UPPFÆRT: leik lokið með 2-1 sigri Liverpool. Mörkin komu hvort í sínum hálfleiknum, bæði eftir hornspyrnur frá Bo Kearns. Jade Bailey með fyrra markið, og Taylor Hinds með það seinna eftir að hafa komið inná í hálfleik. Blackburn náðu svo aðeins að klóra í bakkann 5 mínútum fyrir leikslok, en sigurinn var meira en sanngjarn.
Liðið er því taplaust í 11 leikjum í röð, sem verður að teljast bara ansi gott “run”, og það sem meira er að liðið hefur virkað dómínerandi eftir því sem hópurinn spilast betur saman.
Meðal áhorfenda á pöllunum var ungur og efnilegur knattspyrnumaður að nafni Trent Alexander-Arnold.
Nú er það bara Sunderland á laugardagskvöldið, sýnist sá leikur byrja rétt um það leyti sem leikur karlaliðsins við Arsenal er að ljúka.
Það eru ekki nema u.þ.b. 10 dagar síðan kvennalið Liverpool mætti liði Blackburn síðast, þá var það í deildinni en í kvöld kl. 19 mætast þessi lið aftur og nú í Continental Cup, og það verður leikið á Prenton Park.
Eins og venjulega sjáum við öllu meira B-lið í þessari keppni, þar sem óreyndari leikmenn fá færi á að sýna sig og sanna.
Matt Beard stillir þessu upp svona:
Roberts – Silcock – Moore
Parry – Bailey – Kearns – Daniels
Hodson – Walters – Humphrey
Bekkur: Laws, Matthews, Robe, Fahey, Furness, Hinds, Lawley, Kiernan
Það er “the scouser in our team” Missy Bo Kearns sem ber fyrirliðabandið, ég held þetta sé fyrsti leikurinn þar sem hún byrjar með það en hún fékk að vera fyrirliði í nokkrar mínútur fyrr í haust áður en henni var skipt út af.
Það verður að koma í ljós þegar leikurinn hefst hvort liðið sé komið aftur í 4-4-2, mögulega var 3-4-3 ekki að virka nógu vel gegn þessu liði í síðasta leik, en kannski eru Lucy Parry og Yana Daniels í vængbakvarðarstöðum. Nú kannski er þetta einhver allt önnur uppstilling. (EDIT: skv. LFCTV er þetta sama 3-4-3 uppstilling sem hefur verið í gangi síðustu vikur, svo við svissum yfir í það).
Ekki mikið um lið Blackburn að segja, annað en að Mia Parry er þar á miðjunni, en hún er systir Lucy Parry.
Leikurinn verður sýndur á öllum helstu samfélagsveitum Liverpool, þar á meðal á YouTube.
Færslan verður svo uppfærð síðar í kvöld með úrslitum.
2-1 sigur hjá LFC. Vel gert !