengið sénsinn í þessum leik.

Tyler Morton er á miðjunni og enn á ný er Adrian blessaður í markinu, Kelleher er meiddur.

Adrian

Williams – Matip – Gomez – Tsimikas

Jones – Morton – Ox

Blair – Minamino – Origi

Bekkur: Hughes, Pitaluga, Konate, Firmino, Jota, Dixon-Bonner, Phillips, Beck, Bradley.

Owen Beck og Dixon-Bonner spiluðu 90 mínútur á mánudagskvöldið og því líklega ekki ætlað stórt hlutverk í dag. Dixon-Bonner var reyndar í stuði og setti tvö. Það eru svo tveir ungir markmenn á bekk í dag, annar þeirra mjög efnilegur brassi.

Hjá heimamönnum bryjar svo okkar maður Sepp van der Berg þrátt fyrir að vera á láni frá Liverpool. Hann fékk leyfi til að spila í kvöld sem er auðvitað bara flott mál.

Stuðningsmenn Liverpool verða auðvitað í Bill Shankly stúkunni á Deepdale og þó þjálfarateymið sé hér að gera örlitlar breytingar í byrjunarliðinu er krafan auðvitað 3-5 mörk, það er bara lágmarkið hjá Liverpool í vetur.

18 Comments

  1. Hvað þarf Philips greyjið að gera til að fá tækifæri í liðinu aftur. Ég hefði viljað sjá Matip í bómul en ekki spilandi þennan leik, segir okkur kannski að Konate sé orðinn miðvörður númer 2 í liðinu fyrst að hann spili þennan leik.
    En annars fínt lið og hópurinn vel nýttur, ætli Minamino verði ekki með þrennu í kvöld.

    7
    • Hann þarf bókstaflega að vonast til þess að 3-4 af Van Dijk, Konate, Matip og Gomez meiðist í einu. Mögulega líklega lánsmaðurinn sem er fengið í slíku tilfelli og þá líka gefið að Fabinho er ekki leikfær heldur eða ómissandi á miðjunni 🙂

      Auðvitað vill maður honum allt það besta en þú spilar Gomez og Matip/Konate þegar færi gefst ef þeir eru ekki í byrjunarliðinu.

      4
      • En þá er rosalega skrýtið af hverju hann var ekki seldir í sumar þegar það var hægt að fá topp verð fyrir hann.
        Hann hlýtur að fara í jan ef að allir aðrir verða heilir þá.
        Ég er alveg sammála samt að hinir 4 eru betri varnarmenn en Philips, bara eitthvað rangt við þetta samt..

        3
      • “En þá er rosalega skrýtið af hverju hann var ekki seldir í sumar þegar það var hægt að fá topp verð fyrir hann”.

        Skilst að þetta top boð hafi aldrei komið

        2
  2. Seeppi hefur blómstrað hjá Preston. Verður fróðlegt að fylgjast með honum.

    3
  3. Ég hefði nú frekar viljað fá united en Preston, en þeir eru víst dottnir út.

    11
  4. Þetta er nú óþarflega leiðinleg spilamennska hjá okkar mönnum.

    3
  5. Meistari Origi að sýna hvernig á að slútta í vonlausri stöðu.
    Virkilega snyrtilegt mark hjá honum og við komnir í 8 liða úrslit

    3
  6. Ok frábært mark. Held ég hafi aldrei áður séð svona mark áður. Nýtt trade “mark” 🙂

    2

Upphitun: Preston í deildarbikarnum

Preston – Liverpool 0-2 (leikskýrsla)