Liverpool spilar loksins aftur heimaleik eftir að hafa spilað fjóra leiki í röð á útivelli í öllum keppnum, síðasti heimaleikur var í 2-2 jafnteflinu gegn Man City í byrjun október. Það er þó ekki hægt að kvarta yfir því þar sem liðið vann alla fjóra leikina mjög sannfærandi og þá sérstaklega 5-0 sigrarnir á Watfprd og Man Utd sem og 3-2 sigurinn á Atletico Madrid.
Kannski hefði alveg verið hægt að segja að það hafi verið pínu ólíklegt að þessir lekir, ásamt sigrinum gegn Preston í deildarbikarnum, myndu enda eins og þeir gerðu.Liðið skoraði 13 mörk á útivelli gegn Watford, Atletico og Man Utd þar sem vantaði þó nokkra lykilmenn í þessum leikjum, ýmist vegna meiðsla, tafa vegna landsleikjaverkefna eða hreinlega að þeir voru hvíldir.
Talandi um meiðsli og leikmenn sem eru frá. Curtis Jones snéri aftur í liðið gegn Man Utd og spilaði í deildarbikarnum gegn Preston í vikunni. Naby Keita var borinn út af eftir ljóta tæklingu gegn Man Utd síðustu helgi en er kominn í gang aftur og stefnir í að hann verði með gegn Brighton. Fabinho er líklega ekki með og þa´er Thiago byrjaður að æfa aftur með liðinu en líklega verður hann ekki tilbúinn í leikinn á morgun. James Milner meiddist gegn Man Utd en er ekki kominn til baka. Kelleher var veikur gegn Preston en gæti kannski snúið aftur í þennan leik, annars tekur Adrian sætið á bekknum en hann var ansi sterkur á móti Preston.
Trent – Konate – Van Dijk – Robertson
Keita – Henderson – Jones
Salah – Firmino – Mane
Konate byrjaði frekar óvænt gegn Man Utd um síðustu helgi og Gomez spilaði með Matip gegn Preston. Matip fór þó út af í hálfleik í fyrirfram ákveðinni skiptingu svo það er líklega spurningin hvor þeirra Konate og Matip byrji með Van Dijk. Þar sem Konate spilaði ekkert gegn Preston og ég man ekki alveg hvort hann hafi verið í hóp eða ekki, þá ætla ég að giska á að hann haldi sætinu.
Flest allir aðrir í liðinu hvíldu í þessum leik fyrir utan Jones. Ég held að hann byrji á miðjunni með Henderson og Keita, Chamberlain gæti svo sem alveg byrjað þarna en ég held að Jones fái þennan leik. Minamino og Origi skoruðu báðir ansi góð mörk gegn Preston og þá sérstaklega Origi en það er rosa erfitt að sjá fram á að þeir byrji á kostnað Mane, Salah, Firmino eða Jota. Mane spilaði lítið gegn Man Utd og var kannski pínu óvænt á bekknum en oh my þeir Jota, Salah og Firmino voru geggjaðir í þeim leik! Eðlilegt væri að þeir tækju þennan leik aftur saman en Mane hefur lítið komið við sögu í þessum tveimur síðustu leikjum svo ég yrði ekki hissa ef hann byrjar. Mögulega gæti Klopp komið pínu á óvart og kannski sett fjórða framherjann í byrjunarliðið á kostnað t.d. Jones.
Brighton hafa komið kannski pínu á óvart það sem af er liðið af leiktíðinni og nælt í nokkur sterk úrslit og verið á góðu róli. Þéttur og sterkur varnarleikur hefur verið lykilþáttur í því og í þeim leikjum sem þeim hefur vegnast vel þá hafa þeir gert vel. Þeir eru samt svona pínu ólíkindatól en þeir eru bara búnir að fá á sig níu mörk í þessum níu fyrstu leikjum og sömuleiðis bara skorað níu svo vörnin hjá þeim er sterk en líkt og kannski undanfarin ár þá er sóknin og sérstaklega framherjarnir hjá þeim kannski ekki alveg í sama klassa.
Ég held að Liverpool muni nálgast leikinn af mikilli virðingu og vita að þeir munu þurfa að leggja á sig til að sigra þennan leik og hefur Klopp hrósað Graham Potter stjóra þeirra í hástert fyrir leikinn og réttilega svo. Maður er orðinn góðu vanur og anskoti kröfuharður á þetta lið og svo maður komi bara hreint út þá ætti þetta að vera öruggur og flottur heimasigur hjá Liverpool. Vörn Brighton er klárlega sterk en sókn Liverpool er ein sú allra besta í heiminum svo þeir ættu að finna glufur og framlína þeirra ætti ekki að valda Liverpool of miklum áhyggjum – en þetta er fótbolti og það getur víst allt gerst í fótbolta svo það þarf að sjá til þess að þessir hlutir gangi upp eins og þeir eigi a ðgera. Brighton er mjög vel drillað lið og líkt og sást í þessu fáranlega 3-3 jafntefli við Brentford þá er sömuleiðis hægt að finna ákveðna veikleika í dagsforminu hjá Liverpool.
Önnur þrjú stig í hús og glæsilegur heimasigur væri ágætis byrjun á helginni!
Naby Keita mun springa út í vetur, ég er alveg viss um það….svo framarlega sem að hann sleppi við mikil meiðsli. Gaurinn hefur hæfileikana en hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli hingað til.
Vörnin alltaf traust á meðan Konaté eða Matip spila við hlið VvD. Sammála Red með Keita, gæti verið einn besti miðjumaðut deildarinnar í vetur.
Gott að sjá Keita skora nokkur mörk uppá síðkastið og það flott. Vonandi heldur það áfram.
Sæl og blessuð.
Svakalega fannst mér gaman að horfa á Konaté gegn mu. Hann var öryggið uppmálað, traustur og hafði þ.a.a. húmor fyrir þessu. Hefur ekki séð það fyrir sér í sínum villtustu og blautustu draumum að hann ætti eftir að upplifa svona undur og stórmerki! Vil eiginlega fara að tefla honum fram sem fyrsta kosti við hlið VvD. Við þekkjum Matip og postulínsliðamótin hans. Þessi gaur hefur svo mikinn presens og hefur þ.a.a. sýnt frábær tilþrif.
Klopp elskar Mané og hefur hann í byrjunarliðinu. Þessi uppstilling gegn mu kom flatt upp á alla – þ.á.m. Solskér og co. Nú fer hann back to basics og Jota kemur mögulega inn á í seinni hálfleik.
Síðustu leikir gefa tilefni til bjartsýni. Ég ætla að leyfa mér þann munað að halda að við vinnum þetta. Skorum þó ekki nema eitt mark að þessu sinni.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ólafur Haukur. Þetta verður erfitt við að eiga gegn einni beztu vörn deildarinnar en aðeins þrír efstu hafa fengið á sig færri mörk en Brighton. En samt – liðið okkar er ótrúlega magnað og ég trúi að sú framlína sem leikur þennan leik eigi eftir að setja þrjú. Mér finnst aðalframherji Brighton Maupay vera einn sá slakasti í deildinni en svo er hann vís til að troða upp í mig sokk og skora í þessum leik. En hvað um það, 3 – 0 er mín spá.
Það er nú þannig
YNWA
Hendo!!!!
Þvílíkt sem þetta lið er banvænt í augnablikinu ótrúlega hættulegir í nánast öllum aðgerðum og frábært að Ox fékk stoðsendingu við munum þurfa á honum að halda á tímabilinu og flott að reyna að fá hann í gang.
Robertson er búinn að vera gersamlega úti að skíta í leiknum langt fyrir innan varnarlinuna trekk í trekk og núna kostaði það mark
Klopp er alveg furðulega seinn með Jota skiptinguna. Ég vil sjá Curtis Jones út af líka og Tyler Morton inná. Jones er alveg úti að skíta.
Ekki góð vörn í dag
Salah þarf að setja eitt stk. Vantar alveg Fab inní þetta
Þetta er bara gersamlega lang lélegasti hálfleikur sem ég hef séð frá liverpool síðan á miðju síðasta tímabili algerlega andlausir og hund lélegir
Sæl og blessuð.
–
Firmino var upp á sitt versta
Chambo byrjaði vel en hann er ekki sá miðjumaður sem við þurfum
Robertson í ruglinu
Alisson átti góða spretti en hann átti ekki að fá fyrra markið á sig
Þessir áhorfendur sem yfirgáfu skipið áður en leikurinn var búinn fá þó langversta einkunn
+
Var nokkuð sáttur við Konate
Erum ósigruð enn
Unnum mu 0-5
Verð að vera ósammála með Konate því hann var oft langt útúr linu og í ýmsum skogarhlaupum þó hann hafi alls ekkert verið lélegasti varnarmaðurinn á vellinum þá var hann heldur ekki sá besti.
Margt til í því. En hann var oft góður í hreinseríinu.
Þetta minnti óþægilega á Brentford leikinn. Eins og miðjan sé ekki lengur að halda – í þeim tilvikum þeas.
Eigum við að sækja Winialdum aftur?
Okkur sárvantar 2 góða miðjumenn punktur.
Algerlega væri maður til í wijnaldum núna eru 4 miðjumenn á meiðslalistanum og þar af eru 2 sem eiga að vera inni í sterkasta liði sem liverpool getur stillt upp, en þessi leikur var líka skólabókardæmi um að liðið sem berst um alla bolta uppsker oft vel brighton voru miklu grimmari.